Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 30. APRtL 1983. 9 Nýía stjérn sem fyrst Stjómarmyndunarviöræður eru nú famar af staö fyrir alvöru, eftir aö Gunnar Thoroddsen sagöi af sér fyrir sig og ráöuneyti sitt á fimmtu- daginn. Forseti Islands fól í gær Geir Ha’lgrímssyni, formanni Sjálf- stæöisflokksins, aö reyna stjórnar- myndun. Afsögn ríkisstjómarinnar dróst óeðlilega lengi. Ekki var eftir neinu aö bíöa er kosningaúrslit lágu fyrir á sunnudaginn. Þetta var óþarfa töf, þegar hver dagurinn er dýrmætur. Flestir munu á þeirri skoðun, að nauösynlegt sé að mynda nýja ríkisstjóm sem fyrst. Efna- hagsvandinn magnast, veröbólgan æöir áfram og búast má viö enn einni holskeflunni í júníbyrjun. Skárri kostur en auður seðill Pólitísk þreyta einkennir þjóölífiö um þessar mundir. Kosningaúrslitin endurspegla þessa þreytu og hún var mjög áberandi í kosningabaráttunni. Fólkið í þessu landi er oröið leitt á rislágu nagi stjórnmálamanna og fá- tæklegum ráöum til úrbóta. Þessi þreyta kemur fram í því aö þau framboö, sem nú bjóöa fram í fyrsta sinn, fá talsverðan hljómgrann. Það er ekki endilega þaö aö kjósendur Bandalags jafnaöarmanna og kvennalistanna séu yfir sig hrifnir af stefnunni. En meö því aö kjósa ann- an hvorn þessara nýju lista gefst óbeint tækifæri til þess aö láta óánægju í ljós. Kosning nýs lista er skárri kostur en aö skila auðu. Reynslan verður síöan að skera úr um þaö, hvort hin nýju framboð kemba hærumar. Nokkur hefö er fyrir því í íslenskri pólitík, aö ný framboö, sem koma mönnum á þing, lifa ekki lengur en áratug. Þar við bætist, aö erfitt er aö ímynda sér þaö, aö stjómmálasamtök megi byggja upp á því að útiloka annaö kyniö af f ramboðslistum. Stjómarmyndun hefur oft verið erfiö á Islandi og tekið langan tíma. Urslit kosninganna nú benda til þess aö svo veröi einnig nú. Þingflokkarn- ir era nú sex í staö fjögurra áöur. Þaö flækir málið. Aöeins tveir mögu- leikar eru á tveggja flokka stjóm. Þaö má því búast viö talsverðu þófi og því, aö fljótlega heyrist háværar raddir, sem krefjast utanþings- stjómar. Forseta íslands er því tals- veröur vandi á höndum. Utanþings- stjórn er uppgjöf Alþingis og óæski- legur kostur. Það er höfuöskylda þingsins aö mynda starfhæfa ríkis- stjóm. Stjórnmálamennirnir eru kosnir til þess að takast á viö vand- ann af fullri einurö, en ekki koma honum á annarra heröar. Þaö er ódýr lausn aö fá embættismenn til þess aö grípa til þeirra óvinsælu ráð- stafana sem gera þarf. Sú lausn yrði aöeins til þess aö auka vantrú manna á þinginu. Þótt aögeröir í efnahags- málum séu e.t.v. óvinsælar, þá er þaö ennþá óvinsælla aö gera ekki neitt. Þingmenn veröa aö gera sér grein fyrir því aö fólk er tilbúið til þess aö axla sínar byröar. Veröbólg- an veröur að nást á eölilegt plan. Viö skulum ekki bíöa eftir gjaldþroti fjöl- margra heimila. Ófullkomin kosningalög Aö þessu sinni var kosiö eftir úrelt- um kosningalögum, lögum sem hafa í för meö sér mikið misrétti eftir bú- setu kjósenda á landinu. Tilviljun réö því þó aö heldur meiri jöfnuöur náöist í þessum kosningum en áöur var. Þannig fengu tvö stærstu kjör- dæmin, Reykjavík og Reykjanes, samtals 25 þingmenn, ef meö eru taldir uppbótarþingmenn. Minnstu kjördæmin, Vestfiröir og Norðurland vestra, fengu ekki uppbótarþing- menn, eins og oft hefur þó gerst áður. Enn hallar þó veralega á þéttbýliö. Ný kosningalög, sem kosiö veröur eftir í næstu kosningum, heföu haft talsveröar tilfærslur í för meö sér. Þannig heföu komiö inn tíu nýir þing- menn, en sjö núverandi dottið út. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins heföi fjölgaö um þrjá og Alþýöu- flokkurinn og Alþýöubandalagiö heföu fengiö sinn þingmanninn hvor flokkur. Framsóknarflokkurinn heföi hins vegar tapaö tveimur. Þaö er því aö vonum aö Framsóknar- flokkurinn hefur haldiö fastar en aör- ir flokkar í óbreytt kerfi. En eitt skyldu menn hafa í huga þegar skoöaö er fylgi Framsóknarflokks- Laugardags- pistill Jónas Haraldsson ins. Fylgi hans nýtist verst allra flokka í þéttbýbnu. Flokkurinn er með samtals 8.225 atkvæði í Reykja- vík og á Reykjanesi en fær aöeins einn kjörinn þingmann og engan upp- bótarmann í þessum kjördæmum. Ef nú heföi verið kosið eftir nýju kosn- ingalögunum, heföi Framsóknar- flokkurinn haldið þingmanni sínum í Reykjaneskjördæmi. Á móti heföi hann misst einn mann á Vesturlandi, Vestfjöröum og Norðurlandi eystra. Þriöji maöur B-lista og fyrsti maöur BB-lista hefðu og haft sætaskipti í Norðurlandskjördæmi vestra. Þaö er því aö vonum, aö Jóhann Ein- varösson, fyrrverandi alþingis- maður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, sé nokkuö sár í viðtali viö DV eftir kosningamar. „Við fáum þar (þ.e. í Reykjavík og á Reykjanesi) yfir 8200 atkvæöi og einn þingmann, en til samanburöar fær Kvennaframboðið rúmlega 7100 atkvæöi yfir allt landið og þrjá þing- menn,” sagöi Jóhann. Tveir þingflokkar, Bandalag jafn- aöarmanna og kvennalistamir, kom- ast nú á þing á einum kjördæma- kjörnum þingmanni. Þeir taka síöan meö sér fimm uppbótarþingmenn. Bandalagiö var meö 7,3% greiddra atkvæða og kvennalistamir meö 5,5% greiddra atkvæöa. Þetta leiöir hugann aö þeim reglum, sem settar era fyrir því aö flokkar eöa samtök fái menn kjörna á þing. Mönnum er enn í minni, er minnstu munaði aö Alþýðuflokkurinn þurrkaöist út af þingi á síðasta áratug, þótt hann væri meö um tíu prósent atkvæða. Þaö era óneitanlega miklir vankant- ar á því kerfi, sem hugsanlega ónýta algerlega atkvæöi tíunda hluta at- kvæöisbærra manna í landinu. 1. maí Kosningar eru kjarabarátta var vinsælt slagorö fyrir alþingiskosn- ingamar 1979. Þessu slagoröi var ekki mikið hampaö í nýliðnum kosn- ingum, hvernig sem á því stendur. En því er þetta gamla slagorð rif jaö upp hér, aö á morgun er 1. maí, aiþjóölegur baráttudagur verka- fólks. Þaö era blikur á lofti hér á landi. Ávarp fulltrúaráös verkalýös- félaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iön- nemasambands Islands ber þess merki aö dökkt er framundan. Þar segir aö hreyfing íslensks launafólks standi frammi fyrir ógnvekjandi óöaveröbólgu og aö vofa atvinnuleys- isins biði á næsta leiti. Kaupmáttur launa rýrnar, verömæti sjávarafla hefur dregist saman, halli á viöskipt- um viö útlönd er veralegur og erlend- arskuldiraukast. I ávarpinu er ákall til stjómmála- manna. „Stjómmálamenn veröa aö átta sig á því, að eigi varanlegur árangur aö nást, er óhjákvæmilegt að taka alla hagstjóm í landinu föst- um tökum, svo aö linna megi því skipulagsleysi sem ríkt hefur. Ný- sköpun aröbærrar atvinnustarfsemi er frumnauðsyn, ef ekki á aö koma til atvinnuleysis. Atvinnuleysi hefur í för með sér félagslega og efnahags- lega áþján og ófrelsi. Viö krefjumst þess af stjórnvöldum, aö slíkt ástand endurtaki sig ekki á íslandi. Allir eiga rétt á vinnu. Verkalýðshreyfing- in er vissulega albúin til þess aö tak- ast á við vandann í samvinnu viö stjórnvöld. ..”. Stjórnmálamenn skyldu því átta sig á því, að nú er lag. Þeir geta unniö með f ólkinu. Vandi sveitarfélaganna Verðbólgan leikur ekki einungis einstaklinga og fyrirtækigrátt. Flest sveitarfélög landsins eiga nú við mikinn vanda aö stríöa. I fjárhags- áætlunum sveitarfélaganna er gert ráö fyrir u.þ.b. 50% verðbólgu. Aug- ljóst mál er að þær áætlanir geta engan veginn staðist þegar verö- bólgan nú mælist í þriggja stafa tölu. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaöi m.a. um þenn- an mikla vanda á fundi sínum nú um miðjan mánuðinn. í ályktun fundar- ins er vakin athygli á mjög alvarlegu fjárhagsástandi sveitarfélaganna í landinu. Oöaveröbólga og óverö- tryggðir tekjustofnar hafa gert þaö aö verkum, að allflest sveitarfélög landsins eru nú vanmegnug aö sinna lögboðnum verkefnum. Fundur fulltrúaráösins samþykkti aö fela stjóm sambandsins aö leita eftir samstarfi við ríkisvaldið um sameiginlegt átak til hagræðingar og sparnaðar í opinberam rekstri og verði það gert í samráöi viö stéttar- félög og aðra hagsmunaaðila. Þaö kreppir því aö og hætt er viö aö fleira veröi undan aö láta en lögbundin verkefni sveitarfélaganna. Þannig má búast viö miklum samdrætti í heföbundnum sumarverkefnum sveitarfélaganna. Þaö horfir því aö óbreyttu ekki of vel fyrir námsmenn og fleiri, sem koma út á vinnumark- aöinn í vor. Jónas Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.