Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FÖ5TUDAGUR8. APRlL 1983. Spurningin Hvernig heldurðu að næstu kosningar verði? Eggert Hannah úrsmiður: Venjulegar. Eg held aö fólk sé búið að fá leiöá þess- ari pólitik. Sigurður Albert Ármannsson kennari: Eg er hræddur um að þær endi svipaö og undanfariö og hlutföllin breytist lítiö. Guðbjörg Friðriksdóttlr húsmóðir: Ég býst ekki við miklum breytingum. Metta Friðriksdóttir, vinnur í banka: Ég hef enga skoðun myndað mér á þeim. Tómas Guðmundsson prestur: Þaö verða spennandi breytingar. Jón Guðbrandsson: Eg veit þaöekki. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Gullskipið: vEkki teknar fjárveitingar frá fomleifa- uppgreftri” Bergur Lárusson frá Kirkjubæjar- klaustri skrifar: I DV 24.3, er grein frá einhverjum úrtölumönnum sem kalla sig Félag íslenskra safnmanna. Greinina kaUa þeir „Athugasemdir um gullskipið”. Þeir lýsa áhyggjum sínum vegna samþykktar Alþingis um aö veita rík- isábyrgð fyrir láni til aö grafa Het Wapen van Amsterdam upp. Þessir menn tala eða skrifa af vankunnáttu. Það eru hvorki teknar neinar fjárveit- ingar frá fornleifauppgreftri að Stóru- Borg né annars staðar. Þetta er aðeins ríkisábyrgð fyrir láni sem tekið verður til aö grafa gullskipiö upp. Verkfram- kvæmdin verður tryggð hjá Lloyds í London. Þeir tala einnig um að við kunnum ekkert með svona skip aö fara eftir uppgröft. Til að svona skip skemmist ekki eftir uppgröft þarf aðeins að dæla yfir það vatni. Ekki veit undirritaður til þess að neinn skortur sé á vatni í Skeiðará. Ef geyma þarf skipið lengi þarf ekki annaö en láta þaö liggja áfram undir vatnsborði í sandinum og mun það þá haldast jafnblautt og það nú er. Það er nærri fullvíst að verð- mæti gullskipsins eru margföld á viö kostnað við uppgröftinn. Það er því allt að vinna en engu að tapa fyrir íslenska ríkið að veita ríkisábyrgð. Aðrir úr- tölumenn hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess aö þetta skip í sandinum sé ef til vill ekki Het Wapen van Amster- dam. Eg held að óhætt sé fyrir þá menn aö afskrifa þær áhyggjur. Við mældum út þýska togarann .Eriedrich Albert” sem strandaði á þessum slóð- um árið 1903. Togari þessi er nú fram- an í sjávarkambinum. Hitt skipið sem við segjum vera Het Wapen van Amsterdam er um 200 metrum lengra inni í landi. Það skip hlýtur því að hafa strandaðlöngufyrir 1903. Við höfum með mælitækjum og bor- unum fundið út stærð þessa skips, sem er um 50 metrar á lengd og 15 metrar á breidd, eða sama stærð og talin er hafa verið á Het Wapen van Amsterdam. Skipið liggur norðan í sjávarkambin- um, stefnir frá suð-vestri til norðaust- urs. Sýni sem tekin voru með kjama- taka hafa leitt í ljós að eikin, viðir skipsins, hafa verið höggnir úr skógi um 1650. Het Wapen van Amsterdam var smíðað árin 1653 til 1655. Sú tegund tróöar, sem við náöum úr skipinu, hef- ur ekki verið notuð í skip eftir árið 1700. Þessir efasemdamenn munu víst ekki sannfærast nema skilti með nafni skipsins finnist. Það gæti sennilega orðið erfitt aö finna slíkt skilti, það er alls ekki vist aö það hafi nokkurn tíma verið búið til. Nafn skipsins kannski bara málað á skipið. Hætt er við að sú málning sé nú farin að verða ill-læsileg eftir að skipið hefur legið á kafi í sand- inumi316ár. Einn sprenglærður hljóp með þær fullyrðingar í útvarp og blöð að öll verðmæti heföu veriö tekin úr skipinu af öræfingum. Maður þessi hefur sennilega aldrei komið niður í f jöru eöa séð strönduð skip á þessum slóðum. Leitað að gullskipinu á Skeiðarársandi. „ Til að svona skip skemmist ekki eftir uppgröft þarf aðeins að dæla yfir það vatni. Ekki veit undirritaður til þess að neinn skortur sé á vatni i Skeiðará," segir Bergur Lárusson meðal annars i bréfi sinu. Hann talar því af ókunnugleika. Stór skip, eins og Het Wapen van Amster- dam var, stranda á útrifi, nokkur hundruö metrum frá landi. Þegar gull- skipið strandaði var suðaustan ægi- veöur, eins og það var kallað, og stór- sjór. Á fyrsta eða öðru flóði eftir strand færast svona skip inn að rifinu og sökkva í sjávarlón sem ævinlega er fyrir innan rifið, oft 10 til 15 metra djúp. Skipin fyliast þá strax af sjó og sandi og sandur hleðst einnig að skip- inu að utanverðu. Eftir þaö kemst eng- inn, ekki einu sinni með nútima tækni niöur í skipið meðan það er úti í brim- garðinum, hvaðþá 1667. Annálar segja nægilega mikið tU þess að fullyrða má að svona fór Het Wapen van Amster- dam. Mikið af silki og öörum vamingi, sem flaut, tók að reka á land. Það sannar að skipiö var þá sokkiö. Munn- mæli eru um hurðar-látúns-skilti úr Het Wapen sem nú munu verða í Þjóð- minjasafni. Einnig var talað um tó- baksdósir sem voru í Suðursveit. Eitt- hvað fleira hefur væntanlega verið í Het Wapen en hurðarskilti og tóbaks- dósir. Ef allt hefur verið hirt úr skip- inu, hvað varð þá af þessum hlutum og hvers vegna er ekkert minnst á þá hluti í munnmælum? Sannleikurinn er sá að allt sem ekki flaut er enn um borö og skipið er mjög heillegt fynr neðan efsta þilfar. Yfir- bygging er að sjálfsögðu að mestu eða öliu leyti farin. Þetta kemur aUt í ljós, á sínum tíma, þegar skipið hefur veriö grafið upp. Athugasemd f rá Félagi leiðsögumanna: „Leiðsögumenn verða að fá laun sín eins og aðrir” ísland: Svíþjóö: Stokkh. Danmörk: Kaupmhöfn Noregur: Osló Utkall 383.- 756.- 525.- 540,- 4 klst. 448.- 1.008.- 525,- 1.014,- 5 ” 542.- 1.260.- 700.- 1.245,- 6 ” 637.- 1.512.- 875,- 1.476.- 7 ” 732.- 1.764,- 1.050,- 1.707,- 8 ” 829.- 2.016.- 1.225.- 1.938.- 9 ” 947.- 2.268,- 1.400,- 2.169,- 10 ” 1.046.- 2.520,- 1.575.- 2.400.- 11 ” 1.211.- 2.772.- 1.850.- 2.631,- 111/2 ” Mism. í 1.283.- 2.898.- 1.937.- 2.747.- % 126% 51% 114% Friðrik Haraldsson skrifar fyrir hönd launanefndar Félags leiðsögumanna: Tilefni þessarar athugasemdar er grein Einars Þ. Guðjohnsen í DV. þ. 24. mars sl., þar sem hann gerir m.a. launakjör og meintar afleiðingar þeirra fyrir ferðaþjónustuna að umræðuefni. Launanefnd Félags leiðsögumanna viU af þeim sökum koma eftirfarandi á framfæri: 1. FuUyrðingar E.Þ.G. um, að laun leiðsögumanna séu meðal hinna hæstu í heimi, eru staölausir stafir. Dagvinnulaun islenskra leiösögu- manna meö orlofi i hæsta flokki eru nú kr. 13.199 á mánuði. TU samanburðar eru mánaðarlaun leiðsögumanna á þremur hinna Norðurlandanna sem hér segir: Svíþjóð kr. 29.830 , Dan- mörk 19.930 og Noregur kr. 28.246. Aö auki fá starfsbræður og systur á hinum Norðurlöndunum ýmsar auka- greiðslur, sem tíökast ekki enn þá hér- lendis, s.s. fyrir hvert tungumál, sem gert er að tala, fram yfir eitt. Þess má og geta, að víðast í öðrum löndum V- Evrópu eru leiðsögumenn mun betur launaðir en hér og jafnvel í Singapore skjóta þeir okkur rækilega ref fyrir rass. Hér að neðan má sjá samanburðar- töflu jafnaðarkaups leiösögumanna á ofangreindum Norðurlöndum, byggða á gengi 24/3 ’83: 2. Það er meö öllu óskiljanlegt, að farið skuli með slíkt fleipur og ráöist svo ómaklega á eina hinna mörgu stétta, sem bera ferðaþjónustuna uppi. Augljóst er, aö leiðsögumenn verða að fá laun sín eins og aðrir, þótt lág séu. 3. Leiðsögumenn verða að uppfylla ströng skilyrði til að fá starfsrétt- indi (sbr. reglugerðnr. 130/81) hvað sérmenntun og aðra hæfni áhærir. Þeir verða einnig að afla sér viðbótar- og endurmenntunar sam- kvæmt sömu reglugerð. 4. Starf leiðsögumanns krefst m.a. langdvala fjarri heimili sínu án sér- stakrar umbunar, sem margir aðrir starfshópar fá svokallaða staðaruppbót fyrir. 5. Vinnutími í framangreindri töflu er mjög vanmetinn. Leiösögumenn eru t.d. í starfi allan sólarhringinn í langferðum, þ.e. ætíð tiltækir á vinnustað og geta ekki annað. 6. Nauðsyn tilveru leiösögumanna fyrir ferðaþjónustuna er ótvíræð og lýsir sér e.t.v. best í niöurstööum kannana, sem hafa verið gerðar meðal erlendra ferðamanna hér, þótt annað sé ekki nefnt. Þar hefur m.a. komið fram, að mjög margir ferðamenn heimsækja fsland oftar en einu sinni og yfir 30% þeirra, sem hingaö koma, leggja í ferðina fyrir orð annarra ánægðra ferðamanna. 7. Af orðum E.Þ.G. mætti draga þá ályktun, að hann ætlist til þess, að leiðsögumenn starfi lítt eöa ólaunaðir í anda þeirrar frumbýlingshugsjónar, sem ríkti í hugum sumra (og ríkir greinilega ennþá) á árdögum ferðamálanna hérlendis. Slíkur hugsunarháttur tilheyrir fortíðinni, ef hann hefur nokkurn tíma átt rétt á sér. Við búum við meiri f jölda ferðamanna, aðrar og auknar kröfur og þá óhrekjanlegu staðreynd, að við verðum að vera samkeppnishæf til að fá ferðamenn til landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.