Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Page 5
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. APRIL1983.
5
Stuðningsmenn
hylltu Gunnar
„Þau lengi lifi, húrra. ..” hrópuðu
stuðningsmenn Gunnars Schram og
hylltu hann og Elísu konu hans ákaft.
Þetta var á heimili þeirra hjóna. „Eg
vissi þetta allan tímann,” sagöi Gísli
Olafsson, formaöur kjördæmisráðs,
glaður þegar ljóst var að Gunnar náði
kjördæmakosningu. „Þegar sprakk á
bílnum mínum um tíuleytið á
kosningamorguninn vissi ég að við
næðum þrem.” Annar stuðnings-
manna Gunnars trúði mér þó fyrir því
að hann hefði vonast eftir enn meiru.
Og það kom í ljós þegar á morguninn
leið að meira fylgdi því þingflokksfor-
maðurinn, Olafur G. Einársson, fór inn
sem landskjörinn þingmaður.
DS
Smmtm
Nýjasti þingmaður (eða þingkona) fíeykvikinga, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir, og eiginmaður hennar, Hjálmar fíagnarsson, sæl með sigur-
inn. - DV-myndEinar Ólason.
Fóstrufélag og Kennarasamband:
Mótmæla hugmynd-
um um kennslu
5 ára barna
Stjórnir Fóstrufélags Islands og
Kennarasambandsins hafa ritað
borgarráði bréf þar sem þær mótmæla
hugmyndum um kennslu 5 ára barna
sem fram koma í samþykkt fræöslu-
ráðs frá 28. mars. Bréf félaganna
veröur aö öllum líkindum tekiö fyrir á
fundi borgarráðs í dag.
Fóstrufélagið og Kennarasambandið
telja óþarft að taka upp kennslu fyrir
fimm ára böm í tilraunaskyni enda
hafi slíkar deildir starfaö um árabil í
tveimur skólum. Fræösluráð lagði til í
samþykkt sinni að tekin verði upp
kennsla í a.m.k. einum skóla fyrir 5
ára böm. Fóstrufélagið og Kennara-
sambandiö kveðast í bréfi sinu fagna
tillögum Fræðsluráðs Reykjavíkur um
að kennsla sex ára bama verði aukin.
I bréfi sínu benda stjórnir félaganna
á niðurstöður nefndar menntamála-
ráðuneytisins um forskólastarf en hún
varaði við að þjónusta fyrir 5 ára börn
væri skert. Telja stjórnir félaganna
hag 5 ára barna betur borgið á dagvist-
umenígrunnskólum. ás
ÁÆTLUNARFLUG Á
FÁSKRÚÐSFIRÐI
Áætlunarflug Arnarflugs til Fá- Egilsstaðaflugvöllur er lokaöur vegna
skrúösfjarðar hófst á föstudaginn var. aurbleytu lendir vél Amarflugs á Fá-
Flogið veröur þrisvar í viku, á mánu- skrúðsfirði. Bæjarbúar binda miklar
dögum, miðvikudögum og föstudögum vonir við þessa miklu samgöngubót.
næstu 2 mánuði til reynslu. Nú þegar DS/Ægir, Fáskrúðsfirði.
Skátar hafa áhuga
á Krísuvíkurskólanum
Skátar á Reykjanessvæðinu hafa
látið í ljós áhuga á að fá Krísuvíkur-
skólann til afnota fyrir starfsemi
sína. Er þama um að ræöa skátafé-
lögin á svæöinu frá Kópavogi og
suöur úr og em það nokkuð mörg fé-
lög.
Krísuvíkurskólinn stendur ónotaö-
ur, eins og kunnugt er, og hafa ýmsir
látiö í ljós áhuga á að nýta bygging-
una. Skátarnir hafa verið að kanna
möguleikana á þessu eins og fleiri og
þá í samráði viö einhver önnur fé-
lagasamtök. Hafa þeir hugsað sér að
nota skólann undir þjálfunarbúöir og
ýmsa aðra starfsemi. -klp-
OPIÐ LAUGARDAGA
Rcykjavíkurvcgi 68 Hafnarfirði
Sími 54343
Takið eftir!
Verð aðeins kr. 24,300,-
Fæst í tveim Htum
Góð greiðslukjör
Sérverslun /-- Reiðhjólaverslunin
i meira en
hálfa öld
ÖRNINNL
Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888
eetirM.
iMIKLötlimi.
IDÁRAÁBYRGB
ÁSTEUI.
ÍÁRSÁEYRGÐ
Á CUIICÍHI.
HöÓL
ISÉRELÖKKI.