Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Page 8
8 DV. LAUGARDAGUR 30. APRlL 1983. Stjórnarformaðurog útgátustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rflstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMl 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 84611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verö í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Ofsnemmtaðspá Þótt tilraun Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, til myndunar ríkisstjórnar hefjist ekki formlega fyrr en nú, hefur hún raunar staðið að minnsta kosti síðan á þriðjudagsmorgni og þá með formlegum fundum. Þetta forskot á vinnuna er góðs viti. Það bendir til, að Geir vilji forðast mistökin frá því síðast, er tilraun hans stóð vikum saman og leystist síðan upp í ekki neitt. Enginn tími er til slíks hægagangs um þessar mundir. Geir Hallgrímsson veit, að ástandið verður farið að nálgast suðupunkt eftir svo sem tíu daga, ef ekki sér þá fyrir endann á tilraun hans. Fljótlega verður forseta Islands þá ekki stætt á öðru en að vísa umboðinu annað. í öllum hefðbundnu flokkunum hefur komið í ljós nokkur, en mismikill, áhugi á samstarfi við Geir um stjórnarmyndun. Erfiðast er að meta stöðuna innan þing- flokks sjálfstæðismanna, þótt ótrúlegt kunni að virðast við fyrstu sýn. Þar sjá menn fram á forsætisráðherradóm og áfram- haldandi flokksformennsku Geirs Hallgrímssonar og telja sumir sjálfa sig eða aðra betur til þess fallna, — eftir allt, sem á undan er gengið. Þetta getur reynzt þungt á metunum. Athyglisvert er, að samhliða tilraun Geirs hefur staðið önnur og aö því er virðist sjálfstæð tilraun af hálfu manna úr þingflokknum. Það gæti bent til, að menn séu að undir- búa komu númer tvö á svokölluðum stjórnarmyndunar- bolta. En um leið hlýtur að vera erfitt fyrir þingflokkinn aö finna sér annan forsætisráðherra, því að margir eru kallaðir. Saman við þetta blandast tafl um formennsku í þingflokknum og hugsanlega síðar í flokknum sjálfum. Framsóknarflokkurinn er klofinn á þingi. Annars vegar fer Ölafur Jóhannesson fyrir þeim armi, sem mælir meö samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir hinum, sem eru andvígir, fer Steingrímur Hermannsson. I báðum flokkum tala menn um, að nú sé nauðsyn á „sterkri stjórn” með 37 þingmenn að baki. Aðrir telja andlitslyftingu nauðsynlega til að rjúfa stjórnarmynztrið frá 1974. Er þá helst talað um að bæta Alþýðuflokknum við. Sá feguröarauki er takmarkaður, en gæti þó styrkt varnarstríðið í samtökum launafólks. Auk þess vill Alþýðuflokkurinn í stjórn, af því að forustan telur þaö munu gagnast flokknum í næstu kosningum að hafa sýnt ábyrgð og þor. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa sýnt meiri áhuga á öðru mynztri samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn með Kvennalistann sem þriðja aðila. Af hálfu Sjálfstæðis- flokksins hefur sá möguleiki einnig verið ákaft kannaður. Sumpart er þar að baki eðlilegur áhugi á að finna, hvernig hugmyndir Kvennalistans falli að hefðbundnum stjórnmálaágreiningi í landinu. Og sumpart er að baki aðvörun til Framsóknarflokksins um, að fleiri stjórnar- kosta geti verið völ. Minnstar líkur eru á, að áhugi launamannaforingjans Guðmundar J. Guðmundssonar og ýmissa sjálfstæðis- manna á „sögulegum sáttum” hinna kraftmiklu afla til hægri og vinstri nái fram að ganga. Þar ber hreinlega of mikið á milli. Almennt er talað um sjálfstæöis- og framsóknarstjórn, hugsanlega útvíkkaða og snyrta, sem líklegustu niður- stöðuna. En lausu endarnir eru svo margir, að alveg eins getur verið, að um síðir verði í skyndingu eitthvað allt annaðofaná. JónasKristjánsson Á rakarastofu stjóriimálanna Þau tínast inn, eitt af ööru, taka númer og setjast niöur. Búa sig undir langa biö. Nú er biðstofan oröin fuil- skipuð. Geir fékk númer eitt, Stein- grímur númer tvö, Svavar númer þrjú, Kjartan númer fjögur, Vil- mundur númer fimm og Sigríður Dúna númer sex. Svo er Geir kallaöur inn og hin bíöa á meðan. Þetta er ekki á rakarastofu. Þaö er verið aö reyna aðmynda ríkisstjóm. Það er reyndar oröið mjög erfitt aö ræöa um pólitík á sama hátt og áður var, eftir aö Kvennaframboðið kom til sögunnar. Af einhverjum óskiljan- legum ástæöum (eöa hvaö?) hafa stjórnmálaskýrendur íslenskra dag- blaða ætíö sótt myndlíkingar sínar til til erótískra bókmennta. En eftir aö sérlegur kvennalisti fékk fulltrúa kjörna á þing, er þaö sem áöur var sjálfsagt, orðið óþægilega nærri því aö vera klúrt. Samanber til dæmis fyrirsögn í Alþýöublaðinu: „Oform- legar þreifingar milli aöilja. Kratar og Kvennalisti ræddu málin í gær.” Að vísu er hér aðeins um „óform- legar þreifingar” aö ræða, enn sem komið er og er eflaust ekki nema viðkvæmustu sálum misboöið. En hvaö gerist þegar áhuginn eykst? Eftir því sem áfergjan (í ráðherra- stólana) stígur, verða „áþreif- ingarnar” formlegri! Þaö verður daðraö og gefið undir fótinn. Svo veröa næturfundir! Og það er nánast hefðbundin lýsing á stjórnarsam- starfi, aö aöilar „gangi í eina sæng”! Þá er hætt viö að velsæmiskennd smáborgaranna verði misboöiö. (Ég sagöi hér aö ofan, aö af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefðu íslenskir stjómmálaskýrendur ætíö notaö oröfæri sem á öörum stööum þætti klúrt. Það er þó ekki svo óskiljanlegt! Hingaö til hefur Al- þingi verið sú stofnun, sem næst hefur komist því á Islandi aö ástunda „Apartheid”. Alþingi hefur semsagt veriö til þessa helsta vígi karl- rembinganna í íslensku þjóöfélagi. Og eitt helsta einkenni kvenhaturs er klúrt orðbragð. Auk þess sem laus- læti er dyggð í stjómmálum.) En snúum okkur aftur aö rakara- stofunni. Að vísu sagöi ég hér aö ofan aö hér væri ekki verið aö lýsa rakarastofu, en eins og efnahags- ástandiö er, þar sem allt þarf aö skeröa, er kannski ekki svo vitlaust aö ímynda sér að þetta sé rakara- stofa. Því allir vilja skera! Geir vill skera niöur, Svavar vill ekki skera heldur sty tta. Steingrímur vill færa á milli (!) Og eitt er alveg víst. Sigríður Dúna vill ekki herraklipp- ingu! Úr ritvéíinni OlafurB. Guðnason Og þegar Geir kemur út veröur hann að semja um klippingu. En þaö er eins og þegar margir matreiðslu- menn em að sjóða sömu súpuna í sama pottinum. Þaö er hætta á að niöurstaöan veröi fáránleg. Ef Geir heimtar aö króginn veröi snoöklippt- ur reka Svavar og Steingrímur upp vein. Hugsanlega féllust þeir á að hluti yröi skorinn stutt, eitthvaö fært niður (hvar svo sem þaö hár yröi nú gróðursett) og eftir stæöi króginn meö Móhíkanaklippingu,i athlægi alira siömenntaöra manna. Auövitað tekur þetta langan tíma allt saman. Geir tók fyrstur númer og þegar hann hefur reynt til fulln- ustu, reynir Steingrimur og svo Svavar og þar fram eftir götunum. Þetta er langur menúett, spilaöur hægt. Þegar fyrsta hringferö er búin verður farin önnur hringferö og sú þriöja. Nú er úr fleiri dansfélögum aö velja! Einhvem veginn viröist þaö nú vera svo aö hvernig sem allt veltist muni þaö enda á því aö Framsókn veröur í ríkisstjóm. Þaö er munur aö hafa lært í dansskóla Hermanns. Prívat og persónulega finnst mér enginn þeirra kosta, sem nú er boöiö upp á, vænlegir. Ég hef nú þegar tekið upp baráttu fyrir því að hér verði sett á Iaggirnar alveg ný stjómartegund. Kvennastjóm. Eg geri mér að vísu grein fyrir því aö þaö yröi minnihlutastjóm, en ég held þaö yrði afburða sterk minni- hlutastjóm. Það sitja nú níu konur á þingi, sem er mjög hæfilegur fjöldi, en fleiri ráöherrar komast ekki meö góðu móti fyrir viö útvegg Alþingis- hússins. Einn stór kostur viö kvennastjóm er sá aö í henni sæti enginn framsóknarmaður. Þjóöin þarfnast hvíldar eftir Framsóknaráratuginn. En sterkasti punkturinn viö kvennastjórn liggur í eöli karl- rembingsháttarins. Hið hræðilega leyndarmál allra karlrembinga er þaö aö þeir em dauöhræddir viö kvenfólk! Og þess vegna yröi kvennastjóm svoyfirmáta sterk. Hugsið ykkur bara þaö til dæmis, ef kvennastjórn sæti og legöi fram frumvarp um efnahagsmál. Karl- rembingamir myndu eflaust reyna að bregöa fyrir sig málþófi, þræta lengi og láta ólíklega. En konur hafa atkvæðisrétt! Þaö þyrfti ekki nema eitt til aö sveigja þá til hlýöni. Einhver ráöherranna þyrfti ekki annað en aö standa upp og kalla þá karlrembinga og umsvifalaust yröi frumvarpiö samþykkt! Því aö allt víkur fyriratkvæðunum! Og ef allt um þrýtur má draga þá fyrir Jafnréttisráö. Eg hef lengi veriö þeirrar skoöunar að Jafnréttis- ráöi ætti aö breyta í einskonar byltingardómstól sem ekki ætti aö vera of háöur úreltum borgaralegum hugmyndum um réttlæti. Og væri ráöinu því arna breytt til þeirrar myndar, yröi lítið um skipulega and- stööu innan þings gegn kvenna- stjórn, en stjómin gæti í staðinn snúið sér aö því aö rétta hag þjóöar- búsins meö alkunnri kvennahagsýni. (Jafnréttisráð í byltingardóm- stólsstíl myndi starfa að nóttu og yröu hinir ákæröu dregnir óviöbúnir úr rúmum sínum til aö standa fyrir máli sínu. Dómsforseti segir: „Svavar Gestsson (eöa Steingrímur Hermannsson), þú hefur veriö ákæröur fyrir karlrembu. Hvað hefur þú fram að færa þér til vamar?”.. . Og hinn ákæröi nær ekki aö nudda stírumar úr augunum áður en dómur er f allinn!) En auðvitað verður ekki fariö aö mínum tiilögum nú, frekar en fyrri daginn! Kosningar, þaö er eins og að fyllast af bjartsýni og ætla aö kaupa sér nýjan bíl! Maöur skoðar allar tegundir, líst best á BMW, en aö viku liðinni keyrir maöur burt frá bílasölu JóaJóns átólfáragömlumSkóda. Dapurlegt, ekkisatt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.