Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Olían fær að breiða
úr sér í friði
Sérfræðingar virða fyrir sér brennandi olíubrunn hjá trönum. Þetta er einn af þrem brunnum sem daglega vella úr
um 200 tunnur af hráolíu og beint í Persaflóann.
Kaldhæðnislegt er þaö, en nú
stafar Persaflóaríkjum mikil hætta
af olíunni, „svarta gullinu”, sem
fært hefur þeim auð og bolmagn til
þess að ógna efnahagskerfi Vestur-
landa.
Innbyrðis togstreita þeirra og
stríð hefur hindrað að stöövaður yrði
olíulekinn úr þrem írönskum olíu-
brunnum við og í Persaflóa. Þaö er
að segja stríðið milii írans og Iraks.
Voldugur olíuflekkur, sem talinn
er þekja um 20 þúsund ferkílómetra,
liggur yfir þessa mikilvægu siglinga-
leið og vex stööugt á meðan þykk
hráolían vellur hömlulaust upp úr
borholunum. Þessi leki er valdur að
verstu mengun þessa heimshluta og
þykir nú hætta steðja aö vatnsbólum,
sjávarlífi og iðnaði á þessum
slóðum.
Athuganir úr lofti (flugvélum og
gervihnöttum) benda til þess aö
mestur hluti þessa olíuflekks sé enn
innan landhelgi Irans. En hættan
eykst dag frá degi á meöan ekkert er
aðhafst til þess að stööva lekann.
Umhverfissérfræöingar segja að
það sé einungis undir vindátt og
straumum komið hvenær tjöruból-
umar rekur á fjörur Kuwait, Saudi
Arabíu, Bahrain, Qatar, Oman og
Sameinuðu furstadæmanna. Og
hætta þykir á því aö menn neyðist til
þess að loka afsltunarstöðvum þar
sem sjó er breytt í vatn og fiskveiöar
gætu spillst. Fiskurinn er eina
náttúrulindin þarna önnur en olían.
Aðalhindrun þess að lekinn úr olíu-
brunnunum verði stöðvaður hefur
veriö þrætan milli Irans og iraks.
Sex af íhaldssinnaðri ríkjum Persa-
flóans hafa reynt aö brúa djúp sem
ríkir á milli þessara stríðandi
nágranna. íran sakar Irak um aö
hafa valdiö lekanum meö því að hafa
olíubrunnana að skotmörkum. Irak
kannast við að hafa ráðist á olíu-
brunna á þessu svæði en að um-
ræddur brunnur hafi byrjað að leka
áðurfyrir slys.
Ámeðan alþjóðlegirsérfræðingar í
björgunaraögerðum vegna olíuelda
eða olíuleka voru til taks hafa ráð-
herrar Persaflóaríkjanna setið á
rökstólum í Kuwait, en án þess að ná
samkomulagi. Eru nú liðnar um
þrjár vikur frá því lekinn hófst.
Kenna hvorir öðrum um, Íranar og
Irakar, um dráttinn.
írak bauö í upphafi takmarkaö
vopnahlé á meðan íran sagðist
aðeins vilja yfirlýsingu íraka um aö
björgunaraðilar gætu óhultir komist
til viðgerða.
Upp úr slitnaöi og iranir hófu nýja
sókn við flóann og hafa horfurnar á
samkomulagi ekki batnað við þaö.
Þaö eina sem fær að vera í friði er
olíuflekkurinn og lekabrunnamir
þrír sem daglega spúa um 2000
tunnum af hráolíu út í sjó. Jafnvel
þótt samkomulag næðist tæki það að
minnsta kosti þrjár vikur að loka
fyrir lekann. Tveir af brunnunum
standa í ljósum logum sem ekki er
heldur til þess að auðvelda málið.
Síðan tæki viö hreinsunarstarfið og
verður engu um það spáð hve langan
tíma tæki að ljúka því eða hvort
mannshöndin fær nokkurn tíma full-
lokið því verki. Menn ætla aö
hreinsunin kosti ekki undir 65 millj-
ónum dollara ef byrjað yrði fljótlega.
Fremur en gera ekkert hafa menn
gripið til þess að girða af afseltunar-
stöövar með flotgirðingum sem olíu-
brákin á að stöðvast við. i Saudi
Arabíu hefur Fahd konungur látið
loka einni slíkri stöö við hafnarbæinn
Al-Khobar þegar sást til olíubreiðu
um sjö mílur undan ströndinni.
Vísindamenn hafa reynt að þróa
nýjar aðferðir til þess að vinna á
olíuflekkjunum því að hefðbundnari
leiðir, eins og flotgiröingar og eyð-
andi efni, valda því að flekkirnir
breiöast út en hindra ekki mengun.
Mælt er með flotkvíum sem halda
utan um takmarkaöan hluta af
flekknum í einu, á meðan honum er
dælt upp eða breytt í smáeindir meö
efnatilsetningu.
Ýmsir sérfræðingar vilja leggja
kapp á aö hindra að olíuflekkurinn
festist viö land því að þar verði
mengunarspjöllin mest.
Eitt skinnafyrirtæki frá Norður-
löndum gerði þama skoðanakönnun.
84% kaupstefnugesta kváðust bjart-
sýnir á að viðskiptin ættu eftir að
örvast enn frekar á síöari hluta
ársins þar sem víða færi fjárhagur
f ólks batnandi og það gæti aftur veitt
sér að kaupa refastólur og minka-
skinn eftir þrengingartíma þar sem
neita varö sér um slíkan munað.
Skinnaiðnaðurinn í V-Þýskalandi
er sama sinnis en innflutningur
skinna hefur aukist um 15% og
útflutningur á unninni vöru um 20% á
bilinu frá því í desember og fram í
febrúar í vetur (borið saman viö
sömu mánuði ári fy rr).
Herferð grænfriðunga og selavina
með öllum fréttaflutningum þar af
hefur á síöustu ámm haft töluverð
áhrif á hugi manna til skinnavöru.
Máliö varö hápólitískt og svo fór aö
innan Efnahagsbandalags Evrópu
urðu menn ásáttir um að banna
innflutning hvítra kópaskinna.
Einn stærsti selskinnakaupandinn
í Hamborg segir að sala á sel-
skinnum hafi fallið um 90%. En þessi
selskinnaandúð smitaði út frá sér og
hafði áhrif á sölu skinna af öðrum
loðdýrum.
Menn segjast nú hafa orðið varir
straumhvarfa í þessari umræðu.
Mörgum er farið að þykja nóg um
óbilgirni grænfriöunga og athygli
hefur verið vakin á því aö barátta
þeirra hefur leitt til bágrar afkomu
veiðimannaþjóðfélaga eins og eski-
móa sem eiga mikið undir selveiði. Á
tímum útbreidds atvinnuleysis og
kreppu snýst samúðin á sveif með
þeim sem fá atvinnutækifæri hafa
önnur en af selfangi og fiskveiöum. í
gegnum áróðursholskeflur selvina
hafa komist fréttir af því að áhrif
getur haft á fiskafla ef selnum
fjölgar um of. Loks hefur rifjast upp
fyrir fólki, að fleira mætti sjá
liggjandi á blóðvellinum, ef grannt
væri skoðað, sem enginn lætur sig
dreyma um aö þyrma því að þá
kæmist mannfólkið naumast af. Á
meöan myndatökuvélum er beint að
blóöflekkjum íssins, þar sem sel-
urinn er aflífaður af veiðimönnum,
rennur blóðiö einnig í stríðum
straumum í sláturhúsunum án þess
að nokkur láti þaö fara fyrir brjóstið
á sér. ^
Skinnasalan er að rétta við
eftir herferð dýravina
Um hríð hafði barátta Brigitte Bardot og annarra selavina En athygli beindist að afkomu veiðimannaþjóðfélaga eins og eskimóa, sem urðu fyrir barðinu á
töluverð áhrif á skinnasölu. áróðrinum. Margrét Danadrottning dylur þó ekki hrifningu sína á þessari selskinnskápu þótt
brydduð sé kúpaskinni við hálsmálið.
Loðdýraræktin getur fagnað því að
loðfeldir virðast aftur á leið í tísku.
Skinnasalar segja aö viðskiptin séu
aö braggast eftir tvö mögur ár þar
sem efnahagskreppan dró úr loð-
feldasölu og hatrömm andstaða og
áróöur loödýravina.
I Frankfurt lauk um helgina 35.
alþjóölegu sölusýningu loðfelda sem
er einn umfangsmesti skinnamark-
aðurinn. Kom þá í ljós að pöntunum
fer fjölgandi. Og margir eru þeirrar
skoðunaraö fólk, sem kaupir skinna-
og leðurvörur, sé hætt að kippa sér
upp við allar sjónvarpsmyndirnar af
veiöimönnunum grimmu sem dauö-
rota selkópa.
inga og ekki opin almenningi.
Það var fátt á kaupstefnunni að
þessu sinni sem bent gat til þess að
þessi iðnaður væri að rísa upp úr
öskustónni, eða kreppunni, sem
bagaö hefur hann tvö eða þrjú
undanfarin ár. Ákafir kaupendur
stóöu í biðrööum viö sýningardeildir
tískufrömuðú á meöan sýningar-
meyjar sprönguðu um í nýjustu loð-
felda- og leðurtískunni.
Staðreyndin er samt sú að í fyrra
dróst skinnainnflutningur til V-
Þýskalands saman um 21%, eða
niður í 1,86 milljarða marka, og var
þá miöað við árið 1981.
Til V-Þýskalands er mikið af hrá-
skinnum sent til kápu-, hatta- og
stólugerðar, veskja- og hanska-
geröar og annarrar tískufram-
leiðslu. Utflutningur V-Þjóðverja á
fullunnum skinnavörum dróst
samanuml7,5%.
Á kaupstefnunni í Frankfurt var
ekki annað að sjá en að þessi sam-
dráttur heyrði algerlega fortíðinni
til. Ráðstefnugestir sögöu að þá
hefði ekki órað fyrir því aö svona vel
mundi ganga. Einn v-þýskur heild-
sali sagðist hafa aukið viðskipti sín
um 20% frá því í fyrra. Annar kaupa-
héðinn frá Tel Aviv kvaöst hafa selt
helming birgða sinna þarna á tveim
dögum.
Þessi skinnasölusýning í Frank-
furt hefur í áranna rás veriö stærsta
árlega samkoma skinnasala og
kaupenda, feldskera og fleiii. Að
þessu sinni sóttu hana 556 sýningar-
aðilar frá 30 ríkjum. Þessi
kaupstefna stendur í fimm daga og
sumir selja þar eða kaupa allt aö
þriðjungi allrar ársumsetningar
sinnar. Þetta er kaupstefna sérfræð-
Guðmundur Pétursson