Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983. Úrslitin túlkuð á kosninganótt Menn eru aðeins teknir að jafna sig á talnaflóði kosningahelgar- innar og umræðan snýst nú um framhaldið, stjórnarmyndunina. En kosninganóttin var fjörug eins og kosninganætur eiga að vera. Menn vöktu fram undir morgun og fylgdust með tölum í útvarpi og sjónvarpi. Flokkar og framboðs- listar voru með samkomur fyrir sína menn á kosninganóttina. Menn voru misjafnlega kátir eins og gengur, það geta ekki allir unnið. En flestir báru sig vel og túlkuðu úrslitin á sinn hátt. Hafi menn tapað nú þá má hugga sig við það að hreyfingar eru miklar í kosningum. Það er aldrei að vita nema sigur vinnist næst. Blaðamenn DV voru á ferðinni þegar fyrstu tölur tóku að berast til stöðva flokka og lista í Reykja- vík og á Reykjanesi. Kratar hylltu Vilmund „Ég legg til að viö hrópum húrra fyr- ir Vilmundi. Hann hefur lengt líf Alþýðuflokksins,” hrópaði kátur Alþýðuflokksmaður á samkomu flokksins í Akogeshúsinu í Reykjavík. Fyrstu tölur bentu til þess að skoðana- kannanir þær sem birtust fyrir kosningar í blöðunum gæfu ekki rétta mynd af fylgi flokksins, mönnum til ómældrar ánægju. Jón Baldvin Hanni- balsson og Jóhanna Sigurðardóttir fylgdust náiö með tölum því á þeim reið hvort Jóhanna héldi áfram þing- störfum eður ei. Sveifluöust þau milli vonar og ótta fram eftir nóttu. DS Spenna í herbúðum Alþýðubandalags Mikil spenna ríkti á heimili Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubanda- lagsins. Þar voru samankomnir nokkr- ir vinir og kunningjar sem fylgdust með kosningasjónvarpi. Heyra hefði mátt saumnál detta þegar tölur voru lesnar upp. Menn sveifluöust líka nokkuð á milli vonar og ótta í hvert sinn sem nýjar tölur bárust. Allar tölur voru jafnóðum færöar til bókar og reiknað út og borið saman. DS Stuðningsmenn Bandalags jafnaðarmanna fylgjast með sjónvarpinu i Þjóðleikhúskjallaranum. D V-mynd Einar Ólason. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Örlagatónninn í stjórnmálum þagnaður Misjafnlega tekst að stjórna lönd- um eins og dæmin sanna. Hvergi hefur það tekist verr en einmitt þar, sem lítið þarf að sækja tii fólksins um val á mönnum í trúnaðarstöður, og giidir einu hvort við köllum það brún eða rauö ríki. Engu að síður finnst stundum, sem fólk sé seinlátt við að velja bestu leiðir, þegar það á sjálft að ráða og er það hin venjulega saga. í raun búa frjálsar þjóðir við lögmál í pólitík, sem háö eru ámóta sölumennsku og snjallir líf- tryggingasalar verða að búa yfir. Frambjóðendur verða aö keppa að vinsældum, og staðreynd er að áhrifarikast er að boða bjarta tíma, fimm sólarlandaferöir á fjölskyldu á ári eða eitthvað annað ámóta. Þeir sem hafa uppi varnaöarorð í kosningabaráttu eiga litla von nema hjá svonefndu „föstu fylgi”. Þá geta flokkar búið að þvi í áratugi að eiga forustumenn, sem ganga í augun á fólki. Yfirleitt verða slíkir forustu- menn að hafa einhverja með sér sem vinna verkin, því þeir sjálfir eru ekki beint fallnir til alvörustarfa. Ef nefna ætti dæmi úr íslenskri pólitík um menn, sem urðu pólitískar stórstjörnur vegna „sjarma”, mætti fyrstan telja Olaf Thors. Um hann befur Matthías Jóhannessen skrifað merkilegt verk í tveimur bindum, sem sýnir, að þótt Ólafur hafi á stundum nálgast það aö vera póli- tískur æringi í samskiptum við f jöld- ann, þá kunni hann vel til verka á bak við tjöldin og hafði sina sann- færingu. Engu að siður studdist hann lengi við glögga menn, sem gáfu sér tima tO að hugsa málin, og má þar heistan nefna Bjarna Benediktsson, sem seinna ríkti i Sjálfstæðisflokkn- um með allt öðrum hætti en Ólafur. Annar pólitískur „sjarmör” var Hermann Jónasson, sem þó átti fremur erfitt með að lelka það hlut- verk frammi fyrir almenningi. Það sem vantaði vann hann upp með einskonar skáldlegri dramatik, sem fór honum vel og almenningur kunni að meta. Hermann Jónasson var oft að upplifa örlagastundir, sem fólkið. gerði aö sínum örlagastundum. Má þar nefna hernám Islands og afsögn ríkisstjórnarinnar 1958. Þessar stundir öfluðu honum virðingar manna úr öllum flokkum og styrktu flokk hans að auki. En Hermann hafði samstarfsmann, sem gegndi daglegu puði, sem var Hermanni f jarri. Það var Eysteir.n Jónsson. Helsti „sjarmör” þess flokks, sem nú kallar sig Alþýðubandalag var Einar Olgeirsson. Eldmóður hans i ræðuflutningi og óbilandi sannfæring yfirsteig yfirleitt flest annaö, sem’ bar á góma á hans tíma. Allt sem hann tók sér fyrir hendur varð að helgum málum, svo jafnvel andmæl- endur hans áttu í erf iðleikum með að svara. Ræður Einars gengu beint i hjartastað vinstri manna. Á bak við hann stóð svo Brynjólfur Bjarnason, kaldhyggjumaður með ívafi örlaga- trúar og grufli í öðrum heimi til hvíldar sér. Fátæklegt er um að llt- ast í Alþýöuflokknum i leit að „sjarmör”. Þ6 mun Haraldur Guðmundsson verða að teljast i hópi manna, sem náði til almennings. Þá er vert að minnast á Vilmund Gylfason, dr. Gunnar Thoroddsen í þessu sambandi. Þeir hafa fylgi. Þetta er rif jað upp hér til að benda fólki á, að í pólitíkinni i dag verður ekki vart þeirra stóru „sjarmöra”, sem stóöu á sviðinu á liðnum áratug- um. Liðnar kosningar eru í raun dæmi um það rólega andrúmsloft skrifstofumanna, sem kjósendur hrærast í og getur engu breytt um hugsanagang þeirra. Sá sem kemst næst þvi að bera á sér svipmót hinna gömiu „sjarmöra” er Svavar Gests- son, sem talaði af sannfæringu þótt hann talaði stundum í hring. Nú orðið halda forustumenn mjög á lofti flokki sínum og þörfum hans. Áður fyrr töluðu menn eins og þeir væru með örlög þjóðarinnar i hendi sér, sem þeir náttúrlega voru. Nú eru menn feimnir við að hef ja sig upp frá skrifborðinu til að búa til dramatísk- ar stundir. Þótt Svavar sé um margt háður þeim tíma, sem leyfir ekki hið stóra tungutak, horfir hann þó stund- um til himins. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.