Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. APRÍL1983. 21 rtir____________ íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir 'óttir íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir hans Sólveig og Maria Magnúsdóttir. Ganga lkm 8—9—10 ára stúlkur: Hulda Magnúsdóttir, S 6,11 Ágústa Gunnlaugsd., O 6,15 Lena Rós Matthíasd., Ú 6,25 lkm 9 ára og yngri drengir: Kristján Hauksson, O 5,36 Daníel Jakobsson,! 5,48 Hjalti Egilsson, O 6,00 1,5 km lOáradrengir: Steingr. ö. Gottiiebss., O 9,11 Kristján Sturlaugss., S 9,17 Guömundur Oskarss., O 9,27 2 km 11 áradrengir: Júlíus Sigurjónsson, S (1—2) 10,04 Sölvi Sölvason, S (1—2) 10,04 Siguröur Oddsson, 1 (3) 11,19 2km 11—12 árastúlkur: Þuríöur Þorsteinsd,, FL 12,41 Ingibjörg Heiðarsd., FL 12,48 Margrét Traustad., O 13,30 linað aftur” isdóttirfrá Siglufirði næsta vetur og vinna þá aftur.” Hún sagðist æfa 2—3 í viku og gengi þá með frænku sinni sem hafuaðí í fjórða sæti í göngunni að þessu sinni. DV-mynd: Guðmundur Svansson. 2,5 km 12áradrengir: Magnús Erlingsson, S 13,00 Oskar Einarsson, S 13,21 GuðlaugurBirgisson.S 14,29 HlynurOddsson.Sey 16,13 AB, Akureyri. 'í- f Hulda Magnúsdóttir. Gunnar hættir sem þjálfari Stjömunnar — hef ur tilkynnt f orustumönnum Garðabæ jarliðsins það og bent þeim á að ræða við Bogdan Kowalczyk „Ég tel rétt að nýir menn taki við þjálfun Stjömunnar næsta keppnis- tímabil. Ég hef verið með liðið síðustu þrjú árin og það er hætta á vissri stöðnun ef maður er lengur með sama lið,” sagði Gunnar Einarsson landsliðsmaðurinn kunni i handknatt- leiknum á árum áður, þegar DV ræddi við hann í gær. Gunnar, sem lengi lék með Göppingen í Vestur-Þýskalandi á námsámm sinum, hefur náð frá- bæmm árangri með Stjörauna í Garðabæ síðustu árin. Kom liðinu úr 3. deild í þá fyrstu, þar sem Stjarnan var í vor meðal liðanna f jögurra í úrslita- keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Það hafði hvarflað að fáum, þegar keppnistímabilið hófst sl. haust. „Þó að ég hætti sem þjálfari hjá Stjörnunni mun ég halda áfram að styðja við bakið á liðinu sem æskulýös- og íþróttafulltrúi Garðabæjar. En eins og ég sagði þá er hætta á stöðnun, þegar þjálfari hefur veriö með sama lið svo lengi. Því hef ég að vel athuguðu máli ákveðið að hætta og hef tilkynnt forustumönnum Stjörnunnar það. Beðið þá að athuga sinn gang sem fyrst og sérstaklega bent þeim á að ræða við Bogdan Kowalczyk, sem hættir þjálfun hjá Víkingum nú í vor. Bogdan hefur náð mjög góöur árangri með Víkingsliöið og er snjall þjálfan. Það er alveg óvíst hvað ég geri næsta keppnistímabil, hvort ég leik eitthvað áfram eða tek við þjálfun. Á þessu stigi leiði ég hugann ekkert að því. Aldrei að vita hvaða verkefni bjóðast,” sagði Gunnar Einarsson ennfremur. Það fer ekki milli mála að sem þjálfari hjá Gunnar Éinarsson. Stjörnunni náði hann frábærum árangri og sem leikmaður á hann ekki marga sína líka, þó að meiðsli hafi sett mjög strik í reikninginn hjá honum á því sviði síðustu árin. hsim. Þorbergur gegn lærisveinum sínum Þór f rá Vestmannaeyjum fær íslandsmeistara Víkings í heimsókn íkvöld íundanúrslitum bikarkeppni HSÍ. ValurmætirKR Þorbergur Aðalsteinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknattleik, verður í sviðsljósinu í Vestmannaeyjum i kvöld. Þar leikur hann með íslands- meisturam Víkings gegn tilvonandi læri- sveinum sínum úr Þór, en eins og DV hefur sagt frá þá verður Þorbergur þjálfari og leikmaður með Þórarum næsta vetur. Leikurinn er í undanúrslit- um bikarkeppni HSÍ og má búast við f jörugum og skemmtilegum leik. Víking- ar eru að sjálfsögðu sigurstranglegri, en eitt er víst að Þórarar muna ekkert gefa eftir. Víkingarnir hafa sett stefnuna á að vinna tvöfalt, bæði Islandsmeistaratitil- inn og bikarkeppnina. Þrír leikmenn Víkings eru ákveðnir í aö ljúka sínum keppnisferli sem bikarmeistarar, en það eru þeir Olafur Jónsson, Páll Björgvins- son og Árni Indriðason og þá er öruggt að Bogdan, þjálfarinn snjalli, vilji einnig Ijúka sínum ferli hjá Víkingi meö því að stjórna sínum mönnum til sigurs í bikar- keppninni. Vilja stofna úrvalsdeild íEnglandi — og leggja niður3. og4. deild Nokkrir forráðamenn 1. og 2. deildar- liða í Énglandi koma saman i Chelsea í London í dag þar sem rætt efjim stofnun úrvalsdeildar i Énglandi með tuttugu liðum í. Þá er fyrirhugað að einnig verði tuttugu lið í 2. deild en síðan verður 3. og 4. deild lögð niður en i staðinn komi utandeildarlið, sem léku í sérstökum deildum á f jórum svæðum í Englandi. Eins og hefur komið f ram þá eiga f élög í Englandi við f járhagslega erfiðleika að stríða. Þeir sem hafa mælt með hinu nýja fyrirkomulagi segja að þeir erfiðleikar muni minnka mikið með fyrirkomulaginu. Það eru forráöamenn fjórtán félaga sem koma saman í Londontilaðræöamálin. -SOS Ef Víkingar vinna í Eyjum þá er leikur Vals og KR mjög þýðingarmikill fyrir félögin en þau mætast í Laugardalshöll- inni í kvöld kl. 20 í hinum undanúrslita- leiknum. Þar verður barist um sæti í Evrópukeppni bikarmeistara næsta keppnistímabil. Víkingar taka þátt í Evrópukeppni meistaraliöa þannig aö þeir geta ekki tekið þátt í Evrópukeppni bikarhafa þótt þeir vinni bikarinn. KR-ingar tefla fram sínu sterkasta liði í kvöld gegn Valsmönnum sem urðu fyrir áfalli á dögunum er þeir slógu Fram út úr bikarkeppninni. Þá meiddist Brynjar Harðarson illa á fæti. Hann ökklabrotnaði og liðbönd og liðpoki á vinstri fæti slitnuðu. Leikur Vals og KR verður örugglega tvísýnn og skemmti- legur. -SOS Stórsigur Víkinga Víkingar unnu stórsigur, 4:0, yfir KR- ingum í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi á Melavellinum og tryggðu sér þar með eitt aukastig. Það var Jóhann Þorvarðarson sem skoraði tvö mörk fyrir Vikinga og þeir Gunnar Gunnarsson og Heiinir Karlsson eitt hvor. Staðan er nú þessi í mótinu: Víkingur 3 3 0 0 6-0 7 Fram 3 2 1 0 5-1 6 Valur 3 1 0 2 5-3 3 Þróttur 3 1 1 1 3-3 3 KR 3 1 1 1 3-5 3 Fylkir 3 1 0 2 2-5 2 Armann 4 0 1 3 1-8 1 Ardiles frá keppni... Éins og við sögðum frá í gær þá meiddist Osvaldo Ardiles á fæti í leik með varaliði Tottenham á laugar- daginn. Það var tilkynnt í gær að hann muni ekki keppa meira með Tottenham á þessu keppnistimabili. Júgóslavar yfirgefa Swansea Tveir landsliðsmenn Júgóslaviu, sem hafa leikið með Swansea, munu ekki lcika með welska liðinu næsta keppnistimabil. Það cru þeir Dzemal Hadziabdic, sem er nú þcgar farinn til Júgóslavíu vegna meiðsla í hné, og Anton Rjakovic, sem hættir að Ieika með Swansea eftir keppnis- tímabilið. Hann mun gerast leik- maður með sínu gamla félagi Sarajevo í Júgóslavíu. Þeir félagar hófu að leika með Swansea 1981. -SOS Woodcock og Robson meiddir Tony Woodcock hjá Arsenal og Brian Robson hjá Manchester United eiga við meiðsli að stríða og geta þeir ekki leikið með Englendingum gegn Ungverjum á Wembley á morgun í Evrópukeppni landsliða. • Norman Whiteside hjá Man. Utd. er einnig meiddur og getur hann ekki leikið með N-Írlandi gegn Albaníu. -SOS Cruyff skoraði Johan Cruyff og félagar hans hjá Ajax unnu sigur, 2:0, yfir Ultrich í Hollandi á sunnudaginn og þurfa þeir nú aðeins að leggja Feyenoord að velli um næstu helgi í Amsterdam til að tryggja Ajax meistaratitilinn í Hollandi i 21. skipti. Það voru þeir Cruyff og Sören Lerby scm skoruðu mörk Ajax. -SOS ítalar borga skaðabætur UEFA ákvað í gær að leikur Svía og ítala, sem átti að fara fram 26. mai, fari fram 29. maí í Gautaborg. Þá eiga italar að borga Svium skaða- bætur vegna tilfærslu á leiknum sem er liður í EM. -GAJ, Svíþjóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.