Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR25. JÚNÍ1983.
9
Rétt meö naumindum er fært í for-
setaferð um Vestfiröi á Jónsmessu.
Ekki undrar okkur, þegar viö sjáum
þáttinn „Vestur í bláinn” endurtek-
inn aö landinn hafi fyrir öld fengið
nóg af baslinu og margir komiö sér
burt. I Reykjavík kvarta menn sár-
an, þykjast ekki sjá sumarið, og dag
tekur aö stytta. Hvað mega menn þá
segja norð-austan og vestan? En
gleymum ekki, aö viö höfum svo ótal-
margt, sem aörir geta ekki boöiö,
þótt betur viöri sums staöar. Líf
vesturfara var ekki sældarbrauö og
þarf ekki aö vera þaö enn, eöa eru
menn héöan vissir um atvinnu í
löndum atvinnuleysisins? Viljum viö
fóma þvi öryggi, sem viö búum við?
Menn skyldu trúa varlega glans-
myndunum af íburði Dallasfjöl-
slqrldna annarra landa og þeirra
vina.
Viö spyrjum samt, hvort komi til
landflótta aö ráöi með haustinu eða
snemma á næsta ári. Þegar viö
sátum í efnahagskreppu 1968—69,
fóru margir aö tygja sig. Talsverður
„landflótti” var lengst af síðan. An
hans hefðum viö kannski f undiö fyrir
atvinnuleysi. Castro kom þeim til
Flórída, sem honum þóttu vera til
vandræða heima fyrir, bæöi andófs-
mönnum og geðveikum. Islendingar
komu fólki af sér til annarra landa,
sem ella hefði kannski valdið at-
vinnuskorti hér vegna þess aö lands-
feðumir settu fjármagniö í óarðbær-
an atvinnurekstur fremur en arö-
bæran. Viö nýttum ekki gæöi lands-
ins, heldur ónýttum.
Þaö sverfur aö mörgum, þegar
haustar. Þess sjást reyndar strax
merki í minnkun kaupa á bifreiðum
og heimilistækjum. Þess munu sjást
merki í fasteignaviðskiptum. Margir
fasteignasalar búast við, aö fast-
eignamarkaðurinn „hrynji”, verö
verði langt undir verðbóigu. Erfitt
verður aö selja fasteignir. Gósentím-
inn í sölu þeirra, þegar veröiö
hækkaöi síöustu ár meira en verö-
bólgan var, er liðinn um hríð. Þegar
er orðiö erfitt aö selja bíl.
Kreppan kemur hér við síðar en
víöast. Merki benda til, aö sums
staðar rofi nú til. Viö sjáum verö á
áli rjúka upp. Vesturlönd kunna að
komast úr kreppunni, meðan við
leggjumst í hana. Þá gæti margur
landinn hugsaö til hreyfings. En
menn skyldu forðast að reikna
afkomu sina í krónum eingöngu, eöa
dölum.
Byrðum misskipt
Almenningur kvartar yfir, að
byrðunum sé ekki réttlátt skipt.
Búvöruhækkunin mikla fór illa í fólk.
Viö eigum ekki aö kalla þá menn
neytendafulltrúa í sexmannanefnd
um búvöruverö, sem hundsa marg-
rökstuddar kröfur neytenda en
reikna bara á vasatölvur aö fyrir-
mælum bændafulltrúanna.
Hækkanir á búvöruverði eru
reiknaöar meö mjög einföldum hætti
af þessum mönnum á grundvelli
„vísitölubús”. Þeir segja, aö launa-
liður bænda hafi þar hækkað 1. júní
um 8 prósent eins og laun almennt.
En í raun bera bændur ekki skeröing-
una af sama þunga og aðrir.
Þaö veitir ákveöin hlunnindi aö
reka „vísitölubú” meö þessum hætti
eða annars konar bú, sem fær hækk-
anir eftir vísitölubúinu.
Launþeginn ber aö fullu tilkostnaö-
inn við heimilisreksturinn. Hann ber
matarkostnaðinn með fullum
hækkunum 20—30% í júní. Hann ber
vaxtakostnaðinn af skuldum sínum.
Hann ber bensínhækkanimar af
bílnum. Þegar reiknaöur er
„verölagsgrundvöllur landbúnaöar-
afurða”, eru bættar margar
hækkanir, sem bóndinn ber.
Matvöruframleiðandinn, bóndinn,
hefur margs konar tök á aö fá mat-
inn til heimilisins lægra verði, eins
og allir þekkja. Hann þarf því ekki aö
bera 20—30% hækkun á matar-
kostnaði í júní, meðan matarútgjöld
launþeganna veröa sívaxandi
prósenta af heildarútgjöldumþeirra,
þegar tekjumar minnka. I verölags-
grundvelli em liöir, sem bættir eru,
svo sem f jármagn „til endurnýjunar
húsa og búvéla”. Þótt slíkt eigi aö
miöa við hús, sem notuð em við
reksturinn, sjáum við öll möguleik-
ana, sem slíkt gefur. I verðlags-
gmndveUi fást bætur fyrir 333 Utra
af bensíni, með hækkunum, fast-
eignaskatta, rafmagn, póst, síma,
'
Þótt kreppi að íslendingum fjárhagslega, eru kostir á að sækja fram.
hýöræði í félagi
og á mnnustað
tryggingar húsa.... Enda þótt
visitölubúið sé miöað viö þaö, sem til
búrekstrarins þarf, fer ekki fram hjá
neinum, aö möguleikamir eru mikUr
til að sigla framhjá þvi að taka á sig
verðhækkanir ýmsar af sama þunga
og launþeginn gerir. Þessi rekstur er
síðan og ekki sízt studdur út-
flutningsuppbótum og niðurgreiðsl-
um. Hinar síðame&idu eiga aö sjá til
þess, aö almenningur kaupi nóg af
framieiðsluvörunum þrátt fyrir
miklar verðhækkanir á þeim.
Verkalýðsforingjar hafa
fjarlægzt fólkið
Bretadrottning las í vikulokin
boöskapinn frá Möggu Thatcher.
Lærdómsrikt fyrir okkur er að hún
boðar aukiö lýðræöi i verkalýös-
hreyfingunni. Þurfum við ekki meira
lýðræði í verkalýðsfélögunum?
I okkar kerfi veröur ekkert við því
að segja, þótt verkalýösfélög boöi til
verkfalla kröfum sínum til stuðn-
ings. En er ekki nauðsynlegt, að til
slíkra verkfalla sé því aðeins boöaö,
að alþýða manna í verkalýðsfélögun-
um ætlist til þess? Slík spuming
verður væntanlega óven jumikilvæg í
byrjunnæstaárs.
Með fólksfjölguninni verður sú
hætta meiri hér, eins og víöa þekkist,
að verkalýösforingjamir fjarlægist
áfram fólkiö i félögunum.
Nokkrir tugir manna mæta
kannski á félagsfundi. Er rökrétt, að
svo lítill hópur kjósi stjórnendur,
Laug'ardag's*
|iisf illiun
Haukur Helgason
adstodarritstjéri
sem brátt fara í boltaleik meö fjör-
egg þjóðarinnar? Flestir mundu
segja, að þaö væri ekki rétt.
Magga og brezki Ihaldsflokkurinn
gátu unnið svo mikinn sigur, af því
að almenningur í brezku verkalýðs-
félögunum fann enga samkennd með
forystumönnum félaganna. Tengslin
höfðu rofnað. Andstaða foringjanna
við stjómarstefnuna náði ekki til
fólksins. Verkalýðsforingjar hafa
víða um lönd verið í forstjóraskikkj-
um. Þeir hafa haft umsvif eins og
rekendur fyrirtækja. Þetta hefur
smám saman gerst einnig hér með
því að fólki hefur fjölgað, allar
stærðir magnazt og fjárhagur félag-
anna margra eflzt.
Því ættum við líka að efla lýöræðið.
Lýöræði er ekki bara að kjósa til
þings á nokkurra ára fresti. Lýðræði
er jafnvel mikilvægara, þegar kosin
er forysta félaga eða málum á vinnu-
stað ráðstafað. Forystu stjórnmála-
flokka ætti að kjósa í almennum
kosningum flokksmanna. Forystu
verkalýðsfélaga skyldi kjósa í al-
mennri atkvæðagreiðslu en ekki á
klíkufundum, þar sem nokkrum
sálum er hóað saman. Ennfremur
ætti ekki að efna til verkfalla, nema
það hafi verið samþykkt við almenna
atkvæðagreiðslu í félögunum, af
meirihluta félagsfólks.
Fyrirtækja-
lýðræði
Einnig ætti að nota hugmyndir
Alberts Guðmundssonar fjármála-
ráðherra um sölu einhverra ríkis-
fyrirtækja til að auka lýðræði í fyrir-
tækjunum. Starfsfólki á að gefa kost
á kaupum á hlutabréfum. Hugsan-
lega ætti að gera hið sama og ríkis-
stjórnir Vestur-Þýzkalands og
Austurríkis gerðu fyrir tveimur
áratugum við svipaöa sölu ríkis-
hlutabréfa, og stofna til raunveru-
legra almenningshlutafélaga.
Atvinnulýðræði er annar þáttur,
sem verkalýðshreyfingin ætti að
sækja fast i næstu kjarasamningum,
þegar ekki verður mikið svigrúm til
kauphækkana í krónum.
Atvinnulýðræði hefur verið ríkur
þáttur í atvinnumálum Vestur-
Þýzkalands, svo að eitthvert dæmi sé
nefnt. Þaö hefur yfirleitt notiö stuön-
ings bæði jafnaðarmanna og kristi-
legra demókrata.
Hagur af auknu atvinnulýðræði
kemur fram í mörgu. Kannski mun
þeim ráðherrum, sem nú sitja hér,
þykja það æskilegast, að með auknu
atvinnulýðræði vex skilningur starfs-
fólks á raunverulegri stöðu fyrir-
tækjanna, semþað vinnur við.
Starfsfólk fer síöur i verkföll fyrir
misskilning eða áróður einhverra
s jálfk jörinna f oringja.
Kaup starfsfólks á hlutabréfum í
fyrirtækjum sínum, eykur einnig
skilning og áhuga þess á velgengni
rekstrarins. Því má búast við meiri
framleiðslu, minni verkföllum en
umfram allt betri liðan starfsfólks á
þeim stað, þar sem það eyðir 8—12
stundum hvers virks dags.
Sá timi er kominn og stendur um
skeið, að velferð í raunverulegum
krónum talin verður minni saman-
borið við verðbólgu. En við verðum
að sækja fram. Við eigum marga
kosti, svo sem þá, sem hér hafa verið
nefndir til að efla raunverulegt
lýðræði og gera okkur lífið skemmti-
legra. Eins og forseti Islands nefndi
að Hrafnseyri eigum við að horfa
fram á veginn, þótt að kreppi um
sinn.
Haukur Helgason.