Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1983, Side 30
38 DV. FÖSTUDAGUR 8. APRIL1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á Hæðar- garði 9 Q, þingl.eign Arnarsi J. Magnússonar, fer fram eftir kröfu Innheimtust. sveitarfél. á eigninni sjálfri mánudag 11. apríl 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 80., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Grensásvegi 58, þingl. eign Helga Guðbrandssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 11. april ki. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess 1983 á hluta í Háaleitisbraut 155, þingl. eign Garðars Ólasonar, fer fram eftir kröfu Ara ísberg hdl. á eigninni sjálfri mánudag 11. april 1983 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Grundargerði 8, þingl. eign Sigrúnar Hjaltested, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánu- dag 11. apríi 1983 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. NÝIR UMBOÐSMENN: Suðureyri Ó/öf Aðalbjörnsdóttir Brekkustíg 7 sími 94-6202. Höfnum Matthi/dur Kristjánsdóttir Djúpavogi 10 sími 92-6922. Djúpavogi Gunn/augur Guðjónsson Úthlíð sími 97-8851. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR AF SMÁAUGLÝSINGUM FRÁOG MEÐ 1. APRÍL. Ákveðið hefur verið að veita 10% afslátt afþeim smáauglýsingum íDV sem eru staðgreiddar. Það telst staðgreiðsla ef auglýsing ergreidd daginn fyrir birtingardag. Verð á einni smáauglýsingu af venjulegri stærð, sem erkr. 200,- lækkar þannig íkr. 180,- efum staðgreiðslu er að ræða. Smáauglýsingadeild, Þverholti 11 — sími27022. Frá stofnfundi Umferöarlæknisfélagi íslands. DV-mynd Bjamleifur Umferðariæknisfræði- félag íslands stofnað — rannsóknir umferðarslysa út frá læknisfræðilegu sjónarmiði Stofnað hefur verið Umferðarlæknis- fræðifélag Islands. Að því standa 25 aðilar alls, læknar sem tengjast slysa- vörnum og slysameöferð, samtök fatl- aöra, Hjálparsveit skáta, Rauði kross Islands, Umferðarráð og fleiri aöilar sem hafa með slys og slysavarnir aö gera. Tilgangur félagsins er að hafa áhrif á slysavarnir og beita sér fyrir rannsóknum á hvað megi gera til að draga úr slysum, sérstaklegá út frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Það geta verið atriði eins og útgáfa ökuskír- teina, gerð farartækisins sjálfs, bíl- belti, notkun lyfja, áfengis við akstur ogfleira. Kosin var 5 manna stjóm á stofn- fundinum og gengið frá lögum félagsins. Formaður er Olafur Olafs- son landlæknir, aðrir í stjórn eru: Þórarinn B. Olafsson yfirlæknir, Nína Hjaltadóttir frá Hjálparsveit skáta, Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglu- stjóra, og Kristinn Guðnason tauga- skurðlæknir. JBH SÁÁ' HLGANGURINN MÁ EKKIGLEYMAST „Sjúkrastöö SAA verður fokheld eftir tvær vikur. Það þarf átak til aö byggja tvö þúsund fermetra húsnæöi á skömmum tíma. Viöa treystum sem fyrr á stuðning og velvilja lands- manna til að ljúka þessu verki okkar,” sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri SAÁ, á blaðamannafundi nýlega. „Neikvæð umfjöllun um söfnun okkar í sumum fjölmiölum aö undan- förnu hefur skyggt á tilganginn. Yfir því emm við aö sjálfsögðu leiðir. Við gerum okkur grein fýrir að hringingar í fólk hafa sumar hverjar farið yfir markið. Það viðurkennum við fúslega og þykir miöur að svo hafitiltekist.” Kom fram í máli Vilhjálms að í upphafi hafi veriö gerö áætlun um að safna 25 milljónum króna og af því fæm 15—20% í kostnaö. Þegar hafa safnast 13 milljónir króna. Frá opinberum aðilum hafa samtökin fengið eina og hálfa milljón króna og fjórar milljónir söfnuðust í happ- drættinuífyrra. „Þessi söfnun er geysiviðamikil,” sagöi Vilhjálmur, „enda verkefnið brýnt. Viö erum í bráðabirgðahús- næði aö Silungapolli með afvötnunar- stöðina og kemur nýja sjúkrastöðin í hennar stað. Stöðin er fyrir alla landsmenn og biðlistinn langur.” Mönnum reiknast til aö núvirði skuldabréfanna sé um ellefu hundruð krónur. Fyrsta greiöslan af þeim er 5. júní næstkomandi og sú síöasta á sama tíma að ári. Upphæð- in samsvarar tveimur sígarettum á dag í eitt ár. Hendrik Bemdsen, varaformaður SÁÁ er nýkominn heim úr Bandaríkjaför, sem all- nokkra umfjöllun hefur fengið í fjöl- miðlum. „Við höfum þegar undirbúið og skipulagt söfnun meðal 3 þúsund Islendinga í Bandaríkjunum, sem var tilgangur ferðarinnar,” sagði Hendrik. ,,Ég vil taka fram að ferðin var ekki farin á kostnað SÁÁ. Auk þess að undirbúa söfnun fyrir vestan, blandaðist einnig inn í þessa för skemmtiþáttur sem viö erum að undirbúa. Á okkar vegum verður skemmtiþáttur í sjónvarpinu 9. apríl næstkomandi. Við vonumst þá til að geta sýnt fólki að það geti átt glatt kvöld með SÁÁ. 1 sambandi við þátt- inn höfum við fengiö þekkta mann- eskju til að koma hingað til lands frá Bandaríkjunum. Sá aðili kemur á eiginvegum.” I húsakynnum samtakanna við Síöumúla, þar sem til fundar var boðað, fer fram mikil starfsemi flesta daga og kvöld vikunnar. Þar eru haldin námskeið, meðal annars fyrir aðstandendur alkóhólista. Einnig eru haldin eftirmeðferðar- námskeið fyrir drykkjumenn. Sögðu SÁÁ-menn að um fjögur hundruð manns kæmu við sögu í starfsemi samtakanna á dag. Sumir í meðferð, aðrir í leit að fræðslu fyrir sjálfa sig eða nána ættingja. Um 170 manns bíða eftir plássi í dag á afvötnunar- stöðina á Silungapolli. -ÞG Eskifjöröur: Aldargamalt skólahald Um þessar mundir er öld liðin síðan skólahaldi var komið á á Eskifirði. Var þess minnst meö veglegri skólahátíð þar í bæ um páskana. Skólinn var fyrst settur 14. janúar árið 1883, en þá haföi verið reist skóla- hús, sem reyndar stendur enn, þótt notað sé sem íbúðarhús. Núverandi skólahús var hins vegar reist áriö 1910, en verið er að byggja nýtt. Fyrsti skólastjóri Eskifjarðarskólans var Ögmundur Sigurðsson en núverandi og sá 18. í röðinni frá upphafi, er Jón Ingi Einarsson. I upphafi voru nemendur 16, en eru nú rösklega 200. Afmælishátíðin hófst með hófi 30. mars. Meðal gesta voru Einar Bragi rithöfundur og frú, en hann hefur ritað sögu skólans frá upphafi til ársins 1939 og Guðmundur Magnússon, fræðslu- stjóri Austurlands og frú. Jóhann Klausen bæjarstjóri flutti ávarp þar sem hann skoraði á menn að strengja þess heit aö nýja skólahúsiö kæmist í notkun eigi síðar en haustið ’84. Fleiri gestir fluttu ávörp, nemendur lásu upp úr Eskju um aðdragandann að stofnun skólans og fyrstu starfsmánuði hans, og sýndar voru skuggamyndir frá fyrstu dögum skólans. Skólanum bárust margar góðar gjafir. Lionsklúbbur Eskifjarðar gaf myndsegulband, kvenfélagið Döggin leirbrennsluofn og fræðslustjóri afhenti ljósrit af Landnámu fyrir hönd menntamálaráðuneytis. Þá afhenti Einar Bragi fyrsta hlutann af lista- verkagjöf, sem gamlir nemendur skólans gefa. Þar er um að ræða 6 myndir og veggrefii, allt eftir islenskar listakonur. A skirdag var svo öllum bæjarbúum boðið í afmæliskaffi. Þá var einnig opnuð í skólahúsinu sýning á gömlum og nýjum verkum eftir nemendur skólans. Emil Eskif irði/-KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.