Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 30. APRlL 1983. Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt. Hann heldur sýningu nú um helgina i húsnæði Handmenntaskóia íslands að Veltusundi þrjú á teikningum og þeim athugunum sem hann hefur gert á hvolfþakabyggingum og þeim möguleikum að fjöldaframleiða einingar í kúluhús til ibúðar fyrir íslend- inga. Sýninguna nefnir Einar ,,íslensk hvolfþök 1973—1983" og segir það sitt um þann tima sem maðurinn hefur varið af ævi sinni i þetta við- fangsefni. DV-mynd Sveinn Þormóðsson. Íbúðarhiís byggð samkvæmt hvolfþakastflmim: Framtíðarlausn á hiisnæðisvanda unga fðlksins í landinu — rætt við Einar Þorstein Ásgeirsson hönnuð um áratugarannsöknir hans á íslenskri gerð hvolf þaka eða kúluhúsa og íslenskum arkitektúr almennt Einar Þorsteinn Ásgeirsson hefur vakið athygli Islendinga á nýjum byggingarstíl. Þetta eru svonefnd kúluhús eöa hvolfþakabyggingar sem á síöustu árum hafa mjög rutt sér til rúms í Evrópu og víöa í Bandaríkj- unum. Helstu kostir þessa hvolfþaka- stíls, ef svo má nefna, eru annars vegar þeir aö húsrými nýtist mun betur en þegar byggt er samkvæmt gamla laginu og hins vegar aö kúlu- húsin eru mun ódýrari í uppsetningu og viðhaldi en almennt gerist meö annars lagshús. Nýjar leiðir í íslenskri húsa- gerðarlist Einar Þorsteinn hefur starfaö sem arkitekt, eða „hönnuöur” eins og hann vill nefna starfssviö sitt, um ellefu ára skeiö, eöa frá því aö harin lauk námi í byggingarfræðum frá skólum í Hannover og Stuttgart í Þýskalandi. Jafnhliða almennri húsahönnun hér- lendis hefur hann unnið talsvert að rannsóknum á nýjum leiöum í íslenskri húsageröarlist. Þar á meöal hefur hann fengist viö athuganir á létt- byggingum, sem hann svo nefnir, þar sem leitaö er eftir aö einfalda uppsetn- ingu húsa og finna til þess ódýrari og viðaminni efni en gert hefur veriö. Þaö var vegna þessara rannsókna á léttbyggingum aö Einar fór að huga aö hvolfþakastílnum og hentugleika hans fyrir íslenskar aöstæöur. Og síðan eru liðin tíu ár. Fyrsta kúluhúsið reisti Einar austan heiöar viö Gaulverjabæ í samnefndum hreppi. Þaö var áriö 1975, og allt frá þeim tíma hefur Einar veriö aö þróa og stílfæra hvoifþakateikning- ar sínar meö þaö í huga aö gera kúluhúsin aö hentugri, samkeppnis- hasfri og síðast en ekki síst ódýrri iausn á húsnæöisvanda fólks á Islandi. „Og því takmarki er ég aö ná. Þaö þarf ekki nema eitt atriöi í viöbót til þess aö hvolfþakahús nái hiutdeild á ís- lenskum byggingarmarkaði. Og það er aö einhver aðili hérlendis nái tökum á framleiðslu þeirra smíöaeininga sem þarf til aö setja þessi hús saman,” segir Einar í viðtali sem hér fer á eftir viö hann í húsinu númer þr játíu og þr jú viö Skólavörðustíg, en þar hefur hann vinnustofu sína. Kostir kúluhúsa síast hægt og sígandi inn í fólk „Ég vil aö þaö komi skýrt fram í upphafi aö þessar athuganir mínar á hentugleika kúluhúsa fyrir Islendinga eru alls ekki nein della sem hefur gripiö mig og ég get ekki losnað undan. Ég hef einfaldlega komist aö því að hvolfþakastíllinn er hagkvæm byggingaraöferð sem gefur aölaðandi innra rými og aukinheldur þann kost aö vera tiltölulega ódýr leiö til að öðlast þak yfir höfuðið. Þaö er þess vegna sem ég hef unnið svo lengi að þessum athugunum míniun sem raun ber vitni. Eg hef trú á því og er reyndar sannfærður um aö almenning- ur aöhyllist þessa byggingarleiö meö tíö og tíma. Auövitað eru íslendingar íhaldssamir í byggingaraöferöum og arkitektúr sem og í öðrum efnum. Og þaö er út af fyrir sig ágætt: Eg vil fremur aö kostir hvolfþakahúsa súst hægt og sígandi inn í fólk, fremur en aö þeir valdi enn einni dellunni; veröi aö tískufyrirbrigöi eöa loftbólu um tíma, sem svo springi eftir nokkur ár. Eg frábiö mér sem sagt þá framtíöarsýn að kúluhús verði vistarverur einhvers sértrúarsafnaöar sem finnst þaö eitt flott aö búa ööruvísi en aörir. Eg vona aö kostir kúluhúsa nýtist sem flestum í komandiframtíð.” Ódrepandi áhugi á tilraunastörfum — Þaö er rétt aö þaö komi hér fram að Einar heldur sýningu um þessa helgi í húsnæði Handménntaskóla Islands aö Veltusundi þrjú á þessum athugunum sínum á islenskum hvoifþökum. Sýninguna ne&iir hann „íslensk hvolfþök 1973—1983” og segir þaö sitt um þann tíma sem maðurinn hefur varið af ævi sinni í þetta viðfangsefnl En Einar, hver, var fyrsti hvatinn aö því aö þú fórst að vinna . aö rannsóknum á hvolfþökum fyrir íslenska húsbyggjendur? „Það er kannski rétt.aö nefna þaö fyrst aö ég hef allt frá unglingsaldri haft ódrepandi áhuga á alls konar tilraunastörfum. Eg er fiktari ogfinnst gaman aö fara og finna nýjar leiðir. Og uppgötva og þróa þá nýjung. En eflaust er aðalhvatinn aö því aö ég fór aö fást við hvolfþök sá aö ég hef aldrei getaö sætt mig alminlega viö þaö hversu islendingar byggja dýrt. Og ekki aðeins dýrt, heldur líka hversu vitlausar aðferöir þeir hafa notaö viö aö reisa sínar byggingar. Islensk byggingaraöferö er og hefur verið vitlaus. Og þetta er ekki aðeins mín skoöun heldur vita þetta margir aörir, en hafa bara ekki séö ástæöu til aö leiðrétta skekkjuna. Ég skal nefna dæmi um vitleysur í íslenskri byggingar- aöferð. Ég nefni uppsteypun húsa sem fyrsta dæmi. íslensk hús steypt upp í hálfkæringi Enn þann dag í dag er veriö að slá upp margra hæöa háum húsum hér- lendis meö timburborðum. Og síðan er steypunni hellt ofan í mótin í eins konar hálfkæringi eða aöminnsta kosti án mikillar vitneskju um þaö hversu gífurlega mikilvægur þáttur þaö er af húsbyggingu aö steypan mótist rétt og eölilega. Eftirlit er sáralítið meö því að niöurlagning steypunnar takist sem skyldi. Jú, víst eru stundum notaöir víbratorar til þess aö steypan nái aö komast í skúmaskot mótanna en því miöur vill það allt of oft brenna við að þeir séu ofriotaöir, þaö er að segja, þeir séu látnir hrista um of í steypunni þegar í mótin er komið og því vill hún skiljast (sandur og möl frá sementi). Þannig er aflt of lítiö gert að því hérlendis aö sérhæföir menn fylgist meö því að mótasteypunin sé fram- kvæmd á þann hátt aö sem mest fáist út úr steypunni; aö uppsteypunin, svo mikilvæg sem hún er fyrir styrk húss- ins, takist sem skyldi. Ef horft er út fyrir landsteinana sjáum viö aö erlend- is tíðkast aö arkitekt viökomandi húss, tæknifræðingur þess og jafnvel eigandi fylgjast grannt meö því þegar veriö er að steypa buröarveggi húss. Þetta. gera útlendingar ekki aö ástæðulausu. Þeir vita hversu ágæti steypunnar skiptir bygginguna miklu máli. Og svo kvarta Islendingar yfir alkali- skemmdum. Þeir geta kennt eigin fyrirhyggjuleysi um! Kolvitlaust og fráleitt að einangra aðinnanverðu Ég ætla aö taka annað dæmi um vit- lausa byggingaraðferð Islendinga, sem tíökast hefur of lengi, en er sem betur fer heldur á undanhaldi: Það er aö einangra burðarveggi húsa að innanveröu sem er fráleitt og kolvit- laust. Einangrun buröarveggja á aö vera aö utanverðu vegna þess raka- þrýstings og þeirra hitastigsbreytinga sem verka á þá. Og ástæöan er augljós: Meö því aö einangra þannig aö utanveröu næst frekar jafn hiti í burðarveggina heldur en þegar einangraö er innan veggja. Og jafn hiti í burðarveggjum (með utanverðri einangrun) er forsenda þess að þeir standist tímans tönn og molni til dæmis ekki meö aldrinum. Þetta á kannski einkum við hérna á Islandi þar sem hitabreytingar eru gífurlega miklar og því er f ráleitt að veggir skuli ekki vera klæddir aö utan. Þriöja dæmið um vitlausa 'byggingaraöferö er samtengt þeim fáránleika aö einangra buröarveggi aö innanveröu. Frauöplastiö sem jafnan er notað í einangrun (og sem síöan er svo klætt múrhúö) hefur tilhneigingu til aö rýma meö tímanum. Það breytist smám saman í loftefni; plastið gufar hreinlega upp hægt og rólega. I þeim dæmum þegar einangraö er meö frauðplasti aö innanveröu leitar þessi uppgufun inn í vistarverur fólks, í staö þess aö hverfa meö vindum og regni í þeim tilfellum sem einangraö er aö utanverðu. Uppgufunarefniö í frauö- plastinu nefnist „polyetheline” og er stórhættulegt öndunarfærum manna, og þó því sé ekki andað aö sér nema í litlum mæli getur það reynst mörgum mjög varhugavert, ég tala ekki um þá sem eru veikir fyrir í öndunarfærun- um. Þaö er því ekki aðeins óhentugt að einangra buröarveggi aö innan heldur einnig skaölegt. En einhvern veginn þráast landinn viö breytingum í þess- um efnum. Horfir of grimmt í heföina og lítur þessar breytingar hornauga.” Einblínt á list- rænt gildi á kostnað sjálfrar byggingarfræðinnar — Á hverju hafa þessar breytingar strandað? Því berjast til dæmis ekki arkitektar fyrir því aö lagfæra þessar vitleysur, sem þú svo nefnir? „Svo viröist sem eitthvert afl vanti hérlendis til þess aö breyta þessu. Tilfelliö er aö allt of margir arki- tektar hafa haft þá tilhneigingu að einblína um of á listrænu hlið arki- tektúrsins á kostnað sjálfrar bygg- ingarfræöinnar. Ég hef rætt viö ótal- marga málsmetandi menn um þetta efni og svar þeirra hefur undantekn- ingarlaust verið á þá leiö aö jú, þetta sé nú svo sem rétt aö oröi komist: „En vinur, viö höfum bara ekki bolmagn til breytinga í þessum efnum,” segja þeir ennfremur og bæta viö: „Til þessara breytinga þyrfti alls konar rannsóknir af hálfu byggingariönaðarins. Sem sagt kapital. Og þaö er bara ekki til!” Og þeir arkitektar sem ég hef talað viö í þessu sambandi segja aö þetta sé ekki beint mál er lúti aö þeirra starfssviði heldur rannsóknaaöila í Ég vil fremur aö kostir hvolfþakahúsa síist hægt og sígandi inn í fólk fremur en að þeir valdi enn einni dellunni; veröi tísku- fyrirbrigði sem logn- ist út af eftir nokkur ár. Ég frábið mér þá framtíðarsýn að kúlu- hús verði vistarverur einhvers sértrúarsafn- aðar sem finnst það eitt flott að búa öðru- vísi en aðrir. Ég vona að kostir kúluhúsa nýtist sem flestum í komandi framtíð. byggingariönaöi: „Og eru þeir ekki alltaf í fjárkröggum! ” En þetta er bara ekki rétt: Allt sem snertir byggingu húss er á ábyrgö þess sem teiknar þaö. Menntun hans á aö vera á þann veg háttað aö hann viti um þessar vitleysur. Og því á hann ekki að geta leyft sér aö gleyma þeim, eins og of mörg dæmi eru til um.” Sífellt fleira fólk skilur kosti kúluhúsa — Þarna hefuröu reifaö ástæður þess aö þú fórst aö huga aö nýjum leiðum í íslenskum byggingarstíl, sem eru aö þú hefur aldrei sætt þig við þær byggingaraðferðir sem hérlendis hafa veriö notaöar. Og eru vitlausar að þínu mati. En hvaöa viötökur hafa athuganir þínar á léttbyggingum — og þá einkum íslenskum hvolfþökum — fengiö á þeim áratug sem þú hefur sinnt þessu verkefni? Hefuröu ávallt veriö með storminn í fangiö? „Vissulega hefur þetta veriö „up hill fight” eins og Kaninn kallar þaö, enda Islendingar ákaflega íhalds- samir hvað lögun bygginga snertir. En ég nýt þess í nokkrum mæli aö vera meö smástorm í fangið. Eg hef gaman af því aö rökræöa viö fólk um þessa hluti og ég nýt þess hvemig sífellt fleira fólk bætist í þann hóp sem skilur kosti kúluhúsanna fyrir Island og Islendinga. Það er staö- reynd aö fólk hræöist breytingar, aö minnsta kosti varast þaö þær. En hvaö hvolfþakastílnum viökemur, held ég fólk átti sig smám saman og í rólegheitum á ágæti þessarar nýjungar. Þannig er ég hvergi smeykur.” Kúluraðhúsa- lengjan í Grafarvogi — Hvað hafa mörg kúluhús risið af grunni hér á landi til þessa? „Þaö er verið aö vinna í fyrsta kúluhúsinu hérlendis sem notaö verður til íbúöar. Það er staðsett í Höfrium á Reykjanesi (sjá mynd hér á síðunni). Einnig mun eitt kúluhús rísa af gmnni í Vestmannaeyjum á næst- unni og verður væntanlega orðið fokhelt um mitt sumar. Þaö er tvílyft, meö íbúö á efri hæö, en gert er ráö fyrir tveimur verslunum á jarðhæð. Þá er búiö að samþykkja íbúðarhús í hvolfþakastíl í Fellabæ viö Egilsstaöi í Ámessýslu. Minniháttar kúluhús, sem ekki eru notuð til íbúöar, hafa svo veriö byggö viö Kröflu, þaö er aö segja ein sex. Og svo er eitt aö finna viö Akureyrar- flugvöll, byggt yfir ratsjárskerminn þar. Þá er vert aö geta þess aö rúmlega fimmtíu einstaklingar á Stór-Reykja- víkursvæðinu hafa stofnaö með sér byggingarsamvinnufélag meö þaö aö markmiöi aö reisa raöhúsalengju í hvolfþakastíl hér í höfuöborginni. Ég er einn af þesSum fimmtíu og munum viö sækja um lóð í Grafarvoginum, næsta byggingarsvæöi Reykvíkinga, innan tíöar. Lóöaskilmálar á þessu svæöi em mun opnari en almennt hefur tíökast í fyrri nýbygginga- hverfum borgarinnar og því teljum viö góöa möguleika á að þessi rað- húsalengja okkar fái samþykkt borgaryfirvalda. Af framansögðu ætti aö sjást aö kúluhús em jafnt og þétt aö ryöja sér til rúms hérlendis. En sem fyrr segir vantar herslumuninn á aö þau nái sömu fótfestu og annar byggingarstill í landinu. Sá herslumunur brúaðist ef einhver aöili næöi tökum á fram- leiðslu þeirra smíöeininga sem þarf til að setja þessi hús saman. Þar meö gæti fjöldaframleiðsla kúluhúsa hafist, sem yröi til þess aö þau yrðu hagkvæmasta og ódýrasta lausnin á húsnæöisvanda Islendinga.” Hvolfþakið gefur mun stærri salarkynni en annar stfll — Hverfum aö ööru. Hver er kostur kúluformsins út frá byggingarlegu sjónarmiöi? „Meö kúluforminu gefast miklum mun stærri salarkynni án þess þó að til komi súlur eöa burðarbitar undir gólfum. Það er eöli þessa byggingar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.