Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1983.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Sigurður Magnússon kjarneðlisfræðingur.
Sölarlampar:
vel út í stuttan
Valið um að Ifta
tíma eða langan
—óhófleg notkun getur valdið heilsut jóni
Þaö sem fyrst og fremst er varað
við er óhófleg og óvarleg notkun á
sólarlömpum,” sagði Sigurður
Magnússon sem stýrir geislavömum
HoUustuvemdar ríkisins. Vorið 1982
tóku gildi lög sem kveða á um eftirlit
með geislatækjum sem framleiða
aöra geisla en jónandi. Nú hefur slíkt
eftirlit aöeins verið tekiö upp með
einni tegund slíkra tækja, þaö er að
segja sólarlömpum.
I reglugerö sem tók gildi um ára-
mótin er kveðiö strangt á um það.
hvemig sólarlampar verða að vera
útbúnir til þess að flytja megi þá inn í
landið. Innflytjandinn verður aö
greina frá því hvemig og hversu
mikla geisla lampinn sendir frá sér
og skulu þær upplýsingar vera stað-
festar af viðurkenndri stofnun. Er
það vegna þess að fullkomin tæki til
slíkra geislamælinga eru það dýr aö
ekki er á færi Islendinga að kaupa
þau. Af Noröurlandaþjóðunum em
þaö aðeins Svíar sem eiga slíkan
tækjabúnaö. Geislavarnir verða
einnig að skoða lampana og veita
samþykki sitt sem er háð því að
reglur um hámarksútgeislun o.fl.
séu uppfylltar. En er ekki fullseint í’
rassinn gripið að setja þessi lög og
þessa reglugerð nú þegar svo mikið
er til af svona bekkjum þegar í
landinu?
„Nei, svo er ekki. Viö erum að
setja þessar regiur hjá okkur um
sama leyti og aðrar Norðurlanda-
þjóðir,” sagði Sigurður.
Eg spurði hann að því hvað það
væri fyrst og fremst við sólarlamp-
ana sem gerði það að verkum að
mönnum þætti ástæöa til að vera á
verði.
„Vitað er að röng og óhófleg
notkun á sólarlömpum getur eins og
óhófleg sólböð valdiö því að húðin
eldist fyrr verður hmkkótt og hrjúf
og hætta á húðkrabba eykst. Einnig
geta augun verið í hættu. Þaö er
vegna þess að útfjólublá geislun
getur valdið snjóblindu og langvar-
andi geislun getur skemmt litar-
skyn,” sagði Sigurður.
Heilsutjón
I umsögn landlæknis, sem fylgir
með reglum um sólarlampa, segir
umþetta: „Geislun húðarinnaraf sól
eða frá sólarbekkjum og ljósalömp-
um („háfjallasól”) getur valdið
heilsutjóni, ef farið er
óvarlega. Það er alkunna að
óhófleg geislun veldur bmna á húð
(sólbruna), og við mikla og langvar-
andi geislun hrömar húðin fyrir
tímann, verður til dæmis hrakkótt.
Utfjólubláir geislar geta stuölað að
myndun húðkrabba og eykst sú
hætta með aukinni geislun. Einnig
geta þeir valdið „rafsuðublindu” og
snjóblindu (snjóbirtu), ef augu em
óvarin og langvarandi áhrif geisl-
anna á augu geta skemmt litarskyn.
Sumt fólk, til dæmis hvítingjar (albi-
nóar), er afar viðkvæmt fyrir út-
fjólubláum geislum. Sum læknislyf
og fegmnarlyf (snyrtiefni) gera
húðina viökvæmari fyrir útfjólu-
bláum geislum, og fólk sem notar
læknislyf, ætti að ráðgast um þetta
viðlæknisinn”.
„Áhrif geislanna sem skína á
1 húðina safnast fyrir,” segir
Sigurður. „Þannig getur liðið langur
tími þar til skaðleg áhrif koma í ljós.
Sem dæmi má nefna aö tíðni húö-
krabba hefur í mörgum löndum
' /
X /,
Umferðarbrot:
HRADASEKTIR HÆKKAÐAR
Fl F|DI — hvenærogfyrirhvaðeru
... " rLELIlml IDIm^# I ökumennsektaðir?
Tjón af völdum bilslysa er mikið, bæði eigna- og heilsutjón. I umferðinni er mörg
vítiað varast — ená ábyrgðhvers ökumanns að foröast þau. DV-mynd: S.
Það er nauösynlegt fyrir ökumann í
dag aö telja seölana í buddunni áöur en
fast er stigiö á bensininngjafir bílanna.
Hraöasektir hækkuðu aö jafnaöi um
60% um mánaðamót janúar — febrúar.
I mörgum tilfelium er hækkunin meiri.
Það eru eflaust margir sem þegar hafa
orðið varir viö hækkunina. Ef ekið er
til dæmis 11—20 km of hratt, miðað við
leyfðan hámarkshraða, er sektin 950
krónur. Var áður 380 krónur, 150%
hækkun. Þar sem hámarkshraði er 60
km og ökumaöur ekur frá 91—100 km
hraöa á hann von á 1800 króna sekt.
Sekt fyrir slíkt hraðabrot var áður 730
krónur.
Það er ekki eingöngu of hraður
akstur sem ökumenn era sektaðir
fyrir. Brot á ákvæðum um stöðvunar-
skyldu varðar sekt sem nemur 380
krónum. Brot á biðskylduákvæðum
nemur einnig 380 krónum.
Ýmislegt fleira þurfa ökumenn að
varast, vilji þeir komast hjá fjár-
sektum. Ef ökumaður verður uppvís
að því að hafa of marga farþega í bíl
sínum fær hann 320 krónur ef einum er
ofaukiö. Fyrir hvem í viðbót, 400
krónur.
Setjist einhver próflaus undir stýri
og upp kemst í fyrsta sinn verður sá að
líkindum 510 krónum fátækari. Endur-
taki hann leikinn, hækkar sektin í 610
krónur. Hugsi sá hinn sami, allt er þá
þrennt er og fari í ökuferð án réttinda í
þriðja sinn er sekt við þriðja broti af
þessutagi 11200.
Fyrsta brot fyrir að stýra réttinda-
laus bifhjóli er 400 krónur en hækkar í
1000 krónur sé einhver svo óhygginn að
endurtaka sömu skyssuna þrisvar.
Þeir sem hafa ökuskírteini sín í lagi
ættu ekki að setjast undir stýri án þess
að hafa skírteinið í vasanum. Ef
ökuskírteini ökumannsins er ekki með-
ferðis gæti hann verið sektaður um 160
krónur ef upp kemst.
— Akstur á rauðu Ijósi
Þegar flett er í gegnum nýlega skrá
frá ríkissaksóknara yfir brot sem
sektarheimild lögreglumanna nær til,
kemur í ljós að margt vítið ber öku-
mönnum aö varast. Til þess að forðast
sektiraðsegja.
Allir ökumenn vita aö akstur er
bannaður gegn rauöu ljósi á götuvita
en ekki víst að mönnum sé kunnugt um
að slíkt brot heimilar lögreglu að sekta
viðkomandi um 1170 krónur.
Iskránnisegirm.a. (38.gr.)
Ekiögegneinstefnu kr. 610,-
Ekið framúrþar
sembannaðer kr. 770,-
Eigistöðvaðviðgangbraut kr. 770,-
Beygt tii vinstri þar sem
bannaöer kr. 510.-
Upptalning brota í skránni er alllöng
og langt hér að telja allt en þetta er hin
fróðlegasta lesning fyrir ökumenn.
Ætli það séu til dæmis margir sem vita
aö ef þeir aka of nærri næsta ökutæki á
undan er heimilt að sekta þá um 450
krónur.
Vilji ökumenn hafa allt sitt á hreinu
er eins gott fyrir þá að muna eftir því
aö víkja nægilega eða draga úr hraða
eigin ökutækis þegar þeir mæta öðru.
Gerist þeir brotlegir í þessu tilfelli
mega þeir vænta 610 króna sektar.
Sama upphæð gildir er um framúr-
akstur er að ræða við vegamót eða í
beygjum svo og við merktar gang-
brautir.
Þá eru það stefnuljósin. Vanræki
ökumaður aö gefa hættumerki eöa
stefnumerki, þegar þörf er á, er sektin
220 krónur. En gefi ökumaður merki
án nauðsynjar mun þaö vera 160
krónur sem heimiit er aö sekta hann
um.
— Útbúnaði bif reiða
áfátt
Þá má víkja stuttlega að útbúnaði
bílanna. Ef vantar hliðarspegil á
ökutæki; sekt 160 krónur. Ef eitthvað
telst vera að ljósabúnaði bílsins þá
mun upphæðin vera 510 krónur.
Nagladekk undir bíl, utan lögboðins
tíma, geta verið eiganda sínum kostn-
aöarsöm. Hann getur átt von á 610
króna sekt. Svo betra er að láta slíkt
framtaksleysi að vanrækja að skipta
um dekk ekki tæma heimilissjóðinn.
Þá er heldur ráölegt að bretta upp
ermarnar í kringum 1. maí og taka
nagladekkin undan bílnum. Séu
bremsur bifreiðar í ólagi og einnig
stýrisbúnaður varðar það sekt upp á
770krónur.
Þá skulum viö snúa okkur aftur að
ökumönnunum sem em of gjöfulir viö
bensíninngjöfina. I mörgum tilfelium
hafa þeir fariö svo langt yfir hraöa-
mörk að ekki duga f jársektir einar sér.
Þá tekur viö ökuleyfissvipting. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Sturlu Þórðar-
syni, fulltrúa lögreglustjóra, þá vom
um eitt hundrað ökumenn sviptir öku-
leyfum fyrir of hraöan akstur 1980—81.
En við hvaða hraðamörk er gripiö til
ökuleyfissviptingar? Það er til dæmis
á vegum þar sem hámarkshraði er 70
km m/v klst en ökumaður ekur á 120
km hraöa. Fari ökumaður í 105 km
hraöa á vegarspotta þar sem leyföur
hámarkshraöi er 60 km er farið yfir
hættumörkin.
Fleiri kærur
„Það hafa margir hrokkiö við núna,
vegna hækkana hraðasekta,” sagði
Sturla Þórðarson.” Við höfum líka sent
útmiklu fleiri kæmr vegna hraðabrota
núí árená sama tíma í fyrra”.
Nefnd vom dæmi hér á undan um
hvenær gripiö er til ökuleyfissvipt-
ingar vegna of hraös aksturs. Ekki er
gripið til sviptingar einnar sér heldur
eru líka fjársektir í þeim dæmum.
Ökumaður sem ekur á 91—99 km hraða
á braut þar sem hámarkshraði er 50
km m/v klst. á yfir höfði sér dóm um
1—2 mánaða ökuleyfissviptingu og um
2500 króna fjársekt. Sé um ítrekun
brota að ræöa hækka fjársektirnar og
tíminn lengist sem hann er sviptur
ökuleyfinu.
Ölvun viö akstur er eitt alvarlegasta
brotið sem ökumenn gerast sekir um í
umferðinni. Það em rúmlega eitt
þúsund manns sem gerast sekir um
slíkt athæfi árlega. Mælist alkóhól-
magn í blóði ökumanns 0,5 prómill sem
er í lægri kantinum, getur hann verið
dæmdur til að greiða 2—3 þúsund
króna sekt. Viö hærri mörkin (1,2 pr.
m.) getur sektin farið í 6 þúsund
krónur. Itrekuð brot hækka fjársektir
svo og aðrar aðstæður, til dæmis hafi
ölvaður ökumaöur valdið tjóni eöa
slysi. Og aö sjálfsögöu kemur þá í
flestum tilfellum einnig til ökuleyfis-
sviptingar í skemmri eða lengri tíma.
Lítum í eigin barm
— Það er mikil ábyrgð sem hvílir á
herðum ökumanna. Umferðin er
gífurleg svo að reglur sem lúta að
henni em nauðsynlegar. Lögin eiga að
vemda hvern ökumann fyrir öðrum.
Þau duga samt ekki til, hver og einn
sem situr undir stýri er ábyrgur eigin
gjöröa. Þá ábyrgö verða ökumenn aö
fara vel með. „Það er allt í lagi með
mig, ég er góður ökumaöur,” hugsa
margir,” þaö eru allir hinir sem brjóta
lögin.” Nú, ef allir fæm eftir settum
reglum, sýndu tiliitssemi í umferðinni,
hugsuöu um að allur útbúnaður bíla
þeirra væri eins og til er ætlast, kæmu
ekki til fjársektir, ökuleyfissviptingar
og slysum fækkaöi.
Við byrjum á byrjuninni, okkur
sjálfum. -ÞG.