Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1983, Side 40
SMAAUGLYSINGAR
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
AFGREIÐSLA
86611
RITSTJORN
SÍOUMÚLA 12—14
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL1983.
Auðna Hödd Jónatansdóttir.
Barátta Auðnu Haddar
berárangur:
„Ræðum
málið líklega
á morgun”
— segirformaður
umferðarnefndar
„Barátta hinnar 9 ára gömlu Auönu
Haddar Jónatansdóttur fyrir því aö
græna ljósiö á gangbrautarljósum
veröi látið loga lengur hefur skilað
þeim árangri aö máliö veröur rætt á
næsta fundi umferðamefndar borgar-
innar.
„Mér þykir mjög líklegt aö máliö
veröi rætt á fundi nefndarinnar á
morgun,” sagöi Valgarð Briem,
formaöur umferöamefndarinnar. „Ég
verö aö játa aö ég hef aldrei heyrt
kvartaö yfir þessu fyrr, en þar sem
máliöhefur veriö til umræöu í fjöl-
miðlum munum við sjálfsagt ræöa
þetta. Þetta er nokkuð tvíbent. Græna
ljósiö má ekki loga svo stutt aö
vegfarendur komist ekki yfir. En
heldur ekki svo lengi aö ökumenn hætti
hreinlega aö viröa þaö.”
ás
Nýju þingmennirnir:
Á launaskrá
um næstu
mánaðamót
Þeir þrettán nýju þingmenn sem
hlutu kosningu í alþingiskosningunum
á laugardaginn munu fara á launaskrá
hjá alþingi frá og með næstu mánaöa-
mótum. Er þaö samkvæmt lögum um
þingfararkaup frá 1980.
Mánaðarlaun þeirra í hinu nýja
starfi verða rúmlega 34 þúsund
krónur. Þeir þingmenn er ekki náöu
endurkjöri halda þessum launum
næstu þrjá mánuöi eða lengur. Þeir
sem setiö höföu eitt kjörtímabil eöa
meira fá laun í þrjá mánuöi en þeir
sem setið hafa á þingi í tíu ár halda sín-
um launum í sex mánuöi.
-k.p-
Börnin eru hreinskilin á
Seltjarnarnesinu.
Málum Blönduvirkj-
_ M — ámeðanóvísterum
II1121 ■ Tl taxtahækkun
Mlllll II Vw IUV Landsvirkiunar
„Það er fyrst og fremst
Blönduvirkjun sem verður fyrir
barðinu á þessu. Við munum hvorki
auglýsa útboö vegna framkvæmda
né ráöstafa öðrum þáttum á meöan
þetta ástand ríkir,” sagði Halldór
Jónatansson, framkvæmdastjóri
Landsvírkj unar, í samtali við D V.
Að frumkvæði inaðarráöherra
voru sett bráðabirgðalög 8. apríl um
samþykki ráöherrans vegna
hækkana á gjaldskrám orkufyrir-
tækja. 1 samtölum við DV og fleiri
fjölmiðla kvaö Hjörleifur Guttorms-
son iönaðarráðherra afar óliklegt og
nánast útilokað aö hann myndi
fallast á fyrirhugaða taxtahækkun
Landsvirkjunar 1. maí, sem áætluð
hafði veriö29%.
Afstööu sína skýrði ráöherrann
meö því aö þegar væri of langt
gengiö í hækkunum til almennings-
rafveitna á meöan orkuverö til
álversins stæði óbreytt.
Stjórn Landsvirkjunar samþykkti
af þessu tiiefni samhljóða ályktun 14.
apríl. Er þar vísað til samkomulags
við iðnaðarráöuneytið frá þvi í apríl í
fyrra um 21—22% hækkun á taxta
Landsvirkjunar ársfjórðungslega til
1. maí í ár til þess að komast upp úr
hallarekstri síðustu fimm ára.
Reiknað hafi verið meö því aö þessar
hækkanir fylgdu verðbólgu á tíma-
bilinu.
Þá segir aö veröbólga hafi oröið
miklu meiri en búist var við og hafi
taxtahækkanir Landsvirkjunar ekki
orðiö í sama mæli á tímabilinu.
Stjómin segir „því meö öllu óeðli-
legt aö beita nú lagalegum
þvingunum í þessu efni”.
Loks segir i ályktun stjórnar
Landsvirkjunar að án umræddra
taxtahækkana stefni reksturinn i
alvarlegan greiösluhalla. „Á meðan
þessi óvissa ríkir... telur stjórn
Landsvirkjunar óhjákvæmilegt aö
fresta öllum frekari ákvöröunum um
nýjar framkvæmdir á þessu ári...”.
Iönaðarráöherra vildi ekki tjá sig
um þetta mál í gær. HERB
Nu er hafið niðurríf Hafnarbiós, þar sem Reviuleikhúsið hafði aðsetur sitt til skamms tíma. Leikhúsið
hefur fengið inni i Gamla biói, eins og áður hefur komið fram. Fyrirhugað mun að reisa fjöibýiishús á lóð-
inni og munu framkvæmdir við það hefjast isumar. -JSS/DV-mynd S
Niðurfærslutil-
lögur Gunnars
—tilbúnar fyrír starfsstjórn eða utanþingsstjórn
Tillögur um 10% niöurfærslu iauna
og verðlags, takmarkanir á verð-
bótum á laun og hækkunum á
fiskverði og verði landbúnaðar-
afurða, niðurfærslu vaxta og gengis-
hækkun í kjölfariö hefur legiö yfir
ríkisstjóminni í mánuö.
Frá þessu var fyrst skýrt í DV 22.
mars. Tillögurnar eru samdar að
beiðni Gunnars Thoroddsen forsætis-
ráðherra. Ráögjafi hans í efnahags-
málum, Þórður Friðjónsson, og for-
stöðumenn Þjóðhagsstofnunar, eru
aöalhöfundar tillagnanna.
Þegar þær komu fram þótti það of
seint fyrir núverandi ríkisstjórn, þar
sem dró að kosningum.
Þessar tillögur kunna aö vega
þungt í viðræðum um myndun
nýrrar ríkisstjómar. Annars vegar
eru framsóknarmenn hlynntir þeim.
Steingrímur Hermannsson telur
einnig koma til greina að starfs-
stjórn eöa utanþingsstjóm grípi til
aögeröa, ef myndun þingræðis-
stjómar dregst á Ianginn. Yrði það
þá annað hvort núverandi ríkisstjórn
eða stjórn embættismanna sem á
málum tæki. Og tillögur Gunnars
yrðu h'klegur kostur viö slíkar
aðstæður. Hins vegar þykir næsta
víst að sjálfstæðismenn undir forystu.
Geirs Haligrímssonar taki ekki upp
þessar tillögur í efnahagsmálum.
Tillögumar munu því reka á eftir
viðræðum, hvort sem þær koma til
annarra nota eöa ekki.
Þegar DV fór í prentun í morgun
var ekki ijós niðurstaða ríkis-
stjórnarfundar um afsögn stjómar-
innar. Fyrir lá eindreginn viiji
framsóknarmanna um afsögn.
Þreifingar milli flokka og manna
um stjórnarmyndun eru að hefjast
en þar er aUt enn í lausu lofti.
HERB
ÓlafurRagnarGrímsson:«
>;Dætur mfnar
fögnuðu mjög”
„Ég tel að Alþýðubandalagið hafi
unnið mikinn varnarsigur í þessum
kosningum,” sagði Olafur Ragnar
Grímsson í samtaU við DV. Olafur
Ragnar féll sem kunnugt er af þingi í
kosningunum. DV náði sambandi við
hann þar sem hann dvelst í Strass-
bourg vegna nefndarstarfa á vegum
Evrópuráðsins. — Gerðir þú þér vonir
um að Alþýðubandalagiö næði 3
kjördæmakjörnum í Reykjavík?
„Þegar ljóst varð að VUmundur og
Kvennalistinn byðu fram töldum við
99% líkur á að við næðum aðeins 2
kjördæmakjörnum í Reykjavík þannig
að það kom mér alls ekki á óvart að
missa þingsætið.”
— Hvað viltu segja um póUtíska
framtíð þína?
„Ætli hún sé ekki bara björt. Það er
margt annað í íslenskri stjómmála-
baráttu en starfið á alþingi. Það bíða
mín ótal verkefni á næstu vikum og
mánuðum. Nú og svo ætla ég aö
spjalla viö dætur mínar og konu og.
sinna heimUinu en þar hef ég sést
heldur litiö undanfarið. Reyndar
fögnuðu dætur mínar því mjög að ég
skyldi faUa af þingi og gera sér vonir
um aö það verði eitthvað færri fundir á
næstunni og ég verði því meira heima
við.”_____________ -ás.
Snifffaraldur
eríKópavogi
Snifffaraldur geisar nú í Kópavogi
og eru dæmi þess að krakkar allt niður
í tólf ára og jafnvel yngri hafi verið að
„sniffa”.
Lögreglan í Kópavogi staðfesti að
mjög mikið hefði borið á þessu í bæn-
um síðasta mánuðinn og þau efni sem
krakkamir „sniffuðu” helst væru
seUulósaþynnir og lím.
Nokkur slæm tilfelU hafa komið upp
og sagði foreldri eins unglings i viðtaU
við DV að ástandið væri orðið
hroðalegt vegna þessa.
Þeir staðir sem krakkarnir „sniffa”
aöallega á eru í yfirgefnum húsum og
oftátíðumígeymslumhúsa. -JGH.
Úrslitaskákin
fóríbið
ÚrsUtaskák Hilmars Karlssonar og
Elvars Guðmundssonar um íslands-
meistaratitUinn í skák, sem tefld var í
gærkvöldi, fór í bið. -EA.