Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Síða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 30. APRtL 1983. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mánaðamótin maí—júní nk. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1968 og 1969 og/eða voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skóla- áriö 1982-1983. Umsóknareyöublöð fást hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar Borgartúni 1, sími 18000, og skal umsóknum skilað þangað eigi síðar en 20. maí nk. Nemendum sem síðar sækja um er ekki hægt aö tryggja skóla- vist. VINNUSKÓLIREYKJAVÍKUR. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hamrahlíö 7, tal. eign Ágústs Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar í Reykjavík, Guöjóns Á. Jóns- sonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 3. maí 1983 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Njarðargötu 41, tal. eign Atla Arasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudag 3. maí 1983 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Vatnsstíg 11, þingl. eign Pólarhús hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudag 3. maí 1983 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. . Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Brúarenda v/Starhaga, þingl. eign Péturs Einarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Sigurðar Sigurjónssonar hdl., Einars Viðar hrl. og Arnar Höskuldsson- ar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag 3. maí 1983 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á Nýlendugötu 15A, þingl. eign Sigfúsar Sveinsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 3. maí 1983 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Kvisthaga 25, þingl. eign Magnúsar Andrés- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudag 4. maí 1983 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta i Kaplaskjólsvegi 3, þingl. eign Guðbjargar Traustadóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Utvegsbanka tslands og Ásgeirs Thoroddsens hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 4. mai 1983 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hjaltabakka 28, tal. eign Skafta E. Guðjóns- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Jóns Finns- sonar hrl., Lifeyrissj. verzlunarmanna og Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 4. maí kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 116. og 119. tbl. Lögbirtingablaös 1982 á Bakka- seli 19, þingl. eign Elfu G. Gísladóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Iðnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudag 4. maí 1983 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Menning Menning Menning MORÐIÐ FRAMORÐIÐ Alþýðuleikhúsið: Neöanjarðarlestin eftir Imamu Amiri Baraka Þorgeir Þorgeirsson þýddi Leikstjóri: Lárus Vmir Óskarsson Alþýðuleikhús á Borginni — finnst nokkrum mótsögn í þessu falin? Líkastil er ástæðulaust aö láta sér þykja þaö. Alþýðuleikhúsið er auð- vitaö aðeins nafn. Þar er aöallega samastaður til bráðabirgða fyrir ungt fólk á uppleið í leikhúslífi, biðstöð uns opnast aðgangur að hinum efna- meiri leikstofnunum. Og Borgin er aöallega diskótek handa unglingum síðan hætt var að reka þar hallæris- bar um hádegið. Hreint ekki það borgaralega kaffihús, fullt af fólki og lífi allan daginn, alla daga, sem auð- vitað ætti að vera á þessum staö, í hjarta bæjarins. Líklega er mann- skapurinn sem þangað gæti sótt í seinni tíð einkum samankominn á Lækjarbrekku og Torfunni. Á meðan Borgin er óbreytt á sínum stað er auðvitað unnt að hafast þar ýmislegt að, vegna þess hvað staður- inn er stór og hvar hann er settur veitir hann kost á allskonar sam- Lárus Ýmir Óskarsson. komum, fundum og uppákomum sem önnur veitingahús geta ekki leyft sér. Þaö hefur til dæmis sýnt sig áður aö svokallaöur „gyllti salur” getur hentað vel undir litlar leiksýn- ingar. Þessar aðstæður reynir Alþýðuleikhúsið að notfæra sér með sýningu sinni á Neðanjarðarlestinni serri ekki tekur nema tæpa klukku- stund í flutningi. Iæikinn er jass á undan og eftir leiknum og gestir eiga kost á veitingum á sýningunni. Þetta tókst allvel til á frumsýningunni á mánudagskvöldið. Og væri þó notalegra ef fjöldi gesta væri takmarkaöur við það sem salur- inn með góðu móti rúmar og meiri rækt við þá lögð. Af hverju ekki kertaljós og þjónustu við borðin? Það er aftur á móti allt annar hand- leggur hvaða erindi leikur Leroi Jones (eins og Imamu Amiri Baraka hét í þá daga sem hann samdi Neðan- jarðarlestina) úr iðrum stórborgar- lífs á inn í þetta umhverfi. Leroi Jones eöa Baraka varð í þá daga, fyrir einum tuttugu árum, frægur maður af þessu leikriti aðal- lega, skáldlegur talsmaður svartrar þjóðemishyggju, svartra panþera, svartra múslíma. Þaö var þá sem fréttir af kynþáttabaráttunni í Bandaríkjunum bar hátt um heim allan. Á Borginni eftir tuttugu ár ork- ar Neöanjarðarlestin aðallega sem einskonar tilbrigði við natúralíska stefiö úr Fröken Júlíu Strindbergs um heim sem er saman settur úr ósættanlegum andstæðum — karli og konu, háum og lágum, hvítum og svörtum sem aldrei geta mæst eöa sæst laðast þó með óviöráöanlegu aflihvortaööðru. Það kemur stundum kynlega fyrir hvernig leikrit veljast til sýningar hér hjá okkur. Ekki gott að sjá fyrir Leiklist Ólafur Jónsson hvaða erindi alþýðuleikarar eigi við Neðanjaröarlestina — svo náið háð- ur sem leikurinn virðist vera sínum upprunalega stað og tíma, umhverfi og umfram allt máli sínu. Þaö efa ég ekki að þýðing Þorgeirs Þorgeirsson- ar sé vel stílaður texti — en á þýð- andinn kost á máli sem í raun gæti gert persónumar í leiknum veruleg- ar fyrir áhorfanda á Borginni? Það efast ég um. En hvað verður um leik- inn án tungutaks sem færi sönnur á fólkið í honum og hugarheim þess? I sviðsetningu Lárusar Ýmis Oskarssonar fannst mér raunar Neðanjarðarlestin greinast sundur í þrennt, tvær einræður með eftir- mála. Guðrún Gísladóttir er hvíta stúlkan, Lúlú, sem ögrar og áreitir litla svarta Sambó, Clay: Sigurð Skúlason uns upp úr sýöur á honum. Þá brýst fram í einræöu hans skefja- laust hatur þess svarta á hinum hvíta, og sigurvissa um leiö, forspá um þann dag sem svartur yfirstígur hvítan, innan aö ef svo má segja, leggi hans ríki undir sig. Og skeri óvininn á háls og beri hræ hans á torg. Mér fannst þau Guðrún og Siguröur fara ágætlega meö þetta efni og persónur hvort um sig, og Siguröur vel aö merkja svo sem laus úr viðjum, naut sín miklu betur en lengi hefur sést á hans daglega vinnustað í Þjóöleikhúsinu. Hitt var bágara aö ráða í sýningunni hvemig háttað er samhenginu þeirra í milli, hvað gerist í lestinni umfram þaö sem orðin tjá beinlínis. Og leikslokin, þar sem Lúlú bregður breddu og rek- ur Clay á hol, kallar til menn að varpa líkinu fyrir borð, býst viö svo búiö til að afgreiða næsta negra — þau voru alveg út í hött á Borginni. En ættu væntanlega að spretta svo sem sjálfsagður hlutur af því sem undan er gengið í leiknum. Hvað sem þessu líður er það sjáleg sýning, boðleg kvöldskemmtun sem Alþýðuleikhúsið hefur uppi á Borg- inni. Að sögn átti það aðeins eitt sýn- ingarkvöld víst að lokinni frumsýn- ingu á mánudaginn. Það er vonandi að nýir hótelhaldarar kunni að meta þá nýbreytni sem er að sýningunni og veiti Alþýðuleikhúsinu skjól í bili, uns vergangi lýkur og þaö fær á ný aögang að leiksviöi. Mannkynssaga handa byrjendum Það er kunnara en frá þurfi að segja að heilmikill leiklistaráhugi, leiklistariðkun er uppi í framhalds- skólum, og skólasýningar tíðkaðar í flestum skólum í Reykja vík og víðar. Svonefndir frjálsir leikhópar efndu í vor til einskonar útihátíðar á Lækjartorgi með furöumiklu fjöri og skemmtan til að vekja athygli á mál- stað sínum og reisa kröfu um leik- sviö sér til handa. Liðsaflinn á þeirri hátíð mun að verulegu leyti hafa komiö úr framhaldsskólum þótt framgengnari leikarar hefðu forust- una. Og það var raunar ljómandi gaman að vera af tilviljun staddur á Torginu meðan á þessu gekk, margs- konar trúðleik og uppákomum. Raunar sýndi hátíðin ekki aöeins áhuga sem undir býr málstað hinna frjálsu leikhópa, aðallega vitnaöi hún um breytt viðhorf á meöal þátt- takenda sjálfra til þess hvað leiklist er og til hvers nýtileg. Þessa dagana má í Hamrahlíöar- skóla sjá einn slíkan skólahóp aö verki. Leiksmiöjan Ringulreið hefur að sögn starfaö aö því í vetur aö þjálfa sig í „leikrænni tjáningu”, og sýning hópsins, Ætt í Oöindælu, er af- rakstur af starfi vetrarins. Hún er frábrugðin flestum öðrum skólasýn- ingum að því leyti til að hér er ekki verið að „leika leikrit” upp á gamla móðinn, eitthvað sem þegið er og líkt eftir leikhúsi hinna fullorðnu, heldur hefur leikhópurinn tekið saman og samið leikef nið s jálfur. Ég verö nú að játa að ég skil ekki almennilega nafniö á leiknum, hvort „ætt” er hér nafnorð eða sögn, eða hvort „óðindæla” á aö vera einhvers konar nýmóðins skáldskaparkenning eða bara fyrirstilla örnefni. Það má einu gilda. Efniö er í öllu falli auð- skiliö: einskonar „mannkynssaga handa byrjendum”, ágrip af sögu mannsins allt frá frumfólki í helli sínum fram til nútíðar þar sem holir menn halla saman tómum hauskúp- unum. „Núorðið er framoröiö.” Þaö er svo sem engin nýlunda aö fólk á þessum aldri sé dálítiö eins og rauna- mætt í skáldskap sínum — að því leyti sem ráöa má skáldlega kenn- inguaf sýninguþess. Annars er ekki svo að skilja að raunir og mæða auðkenni leikinn, öðru nær. Sagan er sögð í mörgum, laustengdum leikatriðum, leiktexti hrifsaöur saman héöan og handan og má heyra þar orð um ummæli höfuö- skálda úr ýmsum áttum, Sigfúsar Daðasonar og Dags Siguröarsonar, Rimbauds og Eliots og sjálfsagt fleiri, ásamt heimafengnu efni. Bestu atriöin uröu einskonar leikur með frásagnarefni og hugmyndir í gamni bæði og alvöru sem umfram allt var reynt að láta uppi með sjón- rænum og líkamlegum hætti. Þaö var ansi gaman aö þessu og varð ekki annað séö né fundið en leikend- ur heföu náö umtalsverðum árangri í starfi sínu, fullnægjandi valdi á tján- ingarmeðölum sínum tii að fást og kljást við leikefnin eins og þau féllu tilþeirra. Þátttakendur í leiksmiöjunni eru sjö, Daníel Pétursson, Dóra Magnús- dóttir, Halldór Olafsson, Helena Bragadóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Ölafur Guðmundsson og Svanbjörg Einarsdóttir, en leiðbeinandi þeirra varRúnarGuðbrandsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.