Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Síða 15
DV. FÖSTUDAGUR 8. APRIL1983.
15
Guðmundur Sæmundsson segir að flokksræðið ríðihusum iAlþýðusambandinu.
„Þverpólitísk"
hreyfing"
Áður fyrr var verkalýðshreyfingin —
eða að minnsta kosti áhrifamestu
stofnanir hennar — bitbein tveggja
flokka og síöar fleiri. Hver flokkur
reyndi aö narta sem mest af hinum.
Þetta viðgengst að sjálfsögðu talsvert
ennþá. Þó er orðið stórum meira áber-
andi alls kyns samkrull og samstarf
flokkanna, bein skipti valdapóstanna á
milli þeirra eftir áætluðu fylgi. Stjórn-
málamennimir í forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar skýra þetta og mæla
fýrir því þannig að á þennan hátt
skapist „friður” fyrir pólitiskum
erjum, „samstaða” út á við og skyn-
samleg málamiðlun gagnvart þeim
öflum sem verkalýðshreyfingin sé
samansett af. Þetta má auðvitað til
sanns vegar færa. En um leið gerist
annað sem þagað er yfir. Þverpóli-
tískur hugsunarháttur foringjanna
skapar meö þeim samstöðu um það aö
það séu flokksforingjamir en ekki
félagamir í hreyfingunni sem eigi að
ráöa og skipta með sér völdunum.
„Ópólitísk"
hreyfing?
Ýmsir setja samansemmerki á milli
orðanna „flokkapólitík” og „pólitík”.
Þetta er rangt. Pólitík er miklu
almennara og víðfeðmara fyrirbæri en
stundarþras og jafnvel langtíma-
stefnur stjórnmálaflokkanna ná til.
Þeir sem em á móti því að verkalýðs-
hreyfingin sé flokkspólitískur hali á
einum eða fleiri flokkum, þurfa alls
ekki að vera andvígir því að hreyfingin
setji fram kröfur og stefnu sem grípa
eftirminnilega inn í íslenska pólitík.
Þvert á móti. Það sem við flokkaand-
stæðingar fömm fram á er'að pólitíkin
sé í samræmi við hagsmuni fólksins.
Verkalýðshreyfingin kemst aldrei hjá
því að setja fram kröfur sem varða
framtíðarhagsmuni verkafólks, t.d.
um að skipta afrakstri vinnunnar á
annan hátt en nú er gert — jafnvel í
grundvallaratriðum. Og hún kemst
heldur ekki hjá því að sýna viðbrögð
við stjórnvaldslegum aðgerðum, sem
snerta kjör launafólks, hvort sem
slíkar aögerðir heita bráðabirgðalög,
vísitöluskerðing, fiskverðsákvörðun
eðagengisfelling.
Rjúfum beinu
tengslin!
Þótt erfitt kunni að reynast að skera
á dulin og óbein tengsl stjómmála-
flokka og verkalýðshreyfingar með
einhverjum patentráðum, er öðru
máli að gegna um ýmis augljós atriði.
Þar er vel hægt að grípa til beinna
aðgerða til að rjúfa tengslin. Mig
langar til að telja hér upp nokkur atriði
sem ég veit að mikill þorri hreyfingar-
meðlima er sammála mér um, — líka
margir verkalýðsforingjar í hópi
þeirra sem minna mega sín á æöstu
stöðum. Eg tel t.d. að þeir sem eiga
sæti í miðstjórn ASI, stjómum hinna
ýmsu sambanda innan þess eða í
stjórnum verkalýðsfélaga eða stofn-
ana sem tengjast hreyfingunni
(Alþýöubanka, lífeyrissjóðum o.fl.)
eigi sjálfkrafa að missa þessi sæti sín,
— ef þeir hella sér út í flokkapólitík. Þá
á ég t.d. við að þeir taki sæti á Aiþingi, í
sveitarstjórnum, i stjómum flokka eða
flokksfélaga eða gerist fulltrúarflokka
í opinbemm nef ndum eða ráðum.
Eg hef heyrt þær mótbárur viö
þessum hugmyndum að hér sé verið að
skerða mannréttindi þeirra einstakl-
inga sem í hlut kunna að eiga. Þetta er
rangt. Öllum er frjálst aö hafa þær
skoðanir sem þeir vilja og styðja þá
stjómmálaflokka sem þeir sjálfir
óska. Enginn getur tekið þann rétt frá
þeim. En það er ekki þar með sagt að
hver sem er eigi að geta orðið forystu-
maður í verkalýðshreyfingunni.
Atvinnurekendum er t.d. ekki einu
sinni leyfilegt að vera félagar í hreyf-
ingunni. Og í ljósi þess að allir flokk-
amir þurfa einhvern tíma að taka
meira tillit til hagsmuna atvinnurek-
enda (t.d. í ríkisstjórnarsamstarfi) en
verkalýðshreyfingunni er hagstætt,
hvað er þá eðlilegra en að hreyfingin
reyni að verja sig fyrir beinum áhrif-
um shkra afla? Menn verða að kunna
aðvelja ámilíi.
Guðmundur Sæmundsson,
Akureyri.
Pótur Einarsson, nýskipaður flugmálastjóri.
staklega í orkukreppunni nokkmm baunir em að öllu jöfnu ódýrari á
ámm síðar því að kjötbollur og grænar heimsmarkaði en bensín og oiíur.
„Aðfinnslulaust"
Á sama hátt og sumar aðgerðir
samgönguráðherra em oft á tíðum
dálitið litríkar er þaö, sem hann segir
til að verja aðgerðir sínar, stundum
eilítið broslegt.
I stuttu viðtali við Morgunblaöið út
af ráðningu flugmálastjóra tók
ráðherrann það þrisvar sinnum fram
að Pétur Einarsson, sá sem starfið
hreppti, hafði gegnt starfi flugmála-
stjóra „aðfinnslulaust” við erfiðar
aðstæöur. Það er ekki laust við að
menn tengi saman þetta þrefalda „að-
finnslulaust” og prófmálið, sem nú er
nýlega fallinn dómur í, út af einkaerj-
um Péturs við fyrrverandi undirmann
sinn, sem hann krafðist aö yrði rekinn
úr starfi frá flugmálastjóm á síðasta
ári. Varla getur ráðherrann talið það
aðfinnslur þótt dómstólar dæmi á
manninn afglöp í starfi?
Niðurlag
I upphafi greinarinnar var það sagt
að ekki væri alveg ljóst hvaða skilning
háttvirtur samgönguráðherra leggur í
orðið stjómmál. Hitt er þá fullkomlega
ljóst að hann leggur ekki þann skilning
í það hugtak sem viðtekinn er, þ.e. bar-
átta hugmynda fyrir bættu þjóðfélagi.
öllu heldur viröast hugmyndir hans,
og reyndar annarra framsóknar-
manna, ganga í þá átt aö markmiðið sé
að „ná taki á kökunni” og skipta henni
síðan bróðurlega á milli vina,
kunningja og flokksfélaga. Þar virðist
hugtakið misnotkun á valdi ekki vera
til og þaðan af síður virðing fyrir al-
mannafé (annarra manna fé).
Eins og kunnugt er hefur
Framsóknarflokkurinn ekki til í sínum
herbúðum það sem kallað er stefna.
Þaðan af síöur byggist flokkurinn í
kring um hugsjónir. Með hliðsjón af
því eru „stjómmál” formannsins
kannski aðeins eðlileg svo flokkurinn
þrífist. Einhvem veginn verður hann
að fá atkvæöi.
Haraldur Kristjánsson.
Kjósendur!
Athugiö hvort þið eruð á kjörskrá.
Kærufrestur er til 8. apríl.
Ef þið finnist ekki á kjörskrá, vinsamleg-
ast hafið samband við kosningaskrif-
stofuna, kjallara Kjörgarðs (gengið inn
Hverfisgötumegin), símar 11179 og 21202.
A-LISTINN
ÍREYKJAVÍK
GÖNGUSKÍÐASETT
Göngu-skíði
-skór
-stafir
-bindingar
Þetta sett bjóðum
við á aðeins kr.
2.500,-
Eigum einnig úrval af
gönguskí ðaf atnaði.
Sportborg
Hamraborg 6
Kópavogi,
sími 44577.
Póstsendum
mz.
Þetta er
BLÁKÖLD
STAÐREYND
w
Kæliskápar