Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRtL 1983.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Ég segi eins og Óli Jó: „Nýir vendir sópa best."
I
j
f
Svo eru menn eitthvað hissa þó En kannski ætti myndin frekar
að ég hafi samþykkt hlutverk eð heita Kusk á kústskafti.
húsmóðurinnar i þessari mynd.
HEPBURN ER
HAGNÝT”
H ©IR
Trúir þú því aö þessi kona, sem er
meö strákústinn, sé engin önnur en leik-
konan vinsæla Audrey Hepbum? Ef
svo er þá ertu einn af fáum, svc
óþekkjanleg er hún. I fyrstu gæti
maðurhaldið aö Hepbum væri aö leika
í myndinni „Hagnýta húsmóöirin” en
svo mun þó ekki vera, heldur er hún
bara aö dudda úti í garöi fyrir utan
villuna sína í Róm. Hepburn býr í
þessari lúxusíbúö ásamt nýja eigin-
mannisínum, RobertWolders, en hann
er ekkjumaöur. Var áöur giftur leik-
konunni Merle Oberon.
En okkur finnst nú sem Hepburn
taki sig vel út á myndunum og sé bara
aö gera hreint fyrir sínum dymm í
myndinni „Hagnýta húsmóðirin.”
Júlli og sú nýjasta, Debbie
nokkur Boyland.
Julian Lennon:
Feröast
núá
milli
landa
Julian Lennon, sonur
snillingsins fræga John Lennon
er nú sagður vera farinn að
minnka ferðir sínar í
diskótekin í I^ondon, en þar
mun hann hafa verið tíður
gestur á undanförnum árum.
Blaðamenn hittu Julian
nýlega þegar hann var að
koma úr fríi frá ítalíu og var þá
kappinn kominn með nýja
stúlku upp á arminn, Debbie
nokkra Boyland.
Julian er sonur Johns úr
hjónabandi hans og Cynthia.
Sögur herma að hann taki sig
nú alvarlega sem hijómlistar-
mann og sé farinn aö stilla
gítarinn sinn. Þá er hann
sagður setja saman Ijóð.
Viö dauða Lennons fékk
Julian fúlgur í arf og er
kappinn sagður ætla að eiga
þær eitthvað áfram. Er allt
útlit fyrir að honum takist það
þar sem diskóferðunum í
London hefur nú svo til verið
hætt.
N
DV-mynd: S.
FA ALLARINNI
ÍALBERT HALL?
,,Ha, hvaða blómaskáli er nú
þetta,” varð tveimur mönnum
að orði er þeir óku fram á
kosningaskrifstofur Alþýðu-
flokksins í Grindavík fyrir
stuttu.
Það verður nú að segjast eins
og er að þessi hósti mannanna
þurfti ekki að koma á óvart því
að þær hafa sést glæstari flokks-
hallimar. En einhver blóma-
maöurinn sagði víst einhvem
tímann að smátt væri jú fagurt,
eða þannig sko.
Það sem mönnunum tveimur
þótti verst við blómahöllina í
Grindavík var að enginn góður
afleggjari virtist vera að henni.
En afleggjarar em alltaf
nauðsynlegir, þegar blóm er
annars vegar.
Við í Sviðsljósinu erum á því
að þeir Allar í Grindavík ættu að
kaupa nokkra væna London
Docks vindla og hafa samband
við ónefndan mann í Reykjavík.
Sá gæti sennilega hjálpað eitt-
hvað upp á sakirnar ef við þekkj-
um hann rétt.
En fyrst verið er aö tala um
London Docks, þá minna þeir
mann óneitanlega á borgina við
fljótið, London gömlu, góðu. Þar
í borg er mikið gjugg, ekki síst í
hljómleikahöllinni konunglegu,
Albert Hall. A þeim vígstöðvum
mun oft vera sungið hátt og
skýrt og mun söngurinn fara
víða.
Hver veit nema þeir Allar í
Grindavík geti fengið afnot af
Albert Hall í framtíðinni, enda
ku hægt að nota höllina lon og
don? Og það er líka næsta víst að
þar væri hægt að „láta blómin
tala” og mundi rödd þeirra
eflaust hljóma jafnfallega og
hinn konunglegi söngur.
Menn eru á því að í slíkum
húsakynnum yrði kosningabar-
áttan líka örugglega blómleg í
meira lagi. Nú og svo yrði hægt
að rúma alla stuðningsmennina.
-JGH.