Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL1983. Útlönd Útlönd < Útlönd Útlönd Bréfaf/óðið i kringum pólitikina þykir orðið ægiiegt og tötvuvinnsia á nafnalistum til heimsendingar á dreifibréfum eykur enn á það. Þingmenn grafa kjósendur undir bréfaflóðinu Allir þurfa þoir að senda kjósendum sínum bréf en eru póstfriðindi þeirra sanngjörn gagnvart mótframbjóðendum þegar kosningabarátt- an stendur yfir? Þingmenn í Bandaríkjunum, meö aðstoð nýtísku tölva, demba yfir kjördæmi sín og heimaumdæmi bréfaflóði sem lítiö eftirlit er haft með og þjónar oft einungis hagsmun- um þeirra sjálfra þótt skattgreiðend- ur borgi brúsann og póstreikninginn fyrir þá. I tímaritinu „U.S. News & World Report” fjailar Joseph P. Shapiro um „póstflóðið”, sem hann kallar svo, og segir að slái orðið öll met. Segir hann að svo sé komið aö lög- gjafarfulltrúum sumum blöskri og skori á starfsbræður sína að halda afturafsér. Dýrt bréfaflóð Fyrir utan kostnaðinn, sem mönn- um þykir orðið nóg um, óar þeim einnig siðferðið, þegar þingmenn notasér réttindi sín til ókeypis póst- þjónustu til þess að heilaþvo kjósend- ur og bæta möguleika sína á að ná endurkjöri. Kostnaður af þingpóstinum sló öll met á árinu 1982 og fór upp fyrir 100 milljónir dollara, en var árið áður 54 milljónir dollara. Charles Mathias, formaður siðareglunefndar öldunga- deildarinnar, vill að miklu leyti kenna þessa kostnaðarhækkun vaxandi notkun á tölvum. Hann segir að af 269 milljón bréf- um, sem send voru frá öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrra, hafi aðeins 4% verið til þess aö svara pósti sem henni barst. Afgangurinn var eftir- litslaus. Ýmist einstök bréf, opin bréf, fyrirspurnir, fréttabréf og dreifibréf, ætluð til þess að segja kjósendum frá því, „sem við viljum aðþeirviti”. Kapphlaup um tölvuvædda nafnalista Þegar þingið fékk til nota tölvu- vædd fjölritunar- eða prenttæki, sem geta skilaö þúsundum bréfa á klukkustund með nafni og heimilis- fangi jafnmargra viðtakenda, með persónulegum boðskap, ruku lög- gjafarfulltrúar upp til handa og fóta til að veröa sér úti um lista með nöfh- um fólks sem þeir vildu koma boð- skap sínum til. Flestir kaupa af þrýstihópum lista eða tölvusnældur meö nöfnum hugsanlegra viðtak- enda, eða af hagstofunni eða ámóta tölvubönkum, nema þeir láti gera lista upp úr símaskránni, bifreiða- skránni eða með einhverjum öðrum hætti sem þjónar þeirra tilgangi. En þingskrifstofan er látin borga. Skömmu fyrir endurkjör sitt 1982 eyddi Lloyd Bentsen, öldungadeild- arþingmaöur frá Texas, 10.405 doll- urum til kaupa á nafnalistum á tölvusnældum frá landbúnaðarráðu- neytinu, fasteignamati Texas og sex- tán öðrum stofnunum og samtökum. Bentsen var drjúgur viö bréfasend- ingamar og sendi 11,8 milljón bréf frá þinginu á árinu 1982, en þó voru þrír aðrir honum enn drýgri. Bent- sen lumar á 75 nafnarunulistum yfir, til dæmis, bílasala, eldri borgara, umhverfisvemdarsinna, banka- menn, bændur, presta, kírópraktora og fleiri. Velja úr þá sem heyra mega Shapiro hefur eftir hjálparkokki annars öldungadeildarþingmanns að með því aö nota slíka nafnalista sé þingmönnum nú mögulegt að koma upplýsingum sínum áleiðis til út- valdra. Til dæmis til þess að vekja athygli hundaeigendafélagsmanna á því aö þessi þingmaöur hafi nú lagt fram frumvarp um að leyfa hunda- hald. Það hafiákveðna kosti framyf- ir fréttafjölmiölana, þar sem í ofan- nefndu dæmi myndu andstæöingar hundahalds einnig rekast á fréttina og styggjast viö. Bentsen er nefndur í greininni í sambandi við skylt dæmi. Hann var meðflutningsmaður á frumvarpi sem f jallaði um það viökvæma mál í Bandaríkjunum hvort skotvopn skyldu skráð og eign þeirra háð leyf- um. Hann gætti sín að skrifa ekki nema þeim 1.182 kjósendum sem þekktir voru að því að fylgja honum 1 þvímáli. Einn þingmaður fulltrúadeildar- innar vissi af skoöanakönnunum að hann naut lítils fylgis meðal spænskumælandi kjósenda sinna (oft af mexíkönskum uppruna, kúbönskum og puertoríkönskum). Hann notaði bifreiðaskrána til þess að útbúa lista yfir kjósendur meö nöfnum sem höfðu spænskan hljóm og dreiföi til þeirra bréfi meö upplýsingum um að hann styddi lög- gjöf um tveggja tungumála notkun í skólum. Skömmu eftir var áberandi hvaö fylgi hans jókst hjá þessum hópi í skoöanakönnunum. Málefnið skiptir minna máli Brögð þykja að því að löggjafar- fulltrúar taki afstööu til mála meira meö tilliti til þess hvort þar gefist til- efni til ágæts bréfs til kjósenda þeirra fremur en hvort málstaðurinn sé góður eða þarfur. Fyrrum þing- menn hafa heyrst halda því fram aö margir þingmenn séu meira með hugann bundinn viö að nudda, meö hjálp tölvunafnavals , á kjósendum sínum bakiö fremur en við stefnu- mótun og þjóðarnauösynjamál. Aðstöðumunur þingmanns og mótframbjóðanda John Heinz, öldungadeildarþing- maður frá Philadephíu, átti metið í deildinni árið 1982. Á síðustu átta mánuðunum fyrir endurkjör hans sendi hann út 15 milljón tölvuprentuð dreifibréf. Áætlaður kostnaður af því var talinn nema 2,3 milljónum doll- ara. Það var fimmfalt hærri upphæð en mótframbjóðandi hans varði úr kosningasjóði til kosningabaráttu sinnar. Þaö er þessi aöstöðumunur sem margir líta hornauga og telja alls ekki vera í anda póstfríðindanna sem þingmenn hafa notið í Banda- rikjunum frá því 1789. Hefur sprottiö af því deila og málshöfðun og er það mál á leiö til hæstaréttar. Þar er málið reist á því að ekki sé sann- gjarnt aö póstfríðindi þingmanns skapi honum betri aöstöðu til að ná endurkjöri en mótframbjóðandi hans býr við. Stigið í vænginn við öndverða póla Patricia Schroeder, fulltrúadeild- arþingmaðurfrá Kólóradó, samsinn- ir því að þingfulltrúar noti póstinn til þess að blása út afrek sín í þinginu. — „Það eru til leiðir til þess að hag- ræða sannleikanum og selja hvað sem vera skal,” segir hún í viðtali við Shapiro. Dæmi er tilgreint um öldungadeildarþingmann sem lét senda kjósendum sínum tölvudreifi- bréf. Það var um umhverfisvemdar- mál. Meö því aö skipta um nokkur orð í hluta bréfanna — en það er leik- ur einn með nýjustu tækninni — gat þingmaðurinn gefiö öndveröum fylk- ingum í skyn að hann styddi þeirra málstað hvorrar fyrir sig. Bréfaflóðið orðið yfirgengilegt 94 af 100 öldungadeildarþing- mönnum nota að staöaldri tölvubún- að þingsins, en hann getur prentað 15 þúsund bréf meö nafni á klukku- stund. Rekstur þessa prentbúnaöar kostar þingið um 16 milijón dollara á ári. Fulltrúadeildin býr ekki svo vel að eiga líkan tækjakost svo að um 400 fulltrúadeildarþingmenn ganga í sjóði þingskrifstofunnar til þess að leigja sér frá einkaöilum slík tæki. Um 200 þeirra berast slík ógrynni af bréfum — mestmegnis viðbrögð viö þeirra eigin bréfaskriftum — aö þeir leigja utanaðkomandi fyrirtæki til þess að annast það fyrir sig. Það er talin góð pólitík aö þing- maöur leitist við að svara helst öllum bréfum sem honum berast. En skrif- stofustjóri hans er ekki öfundsverður af þeim þætti starfsins því aö póstur- inn, sem inn kemur, hefur aukist um 2000% síöanl970. Þingmenn sjálfir kaffærðir í bréfum Þótt þingmenn séu drjúgir við að demba yfir kjósendur sína dreifi- bréfum er það þó lítið eitt í saman- burði við það sem yfir þingmennina flæðir í allskonar erindrekstri einstaklinga og svo auðvitað einstök- um herferðum þrýstihópa en þær gerast æ tíðari á seinni árunum. Þessa dagana stendur einmitt yfir ein slík herferð vegna skattalaganna og berast um 120 þúsund bréf dag- lega til þinghússins. Slíkir þrýstihópar eiga sumir sjálfir tölvubúnaö til úrvinnslu á því hvort frekar skuli bera niður í undir- skriftasöfnunum eða hvetja kjósend- ur til að senda þingmanni sínum línu. Aðrir leita á náðir sérstakra fyrir- tækja sem búa yfir góðum tækjakosti til slíks. Og einhvem veginn er hinn frjálsi markaður og einstaklings- framtakið betur tæknivætt en opin- berar stofnanir eins og þingið. Þing- mönnum þykir sem þeir heyi eins konar tölvustríö við þrýstihópana um skoöanamótun hjá kjósendum og segjast sumir hafa beyg af því að þrýstihópur komist yfir betra tölvu- úrtak eða ítarlegri nafnalista en þeir hafa sjálfir og kunni aö ná betur til kjósendanna en þingfulltrúinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.