Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 18
18
DV.MANUDAGUR25. APR1L1983.
Menning
Menning
Menning
Menning
Er tungutak alþýðufólks
samsafn af ambögum?
Sósan borðuð með skeiðinni. D V-mynd: Sv. Þ.
HJÁOKKUR NÁGÆEHN í GEGN
Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi
(Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því
þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. í sögunarmillu Nurmeksen Saha
er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk.
Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar
eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru
sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn.
*NURMES*
I. FLOKKUR
NUR*MES
2. FLOKKUR
3. FLOKKUR
j hf og Buröaverksmiöja
NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945
Ásgeir Þórhallsson:
Dagurinn þegar Óli boröaði sósuna með skeið-
inni.
Smásögur
Bókaútgáfan Frjálst orð
Reykjavík, 1982.
Á bókarkápu gefur höfundur út
stefnuyfirlýsingu allmerka: „Égnenni
ekki lengur aö hlusta á bókmennta-
fræðinga og kerlingabækur. Eg vil
gera þetta eftir mínu höföi. Þaö er ekki
hvemig maöur skrifar heldur hvaö.”
Þessar myndarlegu staðhæfingar gefa
tilefni tilýmissa hugleiöinga.
Það er í fyrsta lagi ósköp skiljanlegt
að höfundur vilji tala eigin máli og
mættu margir taka sér það til fyrir-
myndar. Hitt er svo annað hvort máliö
sem hann talar sé hans eigiö. Mörgum
er hætt við að „tjá” sig í klisjum og
tuggum sem málheföin heldur aö
þeim. Einmitt þaö hendir í þessu
tilfelli. Stíll Asgeirs er hvorki per-
sónulegur né ferskur þótt hann gef i þaö
í skyn víöar en á einum stað. 1 einni
sögunni er talaö um „íslensku-bætandi
rembing í öllum menntamönnum” sem
vilja ekki líta við „óhefluðu máli fólks-
ins”. Er þaö svona: „Mér fraus hugur
viö aö fara þarna niöur eftir og reyna
viö stelpu. Ég var indíáni á þúfu! ”
(16). Er tungutak alþýðufólkssamsafn
af ambögum, brengluðum beygingum
og stílleysum?
Bókmenntir
Matthías Viðar
Sæmundsson
Þarf aö klína sóöaskap í
máli á fólkið? Er ekki nóg annaö á þaö
lagt? Sögur Ásgeirs einkennast ekki af
hrárri málnotkun eins og ætla mætti af
bókarkápu heldur hroðvirkni og van-
þekkingu. Höfundur hefur hreinlega
ekki vald á sínum miöli, tungumálinu,
og ekki bæta viðhorf hans um betur.
Hroki er aldrei gott veganesti.
Annars skiptir víst engu máli
hvemig sagt er frá aö mati höfundar?
Slíkar hugmyndir framkalla ekki
góðar smásögur, svo mikið er víst.
Þetta bókmenntaform er viðkvæmt
eins og ljóö. Þaö krefst ögunar, stíl-
þroska og einbeitingar. Engu orði má
vera ofaukið, einskis vant, eigi sagan
að ná tilgangi sínum. Hér bregst Ás-
geiri sannarlega bogalistin því honum
viröist vera umhugaö að koma öllu til
skila, hversu innihaldslaust og mark-
lítið sem þaö er fyrir framvindu
sögunnar. Einbeitingu og úrval skortir
svo jaðrar við hreina smekkleysu oft á
tíðum. Höfundi þarf aö lærast aö
smásagan sem og annar skáldskapur
krefst formsköpunar og sérstakrar
málnotkunar. Það er ekki nóg að gusa
úr sér orðum því tjáningarþörfin ein
framkallar ekki listræna frásögn.
Drepfyndinn stfll?
Smásögur með boöskap, segir
höfundur á bókarkápu. Smásögur eins
og þær voru í gamla daga, drepfyndinn
(!) stíll, skilst manni af auglýsingu.
Jahá! Er veriö að sveigja að Einari
Kvaran, Gesti eöa Jóni Trausta? Eöa
er þetta dulbúin gagnrýni á Torfhildi
Hólm? Ef svo er þá hittir háöiö í mark
því ekki skrifaði hún góðar sögur. En
ég er nú víst einn af þessum „feitu
köllum á bak viö skrifborö”, mennta-
mönnunum, sem eru vondir viö vesa-
lings „alþýöumanninn” og vilja bar-
asta aö hann skrifi eins og Thor sem
enginn les eða Guðbergur sem enginn
skilur, sem sagt einn af „ritskoðurun-
um”. Þaö er nefnilega eöli sumra aö
vilja drottna yfir öörum, eins og Asgeir
segir réttilega. Og lofa þeim ekki aö
eiga sína skáldadrauma í friði.
I Deginum þegar Óli boröaði sósuna
með skeiöinni eru fimm smásögur sem
sagöar eru í 1. persónu og fjalla
allar um reynslu sömu persónúnnar
hér heima og í Danmörku. Þessi per-
sóna er feimin, öryggislaus og kven-
mannslaus (oftast nær). Hún er ósköp
lin í öllu dagfari en dreymir um að
veröa skáld og eiga hvítan bjúikk
fjarska hörundsár og lokuð, líður best í
einveru og finnst gott aö sitja á þúfu.
Fyrsta sagan fjallar um fyllirí á
Laugarvatni. Sögumaöur kynnist
óþokka sem stelur brennivíni af
félögum sínum — en skilar því aftur.
Það er efni í sögu því sögumanni
opnast hyldýpi mannlifsins: „En þaö
hlítur (!) að vera hræðilegt aö vera
vinaláus og einmanna (!). Fyrst hægt
er aö skila þrem stolnum brennivíns-
flöskumútá það. Já, þannig var sagan
um náttúrubarnið og þorparann”. (26)
Ekki er boðskapurinn síöri í sögunni
sem bókin dregur nafn sitt af. Hún
segir frá honum Öla sem át sósu meö
skeið, bölvaöur dóninn:
„Eg vúdi ekki vera aö prédika yfir
honum, hann átti siff ’líf sjálfur. Én ég
dauðskammaðist mín, ef þjónarnir
hefðu nú séö þetta. Ég meina, maður
étur ekki sósu sem súpu, nema í mis-
gripum, einsog kom fyrir mig, þó það
sé gott. Allt í einu rann upp ljós fyrir
mér. Á þessu augnabliki þar sem hann
át helvítis sósuna meö skeiðinni skildi
ég persónu hans til fulls. Hann haföi
enga siðferðiskennd, gat ekki farið
eftir boöumog bönnum.” (57—58)
Sennilega hefur Oli aldrei heyrt
minnst á kristna trú, segir sögumaður,
því ekki virti hann umferöarreglurnar
fremur en borðsiöi og hjólaöi sjálfan
sig að lokum í klessu á rauðu ljósi. Við
þann atburö gjörbreytist líf sögu-
manns:
„Slysiö var opinberun fyrir mér og
ég öðlaöist nýjan skilning á lífinu.
Umferöarreglurnar eru til aö koma í
vegfyrirárekstur.” (60)
Honum varö ljóst að ómögulegt væri
að lifa á jöröunni heföum við ekki
kristna trú „þó þaö sé erfitt aö sætta
sig viö þaö” (61). Þess vegna tekur
hann ungan son sinn til bæna á hverju
kvöldi upp úr þessu og innrætir honum
umferöarreglur mannanna (og borð-
siði væntanlega líka). Svo ætlar hann
aö útskýra fyrir honum boðoröin tíu
þegar hann verður stærri. I næstu sögu
á eftir finnur svo sögumaður veski á
förnum vegi og stelur úr því krónum til
aö gefa út bók, þ.e.a.s. bókina Þegar
Öli boröaöi sósuna með skeiöinni!
MVS
AKUREYRI
Blaðbera vantar í innbæ og suðurbrekku. Uppl. á
afgreiðslu D V, sími 25013. Opið kl. 13—19.