Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Síða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983.
35
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
7. maí 1952 voru nokkrar ljósmyndir teknar af fljúgandi furðuhlutum nálægt
Barra da Tijuca í Brasilíu. Ef þessi mynd er grandskoðuð kemur í ljós að birtan
fellur á landslagið frá hægri, en á furðuhlutinn frá vinstri, og kemur það vitanlega
ekki heim og saman. Almennt eru ljósmyndir ekki taldar heppileg gögn í FFH-
málum, nema annað komi einnig til, vegna þess hve auðvelt virðist að falsa þær.
BARDAGIMANNA
VK> FURÐUVERUR
—framandi verur veitast að sveitafólki í Kentucky
Hefurðu, lesandi góður, gengiö þar
hjá sem sællegar kýr eru á beit og
staðnæmst um stund til þess að virða
fyrir þér þessar greindu og góölyndu
skepnur? Hefurðu orðiö þess áskynja
þegar þær hætta skyndilega aö úða í
sig iöjagrænt grasiö og stara á þig í
eilífri, óslökkvandiforundran?
I hugum kúnna ert þú sjálfur tví-
fætt furðuvera. Þú ert einlægt á
flakki, þú kemur og ferð, og þó að
mannfólkiö beri einn og hinn sama
svip, þá er lyktin breytileg og fatnað-
urinn fjölskrúðugur og því eru
kýmar líklega á þeirri skoöun að um
margskonar manntegundir sé að
ræða. Stundum ertu gangandi á
tveimur jafnlöngum eins og fugl en
stundum ertu á ferð inni í blikandi
málmhylki, þeirrar tegundar sem
illhreysingar kölluðu blikkbeljur til
skamms tíma, dýrum og bifreiðum
til háðungar.
Einmitt á sömu lund er viðskiptum
okkar við hinar fljúgandi furöuverur
farið, nema hvað í því dæmi eru
mennirnir kyrrstæöir en þær eru
einlægt á ferð og flugi og þegar þær
nema staöar til aö skoða okkur, þá
sýna þær okkur samskonar yfirlætis-
legan áhuga og við sýnum dýrum
Fljúgandi
furðuhlutirl
Baldur Hermannsson
jarðarinnar. Á sama hátt og löghlýð-
inn Reykvíkingur á hringferö um
landið sitt að sumarlagi léti sér ekki
til hugar koma að granda eða gjöra
mein þeim húsdýrum bændanna sem
á vegi hans verða, þannig er engu
líkara en fljúgandi furðuverum sé af
æðra valdi strengilega bannað að
valda mönnum líftjóni og það eins
þótt mennimir veiti þeim stundum
óblíðar viðtökur.
Óboðnir gestir
Ein kunnasta frásögn af viðureign
manna og fljúgandi furöuvera
kemur frá Kentucky í Bandaríkj-
unum. Fljúgandi diskur lenti nálægt
sveitabæ nokkrum seint að kvöldi
þar sem fyrir vom átta fullorðnir og
þrjú börn. Fólkið sló þessum við-
burði upp í gaman, en gamaniö fór
aö káma þegar lýsandi furðuvera
kom röltandi heim aö bænum.
Hundur fjölskyldunnar gelti mjög
svo óvinsamlega í fyrstu en lagði von
bráðar skottið milli fóta og skreið
undir húsið. Hinn óboðni kvöldgestur
var um 110 sentímetrar á hæð og
glóði af honum eins og silfri, hausinn
var stórvaxinn og ávalur, glyrn-
umar stórar og stafaði af þeim
gulum ljóma. Handleggimir voru
firnalangir og náðu til jarðar en
þegar hann nálgaðist bar hann þá
yfir höfði sér.
Tveir mannanna, Billy Ray Taylor
og Lucky Sutton, gripu þegar til skot-
vopna sinna og sölluöu á gestinn af
litíu færi úr haglabyssu og riffli.
Gestinum varð illa við, slengdist
aftur og þusti út í náttmyrkrið.
Fáeinum mínútum síðar gægðist
önnur vera eða sú sama inn um
glugga en fékk þá samstundis skot-
hríðina beint á trýnið. Þeir Taylor og
Sutton þóttust nú vissir um að hafa
drepið veruna og flýttu sér út til aö
skoða líkið. Billy Ray nam staðar
sem snöggvast undir þakskeggi og
sáu þeir sem á eftir fóm hvar ein
furðuveran teygði sig til hans ofan af
þakinu og snerti hár hans. Greip nú
ofsahræösla fólkiö svo sem vonlegt
má teljast en Lucky Sutton mddist út
og skaut niður vemna á þakinu.
Önnur vera hafði klif rað upp í tré þar
álengdar en þegar mennimir skutu
hana niöur sveif hún til jarðar og tók
til fótanna út í myrkrið. Enn ein
veran birtist nú og skaust alveg upp
að skotmönnunum og var sem
málmur gylli þegar skothríöin buldi
ó henni en ekki varð henni meint af
blýkúlunum.
Ásókn eða uppspuni?
Þegar ljóst þótti aö byssukúlur
bitu ekki hina lýsandi kvöldgesti
ákvað mannfólkið að renna af hólmi
en þegar vopnað lögreglulið kom þar
á vettvang nokkru síðar var þar
engan að sjá en jörðin glóði einkenni-
lega þar sem ein veran haföi skollið
niöur.
Um morguninn kom á staöinn
verkfræðingur nokkur sem starfaði
við útvarpsstöð í nágrenninu,
Andrew Ledwith að nafni, og
teiknaði hann upp furðugesti næt-
urinnar samkvæmt lýsingu fólksins.
Fólkinu bar vel saman um atburðina
og útlit gestanna en því miður skortir
áþreifanleg sönnunargögn til að
að þurrka efasemdimar.
Sveitafólkið sem varð fyrir ásókn-
inni þótti bæði vandað og ólygið og
þaö hagnaðist ekki af henni nema
síður væri því að eins og nærri má
geta urðu margir til þess að henda
gaman að öllu saman.
Veruraar sem gerðu sig heimakomnar á sveitabænum í Kentucky vora varla
meira en 110 sentímetrar á hæð. Það lýsti af þeim eins og silfri og byssukúlur
hrukku af þeim. Mynd úr Hynek UFO report, eftir dr. J. Allen Hynek.
HELSTU KENNINGAR UM FFH
I riti því sem Olafur Steinn Pálsson
hyggst gefa út innan tíðar er að finna
flokkun þeirra kenninga sem fræði-
menn hafa taliö líklegastar varöandi
eðli og uppruna fljúgandi furðuhluta.
1. FFH eru skýranlegir innan marka
venjulegra fyrirbæra og eru þvi
ekki sérstakt fyrirbrigði.
2. Þeir eru náttúrufyrirbæri sem þó
er ekki enn fyllilega skiliö af vís-
indunum.
<----------------------------m.
Ölafur Steinn Pálsson hcfur um
árabil lagt stund á FFH-rannsóknii
og hyggst gefa út fræðirit um þetta
efni innan tíðar.
Mynd BH.
3. Þeir em flugtæki, gerð af manna-
höndum. Þessi kenning felur með-
al annars í sér þá útskýringu að
þeir séu leynivopn stórveldanna.
4. Þeir eru flugtækni utan úr
geimnum.
a) frá öðrum plánetum okkar sól-
kerfis
b) frá öðrum sólkerfum okkar
vetrarbrautar
c) frá öðmm vetrarbrautum.
5. Þeir em myndvarpanir, annað-
hvort orsakaðar af huga vitnisins
sjálfs eöa utanaðkomandi áhrif-
um/öðrum aðilum.
G. Þeir em tæki vitsmunavera sem
búa á leyndum stöðum á jörðunni.
7. Þeir em farartæki vera sem búa í
alheimi en utan okkar skilningár-
vita:
a) samliggjandi okkur í hma og
rúmi
b) samliggjandi okkur í tíma en
ekkirúmi
c) samliggjandi okkur í rúmi en
ekki tíma.
8. Þeir em vitsmunaleg fyrirbæri ut-
an okkar tíma og rúms og engin
framangreind skýring á við þá.
Það er alkunna að kenning nr. 4
hefur löngum átt mestu fylgi að
fagna meöal þeirra sem kannað hafa
þessi málefni en nú á síöustu ámm
hefur oröið nokkur breyting þar á og
munum viö greina frá henni í næsta
hluta.