Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1983, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 30. APRlL 1983. 27 ' ,» ,-_v Tí VS! ^f*.V- í 'j x) m 1 j ' tfráft 1 Norwich City: Aftari röö frá vinstri: Tim Shepperd sjúkraþjálfari, Keith Bertschin, Fremri röö: Mick McGuire, Paul Haylock, Ross Jack, Clive Baker, Dennis Van Wyk, Dave Benuett, Aage Hareide, Chris Wood, Steve Walford, Dave Watson, Peter Mendham, John Deehan, Martin O’Neill og Mark Barham. Ken Brown framkvæmdastjóri og Mel Machin þjálfari. sæti í aöalliðinu áöur en hann var seldur til Norwich þar sem hann hef- ur verið fastur maður síöan. Hefur leikiö 92 deildaleiki fyrir Norwich City. MARK BARHAM Miövallarspilari, kemur úr ungl- ingaliðinu og er nú einn efnilegasti- leikmaöur liðsins og er óvíst hvort félagið getur haldið hinum ef góö til- boð koma í hann. Hefur leikiö 102 deildaleiki. MICK CHANNON (ENGLAND) Miðvallarspilari eöa framherji, hóf feril sinn meö Southampton og var hann helsti markaskorari liðsins í 11 ár en þá var hann seldur til Man- chester City. Aðeins 2 árum seinna sneri hann til Southampton á ný og lék meö þeim næstu 3 árin. en var Dennis Van Wyk er aöeins 19 ára. síðasta vor gefin frjáls sala frá félag- inu og hélt hann þá til Newcastle en lék aðeins í tvo mánuöi meö þeim áöur en hann gerðist leikmaöur hjá Bristol Rovers. Þegar honum bauðst aö gerast leikmaöur hjá Norwich var hann ekki lengi aö hugsa sig um. Hefur leikiö 612 deildaleiki fyrir Southampton, Manchester City, Newcastle United, Bristol Rovers og Norwich City. JOHN DEEHAN Miðframherji, hóf feril sinn með Aston Villa og varö fljótlega meðal bestu leikmanna liðsins og kom þaö því á óvart þegar hann var seldur til WBA árið 1979 en hann náöi sér aldrei á strik þar og missti því stööu sína þar. Gekk til liðs viö Norwich á síöasta keppnistímabili og skoraöi þá mikiö af mörkum fyrir liöið sem lögöu grunninn aö sæti í 1. deild. Hefur leikiö 214 deildaleiki fyrir Aston Villa, West Bromwich Albion og Norwich City. KEITH BERTCHIN Miðframherji, hóf feril sinn meö Ipswich Town en tókst aldrei aö vinna sér fast sæti í liöinu og var hann þá seldur til Birmingham City sem hann lék meö næstu 4 árin áöur en hann gerðist leikmaður hjá Nor- wich. Hefur leikiö 219 deildaleiki fyrir Ipswich Town, Birmingham City og Norwich City. DENNIS VAN WYK Miövallarspilari, hóf feril sinn meö hollenska félaginu Go Ahead og kom til Norwich sem lánsmaður frá þeim en hefur nú verið keyptur þang- aö. Hefur leikið 25 deildaleiki. Norwich Clty • STJÖRNARFORMAÐUR: SIR ALAN SOUTH. • FRAMKVÆMDASTJÖRI: KEN BROWN. . FYRIRLIÐI: MICK McGUIRE. Árangur • 1DEILD: Besti árangur 10. sæti 1975-76. • 2. DEILD: Meistarar 1971-72, í þriðja sæti 1974-75,1981-’82. • 3.DEILD: (SUÐUR) Meistarar 1933-’34. • 3.DEILD: I öðru sæti 1959-’60. • BIKARKEPPNIN: Besti árangur undanúrslit 1959. . DEILDARBIKARKEPPNIN: Sigurvegarar 1962, í öðru sæti 1973,1975. . STÆRSTI SIGUR: 10-2 gegn Coventry City í 3. deild. (S) 15. mars 1930. • STÆRSTIÓSIGUR: 2-10 gegn Swindon Town í suöurdeild 5. sept. 1908. . FLESTSTIG: 64 í 3. deild (S) 1950-’51, þriggja stiga kerfi 71 Í2. deild 1982. • FLEST DEILDARMÖRK: 99 í 3. deild (S) 1952-’53. • FLEST MÖRK SKORUÐ Á KEPPNISTÍMABILI: RALPH HUNT 31 í 3. deild (S) 1955-’56. . FLEST DEILDAMÖRK FYRIR FÉLAGIÐ: JOHNNY GAVIN122 frá 1945-’54 og frá 1947-’58. • FLESTIR DEILDALEIKIR FYRIR FÉLAGIÐ: RON ASHMAN 590 frá 1947-1964. ' • FLESTIR LANDSLEIKIR: Martin O’NEILL 11 leikir fyrir Norður-írland. (Hefur leikið alls 49 landsleiki). • MARKHÆSTU LEIKMENN SÍÐUSTU FIMM KEPPNISTÍMABIL: 1977-78 - JOHN RYAN -15 mörk. 3.978-79 - MARTIN PETERS -10 mörk. 1979- ’80 - JUSTIN FASHANU -11 mörk. 1980- ’81 - JUSTIN FASHANU -19 mörk. 1981- ’82 - KEITH BERTCHIN -12 mörk. • HÆSTA VERÐ GREITT FYRIR LEIKMANN: 300.000 pund til Hajduk Split (Júgóslavíu) fyrir Drazen Muzinic. • HÆSTA VERÐ SEM FENGIST HEFUR FYRIR LEIKMANN: 1.000.000 pund frá Manchester City fyrir Kevin Reeves og 1.000.000 pund frá Nottingham Forest fyrir Justin Fashanu. • FRAMKV ÆMDAST JÓRAR SÍÐAN 1970: RON SAUNDERS, JOHN BOND, KEN BROWN. AÐRIR LEIKMENN CLIVE BAKER Varamarkvörður, kemur úr unglingaliðinu og hefur verið vara- markvöröur i nokkur ár án þess að ná aö tryggja sér sæti í aöalliöinu. Hefur leikið 17 deildaleiki. AAGE HAREIDE (NOREGUR) Miövöröur eöa bakvörður, hóf feril sinn meö norska félaginu Molde en var keyptur til Manchester City á síöasta keppnistímabilið og var síðan óvænt lánaður til Norwich í vetur út keppnistímabilið. Hefur hann veriö fastur maöur í liðinu síö- an en meiddist fyrir stuttu og hefur ekki tekist aö vinna sæti á ný. Hefur leikiö 45 deildaleiki fyrir Manch. City og Norwich City. PETER MENDHAM Miövallarspilari, kemur úr unglingaliöinu og hefur veriö viöloð- andi aöalliöiö í mörg ár án þess aö vinna þar fast sæti til lengri tíma. Hefur leikiö 92 deildaleiki. DAVE BENNETT Miðvallarspilari eða framherji, hóf feril sinn hjá Manch. City en náöi aldrei aö leika þar deildarleik áöur en hann var seldur til Norwich City. Hefur leikið 51 deildaleik. ROSSJACK Framherji, hóf feril sinn meö Everton en náöi aldrei aö tryggja sér sæti í aðalliöi. Var seldur til Norwich 1980 og var hann fastur maöur í aðal- liöinu allt síðasta keppnistimabil en missti sæti sitt nú í vetur. Hefur leik- iö 61 deildaleik fyrir Everton og Norwich City. MARTIN O’NEILL (NORÐUR ÍRLANDI) Miðvallaispilari, hóf feril sinn meö Distillery á N-ír'andi en var fijótlega seldur til N. Eorest þar sem hann lék í 9 ár og varð hann annars Englandsmeistari, Evrópu- meistari, og deildarbikarmeistari með því félagi. Var seldur til Nor- wich áriö 1981 fyrir 275.000 pund pund en eftir stutta dvöl hjá félaginu fór hann til Manch. City fyrir sömu upphæð. Dvöl hans hjá City varð einnig stutt áður en hann gekk til liðs við Norwich á ný fvrir 125.000 pund og hefur hann verið fastamaöur í lið- inu síðan en meiddist nú fyrir stuttu. Var fyrirliði norður-írska landsliös- ins í heimsmeistarakeppninni á Spáni. Hefur Icikið 371 deildaleik fyrir N-Forest, Manchester City og Norwich City. GRANTREID Miövallarspilari, kemur úr unglingaliðinu en hefur ekki tekist aö vinna sér sæti í aðalliöinu. Hefur leikið 3 deildaleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.