Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR
93. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1983.
:-<v;
Þessi mynd var tekin um k/ukkan há/f
etlefu í morgun þegar b/örgunarsveitarmenn
voru að ná hinum látnu úr flakinu.
DV-mynd GVA.
VEUN FUNDIN ÚT AF
HALSANESI í KJÓS
Tveir menn létu lífiö þegar flugvélin
TF-FLD, sem er Cessna 150, eins
hreyfils, fórst i Hvalfiröi siðdegis í
gær.
Vélin fór frá Reykjavík klukkan
17.18 til 1.55 klukkustundar útsýnis-
flugs yfir Borgarfjörð. 1 f lugáætlun var
þess getið að til greina kæmi að lenda á
flugbrautinni í Húsafelli í leiðinni. TF-
FLD hafði eldsneyti til 4 klukkustunda
flugs eöa til 21.18. Heyrðist síöast í
henni þegar hún tilkynnti sig út af f lug-
stjórnarsviöinu, sem er um 18 kíló-
metra frá Reykjavík..
Þegar flugvélin kom ekki fram á
tilskildum tima var strax hafin eftir-
grennslan. Leit úr lofti hófst laust fyrir
kl. 20 í gærkvöldi og tóku 8 loftför þátt i
henni, þ.á.m. þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, TF-RAN, og flugvél Flugmála-
stjómarinnar. Hlustað var eftir
útsendingu frá neyðarsendi en án
árangurs. Flognar voru um 9 klukku-
stundir í leit fram í myrkur en án
árangurs og kannaðar vísbendingar,
svosem hugsanlegir lendingarstaðir.
Leit hófst í birtingu í morgun og tóku
þátt í henni um 400 manns frá Hjálpar-
sveitum skáta, Slysavamafélagi og
Flugbjörgunarsveit á landi með bilum,
vélsleðum, snjóbilum og gangandi. Um
klukkan 4.30 fóru fyrstu leitarflug-
vélamar af staö og leituðu alls 13 loft-
för, einkaflugvélar, vél Flugmála-
stjómar og 3 þyrlur frá Landhelgis-
gæslu og varnarliðinu. Um klukkan
6.20 barst tilkynning frá einkaflugvél-
inni TF-SJM að TF-FLD væri fundin í
Hvalfirði, rúmlega 100 metra frá landi
fyrir utan Hálsanesí Kjós.
Á Hálsanesi er flugbraut og í morgun
þegar blaðið fór í prentun var ekki ljóst
hvort vélin hefði lent á brautinni eöa
verið í aöflugi. Getgátur vom um aö
hún hefði verið í aðflugi að flugbraut-
inni og annaðhvort misst mótor eða
rekið vænginn í sjóinn í beygju.
Um klukkan átta í morgun kom
Grundarfoss á slysstaöinn og var
ætlunin að lyfta flakinu upp í skipiö.
Það tókst ekki þar sem of aögrunnt var
á slysstaönum til að svo stórt skip gæti
athafnaö sig þar. 1 morgun voru
kafararkomnirá staðinn og tókst þeim
að ná líkunum upp fyrir hádegi. Um
hádegisbil veröur gerð tilraun til að ná
flakinu upp með því aö draga það á
land meðbíl.
JBH/OEF
Um klukkan hálfniu i morgun voru kafarar frá björgunarsveitunum komnir
á vettvang mefl björgunarbát og er ætiunin að kafa niður að flakinu á fjöru
nú um hádegisbilið.
Grundarfoss kom á slysstaðinn um klukkan átta i morgun og var œtlunln afl gera tilraun til afl lyfta flakinu
upp i skipifl. Skipifl komst þó ekki nógu nálægt landi til afl það væri unnt.