Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Páll P. Pálsson hefur lag á að laða það besta fram i flutningi hljómsveitarmanna,” segir Bjarni Júlíus Gíslason m.a. í bréf i sínu. ÓSKANDIAÐ SINFÓNÍAN KÆMIOFTAR í HEIMSÓKN —segir Suðumesjamaður sem hreifst af leik sveitarinnar í Keflavík 7. apríl Bjarni Júlíus Gíslason skrifar: Það má segja að stutt hafi liðiö á milli komu góðra gesta á tónlistar- sviðinu til Keflavíkur. Sinfóníuhljóm- sveit Islands hélt hljómleika í íþrótta- húsinu þar þann 7. apríl sl. Stjórnandi' hennar var Páll P. Pálsson. Einsöngvari með hljómsveitinni var Olöf Kolbrún Harðardóttir í forföllum Sieglinde Kahmann og Unnur Páls- dóttir lék einleik á fiðlu, en hún kom heim frá námi í Belgíu til þess aö leika á þessum hljómleikum í tilefni 25 ára afmælis TónlistarfélagsKeflavíkur. Efnisskráin var létt og skemmtileg og var þama flutt tónlist viö allra hæfi. Fyrst lék hljómsveitin forleik að óper- unni „Rakaranum frá Sevilla” eftir Rossini. Þar næst var leikin ballaða og pólónesa eftir Vieuxtemps og lék Unnur Pálsdóttir einleik með hljóm- sveitinni. Verk þetta er erfitt og útheimtir mikla nákvæmni í flutningi. Sýndi Unnur þar góðar framfarir á lista- brautinni. Geta Keflvíkingar verið stoltir af henni og heföi hún gjaman mátt leika meira fyrir áheyrendur, sem hrifust af leik hennar. Á eftir var flutt Intermezzo úr óperunni L’Amico Fritz eftir Mascagni. Því næst söng Olöf Kolbrún Harðardóttir aríur úr ópemnum Gianni Schicci og La Boheme eftir Puccini og ennfremur Vorgyðjan kemur eftir Áma Thor- steinsson og úr óperettunni Káta ekkjan eftirLehar. Olöf hefur fallega og mikla söng- rödd. Var flutningur hennar skýr og hressilegur enda var henni vel tekið af áheyrendum. Enn em óupptalin nokkur létt og skemmtileg verk er flutt voruá þessumhljómleikum. Páll P. Pálsson er léttur og skemmti- legur stjórnandi. Hann hefur lag á að laða það besta fram í flutningi hljóm- sveitarmanna, sem hefði notið sín enn betur ef hljómburöur hússins væri góður. Aðsókn að hljómleikunum var mjög góö. Skemmtu áheyrendur sér vel og létu hrifningu sína óspart í ljós. Vil ég þakka listafólkinu fyrir komuna og ágæta skemmtun. Væri óskandi að Sinfóníuhljómsveit Islands gæti komið því við að heimsækja Suðumesin oftar, svo ánægjulegar sem slíkar heimsókn- irhafaávalltverið. BÖNNUM Sveinn Sveinsson (8766-7723) hringdi: Við Reykvíkingar verðum að þola það að stanslaus örtröð sé vegna utanbæjarmanna í áfengisversl- unum okkar. Á sama tíma fella sveitarfélög úti á landitillögurumað opna áfengisútsölur. Ég bý í nágrenni áfengisútsölu og verð fyrir óþægindum af völdum umferðar og hávaða viö þær. Ég leyfi mér að stinga upp á að fólki frá þeim sveitarfélögum sem ekki vilja hafa áfengisútsölur verði ekki veitt afgreiðsla í áfengisútsöl- um okkar Reykvíkinga. Tekin verði upp ströng passaskylda í „ríkinu” og þeim hreinlega vísað frá sem ekki vilja hafa „ríki” opið í sinni heima- byggð. Ef þeir vilja ekki hafa „ríki” hjá sér ættu þeir bara að hætta að drekka! Bréfritari telur að óþolandi sé að ekki skuli vera áfengisútsölur í nágrannasveitarfélögum Reykvikinga. ÞEIM AÐ KAUPA BRENNIVIN! —í „ríkjum” Reykjavíkur AKUREYRI Blaðbera vantar í innbæ og suðurbrekku. IJppl. á afgreiðslu DV, sími 25013. Opið kl. 13—19. 4X4 Félagsfundur í ferðaklúbbi 4X4 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.30 að Fríkirkjuvegi 11. STJÓRNIN. VÚRUBÍLSTJÚRAFÉLAGIO ÞRÓTTUR Almennur félagsfundur verður haldinn í húsi félagsins, Borg- artúni 33 Reykjavík, fimmtudaginn 28. apríl 1983 og hefst kl. 18.15. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á 15. þing Landssambands bifreiðarstjóra, sem haldið verður í Reykjavík dagana 7. og 8. maínk. 2. Önnurmál. STJÓRNIN. Urvalsmynd fyrir alla Glæsilega vel ort á KODAK EASTMANCOLOR f nyUMitt - fa/^TJ Aðalhlutverk: Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þóra Friöriksdóttir. Handrít og stjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Mynd sem þú manst eftir. (tfj jmtÁW — fWlihafiQrCnwpt/... ) Nú sýnd í A-sal Regnbogans HfiNS PETERSEN HF VÖLUSPÁ HVIKMYNDAGERÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.