Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Síða 26
26 DV. MÁNUDAGUR 25. APRÍL1983. (þróttir (þróttir (þróttir (þrótt Hryllingsleikur hjá Liverpool gegn Norwich — Meistararnir töpuðu ífyrsta skipti á heimavelli í rúma 13 mánuði í 1. deild Rúmlega 37 þúsund áhorfendur mættu á Anfield Road í Liverpool tii aö fagna 14. meistaratitli Liverpool og sjá liðið vinna sigur á Norwich. En það fór á aöra leið. Leikurinn varð martröð fyrir áhorfendur jafnt og leikmenn Liverpool. Ekki heil brú í leik meist- aranna, sem léku sinn versta Ieik á leiktímabilinu. Töpuðu í fyrsta skipti í 1. deild í 13 mánuöi á heimavelli og máttu þakka fyrir að sigur Norwich varð ekki mun stærri en 0—2. Meist- STAÐAN 1. deild Liverpool 38 24 9 5 85—31 81 Watford 38 20 4 14 67—50 64 Man.Utd. 36 17 12 7 48—28 63 Ast. Villa 38 19 4 15 54—46 61 Nott. For. 38 17 8 13 54—47 59 Tottenham 37 16 9 12 55—46 57 Stoke 38 16 8 14 52—53 56 Southampton 38 15 11 12 51—52 56 WestHam 37 17 4 16 59—54 55 Everton 38 15 9 14 57—46 54 Ipswich 38 14 11 13 58—45 53 Arsenal 37 14 10 13 50-50 52 Norwich 38 13 10 15 47—53 49 WBA 38 12 11 15 47—48 47 Notts Co. 39 13 7 19 51—67 46 Coventry 38 12 9 17 43—53 45 Sunderland 38 11 12 15 43—56 45 Luton 37 11 11 15 61—74 44 Man. City 39 12 8 19 45—67 44 Birmingham 38 9 13 16 34—53 40 Brighton 38 9 12 17 36—63 39 Swansea 38 9 10 19 47—62 37 2. deild Q.P.R. 37 24 6 7 70—30 78 Wolves 38 19 13 6 61—37 70 Fulham 38 19 9 10 60—41 66 Leicester 38 19 7 12 68—41 64 Newcastle 38 16 12 10 66—49 60 Leeds Utd. 37 13 17 7 46—40 56 Oldham 39 12 19 8 57—44 55 Shrewsbury 38 14 13 11 46—45 55 Barnsley 38 14 12 12 56—49 54 Sheff. Wed 37 13 14 10 52—41 53 Blackburn 38 13 11 14 53—54 50 Cambridge 38 11 11 16 37—54 44 Grimsby 38 12 8 18 43—66 44 Carlisle 38 11 10 17 64—65 43 Derby 38 8 19 11 45—52 43 Middlesbro. 38 10 13 15 43—65 43 Charlton 38 12 7 19 56-81 43 Cr. Palace 37 10 12 15 37—46 42 Bolton 38 11 9 18 41—56 42 Chelsea 38 10 11 17 48—59 41 Rotherham 39 9 13 17 39—64 40 Burnley 36 10 6 20 51—60 36 Arie Haan til PSV Einn af stórsnillingum hollenska landsliðsins hér á árum áður, Arie Haan, sem síöustu átta árin hefur leikið í Belgíu (Anderlech-Standard) mun leika með PSV Eindhoven í Hollandi næsta keppnistímabil. Hefur skrifað undir árssamning viö PSV. aratitillinn er auðvitað í húsi þó enn geti Man. Utd. náð 81 stigi eins og Liverpool hefur nú en markatala Manchester-liðsins er miklu verri. Auk þess er mjög ólíklegt að United, sem leikur til úrslita í ensku bikar- keppninni á Wembley 21. maí, fái fullt hús stiga í þeim sex leikjum, sem liðið á eftir. Og enn ólíklegra að Liverpool fái ekki stig úr síðustu fjórum leikjum sinum. í fyrsta skipti í tvö ár, sem Liverpool tapar báðum leikjum fyrir sama Iiði á keppnistímabili. En víkjum aftur að leiknum á Anfield. Norwich-liðiö, undir stjórn Martin O’Neil, fyrirliöa Norður-lr- lands, mætti ákveöið til leiks með átta leiki án taps að baki. Norwich setti félagsmet á laugardag með því að leika níunda leikinn án taps. Það var eins og leikmenn Liverpool væru enn eftir sig frá miðri viku, þegar meistaratitillinn var í höfn eftir sigur Everton á Man. Utd. Heppnir að fá ekki á sig mörk í fyrri hálfleiknum. O’Neil átti þá m.a. skot í þverslá. Áhorfendur héldu aö leikmenn Liverpool myndu taka við sér í síðari hálfleiknum, sigurfögnuðinum væri nú lokið. En það var nú eitthvað annaö. Þeir voru nánast hræðilegir að sögn fréttamanna BBC. Mark Lawrenson sendi knöttinn í eigið mark á 52. mín. O’Neill skoraði annaö mark Norwich með þrumufleyg af 30 metra færi á 72. mín., sem Bruce Grobbelaar átti ekki möguleika að ver ja. Hann var talsvert í sviðsljósinu og varði vel frá John Deehan. Cunningham skoraði Man. Utd. hefur góða möguleika á ööru sæti eftir sigur á Watford, 2—0. Liðiö þurfti þó að hafa meira fyrir sigrinum en þær tölur gefa til kynna. Watford-liöiö oft mjög hættulegt í fyrri hálfleiknum. I þeim síðari náði United forustu, þegar Ashley Grimes skoraöi úr vítaspyrnu eftir að Frank Stapleton hafði veriö felldur innan vítateigs. Laurie Cunningham, lánsmaöur frá Real Madrid hjá Man. Utd. kom inn sem varamaður, þegar bakvörðurinn Arthur Albiston meiddist. Annarleikur hans með liðinu en hann var með í tapleiknum gegn Everton. Cunning- ham skoraði skömmu síöar frábært mark meö hjólhestaspyrnu. Fyrsta mark hans fyrir Manchester-Iiðiö. Á síðustu mín. fékk Watford vítaspyrnu en Jeff Wealands, lánsmaður frá Birmingham, varði. Hann hefur leikið nokkuö með Man. Utd. aö undanfömu vegna meiðsla Gary Bailey. Mikil fallbarátta Athyglin beindist mest aö fallbarátt- unni í 1. deild á laugardag og mörg liö enn í hættu. Swansea stendur verst aö vígi eftir tap í Luton, þar sem Paul Walsh tók heldur betur við sér og skoraði öll þrjú mörk Luton. Bob Latchford minnkaöi muninn í 2—1 en Walsh skoraði sitt þriðja mark á 86. mín. Brighton komst úr neðsta sætinu Verð/aunagrípir og verð/aunapeningar í mik/u úrva/i FRAMLEIÐI OG UTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSENDUM MAONÚS E. BALDVINSSON SF. LAUCAVEGI a - REYKJAVlK - SÍMI 2300* [meba meö sigri á Coventry á heimavelli. Fyrrum Leeds-leikmaðurinn Terry Connor, sem kom inn sem varamaður, skoraöi mark Brighton undir lokin. Þeir Chris Ramsey, svarti bak- vörðurinn hjá Brighton, og Steve Jacobs, Coventry, lentu í slagsmálum á 35. mín. og vom báðir reknir af velli. Svo getur nú farið að Ramsey missi af úrslitaleiknum í bikarnum viö Man. Utd. Birmingham hefur líka enn möguleika að bjarga sér eftir sigur á Everton. Það var ekki fyrr en tveimur mín. fyrir leikslok að Robert Hawkins skoraöi sigurmark Birmingham. Jim Amold, markvörður Everton, hafði verið leikmönnum heimaliðsins erfiður. Man. City er enn í stórhættu og steinlá á Highbury. Brian Talbot skoraði öll þrjú mörk Arsenal á 24., 71. og 84. mín. Þá er Sunderland aftur komið í fallhættu. Tapaði illa á Ipswich þar sem John Wark, tvö, Paul Mariner og Robin Tumer skoroöu mörk Ipswich en Nick Pickering fyrir Sund- erland. Þá ero Luton, Coventry og Notts County enn í fallhættu. Notts County tapaði fyrir nágrönnum sínum í innbyrðisleik Nottingham-liðanna þó svo Finninn Aki Lathinen skoraði Martin O’Neill — frábær í leiknum við Liverpool. eftir aðeins 90 sekúndur. Ken Swain jafnaði fyrir Forest og Mark Proctor skoraði sigurmarkið. Öll mörk í fyrri hálfleik. West Ham vann góðan sigur á Aston Villa með mörkum David Swindlehurst og Billy Bond og Tottenham hlaut þrjú stig í West Bromwich. Steve Archibald skoraði eina mark leiksins. George Barry skoraði mark Stoke en Danny Wallace jafnaöi fyrir Southampton. -hsím. QPR á ný í 1. deild á Englandi: Leikið á gervi- grasi 11. deild á Loftus Road —Stórlið 1. deildar eru lítið hrif in af því Vesturbæjarfélag Lundúnaborgar, Queens Park Rangers, tryggði sér sæti á ný í 1. deild eftir fjögur ár í þeirri annarri þegar liðið vann Leeds, 1—0, á Loftus Road. Ekki beint glæsilegur sigur hjá strákunum hans Terry Venables því eina mark leiksins var sjálfsmark miðvarðar Leeds, Paul Hart, á tíundu mín. eftir að Simon Steinrod hafði reynt markskot. Áhorfendur fógnuðu sigrinum í leikslok og þeir fá nú að sjá stórliðin á ný á Loftus Road. Leikmenn þeirra fagna því hins vegar ekki að þurfa að leika þar á gervigrasinu næsta leiktímabil. AUt bendir til að Ulfamir fylgi QPR upp í 1. deild en áhangendur liðsins ero ekki ánægðir með jafnteflin mörgu að undanfömu. Eitt enn, í Middlesbrough á laugardag — markalaust jafntefli að viðstöddum 10.315 áhorfendum. Middlesbro sótti miklu meira í leiknum en þó hafði Burridge ekki mikið aö gera í Ulfamarkinu. Lítill broddur í sókn Boro og liðið misnotaði meira að segja vítaspymu. Burridge varöi. Mið- herji Ulfanna, Andy Gray, haltraði af velli í leiknum, meiddur. Rúmlega 24 þúsund áhorfendur vora á Cravem Cottage, leikvelli Fulham í suðurbæ Lundúna, þegar Leicester kom í heimsókn. Þessi liö keppa um þriðja sætiö og eftir sigur viröist Leicester hafa góða möguleika. Er nú aöeins tveimur stigum á eftir Fulham. Gordon Milne, fyrrum landsliðsmaöur hjá Liverpool, er stjóri Leicester og á laugardag átti Gary Daly, lánsmaöur frá Coventry, stórleik með Leicester. Fulham, sem Bobby MacDonald stjómar, sótti miklu meira í leiknum en tókst ekki aö skora. Það gerði hins vegar Skotinn Ian Wilson fyrir Leicester á 62. mín. Reyndar klaufa- mark Gerry Peyton, markvarðar Ful- ham og Irlands á árum áður. Newcastle er komiö í fimmta sæti í 2. deild en lokasprettur liösins hefur sennilega komið of seint. Imre Varadi skoraði tvö af mörkum Newcastle gegn Charlton. Gífurleg fallbarátta er í 2. deild og Chelsea nú allt í einu komið í fallsæti eftir slæmt tap gegn neðsta liðinu, Burnley, sem á enn möguleika að bjarga sér. Helmingur liðanna í deild- inniennífallhættu. I 3. deild eru Portsmouth og Huddersfield efst með 78 stig. Cardiff hefur 76 stig og Newport 74. I 4. deild ero Hull, sem Emlyn Hughes leikur nú með eftir brottreksturinn frá Rother- ham, og Wimbledon efst með 85 stig. Port Vale í þriðja sæti með81 stig. Úrslitin á Englandi: Tíu mörk voru skoruð í leikjum í Aldershot Urslit í leikjunum í ensku knatt- spyrnunni um helgina urðu þessi: 1. deild Arsenal-Man. City 3—0 Birmingham-Everton 1—0 Brighton-Coventry 1—0 Ipswich-Sunderland 4—1 Liverpool-Norwich 0—2 Luton-Swansea 3—1 Man. Utd.-Watford 2—0 Nottm. For.-Notts. Co. 2—1 Stoke-Southampton l—l WBA-Tottenham 0—1 West Ham-Aston VUla 2—0 2. deild Barnsley-Blackburn Bolton-Cambridge 2—2 2—0 Bumley-Chelsea C. Palace-Grimsby Fulham-Leicester Middlesbro-Wolves Newcastle-Charlton Oldham-Sheff. Wed. QPR-Leeds Rotherham-Derby Shrewsbury-Carlisle 3. deild Boumemouth-Lincoln Cardiff-Southend Exeter-Brentford Gillingham-Plymouth Huddersfield-Reading Millwall-Doncaster Oxford-Wigan 3— 0 2—0 0-1 0-0 4— 2 1—1 1-0 1—1 2—1 1—0 4—1 1— 7 2- 1 3—1 3-0 2—0 Portsmouth-Chesterfield 4—0 Preston-Orient 2—1 Sheff. Utd.-Bradford 2—1 Walsall-Newport 2—1 Wrexham-Bristol Rov. 0—0 4. deild Aldershot-Rochdale 6—4 Bristol City-Bury 2—1 Hartlepool-Swindon 1—2 Hull-Crewe 1—0 Northampton-Hereford 2—1 Peterbro-Darlington 1—1 Scunthorpe-BIackpool 4—3 Torguay-Mansfield 3—1 Stockport-Colchester 3—0 Tranmere-Halifax 1—2 Wimbledon-Port Vale 1—0 Vork-Chester 1—0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.