Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Page 25
DV. LAUGARDAGUR 30. APRÍL1983. 25 — samtal vid þá Friðrik Karlsson, Erik Mogensen og Kristján Árnason sem ná eruað átskrifast sem einleiksgítaristar frá Tánskála Sigursveins Þaö má orða þetta á þann veg að þessi áhugi sé smám saman að spinnast upp í landinu. Æ fleiri sækja nú í gítamám. Af þeim sökum er meira um gítarhljómleika en áður og fleiri áhugamenn um þetta einleiks- hljóðfæri fyrir hendi meö fleiri nemendum. Annars hefur gítarinn vissulega veriö alþýöuhljóöfæri meðal Islend- inga lengi. Almúginn hefur alltaf verið með þetta hljóðfæri innan handar og margir kunnað að slá á strengi þess undir söng annarra. Þannig hefur gítarinn verið mikiö notaður sem undirleikshljóöfæri og Islendingar þekkja hann best sem slíkan. Aftur á móti hefur þróunin orðið sú á síðustu áratugum eða svo að æ fleiri tónsmiðir hafa uppgötvað gítarinn sem heppilegt hljóöfæri að semja einleik fyrir. Samfara þessum uppgötvunum tónsmiða hefur virð- ing alþýðunnar fyrir gítarnum sem einleikshljóðfæri aukist mjög. Hróður einleiksgítarsins hefur verið og er því að vaxa hröðum skrefum. Hann er loks kominn í hóp æðri hljóö- færa þar sem hann hefur alltaf átt heima. Loksins, sem betur fer. ” — Þið eruð aö útskrifast sem ein- leikarar á hljóðfæri ykkar einmitt um þessar mundir. Hvert er ykkar næsta skref, ellegar hverjir eru möguleikar ykkar á aö gerast atvinnugítaristar? „Sem einleikurum ætti okkur að bjóðast staða viö gítarkennslu. Þaö er einn möguleiki og ekki svo agalegur því gítarkennsla er ágæt- lega launuð miðað við útlagða vinnu. Hitt er líka inni í dæminu að gerast gítareinleikari að atvinnu þó að það sé fremur hæpið hérlendis hvað framfærslueyri snertir. Þaö sést kannski best á því að aöeins einn gítaristi hérlendis hefur atvinnu sína eingöngu af einleik (Pétur Jónasson). Hvað sem því líður erum við síður en svo svartsýnir á framtíöina og atvinnumöguleika í því tilliti. Viö hefðum aldrei lagt út í þetta margra ára gitamám án vissu um að einhvers staðar gætum við fengiö vinnu að námi loknu.” — Ein spurning í lokin. Tveir af ykkur starfa í hljómsveitum, annars vegar Friðrik Karlsson í Mezzoforte, og hins vegar Kristinn Arnason í ISS. Hefur þaö aukist aö poppgítaristar sæki í nám? „Það hefur aukist — og er aðeins gott eitt um það að segja. Annaðhvort hafa menn sóst í gítar- nám eftir að þeir hafa leikið um nokkum tima með grúppu, þar hafa þeir uppgötvað vanþekkingu sína á möguleikum gítarsins, og því langaö í nám, þetta gerðist með hann Friðrik, eða ekki síður að lærðir gítareinleikarar fá tilboð um grúppu- samstarf eftir aö námi þeirra er lokið. Þetta geröist meö Kristin Árnason. Þannig, að ef á þetta tvennt er litið þá verður ekki annað sagt en að íslenskar hljómsveitir skipi almennt lærðari og betri gítarleikarar en áður hefur tíðkast hérlendis.” Og þessi orö mæltu sem sagt þeir Friðrik Karlsson, Erik Mogensen og Kristinn Árnason, allt menn sem nú um þessar mundir eru að útskrifast sem einleikarar í gítarfræðum frá TónskólaSigursveins. -SER. viskubitið hana gagnvart bömunum. „Þegar ég er á söngferöalögum hringi ég tE krakkanna tvisvar, þrisvar á dag,” segir hún. „Svo skrifa ég bréf og póstkort alveg endalaust. Sem betur fer veit ég að þeirra er vel gætt. Þegar ég átti eldra bamið fékk ég góða bamapíu tE að annast það fyrir mig meðan ég var í burtu, og hún er hjá okkur ennþá. Við erum jafnaldrar, svo hún er mér eins og systir og börnunum eins og þeirra önnur móðir. Samt sem áður finnst mér ég oft ekki sinna börnunum sem skyldi. Á hinn bóginn hvíslar að mér rödd skynseminnar að ef ég ekki lifði lífinu eins og ég sjálf vil —því söngurinn er mitt líf og yndi í græn- um dal — yrði ég leið og erfið í umgengni. Ekki væri það betra fyrir börnin, erþað?” — En ætli Nana Mouskouri hyggi á hjónabandaö nýju? „Ja, hvers vegna ekki?” segir hún og brosir. „Mér finnst það dásamleg tilhugsun ef tvær manneskjur vilja deila lífinu og veröa gamlar saman. En ég verð aldrei góð eiginkona upp á grískan máta. Grískir eiginmenn vilja vera númer eitt. Það særir stolt þeirra ef eiginkonan nær meiri frama en þeir sjálfir. Þetta var til dæmis orsök þess að hjónaband mitt gekk ekkibetur. En sá maður sem ég giftist ef til vill einhvem tíma verður að taka því aö mestur tími minn fer í börnin og sönginn,” segir Nana Mouskouri. -KÞ þýddi. Nana hefur þó fengið sér ný gleraugu til að nota prívat og breytt til í klæðaburði frá því sem var en það er lika bara prívat. SPRUNCUVIÐCERÐIR - MÚRVIÐGERÐIR BÁRUJÁRNSÞÉTTINGAR - ÞAKKLÆÐNINCAR ---- ALHLIÐA HÚSAVIÐGERÐIR —----- Stöðvið alkalískemmdir. Múr- og steypuviðgerðir. Sprunguviðgerðir: með efni sem stenst vel alkalí, sýrur og seltu- skemmdir og hefur góða við- loðun. Látið fagmenn leysa leka- vandamálið. Gerum föst verðtilboð. Upplýsingar veittar í síma 91-72517 Sigurgeir Gunnarsson byggingameistari SÖLUSÝNING UM HELGINA eftir hádegi laugardag og sunnudag. Ath. auglýst verð gi/dirsé samið um kaup fyrir 10. maí. MARKAÐSWONUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 ri p

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.