Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 30. APRIL1983. 93 ita ettir idd...” — helgapviðtal við Sigríði MÞúnu Kristmundsdðttur, nýbukaða þingkonu En raunin vard sú að Kvennalistinn varð, ásamt Bandalagi jafnadarmanna, óumdeilanlegur sigurvegari alþingiskosninganna. Og það sem meira var: Konur mœta þríefldar til leiks á nœsta þing. Þeirn hefur fjölgað úr 3 í 9, eða um 200%! Ein þeirra tólfkvenna sem höfðu óumdeilanlega mikil áhrif íþessa veru með því að boða til Borgarafundarins var Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir. Sigríði Dúnu og málflutning hennar þekkja flestir úr kosningabarátt- unni. En hver er konan bak við nafnið? Til þess að reyna að upplýsa lesendur um það heimsótti blaðamaður DV Sigríði Dúnu á heírnili hennar og eigin- manns hennar, Hjálrnars H. Ragnarssonar tónskálds, á Bárugötunni. TexthÁrniSnævarr nokkurn tíma í ööru samfélagi og kynnast leikregl- um þess. Kennaraliöið stóö undir nafni og vel þaö og kennslan og nemendahópurinn hvort tveggja til fyrirmyndar. Skólinn var eins og lítil eyja í þessu mikla hafi sem Lundúnir eru. Já, menningarlífið er f jölbreytt og þangað margt aö sækja.” Fóikið er áhugaverðasta viðfangsefnið „Fyrst viö erum aö tala um fagurfræöina þá langar mig til aö bæta við það sem ég sagöi áðan. Enda þótt fagurfræði sé mér kær þá valdi ég mér fag eins og mannfræðina sem fjallar beinlínis um fólk, vegna þess aö þaö áhugaverðasta af öllu er fólk. Mér finnst áhugaverðast aö kynnast fólki, því hvaö fólk er aö hugsa, hvemig þaö setur hlutina fram, hvemig líf fólks hefur veriö. Mér finnst ævi- sögur til dæmis skemmtilegar. Áhugi á mannlífi í öllum sínum myndum hefur kannski orðið enn þá þyngri á metunum hjá mér eftir því sem árin líða og kannski er þaö einmitt þessi áhugi sem hefur skilað mér á sinn hátt út í st jórnmál” — Aö loknu þriggja ára námi í Lundúnum var tími til kominn aö halda heim? „Mér þótti ákaflega leiðinlegt að yfirgefa Lundúni fyrir fullt og fast. Eg var farin aö kunna sérstaklega vel viö mig og finnst alltaf aö tengsl i nín viö þann staö séu sterkari en við nokkum annan, aö Islandi vitaskuld frátöldu. En ég var óráöin um framhaldiö og ég hélt því heim. Eg var þó ekki lengi óráöin heldur réö mig snarlega til kennslu vestur á Isafjörö eða var réttara sagt snarlega ráöin þangað og þar var ég veturlangt og kenndi við Menntaskól- ann, Iðnskólann og í Námsflokkunum. Eg kenndi geysilega mikiö um 40 tíma á viku sem er ekki beint viturlegt fyrir manneskju sem aldrei haföi kennt áður. Ég mundia.m.k. ekki ráðleggja neinumslíkt. I rauninni skipti mestu máli aö ég fékk aö halda námskeið í mannfræði viö menntaskólann. Þaö var mér mikilvægt aö fá aö reyna mig viö kennslu á því sviöi. Aö finna hversu mikið vald ég heföi á því sem ég haföi verið aö nema í þrjú ár og var þetta ár aö því leyti ómetanlegt. Að vera komin hinum megin viö lækinn, aöhætta aö vera nemandi og vera ke.in- ari í fyrsta skipti. Aö spyrja ekki sjálf — heidur svara.” — Þú lést ekki þar viö sitja í námi? „Nei, eftir þennan vetur á Isafiröi hélt ég til Parísar og byrjaöi á Maitrise stigi í mannfræöi viö Paris Vll-Jussieu háskólann. Dvölin þar byrjaöi ekki vel. Ég var nokkum veginn mállaus og fyrstu vikurnar var ég auk þess húsnæðislaus. Fyrsti mánuöurinn fór því í húsnæðisleit og var þaö hræöi- legurtími! Ég var búin aö vera í Lundúnum í þrjú ár ensamt voru þaö mikil viðbrigði aö koma til Parísar. Bret- land tilheyrir sama manningarsvæöi og Island, 'iinu germanska, en nú var ég komin á rómanskt menn- ingarsvæði. Fyrstu mánuöina var því margt sem maöur þurfti aö átta sig á. Fyrir utan tungumálið var um allt annan hugsunarhátt aö ræða, önnur viö- horf og aðferðir viö aö gera hlutina. Skólinn var mjög ólíkur því sem ég haföi áöur kynnst. Þú þekkir skólakerfiö hér, bekkjarkerfið, verkefni og svo framvegis. I Lundúnum var námið einnig í ákveönu horfi þótt öðruvísi væri. Þar voru umsjónarkennar- ar sem fylgdust með hverjum nemanda. En í Paris VII skólanum var ég allt í einu komin í heljarstóra hrmgiöu þar sem erfitt var aö átta sig. Kennurum snjóaöi inn og út og engin leiö var aö ná sambandi viö þá eftir aö tímum lauk. Hver nemandi var gjör- samlega á eigin spýtum. Hafði ekkert aöhald nema af sjálfum sér. Þetta var erfiöur tími. Eg haföi miklar áhyggjur af því aö ég væri ekki aö gera neitt. Mér fannst ég ekki koma neinu í verk og fannst lítið eftir mig liggja. Þetta varö til þess aö þegar mér bauöst skólavist og styrkur í Bandaríkjunum seinni part vetrar þá þáöi ég hvort tveggja. En eftir á að hyggja held ég aö þetta nám í París hafi alls ekki veriö til ónýtis. Þaö voru aö gerjast nýjar hugmynd- ir í mér og aö því leyti var þetta ef til vill ár sem skipti sköpum. Eg kynntist þarna nýjum menning- arheimi, hafði þurft aö reyna á mig meira en nokkru sinni fyrr. Það spratt lítið áþreifanlegt af þessu ári — en þaö skilaöi sér síðar. Þessu næst tók viö nám í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Rochester. Ég nam í 4 misseri þar en dreiföi því yfjr á 2 og hálft ár enda eignaðist ég bam um haustið 1978. Eg lengdi þó námiö aöeins um eitt misseri vegna bamsins. Ég dreif Ragnar litla meö mérút þriggja mánaða gamlan.” Doktorsritgerðin ennþá uppi r hillu — Var ekki erfitt aö vera í stífu námi meö lítiö barn? „Þú getur nærri um þaö. Sérstaklega vegna þess að námiö í Bandaríkjunum var mjög strangt. Lesefnið var um þaö bil þúsund síður á viku og sett fyrir ákveðin verkefni. Að minnsta kosti ein ritgerö á viku og þar fram eftir götunum. Ég var þarna í doktorsnámi en ákvaö aö taka M.A. gráöu jafnhliða. Þannig aö í raun var um tvöfalt námsálag aö ræöa. Þetta var erfitt, bæöi námiö og svo lítið bam komið tilsögunnar. Ég skrifaöi M.A. ritgerðina heima sumariö ’79, auk þess sem ég vann á bæjarskrifstofunni á ísafirði. Viö fórum út aftur um haustiö og þá lauk ég náminu formlega meö því aö taka Ph.D. Qualifying exam — nokkurs konar iokapróf í allri mannfræö- inni. Eg heföi alls ekki getaö lokið náminu ef frænka Hjálmars heföi ekki komið meö okkur út og passað Ragnar síðasta sprettinn. En ég er ekki búin meö doktorsritgerðina, hún liggur enn þá uppi í hillu. Um jólin ’79 komum viö svo heim og ég byrjaöi strax aö starfa sem stundakennari í mannfræöi viö Háskólann. Hafa þau verið þér lengi hugieikin. varstu tii dæmis rauösokka? „Ég var aldrei í Rauösokkahreyfingunni enda var ég úti í 7 ár, á blómatíma hreyfingarinnar. Eins og ég sagöi áöan hef ég áhuga á fólki og mannlífi og kvenréttindabarátta er hluti af því áhugasviöi. Þaö var haft á oröi þegar ég var bam aö ég heföi nánast óhuggulega sjálfstæðistilfinningu. Ég vildi alltaf ákveöa hlutina sjálf, var alltaf „á skjön” viö aöra og hef sjálfsagt verið foreldmm mínum erfiö. Ein- hvem veginn hélt þetta áfram og þróaðist. Frá áhuga á mannlífi, mannréttindum og réttindum fólks til að velja og hafna fer þetta út í áhuga á mál- efnum kvenna, mannréttindum kvenna sérstak- lega, enda víöa pottur brotinn í þeim efnum. Ég fylgdist grannt meö því sem var að gerast í kvenfrelsismálum alls staðar sem ég dvaldist er- lendis, en ég tók aldrei virkan þátt i kvennabaráttu fyrr en égkom heim aftur.” Kvennabaráttan á sér langa, óskráða sögu Síðan þú komst heim hafa gerst þrír mikilvægir atburðir í kvennabaráttu hérlendis. 1980 er Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti, 1982 fá Kvennafram- boö menn kjörna í bæjarstjórnir Reykjavíkur og Akureyrar og 1983 fær Kvennalistinn 3 menn á Al- þingi. Hver þessara atburöa er í sjálfu sér einstæð- ur. Af hverju gerist þetta akkúrat á íslandi? „Islenskt samfélag er mjög sérstakt. Þaö er í fyrsta lagi mjög lítið og því er auðveldara en í stóru samfélögunum ef maður hefur brennandi sannfæringu aö koma henni á framfæri. Eg þekki ekkert annaö sambærilegt samfélag þar sem hægt er aö koma á framfæri skoðunum meö nákvæm- lega ekkert fjármálaapparat á bak viö sig, eins og viö kvennalistakonur höfum gert. Þaö er einn þáttur þess að svona hlutir geti gerst hér. Hins veg- ar er kvennabarátta á Islandi auðvitaö ekki ný af nálinni. Hún á' sér langa sögu, óskráða, en meö- vitund íslenskra kvenna um sögu sína er ákaflega sterk. Þaö hef ég fundið hjá öllum þeim tugum kvenna sem ég hef kynnst og starfaö meö í kvenna- baráttunni. Tengslin viö fortíöina eru ákaflega sterk. Bein kvennabarátta á sér rúmlega hundraö ára sögu hérlendis. Kvennalistar hafa áöur verið bomir fram og þeir em hluti af þessari sömu bar- áttu þó forsendumar þá væm nokkuö aðrar en nú. Hér hafa verið konur sem börðust skelegglega fyrir kvenréttindum og kvenfrelsi og öömvísi værum viö ekkikomnarþangaðsemviðerum komnarnú.” — Telur þú aö kosning Vigdísar Finnbogadóttur hafi haft mikil áhrif á stöðu islenskra kvenna? „Eg held að kosning Vigdísar hafi haft mikil áhrif. Forsetinn er sameiningartákn þjóöarinnarog aö kona skipi þann sess hefur sitt aö segja. Hennar aðferöir, málflutningur og framkoma eru öömvisi en tíökaðist hjá fyrirrennurum hennar, hún kemur meö nýjan hljóm i opinbera umræöu. Þetta hefur áhrif! Og ekki bara á okkur, nútímann, heldur ekki- síöur á börnin sem nú eru að alast upp og eru fram- tíðin. Aö kona skuli gegna þessu embætti er mikil- vægt því aö þar er komin ný kvenleg fyrirmynd. Þær kvenlegu fyrirmyndir sem hafa veriö fyrir hendi hafa verið heldur einlitar en þarna er komin nýímynd, nýr möguleiki.” Stjórnmálaforingjarnir mannlegir eins og allir aðrir — Hvernig finnst þér aö vera komin í hóp allra þessara karla í hópi stjórnmálaforingja? Hvernig var þér innanbrjósts er þú sast viö sama borö og hinir gömlu foringjar eins og Geir Hallgrímsson sem fulltrúi íslenskra kvenna, ef svomá segja? „Ég fann fyrir stærö þess verkefnis sem ég haföi tekist á hendur, á Alþingi, aö vera eins og þú orðar þaö „fulltrúi íslenskra kvenna”. Hvaö varöar umgengni viö stjórnmálaforingjana þá eru þeir vitaskuld bara mannlegir eins og allir aörir. Þú kannast kannski viö myndina Þýskaland náföla móöir (Deutschland bleiche Mutter). Aöal- persónan, Anna, þarf aö fara á fund herforingja til aö fá leyfi til aö heimsækja mann sinn á víg- stöðvamar. I samtali þeirra kemur fram að við þaö aö eignast bam hafi hún misst lotninguna fyrir stööum og stööutáknum, fyrir ytri umbúnaði mann- lífsins. I þessu felst sannleikur. Ég tel aö þaö sé slík reynsla fyrir konur aö eignast barn aö þaö gefi okkur aöra sýn á þaö sem skiptir raunvemlega máli. Og á sama hátt og Anna get ég ekki litiö á „foringja” ööruvísi en sem manneskjur fyrst og fremst. Ytri umbúnaður þeirra er ekki aöalatriðið heldur innrætiö. Ég er glöðyfir aö hafa fengiö tækifæri tilaöstarfa aö mínu hjartans máli, aö vera treyst til þess aö skapaeitthvaðnýtt.” — Nú tekur þingmennskan við von bráöar, kvíðir þú því? „Nei, ekki get ég sagt þaö, en ég held aö það sé mikilvægt að halda utan um sálartetriö á þingi, aö missa ekki sjónar á sjálfri sér, eigin lífi og eigin stærö og detta ekki úr tengslum viö raunveruleik- ann. Aö hlusta eftir eigin rödd. Hver manneskja hef- ur ekki annað aö gefa en eigiö líf, hugsun, vit, hug- myndir og orku, og því mikilvægt aö missa ekki sjónar á lífinu og þá ekki sís.tsínu eigin.” Að svo búnu var tími til kominn aö blaðamaður héldi heim á leiö enda ekki vert aö trufla Sigríöi Dúnu frá óteljandi verkefnum. Hennar beiö síöasti kennsludagur í Háskólanum aö sinni, viðræður viö stjómmálaflokkana, fjögurra ára sonur, sem þarf móöurlega umhyggju á hverju sem dynur, og doktorsritgerðinókláraöa. -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.