Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Qupperneq 17
DV. FÖSTUDAGUR8. APRlL 1983. \1 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Verðbætur: Björn Björnsson skrilar: Eg ætla að byrja á að biöjast afsök- unar á því hve svar mitt viö athuga- semd Ellerts B. Schram viö bréf mitt, sem birt var í DV 8.3., berst seint en ég hefl veriö erlendis undanfariö. Eg samþykki þaö sem Ellert B. Schram segir i lok athugasemdar slnnar aö óþarfi sé aö kalla þaö bull ef skoöanlr manna fara ekki saman, en á þaö skal bent aö hér er ekki um aö ræöa skoöanamun. Þetta mál snýst um stærðfræðilegar staðreyndir en ekki tilfinningalegar, samanber þaö aö tvelr plús tveir eru fjórir en ekki fimm eöa þrír eins og E.B.S. er aö reyna aö telja mönnum trú um. I leíöara sínum 1.3. sagöi hann aö veröbólgan yki mis- réttiö vegna þess að sá meö hærrí launin fengi fleiri krónur i (verö)bætur en hinn meö lægri iaunin. 1 athuga- semd við bréf mitt í DV 8.3. endurtekur hann þetta og seglr svo — til þess aö kóróna þetta allt — „fyrri fjölskyldan fær 1000 krónur tll aö mæta auknum út- gjöldum en sú siöari 3000 krónur, hvort tveggja er til ab mæta 1400 króna hækkun i f ramfærslu”. I fyrsta lagi hlýtur framfærslu- kostnaöur hverrar fjölskyldu aö vera i samræmi viö tekjur hennar. Þvi er út i hött aö ræöa um elnhverja ákveöna upphæð sem sniðin er aö þörfum mis- munandi hópa. I ööru lagi eru vísitölu- bætur ekki til þess aö mæta kostnaðar- auka vegna veröhækkana einhverrar staðlaðrar fjölskyldu. Þetta er vöm stéttarfélaganna (í veröbólguþjóö- félagi) gegn rýrnun umsaminna launa þess veröbótatimabils sem veröbótun- um er ætlaö að ná yfir. Semsé, verðbætur eru eingöngu til þess aö viö- halda óbreyttum (launaliö) kjara- samningi, þ.e.a.s. óbreyttum kaup- mætti launa. Þar af leiöandi er ekki hægt aö staöhæfa aö verðbætur, sem greiddar eru vegna veröbólgu (rýrn- andi verögildis gjaldmiöiis) auki mis- réttiö milli launþegahópa þótt launa- mismunursémikill. Eftir að hafa leslö athugasemd E.B.S. skil ég betur af hverju hann stendur svona fast á „skoöun” sinni varöandi þetta mál. Reikningsaöferö hans (semsé krónutöluhækkun í staö prósentuhækkunar) leíöir fljótlega til þess aö öll laun í landinu veröa u.þ.b. þau sömu. Þar er liklega komln skýringin á því hvaö E.B.S. meinar með staðhæfingu sinni um „misrétti” en gegn því ætlar E.B.S. aö berjast — semsé gegn misháum launum manna. En þaö er allt annaö mál og óskylt því sem ég vakti athygli á i bréfi mínu. Jafnaðarstefnan er fögur hugsjón sem byggir á mannkærleika, samvinnu og heiðarleika eins og allir vita og ber aö efla þessar dyggöir hjá okkur Islendlngum. Oska ég hér meö E.B.S. góðs gengis í komandi kosningabaráttu. Ef hann kynnir sínar hugsjónir vel, svo og önnur sín stefnumál í þessum dúr, er næsta öruggt að honum muni takast aö afla sér stuðnings þeirra fjölmörgu jafnaöarmanna (sósíaldemókrata) sem eru meöal kjósenda Sjálfstæöis- flokksins. P.S. Og nú hefur Jón Baldvin Hannibals- son tekið í sama streng og E.BJS. varöandi þetta „misrétti” í leiðara Alþýöublaösins 23.3 Ja héma. Svar: Eg hiröi ekkl um aö karpa viö Björn Bjömsson frekar. Hann hefur sfna skoðun, ég mína. En aöelns þetta: 1. B.B. heldur því fram aö fram- færsluvísitala hverrar fjölskyldu hljóti aö vera i samræml vlö tekjur hennar. Þetta er auövltað alrangt. Framfærsla visltölufjölskyldunnar er mæld út frá stööluöum útgjöldum, algerlega án til- lits til þess, hvort fjölskyldan hafl meiri eöa mlnni tek jur. 2. Verkalýðsfélögin hafa haldiö því fram aö verðbætur ó laun séu vöm þeirra gegn rýmun launa. Reynslan hefur sannaö allt annaö. Kaupmáttur launa rýrnar stööugt i veröbóigunni þrátt fyrlr hlminháar veröbætur. 3. Eg hef bent á, aö í núverandi verö- bóta- og vísltölukerfi er ruglaö saman bótum vegna hækkunar framfærslu- kostnaöar og þeirri viöleitnl aö halda hlutfalli milli mlshárra launa rýmar stööugt í verðbólgunni þrátt fyrlr himinháar veröbætur. Vísitölubinding eða föst krónutala 4. B.B. segist nú skilja hvaö ég elgl athygll á í bréfi sinu. I þeim efnum er 5. Bréfritara tll upplýsingar, skal réttl. Þaö mun ég áfram gera, hvort viö þegar ég talaöl um „misrétti” i ekkiviðmigaðsakast.B.B.baöumút- þess getlö aö undlrritaður er sjálf- semB.B.líkarbeturoöaverr. lelöara 1. 3. sl. Hann seglr þaö annaö skýrlngu á „misréttinu" og þvi hef ég stæöismaöur. Þaö er i anda sjálf- Reykjavik, 24. mars 1983, mál og óskylt þvi sem hann vaktl svaraö. stæöisstefnunnar aö berjast gegn mis- Ellert B. Schram. Heimili um stundarsakir t Merkjasala 8. og 9. apríl Póstgírónúmer: 44400-6 Kvennaathvarfið er opið allan sólarhringinn, alla daga. Þar er alltaf einhver til að veita aðstoð þeim konum sem beittar hafa verið ofbeldi. Konurnar geta haft börn sín með sér. Tökum höndum saman. Tryggjum framtíöarhúsnæöi Kvennaathvarfsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.