Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Síða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 30. APR1L1983. Aukablad um GAGDA kemur út laugardaginn 14. maí nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í blaðinu vörur sínar og þjónustu, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV, Síðumúla 33 Regkjavík, eða í síma 27022 fgrir 6. maí nk. Nauðungaruppboð annað og síðasta sem auglýst var í 115., 122. og 124. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1982 á eigninni Kjarrhólma 26 — hluta — þingi. eign Arn- ar Ingólfssonar, fer fram að kröfu Útvegsbanka íslands, Bæjarsjóðs Kópavogs, Veðdeildar Landsbanka Islands, Landsbanka íslands og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. maí 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Kársnesbraut 36-A — hluta — tal. eign Jóns G. Þorkelssonar, fer fram að kröfu Bæjarsjóðs Kópavogs, Tómasar Þorvaldssonar lögfr. og Útvegsbanka Íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 4. maí 1983 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 56., 59. og 61. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Smiðjuvegi 18, þingl. eign Skápavais, fer fram að kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 5. maí 1983 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaösins 1981, á eigninni Álfhólsvegi 149 — hluta — þingl. eign Guðrúnar Halldórsdótt- ur, fer fram aö kröfu skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. maí 1983 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Ásbraut 19 — hluta — þingl. eign Guðmundar Sigurjónssonar, fer fram að kröfu Iðnlánasjóös, Verslunarbanka islands, Hákonar Árnasonar hrl., Bæjarsjóðs Kópavogs, Ævars Guðmundssonar hdl. og skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. maí 1983 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Gítarinn er í sókn hér á landi sem annars staðar í Evrópu. Hann er loks kominn i hóp æðri hljóðfæra þar sem hann hefur alltaf átt heima, segja þeirsemtil þekkja. Gítamemendur í landinu skipta nú hundruðum og hefur f jöldi þeirra náð píanónemendum sem lengi hefur verið fjölmennasti hópur hljóðfæra- nema í tónlistarskólum landsins. Um þessar mundir eru að útskrifast þrír gítarleikarar frá Tónskóla Sigur- sveins en þar í skóla nema nú um hundrað einstaklingar gítarleik. Þessir þremenningar eru Friðrik Karlsson, Erik Mogensen og Kristinn Ámason. Rætt var viö þá í vikunni og þeir fyrst spurðir hvað gítamám tæki langan tíma og hvemig kennslanskiptist. „Gítamám getur tekið allt frá sex árum að áratug,” segja þeir, „eða allt eftir því hvað hver og einn telur sig þurfa mikinn tíma til að ná tökum á hljóðfærinu. Til em menn sem telja sig ekki þurfa nema þrjú fjögur ár til að útskrifast sem gítarleikarar en það er því miður óraunhæf bjartsýni. Nú, þaö sem gítarnám kennir fólki er í fyrsta lagi hljómfræði (og þar meö lítilleg tónsköpun), tónfræði, tónheym og tónlistarsaga. Auk þess er einum klukkutíma í hverri náms- viku varið í gítaræfingar viö hliö einkakennara. Ásamt þessu er svo gríðarlega mikil áhersla lögð á heimanám, sérstaklega fingra- æfingar nemenda á hljóðfærið sitt. ” — Veit ég sem er að þið þremenn- ingar hafiö snert við rafmagnsgít- umm. Hver er munurinn á því hljóðfæri og þeim klassíska gítar sem þið hafið veriö að læra á síöustu árin? „Þetta eru í stuttu máli sagt gjörólík hljóðfæri, nema hvað að hvorttveggja bersex strengi. Klassíski gítarinn gefur mun breiðari möguleika við einleik en raf- magnsgítarinn, hægt er aö leika mun fleiri laglínur eða raddir í einu vet- fangi á þann fyrrnefnda en hinn. Rafmagnsgítarinn nýtur sín hins vegar betur sem samleiksWjóðfæri. ” — Hafa Islendingar sem tilhlýð- endur sérstakan áhuga á að hlusta á klassískan gítarleik á konsert? „Áhuginn er töluverður. Og það sem meira er, hann fer óðum vaxandi, rétt eins og raunin hefur oröið annars staöar í Evrópu. Nana Mouskouri sýnir sitt rétta andlit: 99 EGER SVO FEIMI]\” Vinsældir hennar sem söngkonu hafa alla tíö verið óháðar því sem gerst hefur í popptónlistinni. Alltaf hefur hún veriö jafnvinsæl þótt nýir tónlistarstraumar hafi komið fram. Þeir straumar hafa liðiö hjá og nýir komiö í staðinn, en alltaf hefur hún haldið sínu. Nú em 22 ár síöan hún söng sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með laginu Hvít- ar rósir f rá Aþenu og enn syngur hún sig inn í hug og hjörtu fólks. Geriaðrirbetur! Hin gríska söngkona Nana Mouskouri býr nú í Genf í Sviss. Hún er einstæð móðir með tvö böm: þau Nicholas 14 ára ogEllen 12ára. Nana var gift George nokkrum Petailas, grískum tónlistarmanni. Er skilnaður sakhæfur? „Skilnaðurinn tók á mig á sínum tíma,” segir Nana. ,í!n smám saman fór ég að fá meiri trú á sjálfri mér og mér fannst ég loksins full- orðnast. Eg haf alltaf verið óskap- lega feimin. Ég hef til að mynda allt- af notað sömu gleraugun. Eg þorði aldrei að skipta og reyna ný.Núþori ég þaö hins vegar — en bara prívat ennsemkomiðer! Eg er alin upp viö það að líta á hjónaskilnað sem glæp, þess vegna var þetta svo erfitt fyrir mig. Nú lít ég aftur á móti öðrum augum á slikt, því skilnaður hlýtur að vera betri lausn en lifa lífinu án ástar, umhyggju og skilnings. Það sem er aðalatriðið í málinu er að viðurkenna að skilnaðurinn er ekki sök annars aðilans heldur beggja. Annars fer hætta á aö börnin verði fyrir miklu áfalli, nógu slæmt er það samt. Ef maður getur litið á skilnaöinn sem eðlilegan hlut og gætt þess að tala ekki illa um hinn aðilann þá skilja börnin þetta svo miklu betur og læra aðlifameðþví. Þrátt fyrir miklar sveiflur í tónlist- inni síðustu áratugi heldur Nana Mouskouri alltaf velli, eða svo hefur hún gert í 22 ár. Hún er fast- heldin á sitt, hún hefur ekki einu sinni skipt um gleraugu frá því hún tróð fyrst upp. Svona vilja líka áheyrendur og -horfendur hafa hana. Bömin heimsækja fööur sinn ýmist á páskum eða jólum. Hann er giftur aftur og býr í Grikklandi, hann hefur reyndar heimsótt okkur með nýju konuna. Og eitt árið eyddum viö jóla- helginni öll saman. Það var mjög skemmtilegt. Ég furðaði mig á því aö ég meö mitt æsta skap, sem gjarnan einkennir okkur Grikki, gæti tekiö slíku. En þaö gekk allt vel og ég er ánægð meö að það skyldi takast.” „Söngurinn er mitt Iff" Eins og g jamt er um konur, eins og Nönu Mouskouri, sem vegnað hefur vel á framabrautinni, nagar oft sam-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.