Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 42
42
DV. MÁNUDAGUR 25. APR1L1983.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 45., 48. og 50. tbl. Lögbirtingablaösins 1982 á fasteign-
inni Ægisgötu 41 Vogum Vatnsleysustrandarhreppi, þingl. eign
Siguröar Haukssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns
Steingrímssonar hrl., Veödeildar Landsbanka íslands og Vilhjálms
H. Viihjálmssonar hdl. fimmtudaginn 28. apríl 1983 kl. 16.15.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 27., 31. og 37. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteign-
inni Heiðargerði 19 Vogum Vatnsleysustrandarhreppi, þingl. eign Ingu
Óskar Jóhannsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Veðdeildar
Landsbanka íslands og Tryggingastofnunar rikisins fimmtudaginn 28.
april 1983 kl. 16.45.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 95., 97. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins 1982 á fast-
eigninni Baðsvöllum 15 Grindavík, þingl. eign Péturs Jónssonar, fer
fram á eigninni sjálfri að kröfu Utvegsbanka íslands, Iðnaðarbanka
íslands og Brunabótafélags íslands miðvikudaginn 27. apríi 1983 kl.
15.45.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 1., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni
Víkurbraut 50, miðhæð, Grindavik, þingi. eign Ólafs Andréssonar, fer
fram á eigninni sjálfri að kröfu Landsbanka islands, Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Veðdeildar Landsbanka ts-
lands miövikudaginn 27. apríl 1983 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103., 106. og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fast-
eigninni Njarðvíkurbraut 2, neðri-hæð og bílskúr í Njarðvík, þingl.
eign Snjólaugar Sveinsdóttur, fer fram að kröfu innheimtumanns
ríkissjóðs fimmtudaginn 28. apríl 1983 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Akurbraut 7 Njarðvík, þingl. eign
Karls Ketils Arasonar, fer fram að kröfu innheimtumanns rikissjóðs,
Njarövíkurbæjar og Landsbanka islands fimmtudaginn 28. apríl 1983
kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 85., 87. og 92. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fast-
eigninni Hraunsvegi 15 Njarðvík, þingl. eign Jóns Sigfússonar, fer
fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl.
fimmtudaginn 28. apríl 1983 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105., og 108.. tölublaði Lögbirtingablaðs 1981 og 2.
tölublaði þess 1982 á eigninni Mávahrauni 9 Hafnarfirði þingl. eign
Hjördísar Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar
og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. apríl 1983
kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Reykjavíkurvegi 50, 2. h., Hafnarfirði, tal.
eign Gylfa Norðdahl, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. april
1983 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 66., 68. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Breiðvangi 14, 3. h., Hafnarfirði þingl. eign Þorsteins Svein-
björnssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka ísiands á
eigninni sjálfri f immtudaginn 28. apríl 1983 kl. 16.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Lindarhvammi 4, rishæð, Hafnarfirði þingl. eign Lilju B.
Steinþórsdóttur og Kristins Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu
Verzlunarbanka Islands og Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 28. apríl 1983 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Menning Menning Menning
Aö má/a um fólk
— Ágúst Petersen sýnir íUstmunahúsinu
Ágúst Petersen hefur nýlega opnaö
málverkasýningu í Listmunahúsinu
við Lækjartorg sem hann nefnir
,,Skyggnst undir skelina”. Sýningin
er opin daglega (nema mánudaga )
frá kl. 10 til 18 fram til 1. maí.
Þekktur listamaður
Ágúst Petersen er þegar orðinn
þekktur listmálari á íslenskan mæli-
kvarða. Margir kannast orðið við
landslagsmyndir listamannsins þar
sem lögð er áhersla á myndflötinn og
litinn, sem er oft þessi óskilgreindi
litur sem listamaðurinn rissar á lér-
eftið.
En samhliða landslagsmálverk-
inu hefur Ágúst unnið fjölda andlits-
mynda eins og sýningin í Listmuna-
húsinu gefur til kynna. Við getum
jafnvel sagt að þessi sýning sé eins
konar yfirlitssýning á portrettgerð
listamannsins.
Myndir um menn og konur
Það sem er hvað eftirtektar-
verðast við myndir Ágústs Petersen
er að hann hafnar alfarið öllum aka-
demiskum reglum í teikningu og
myndgerð. Það eina sem minnir á
hefðbundna portrettgerö er sjónar-
homiö og myndskurðurinn. Það þarf
því bæði dirfsku og bjartsýni gæti
maður haldið fyrir slíkan listamann
að ætla sér að mála andlitsmyndir og
auk þess að sýna þær almenningi.
En ásetningur listamannsins er á
engan hátt að líkja eftir fyrirmynd-
inni í hefðbundnum skilningi. Og oft
er það þannig í þessum myndum, að
sá er „situr fyrir” er gjörsamlega
óþekkjanlegur og stundum nánast
Kristin frá Skáipastöðum, 1972.
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
„ósýnilegur” þegar bakgrunnur, for-
grunnur og viöfangsefnið renna
saman í eitt í einum lit. Og þá er það
kannski eitt „smáatriði” í mynd-
inni, semgefurtil kynna um hvern er
málað. Þetta eru því umfram allt
málverk með stóru M-i, sem fjalla
um ákveðna einstaklinga án þess
kannski að líkja eftir þeim.
Augljósar breytingar
Eins og fyrr segir er hér um að
ræöa nokkurs konar yfirlitssýningu á
andlitsmyndum eftir Ágúst. Og ef við
lítum yfir 30 ára portrettferil lista-
mannsins (elsta andlitsmyndin er
sjálfsmynd gerð 1954) tökum við
eftir augljósum breytingum. I fyrri
andlitsmyndum listamannsins er
litur og teikning mun meira afger-
andi og andlitin því oft efniskenndari
og nálægari fyrirmyndinni. En sam-
fara „stílbreytingum” í list Ágústs,
sem koma sérstaklega fram í lands-
lagsmyndum hans, þar sem hin ná-
kvæma línuáhersla leysist upp og
liturinn verður allsráðandi, er sem
áhersla andlitsmálverksins færist
frá því að vera mynd af manni yfir í
að vera mynd um mann. Þannig
virðist listamaðurinn fjarlægjast æ
meir hina líkamlegu umgjörð ein-
staklingsins og mála þess í stað, og
þá oft í fáum dráttum, viðmót, hegð-
un eða háttemi viökomandi per-
sónuleika.
Lifandi skemmtun
Sýningin hér í Listmunahúsinu er
eflaust ein sterkasta sýning lista-
mannsins. Og þó svo aö andlits-
myndimar séu nokkuð misjafnar eru
þar inni á milli hreinir „gullmolar”
eins og t.d. myndin af Kristínu frá
Skálpastöðum. I þessari mynd nær
listamaðurinn að samræma ákveöna
sýn og listræna myndgerð þar sem
hann tjáir á lifandi hátt aldur kon-
unnar, hrörnun holdsins á sama tíma
og málverkið lifir sem málverk meö
sínum áberandi pensilstrokum og
skrauti á kjólnum, sem er ekki annað
en litir úr pensli á léreft.
-GBK.