Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1983.
SigríðurElla ____
Magnúsdóttir:
Ekkinóg
að vera
bara
goður
— heppninnar þarfnast
maðurlíka
Vilhjálmur, Magnús, Sigríður Ella og Anna Polla.
■rmmt
Viðtal: Franzisca Gunnarsdóttir.
DV-myndir: Gunnar V. Andrésson
Sigríöur Ella Magnúsdóttir býr í
Englandi ásamt manni sínum og
börnum, en er nýkomin hingað til
þess aö syngja hlutverk Lolu í
óperunni CavaUeria Rusticana er
Þjóðleikhúsið frumsýnir í næsta
mánuöi. Eiginmaöurinn, Simon
Vaughan, sem einnig er söngvari,
varö aö sitja eftir heima, en börn
þeirra hjóna, tvíburarnir Vilhjálmur
og Magnús (á fjóröa ári) og Anna
Polla (á fimmta ári) komu meö
mömmu.
Sigríöi Ellu leist fyrst í staö ekkert
á aö viðtal gæti fariö fram þennan
daginn; hún væri ein meö börnin. Viö
fengjum áreiöanlega ekki stundleg-
an friö. Þau væru á mjög athafna-
sömum aldri og söknuöu dálítiö síns
venjulega umhverfis. Viö sættumst
þó á aö aUtaf mætti fresta spjaUinu
ef í haröbakka slægi.
Fyrir nokkru síðan var Sigríöur
Ella einmitt Lola í uppfærslu Eaton
og Windsor óperufélagsins á Cavall-
eria Rusticana og féUst á aö smáfrá-
sögn af því væri fuUt eins góð byrjun
á svona rabbi og hver önnur:
„Eaton og Windsor óperufélagiö
færir upp þrjár óperur á ári í leikhúsi
Eaton-skólans, þessa fræga breska
einkaskóla. Félagiö ræöur sér þá ein-
söngvara í aöalhlutverkin en sjáift
kórfólkiö er á staðnum. Maöurinn
minn og ég sungum bæði í Cavalleria
Rusticana. Hann var Alfíó og ég var
sem sagt Lola; þessi lausláta sem
kemur öllum vandræðunum af stað.
Lola er ekki mikið sönghlutverk.
Hins vegar má svo sannarlega segja,
að ef Lola er ekki sannfærandi, þá
veröuralltverkiömarkleysa.. . ”
Magnús spyr
„Mamma, hvaö heitir þessi?”
spuröi Magnús og benti á mjög tor-
kennilegan náunga í myndasögubók.
Hann fékk svar viö spurningu sinni,
notaöi tækifærið og hélt ótrauöur
áfram: En þessi, mamma, hvaö
heitir hann þá?” — Sá stutti haföi
lengi setiö viö hliö móður sinnar og
alls enga athygli hlotiö. Þaö getur
veriö mjög varasamt aö koma full-
orönum upp á þess háttar, svo til
frekara öryggis spuröi strákur um
nokkur nöfn í viöbót.
„Já, það voru fimm sýningar á
CavaUeria Rusticana í þessu leikhúsi
sem er mjög skemmtUegt. Þaö er
nýtt og afar fuUkomiö að öllum bún-
aði. Ein þessara sýninga var hátíðar-
sýning, ef svo má aö oröi komast og
þar mætti meðal annarra drottning-
armóöirin. Þarna var kampavín í
hléinu og miðarnir kostuöu heil reið-
innar ósköp. Ágóöinn var síðan gef-
inn til einhverrar góðgeröarstarf-
semi.. . ”
„Karíus og Baktus, Karíus og
Baktus,” sönglaði Vilhjálmur nú
hátt og skýrt og þegar við litum til
hans upplýsti Vilhjálmur aö hann
vildi mála. „Ekki ég,” sagöi Magnús
ákveðinni röddu, greip myndasögu-
bókina traustum tökum og spurði:
„Mamma, hvað heitir þessi aftur og
þessi?”
„Viljiöi ekki öll mála fallega
mynd handa Franziscu; einhverja
fína mynd?” spurði Sigríöur Ella af
heimilislegri rökhyggju.
„Af Línu Langsokk,” kom Anna
Polla móöur sinni tU hjálpar, „og gá
hver verður fyrst búinn.” — Þetta
hreif. Þögn, eöa þannig, sló á þrenn-
inguna um stund.
„Þvf hef ég þó vit á"
sagði drottningarmóðirin
„Já..., og ég hef nú aldrei haft
neina sérstaka tilfinningu fyrir hefö-
arfólki fram að þessu, en ég verð aö
segja aö sú kona er alveg sérstak-
lega elskuleg. Hún heilsaöi öllum
meö handabandi, sagöi nokkur orö
viö hvern og einn og gerði þaö mjög
skemmtilega. — Þaö er alltaf svo
ánægjulegt aö sjá einhvern vinna
starf sitt vel.
I hlutverki sínu, Alfíó, smellir
maðurinn minn meðal annars keyri í
einu atriðinu. Við hann haföi hún orö
á hversu vel hann smeUti þessu
keyri og hélt áfram:...Því hef ég
þó vit á, þótt ég hafi ekki vit á söngn-
um.”
Nú brosti Sigríöur Ella og bætti
viö að það gerði manni ætíö gott aö
hitta fóUc sem þyrfti ekki á tilgerö
og uppskafningshætti aö halda. Eftir
smáþögn brosti hún enn, í þetta
skiptið innilega, og lækkaði róminn:
„Simon er sem sagt nú í Bretlandi