Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Page 36
36
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. APRIL1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
KOSSINN LANGI
—hefur veriö sagt um Usu
Marie Presley sem núer 14 ára
Og svona lítur daman út dagsdag-
lega.
Nýjasta „lambið" sem prinsinn
hann Andrew teikur sér við,
Tracy Lamb, 21 árs gömul
Ijóska.
Sjarmörinn mikli, Andrew prins,
hefur nú sagt skilið við „bláu” leik-
konuna Koo Stark og tekið upp
samband við eina unga og ijós-
hærða, Tracy Lamb aðnafni.
Sagt er að mamma Elizabet sé
lítið hrifin af stráknum sínum og sé
í raun fjúkandi reið yfir hegðan
hans. Hún var rétt farin að jafna
sig eftir áfallið með Koo Stark
þegar fréttir bárust um Tracy
Lamb.
Tracy þykir lífsglöð ung stúlka
en mun þó ekki vera af konunga-
ættum svo vitað sé til. Koo var þó
einu sinni „drottning bláu mynd-
anna” segja ýmsir gárungar nú.
Tracy er 21 árs að aldri. Hún er
Ijóshærð og bláeygð en þykir svolít-
iö klunnaleg í framkomu. Vantar
greinilega æfinguna í því að ganga
og setjast með réttum stíl.
En hvað sem ööru líður segja
menn að Tracy sé svo sannarlega
-lamb aö leika sér við, hvað sem
drottningin hún mamma hefur um
máliðaösegja.
Æ, hættu að
ta/a eískan
„Fyrsti kossinn” er lag sem menn
spiluðu og sungu af mikilli fimi hér á
árunum þegar Hljómar voru upp á
sitt besta. Lagiö hreif eins og koss-
arnir.
Hvað kemur það þessari mynd við
sem viö sjáum af þeim Deno
Delorean og Barböru Kane? Ja,
okkur datt þetta bara s vona í hug.
Kossinn hjá þeim hjúum, sem við
sjáum þau „framkvæma” á mynd-
inni, er ekki þeirra fyrsti en hann er
þeirra lengsti. Þegar myndin var
1
tekin höföu þau kysst í 120
klukkustundir og voru ekki búin.
Þau ætluðu sér nefnilega aö setja
kossamet. Og þau máttu halda sig
við efniö því að gamla metið var 170
klukkustundir, hvort sem þiö trúið
því eöa ekki.
Reglurnar segja að parið megi
taka fimm mínútna frí á
klukkustundarfresti, auk þess sem '
þau mega þá fá sér eitthvað að
drekka.
Svona, ekkert hangs, haldiö ykkur
við efniö.
Hún er sögð nokkuö lik föður sínum.
Hún ber nafn hans sem sagt er verða
ódauölegt. Og á síðustu árum hefur
hún tekið miklum breytingum. Hún er
nú orðin 14 ára og þykir bara nokkuö
sæt.
Það er engin önnur en hún Lisa
Marie Presley, dóttir rokkarans
mikla, sem við erum aö tala um.
Stúlkan, sem er forrík eftir allan
arfinn sem hún fékk frá föður sínum,
lifir þó í stööugum ótta um að henni
verði rænt.
Margir hafa sagt að Lisa Marie
Presley sé eins konar fangi sem lifi í
paradís auöæfa sinna. Móðir hennar,
Priscilla, hefur ætíð haft nokkra líf-
verði til að gæta stúlkunnar sinnar og
það hlýtur að vera hálfleiðinlegt til
lengdar að geta ekki hreyft sig án þess
að einhversé á vakt.
Lisa Marie naut þó lífsins og
frelsisins þegar hún spókaði sig um á
Bahamaeyjunum fyrir stuttu en móðir
hennar var þá að leika í myndinni
Comeback á móti Michael Landon,
sællar minningar. (Landon vildi
nefnilega að öll atriðin með Priscillu
yrðuklipptíburtu).
Á Bahamaeyjum kom Lisa fólki
mjög á óvart. Hún hefur breyst mikið á
síðustu árum og flestir hafa ekki séö
myndir af henni frá þvi hún var lítil
stúlka.
Þær Lisa og Priscilla búa í
lúxusvillu í Beverley Hills í Hollywood
og Lisa flaug þaðan til Bahamaeýja til
að heimsækja móður sína á meðan á
upptökum á myndinni stóð. Og hún
dvaldi með henni í viku.
Og frelsið sem hún naut á eyjunni
var nefnilega þannig til komið að hún
„gaf lífvöröum sínumfrí”. Og það virt-
ist ekki koma að sök því að enginn
gerði henni neitt mein, hvað þá að gerð
hefði verið tilraun til að nema hana á
brott.
Þær mæðgur bjuggu nálægt
ströndinni, þannig að þaö var stutt að
fara niður á strönd og spóka sig. Og
þar er sagt að hún hafi svo sannarlega
notið verunnar og afslöppunarinnar á
ströndinni.
„Síðast þegar ég sá hana var hún
lítil stúlka. En guð hvað hún hefur
breyst, hún er orðin mikil dama á
aðeins örfáum árum,” sagði Moira
Chen sem leikur á móti móður hennar í
Comeback. „Og hún er líka jafnsæt og
mamman,” bætti hún viö.
Og kvöldin, þau gleymast seint
þarna á Bahamaeyjum. Á hverju
kvöldi fóru þær mæðgur í DaVinci-
veitingahúsið í Nassau og þar hittu þær
auðvitaö mikið af svokölluðu fyrir-
fólki. Leikstjórar og leikarar sækja
nefnilega þennan stað stíft á meöan
þeir dvelja á Bahamaeyjum.
Hvort Lisa Marie eigi eftir að feta í
fótspor föður síns og gerast
rokksöngvari er alls endis óvíst. Hitt
er þó kannski líklegra að hún verði
leikkona en báðir foreldrar hennar
hafa fengist við slíkt.
Lisa Marie naut lífsins og frelsisins
á ströndinni á Bahamaeyjum. Hvað
er betra en að fara í gott sjóbað?
Heima í stofu með pabba Presley.
Hún er 4 ára þegar myndin er tekin.
Og hún hefur heldur betur breyst á
þessum tíu árum. „Orðin mikil
dama," segja þeir sem til þekkja.
„Qg hún er jafn-
sæt og mamman"
ANDREW
LEIKUR
SÉR VIÐ
LAMB!
„Velkominnf
velkominn,
velkom...”
— þettaerekki
auglýsing um...
Nei, komdu sæll félagi. Gaman aö sjá
þig, blessaður líttu inn og fáðu þér tíu
dropa.”
„Já, þaö er ekki beint uppörvandi að
koma að þessum þýska shaeferhundi þó
að hann bjóði manni inn með stælum.
Eða hvort á maöur frekar aö taka skiltið
þar sem stendur „Velkominn” eöa
andlitssvip hundsins, trúanlegt.
Shaeferinn heitir Carl og við erum
vissir um að trýnið á honum fær hvaða
rukkara sem er til aö snúa við og koma
sér sem hraðast í burtu.
Og þá skiptir engu máli þó að rukk-
arinn sé frá sjónvarpinu og syngi á móti
„Velkominn, velkominn, velkominn
velkominn. ..”