Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 6
6 DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983. Sælkerinn Sælkerinn Sælkérinn Sælkerinn LAX — LAX — LAX Grf llvertíðin haf in Nú fer aö koma sá tími (vonandi) að hægt sé aö fara aö grilla úti í garði, nú og svo auðvitað í ferðalag- inu. Nú er hægt aö kaupa ýmiss konar kjötrétti tilbúna á grillið — sumir þessara rétta eru ljómandi en því miður eru þeir oft löðrandi í oliu — olían drýpur síðan niður á glóðina og eldurinn blossar upp og kjötið brennur. Mjög gott er að glóða ýmiss konar rif, t.d. lamba- og svínarif. Upplagt er því að kaupa rif eöa spareribs og glóða. Hér kemur upp- skrift að grilllegi sem er mjög al- gengur í Bandaríkjunum og á mjög vel við kjöt sem á aö glóðarsteikja, t.d. rif. Þaö sem þarf er: 11/2 tsk. hunang (fljótandi) 3 msk. matarolía (helst vinberjaolia) 4 msk. soja 2 msk. rauðvín (ef til er) i ugiferduft eöa rifin rót, ca 1/2 tsk. 2 hvitlauksrif, pressuð Þessu er öllu blandaö vel saman og kjötið eða rifin látin liggja í þessum legi í 3—4 tíma. Rifin eru svo glóðuð og ágætt er að bera aðeins á þau þennan lög á meöan verið er aö glóða. Þetta er mjög gott — eða það segja þeir í U.S.A. en fáar þjóðir glóða meira en Bandaríkjamenn þannig að þessi uppskrift ætti að vera pottþétt. Þá er laxveiðitíminn hafinn og nú er laxinn kctninn í verslanir og á mat- seðla veitingahúsanna. Ekki má svo gleyma hinum vongóðu og þraut- seigu veiðimönnum sem vonast til að ná loksins þeim stóra — þessum sem slapp í fyrra. Það þarf vart að segja fslendingum að lax sé herramanns- matur. Lax er þó viðkvæmt hráefni og ermikilvægtaðhannsénýr.Hann tapar strax bragði ef hann er búinn að frjósa. Einnig þarf nokkra ná- kvæmni við matreiðslu á laxi. Hann má ekki sjóða eða steikja of lengi, þá verður hann þurr og bragðlítill. Var- ast skal að krydda laxinn of mikið — helst sem minnst. Þaö er hið góða fiskbragö sem skiptir máli, ekki eitt- hvert aukabragð. Sé laxinn nýr er óþarfi að hafa með honum þunga sósu eða mikið meðlæti. Upplagt er aö matreiöa lax í anda hinnar frönsku línu — og hér kemur slík uppskrift sem aö vísu er ekki frönsk heldursænsk. I þessa uppskrift ætti aðeins að nota glær.ýjan lax. Þetta er auðveld uppskrift og er tilvalið að veiðimaö- urinn sjálfur matreiði feng sinn eftir þessari uppskrift. Það sem þarf er: 800 g lax (4—6 sneiðar) 150 g dill 150 g steinselja smjör sítrónusafi brauðmylsna salt og pipar 11/2 dl sýrður r jómi 1/2 dl majones salt og pipar Byrjið á því að saxa eða klippa niður dillið og steinseljuna. Smyrjið eldfast fat að innan og stráið svo brauðmylsnunni í botninn á fatinu. Kryddið laxinn með salti og pipar og leggið hann í fatið. Dreypið dálitlu af sítrónusafanum yfir laxinn. Hyljið svo laxasneiðarnar með dillinu og steinseljunni. Þá er lok sett á fatiö eða álpappír breiddur yfir, að minnsta kosti verður það að vera vel lokaö. Fatinu er svo stungið inn í 225° heitan ofn. Erfitt er aö segja til um hve laxinn á að vera lengi inni í ofn- inum, það fer eftir ýmsu, svo sem þykkt sneiðanna og hve ofninn er þéttur. Þiö verðið að prófa ykkur áfram með það en líklegur tími er svona 8—10 mín. A meðan laxinn er í ofninum er sósan löguö. 1 hana fer: Og þá er þaö ábending til laxveiði- manna: Hendið aldrei laxahrognun- um því þau eru mjög ljúffeng. Ur þeim má laga dýrindis kavíar sem sæmir konungum og öðrum stór- mennum. Þetta er mjög einfalt. Hér er miðað við 1 kg af laxahrognum. Byrjið á því að skola hrognin svona 5—6 sinnum í köldu saltvatni (1 msk. gróft salt í 1 lítra vatns). Hræriö var- lega með sleif og reynið að fjarlægja himnuna sem heldur hrognunum saman en varist að eða sprengja hrognin. Aðalatriðið er að fjarlægja himnuna — veiða hana úr skolvatn- inu. Leggið nú hrognin í, þannig að sem mest af vatninu renni af þeim. Utbúið nú nýtt saltvatn (3 tsk. salt í lítra vatns). Setjið nú laxahrognin i þetta saltvatn og látiö þau standa inni í ísskáp í 1 klst. Þá eru hrognin síuð í annað sinn og þau krydduð með nýmöluðum pipar og 2 msk. af kon- íaki. Þar með er laxakavíarinn til- búinn. Berið hann fram með ristuðu brauði, smjöri og sýrðum rjóma. Látum nú þetta nægja um Iax í bili. Meira verður fjallað um lax síðar í sumar hér á Sælkerasíðunni. Þessu er sem sagt hrært saman og kryddaö eftir smekk. Þá er þessi laxaréttur tilbúinn. Meðlætið er strimluð salatblöð, soðnar kartöflur, sósan og sítrónubátur. Þetta er allt og sumt — einfalt en gott. Þennan laxaréttættualliraðgetamatreitt. • Gott vín með þessum bragðgóða rétti er spænska hvítvinið „Marqués de Riscal”. Þetta er þurrt hvítvín, bragð- og ilmmikiö vín sem einnig passar Ijómandi semfordrykkur. Lax er viðkvæmt hráefni og er mikilvægt að hann sé nýr. tappa víni á flöskur ekki ósvipaðai' gosdrykkjaflöskum. Þá er farið að nota plastflöskur en einnig er víni tappað í plastpoka sem settir eru í snyrtilega kassa — þá er líka farið að tappa víni á dósir. Hér er auðvitaö átt við ódýrari vín. En framleið- endur segja aö vínið geymist eins vel í þessum umbúðum og í flöskum — þetta heitir víst markaðsaölögun. Þessi þróun sýnir að í hinum sið- menntaða heimi er hætt að líta á létt- vín sem vímugjafa heldur sem mat- vöru. Það má auðvitað deila um þessa staðhæfingu en hún er eigi að síður athyglisverð og Sælkerasíðan heldur því fram að það væri heldur til góðs heldur en hitt að líta á léttvín sem matvöru en ekki eingöngu sem vímugjafa. Undanfarna daga hefur allmikið verið fjallað um hið svokallaða .JHúsavíkurjógúrt”. I ljós hefur komið að við verðmyndun á vöru skipta umbúðirnar ekki svo litlu máli. Krafa nr. eitt varðandi um- búðir er auövitað sú að sjálf varan haldist óskemmd — og svo að um- búðimar séu handhægar, hreinlegar og fallegar fyrir augaö. I 7 Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Eins og áður hefur komið fram hér á Sælkerasíðunni, hefur neysla á létt- um vínum aukist allverulega hér á landi — er það ánægjuleg þróun ef á sama tíma hefur dregið úr neyslu sterkra eða brenndra drykkja. En víkjum aftur að umbúðunum. Léttvínsflaska getur verið falleg og útlitiö hefur ekki svo lítið að segja því þegar höfugt vín er kneyfað notum við skilningarvitin til hins ýtr- asta, sjón, ilman, bragðskyn. I stuttu máli getur útlitið haft áhrif á bragð- ið. Við drekkum vín sem kemur úr plastbrúsum með öðru hugarfari en vín úr fallega litri og lagaðri flösku. En nútímatækni og markaðs- kröfur taka stundum lítið tillit til feg- urðarinnar — notagildið er látið sitja í fyrirrúmi. Svo viröist sem drykkja léttvína hafi jafnast nokkuð — það hefur heldur dregið úr henni í vín- framleiöslulöndunum eins og Italíu og Frakklandi en víndrykkja hefur aukist í ýmsum öörum löndum eins og t.d. Bretlandi, Skandinavíu og Bandarikjunum. Kaupendum víða um heim var farið að þykja hinar gömlu góðu flöskur nokkuð þung- lamalegw' og dýrar — að maður tali nú ekki um ef korktappi er í flösk- unni. Það eru því margir vínfram- leiðendur hættir að nota korktappa og famir að nota skrúfaða tappa. Einnig er farið í auknum mæli að LÉTTVÍ^ í FERNUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.