Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Vilja rannsaka enn betur hvort Hitler skrifaði dagbækumar Tvær grímur virðast hafa runnið á sérfræöinga sem síöast hafa rannsak- að dagbækur Hitlers, sem þýska tíma- ritið Stern og Times-blaðaútgáfan í London birta útdrætti úr þessa dagana. Sérfræöingar, sem upphaflega vildu slá föstu að dagbækurnar væru ófals- aöar, vilja nú lengri frest til þess að ganga úr skugga um hvort svo sé í rauninni. Ofannefndar blaðaútgáfur hafa lýst því yfir aö þær hyggist styrkja sér- fræðingana tilfrekari rannsókna. Það er einkum prófessor Trevor- Roper, breskur sagnfræöingur sem þykir manna fróðastur um Hitler síðari hluta Hitlerstímans, er mest hefur lagt til umræðunnar um dagbæk- urnar síðustu daga. Hann haföi skrifað í bresku blöðin aö dagbækurnar væru að hans mati ófalsaðar. Eftir blaða- mannafund í gær í Hamborg, þar sem forráðamenn Stem vildu ekki upplýsa frá hverjum þeir hefðu fengiö bæk- urnar, kvaðst prófessorinn vera í vafa. Þeir hjá Stem komust yfir bæk- urnar, sem fluttar voru með flugvél frá aöalstöövum Hitlers í Berlín á síðustu dögum styrjaldarinnar. Flugvélin fórst í austurhluta Þýskalands og var talið að öll skjöl heföu bmnnið í flakinu. Stern telur sig hafa komist á snoðir um aö skjalaskápur, sem geymdi dagbækumar, hafi sloppið óskemmdur og þykjast erindrekar blaðsins hafa rakiö slóð dagbókanna til Suður-Ameríku. Vegna aðstæðna í Austur-Þýskalandi vill Stern ekki nafngreina þá einstakl- inga þar sem aðstoðuðu við leitina, svo aö fjölskyldur þeirra þurfi ekki að kvíöa ofsóknum yfirvalda. Stem segist hafa haft dagbækurnar undir höndum í þrjú ár en farið með þær eins og mannsmorð, á meöan þeir í kyrrþey fengu sérfræðinga til þess að rannsaka rithöndina, aldur pappírsins og bleksins og fleira. Aðstandendur Stern segjast hand- vissir um að dagbækumar séu ófals- aðar og ætla að halda áfram aö birta útdrættina úr þeim. Adolf Hitler ætlar seint að hverfa út úr fréttum heimspressunnar. Byrjaðir á nýju mál- þófí vegna olíulekans nn ætla fulltrúar Persaflóaríkj- orðið að tefla. — Menn ætla að það séu renni úr þessum tveim borstöC Olíumengunin í Persaflóa þykir orðin ofboðsleg og hreinsunarstarfið verður sífellt erfiðara, á meðan olíulekinn er ekki stöðvaður. Enn ætla fulltrúar Persaflóaríkj- anna átta að hittast í Kuwait í dag og ræða möguleika á því að stöðva olíu- lekann mikla úr írönsku borholunum. Olían hefur fengiö — algjörlega óáreitt — að renna í sjóinn síðan í mars. Mengunarhættan þykir orðin ofboðs- leg og einstöku ráðherrar þama eystra taka svo til orða að um líf eða dauöa sé orðið að tefla. — Menn ætla að það séu á milli 2000 og 7000 tunnur af oliu sem NY RIKISSTJORNIBURÐAR- LIÐNUM HJÁ FINNUM Mauno Koivisto Finnlandsforseti fór þess í gær á leit við Kalevi Sorsa, for- sætisráðherra sósíaldemókrata, að hann myndaði nýja ríkisstjóm á grundvelli þingkosninganna í síöasta mánuði. Flestir ætla að lýðræðisbanda' ir alþýðunnar (kommúnistar og sósr I istar) veröi ekki aöilar að nýju ríkis- stjóminni þótt þeir hafi verið í ríkis- stjórn nær samfleytt í 17 ár. Sorsa hefur staðið í viðræðum viö miðflokkinn, sænska alþýðuflokkinn og landsbyggðaflokkinn og gaf til kynna að þessir ásamt sósíaldemókrötum hans sjálfs mundu mynda stjóm með 123 þingsæti að baki sér (af 200). Sagði hann að gengið yrði frá stjómarsáttmála á næstu dögum og að hann kynni aö verða tilbúinn með ráð- herralista sinn í næstu viku. íbúar í Bahraln vfnna að því að hreinsa f jörur af olíunnl og tjörunni sem borist hefur á land. renni úr þessum tveim borstöðvum daglega. Þetta er þriðja tilraun Persaflóaríkj- anna til þess að reyna að ýta hinum stríðandi ríkjum, Iran og Irak, til vopnahlés á mengunarsvæðinu svo að ráðrúm gefist til þess að stöðva lekann og helst eyða olíuflekknum. Iran og Irak hafa nú átt í stríði í rúma 30 mánuöi og virðast fjarri því mnnin heiftin enn. Irakar hafa þó boðið bráðabirgðavopnahlé á þessu svæöi en Iranir hafnaö því og telja nóg aö leyfa björgunarsveitum að komast óhultum til og f rá borstöðvunum. Iranirkenna Irökumumlekann, sem hafi orðið fyrir árásir þeirra síðar- nefndu. Lekinn úr annarri borholunni hófst þó fyrir umræddar árásir í mars. Pioneertíundi: Samstillthjón Hjón vopnuö haglabyssum, riffli og íkveikjusprengju héldu lögregl- unni í Norwich í New York fylki í skefjum í rúmar sjö klukkustundir í gær eftir aö þau tóku ráöhús bæjarins með vopnavaldi til þess að krefjast þess að þeim yrði skilað 43hundum. Eftir nokkurt samningamakk slepptu þau tíu gíslanna, bæjar- starfsmönnum, í skiptum fyrir tvo hunda, og síðar f imm gíslum til við- bótar fyrir kaffi og kleinuhringi. Það var fyrir einu og hálfu ári sem lögreglan tók frá hjónunum hundana en komið höfðu fram kærur um illa meðferð þeirra á hundunum. Hjónin gáfust að lokum upp fyrir umsátrinu en ekki var látið uppi hvernig samist hefði í viðskiptum þeirra við yfirvöld. En engan sakaði í þessu stappi, þótt þrívegis hefði verið hleypt af skotum. Færeyingar kref j- ast 11% hækkunar Lengsta ferð mannkynssögu Guðmundur Pétursson og Ólafur B. Guðnason Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DV í Færeyjum. Verkalýðsfélögin gera kröfu um rúmlega 11% launahækkun í þeim samningum sem hófust hér í Færeyj- um í síðustu viku en því er spáð að þau muni láta sér nægja 2% þegar upp verður staöið. Samningar eru lausir 11. maí næst- komandi en talið er víst að samningum veröi lokið fyrir þann tíma. Færeying- ar eru vanir að leysa launadeilur með friösamlegum hætti og 15 ár eru síðan síðast kom til almennra verkfalla í Færeyjum. Meðallaun verkamanns í Færeyjum eru 53 krónur færeyskar á tímann eða um 200 íslenskar krónur á núverandi gengi. Reiknað hefur verið út að til aö laun nái sama kaupmætti og þau höfðu árið 1979 þyrftu þau að hækka um 24% en verkalýösfélögin gera þó aöeins kröfu til 11% kauphækkunar. Þpir sem vel þekkja til samningamála í Færeyj- um spá því þó að þegar upp verður staðið frá samningaborðum hafi laun aðeins hækkað um 2% eða 4,74 krónur íslenskarátímann. Góðæri hefur verið hér til sjós og lands undangenginn áratug og daglaun færeysks verkafólks hafa yfirleitt verið töluvert hærri en laun verkafólks á Islandi. Samkomulagið milli ein- stakra verkalýðsdeilda er heldur stirt um þessar mundir og hafa verkalýðs- félögin í Þórshöfn og Klakksvík klofiö sig út úr heildarsamtökunum og ganga sér til samninga. Ástæðan er óánægja með skiptingu atkvæða milli félaganna viö samningaborðið. Bandariska könnunargeimfarið Pioneer 10. flaug í dag framhjá plánet- unni Plútó, 4,5 milljarða kilómetra frá jörðu. Geimskipið, sem vegur 250 kíló, mun fljúga nærri Neptúnusi 13. júní en síðan yfirgefa sólkerfið og halda sinni endalausu ferð áfram. Pioneer tíundi hefur til þessa ferðast 5,6 milljarða kílómetra og er þaö lengsta ferö sem geimfar hefur farið án þess að missa samband við jörðu. Plútó er yfirleitt ysta pláneta sólkerfisins en vegna þess hve sporbaugur hennar er egglaga er Líða ekki Hong Kong-úr Svissneskur dómstóll hefur úr- skurðað að úraframleiðendur í Hong Kong verði að hætta að selja 25 úrategunda sinna í Sviss, þar sem þær líkist of mikið svissnesk- um tegundum. Lagt var hald á 24 úr í síðustu viku þar sem þeim hafði verið stillt út í verslunarglugga í Basel, en 100 metrum þaðan stóð yfir mikil úra- kaupstefna svissneskra úrafram- leiðenda. — Þeir héldu því fram að Hong Kong-úrin væru eftirlíkingar. Svissneskir úraframleiðendur telja sig eiga um sárt að binda vegna ódýru úranna f rá Hong Kong og víöar í Austuriöndum fjær. Þá bera þeir sig einnig upp undan því aö Sovétríkin eru að setja á mark- að nýja úrategund sem kennd er • við aðaljárnbrautarstööina í Genf. hún nú nær sólu en Neptúnus. Það tekur fjóra og hálfan tírna fyrir boð frá jörðu að ná til geimfarsins en geimfarið hefur samband við jörðu með útvarpssendi sem tekur átta vatta orku. Pioneer var aðallega byggður til þess að fljúga nærri Júpíter en komst klakklaust út úr útgeislunar- hjúp plánetunnar og hélt áfram ferð sinni. Talsmaður bandarísku geim- ferðastofnunarinnar sagði að geim- farið heföi getaö skemmst í árekstri á leið sinni gegn um loftsteinabeltið eða vegna útgeislunar en til þessa hefði ekkert komið fyrir og ferðin gengið samkvæmt áætlun. Lokaverkefni Pioneer verður það að finna endimörk segulsviðs sólarinnar, en á ferð sinni hefur geimfarið komist að því að segulsviðið breytist í sam- ræmi við sólstorma og að útlínur þess breytast „eins og stór marglitta”, sagði talsmaðurinn. Þá vona vísinda- menn einnig að ferð geimfarsins sanni tilvist „dimmrar” stjömu í sólkerfinu. Þeir halda að litil en efnismikil stjama, sem ekki er nógu heit til að gefa frá sér ljós, hafi áhrif á sporbaug Uranusar og Neptúnusar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.