Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 19
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. APRlL 1983. 19 og syngur bráöum í óperu eftir Paisiello sem veröur flutt á listahá- tíðinni í Baath. Síöan mun hann syngja Figaro í Brúökaupi Figaro, sem flutt veröur í Holland Park í byrjun júlí. Auk þess syngur hann töluvert á kór-konsertum. Þeir eru vinsælir í Bretlandi. Og svo er hann að huga aö öUum gróðrinum, sem er eitt af aðaláhuga- málum okkar, fyrir utan auövitaö sönginn. — Viö búum í sveit fyrir utan London og ræktum tómata, gúrkur, melónur, paprikur og bók- staflega allt annaö.” Nú skeUti hún upp úr: „Eg get bara ekki nefnt það aUt saman. Þaö yröi aUt of löng romsa. — Viö rækt- um aUt sem nöfnum tjáir aö nefna. Og þetta þarf svo mikla umönnum og skipulag og Simon getur alls ekki hlaupið svona frá í lengri tíma, en hann mun koma og Uta til okkar núna einhvem tímann þegar hann er lausviðæfingar.” Allur er varinn góður „Mamma, ég þarf aö fara á kó- settiö,” tilkynnti Magnús og harö- neitaði aö fara einn. Enda mjög skUj- anlegt; ekki á sínum heimaslóöum og þaö er aldrei aö vita hvaða hættur geta leynst á ókunnugum klósettum. Þau mæöginin löbbuöu sig á þann afvikna staö og blaðamaður hugsaöi meö sér aö þaö ræktaöi yfirleitt garð- inn sinn vel, þetta fólk. Þaö var auð- sætt á fari barnanna. „Sástu faUegu myndina mína sem ég geröi í leikskólanum?” spuröi Anna PoUa þennan fuUtrúa fjölmiöl- anna, er kom algjörlega af fjöUum. — Þess skal alveg sérstaklega getiö aö þvUíkur sauðsháttur á alls ekki við stéttina yfirleitt. „Nei, hvar er hún?” spurði gest- ur. „Beint fyrir framan nefið á þér, þegar þú komst inn,” svaraði barniö af grundvaUaöri fyrirlitningu þess sem gerir sér lífið tiltölulega auöveit. Blaöamaöur stiUti sig um aö ræöa nánar í hvaða átt nefiö á sér heföi eðlUega snúiö við innkomuna í húsiö; fór og dáðist aö myndinni. Móöir og sonur sneru aftur, eins og raunar mátti viö búast, og skyndi- Iega hugkvæmdist hinum eldklára spyrli aö kynna sér nánar hvernig á því stæöi að þessi börn, sem alin eru upp í Englandi, kynnu íslensku svona vel — raunar alveg reiprennandi. „Sjáðu til, viö tölum íslensku heima, öU, líka Simon. Hann bara tók sig til og læröi íslensku. Hann er mikill málamaður og læröi meöal annars bæði frönsku og þýsku í Cam- bridge eftir stúdentspróf — og svo fór hann aö læra að syngja eftir þaö,” — svaraöi Sigríður EUa. „Og þegar dóttir okkar fæddist, þá byrj- aöi Simon aö læra íslensku meö henni. Hann hefur aldrei talaö annaö en íslensku við hana og strákana. Aö vísu varö hann oft argur og spurði: „Hvernig veit hún hvenær maður á aö segja bleiki kjóllinn frek- ar en bleika kjólnum, og þess háttar. Hvernig þekkir hún föUin?” ... „hér vil ég helst vera" Og hvernig finnst svo Sigríöi EUu aö vera komin heim til Islands? „Ja, við höfum eytt aUtaf þremur mánuöum, jafnvel tvisvar á ári hérna. ., og hér vil ég helst vera. En nú er Anna PoUa komin í skóla. Börn í Bretlandi fara í skóla fjögurra ára og eru þar bókstaflega aUan daginn. Enn sem komiö er hef ég getað feng- iö frí fyrir hana — á meöan hún er enn aö læra að draga til stafs og þess háttar. En þegar þau eru öll þrjú komin í skóla, þá verður þetta erfið- ara. Annars finnst börnunum margt hér mjög skrýtiö. Þau vilja tU dæmis aUs ekki fara að hátta á kvöldin og segja þá: „Já, en þaö er ennþá dag- ur. Það er aUs ekki orðið dimmt. ” „Mamma, hvaö heitir aftur þessi ljóti? Mamma, mamma.., mamma!” Magnús hefur fengiö sig fuUsaddan af þessari truflandi heim- sókn og vUl hafa móður sína óskipta. Hann fær svar og Sigríöur Ella heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist: „Ég fæ þó aUtaf heimþrá í svona júní-júlí. Þá verð ég að komast í birtuna. Þessar björtu sumarnætur eruþaösemégsaknamest.. . „Hvaö heitir þá þessi sæti?” spyr Magnús enn og mjög ákveðið. „Mér finnst hann nú ekki sætur,” segir móöirin og reynir aö muna hvað hún var aö tala um. — „Mamma, hvað heitir þessl?” — Magnús ætti aö komast langt á stjórnmálasviöinu. Hann er fylginn sér og virðist aldrei gefast upp. Á Vilhjálmi og önnu PoUu hefur ekki krælt um langa hríð. Þau fóru upp eftir snúnum stiga í miöri stofu og hafa verið uppi síðan. — Skyndi- lega kemur þó Vilhjálmur á útopnu niöur stigann, gengur hröðum skref- um til móöur sinnar og segir ekkert, horfir aöeins á hana örvæntingarfuU- umaugum. Móðurlegt innsæi Viö þögnum báöar. „Hjálpi mér hamingjan,” hugsar sú okkar sem þetta skrifar. „Nú hefur aldeilis eitt- hvaðboriðút af.” „Þarftu að fara á klósettið, Vil- hjálmur?” spyr Sigríður Ella af móðurlegu innsæi. — Vilhjálmur kinkar kolli af mikilli ákefö og enn meiri örvæntingu. Þau fara, og blaöamaöur kemst að þeirri niöur- stöðu aö það hljóti aö vera bullandi reimt í þessu húsi. Börnin eru nefni- lega næm og taka aldrei upp á nein- um tiktúrum nema ástæöa sé til. Þessir krakkar eru vanir aö fara allra sinna feröa heima hjá sér, og þaö einir, en hér. .. Já, þaö er nú þaö.. , en Sigríöur Ella er komin aftur og Vilhjálmur þotinn upp stigann. Hvernig skyldi annars söngferill aöalviömælanda míns hafa byrjað? „Eg var nú svo lánsöm aö lenda í Laugarnesskóla og í söngkennslu hjá Ingólfi Guðbrandssyni og hann beindi mér áleiöis. Eg fór svo í- menntaskóla til þess að læra mál — ég var í máladeild — en ég ætlaöi mér alltaf aö læra að syngja. Fyrst var ég hjá Guðrúnu Sveins- dóttur, héma í Reykjavík, og svo var ég hjá Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni. — Þegar ég fór fyrst til Guðrúnar Sveinsdóttur var ég þrettán ára. Þaö var á vegum Pólýfónkórsins, en í fyrsta alvöru söngtímann fór ég hjá Demetz og þá var ég fimmtán ára. Upp frá því hef ég veriö aö þessu; alltaf hjá kennur- um af og til. Eg fór meöal annars til Vínar- borgar. Þar var aö sjálfsögðu töluð þýska og ég haföi mikinn áhuga á þýskum söngljóöum. Austurríki var þó umfram allt ódýrasta landiö. Þaö var aöalástæöa þess aö ég fór til Vín- arborgar. Þar var ég svo frá 1964 til 1975. „Ég hafði aldrei neitt sérstaka rödd" Og ég varö fyrst söngkennari. — Eg haföi aldrei neitt sérstaka rödd. Þaö hefur aldrei nokkur maöur sagt viö mig: „Faröu og læröu að syngja,” flissar Sigríöur Ella. — Þaö fer ekki á milli mála aö prakk- araskapinn eiga börnin ekki langt aö sækja. Við hættum að hlæja og söngkonan heldur einarölega áfram: „Nei, þetta er alveg satt. Og ég man aö Sig- uröur Björnsson kenndi mér á nám- skeiði einu sinni, þegar ég var eitt- hvað átján ára og hann sagði: „Nei, uss, aö læra aö syngja, þaö ætti eng- innmaðuraðgera.” En ég nærði semsé fyrst aö veröa söngkennari. Það tók ein fjögur ár. Svo ákvað ég aö fara í einsöngsdeild; læröi ljóöasöng og óperusöng og lauk prófi frá ljóöadeild. En á meöan maður er í skóla, þá er maöur svo af- skaplega verndaöur af umhverfinu. Okkur haföi þó verið sagt aö af þeim, sem útskrifuðust frá akademíunni í Vín, eftir átta ára nám, fengju um þaö bil 5% starf viö sitt hæfi. Eftir tvö ár væru síðan innan við 1% nemenda i sliku starfi.. . Þaö var ekki svona mjög uppörvandi fyrir söngvara. Samkeppnin er óskapleg. Þess vegna er svo mikiö atriði að reyna aö vekja á sér athygli — ekki meö öllum brögöum — heldur meö því aö taka þátt í söngkeppnum, til dæmis. Það er mjög mikilvægt. — En strax eftir aö ég lauk prófi frá Vínarborg kom ég heim til þess aö syngja Carmen, eyddi heilu ári í þaö og kenndi alltaf viö Söngskólann. Það var alltaf minn draumur að veröa söngkennari og ég ætla mér aö gera þaö í framtíöinni einhvern tímann. Gaman að vera efnilegurá íslandi Eftir þaö tók ég þátt í söngkeppni í Frakklandi. Áöur haföi ég tekið þátt í svipaöri keppni í Finnlandi, skandinavískri keppni og í söng- keppni hér heima. Eins var ég með í alþjóðlegri keppni í Vínarborg. Þar komst ég í undanúrslit. Þar var tala þátttakendalækkuöúrl20í28. .. Eg kom frá íslandi og þótti „af- skaplega efnileg”, var í Tónlistar- skólanum og svo framvegis. — Þeg- ar maður er efnilegur á tslandi er það mjög skemmtilegt. En svo kom ég til útlanda og þar voru þúsundir sem voru aö minnsta kosti jafnefni- legar og ég. — Og þaö var dálítiö erfitt. Þar varð enginn til þess aö uppörva mig eöa hrósa mér. Það var svolítiö skrýtiö. .. „Mamma!.. gall í Vilhjálmi sem pompaöi skyndilega niður neðstu þrep hringstigans, móöur sinni og blaðamanni til töluverörar skelfing- ar. Kappinn reyndist þó ómeiddur með öllu — í þetta skiptið. Haföi annars smávegis marist nýlega, þeg- ar hann hrapaöi niður eftir flestöll- um áðumefndum þrepum. Við þaö tækifæri hafði Magnús „pínulítið” hrint honum, kom í ljós viö rannsókn málsins. — „Mamma, ég vil skrifa afa, ha?” Vilhjálmur fékk allt sem til þess þurfti og heilmikla aukaað- stoö. „Eins og ég var aö segja,” hélt Sigríður Ella áfram, þá þótti ég mjög góð hér heima. Þaö er kannski mál sem varðar alla íslenska listamenn. Hér heima eru þeir góðir og jafnvel bestir á sínu sviði. Þegar til útlanda kemur eru bara svo margir á sama stigi. Þá er ekki nóg aö vera bara góður. Heppninnar þarfnast maöur líka. Þátttaka í söng- keppnum nauðsynleg Viðvíkjandi þessari keppni í Frakklandi, sem ég minntist á áöan, þá haföi söngkennarinn minn ráðlagt mér aö reyna alls ekki við hana. „Þú ert ekki nógu góð enn semkomið er,” sagöi hann. Eg fór nú samt og fékk verðlaun. Ef maður ætlar aö komast eitthvað áfram úti í hinum stóra heimi, þá er þátttaka í þess háttar keppnum nauðsynleg. Þegar ég var sest aö í Bretlandi fór ég til dæmis í keppni sem ein- göngu var fyrir konsert-söngvara. Margir hafa þó viljað gera mig aö ljóðasöngkonu, fyrst og fremst, sem sjálfsagt er sjálfri mér aö kenna. Eg hef mjög mikið fengist viö að syngja ljóö. En ég fór í þessa keppni í Alden- borough og þar fékk ég líka verðlaun 1977. Þaö hefur veriö mér dýrmætt í Bretlandi. — Enginn þekkir Sigríöi 'Ellu Magnúsdóttur, en Magnúsdótt- ir, sem vann Benson & Hedges verö- launin, er allt annaö mál! Eftir það hefur mér boðist margt og sitthvað er framundan. — Eg hef veriö heppin og fengið ótal tækifæri en ekki haft vit á að notfæra mér þau. Eg hef hafnaö of mörgum góðum tilboöum af hreinum bamaskap og beinlínis þekkingarleysi. Ef maður fær gott tilboð á ekki að svara meö þeim orðum að maður telji sig ekki tilbúinn í þetta enn sem komið er. Eg vil endilega aö þetta komi fram svo ungir söngvarar héð- an átti sig á því að maður á alltaf aö grípa hvert tækifæriö í þessari höröu samkeppni. Það ber aö muna að eitt leiðir af ööru.” -FG. hetur þu s ?u srtZunS! tOSlwJi- i er í rauðu pökkunum Kaffibrennsla Akureyrar hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.