Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983. E*egar vindurinn v>ar beislaður — vincl- myllurn- ar í Reykja- vfk Fyrir rúmri öld og ríflega þaö var svipur Reykjavíkur allfrábrugöinn því sem hann er nú, eins og nærri má geta. Þá voru þaö ekki byggingar á borð viö Hallgrímskirkju, Borgarspítalann eöa háhýsin í Breiöholti sem settu svip á bæinn heldur vindmyllumar. Þær voru tvær aö tölu, önnur á Hólavelli, hin í Þingholtunum, og gnæföu þá yfir hinn lágreista bæ meö álíka tignarsvip og áöumefndar byggingar gera nú. Sami maður að verki Þaö var sami maöur, sem lét reisa báöar vindmyllurnar. Þaö var P.C. Knudtzon kaupmaður, sem uppi var í kringuml800. Áriö 1830 réöst Knudtzon í byggingu fyrri vindmyllunnar fyrir vestan og ofan Hólakotsbæinn. Þá var fluttur til landsins eingöngu ómalaöur rúgur og höfðu menn malað korn sitt sjálfir. Nú var þeim boöið að koma með kom sitt til myllunnar og láta mala það þar. Mölunargjaldiö mun ekki hafa veriö hátt, en þrátt fyrir það kusu menn að mala heima. Þar voru kvamirnar til og hefur verið taliö sjálfsagt aö nota þær, enda þótt erfitt verk væri aö mala í þeim. Um þetta leyti voru líka öll brauö bökuö heima, reyndar var hér ekkert bökunarhús. Myllan haföi því lítiö aö gera, en þá hugkvæmdist Knudtzon aö slá tvær flugur í einu höggi meö því aö reisa bökunarhús. Brauðin gat hann selt með hagnaöi og mylluna gat hann látiö mala fyrir bökunarhúsiö, þar sem nú heitir Bern- höftstorfa og dregur nafn af Bemhöft bakara, sem Knudtzon réö til starfa. Knudtzon rak bökunarhúsið í ellefu ár og malaði sjálfur kornið í vindmyll- unni á Hólavelli. Þá keypti Bernhöft bökunarhúsiö og aö öllum líkindum vindmylluna með. Ekki hefur þó Bernhöft lengi átt mylluna, því nokkra síöar eignaðist hana Jóhannes malari Pálsson. Hann rak malaraiðnina til æviloka. En þegar hann féll frá voru dagar vindmyllunn- ar taldir og mun hún hafa verið rifin um 1880. Þar sem hún stóö liggur nú Garöa- stræti. Stutt gaman skemmtilegt En Knudtzon var hins vegar ekki af baki dottinn. Og ekki var hann hættur viö aö reka vindmyllu þótt hann heföi selt þá á Hólavelli. Hann sótti um lóö fyrir ofan túngarö Arnarhóls til aö reisa þar nýja vindmyllu, en bygg- ingamefnd leist ekkert á þá ráöstöfun. Hún vildi ekki hafa vindmyllu svo Myllan í Þingholtunum. Húsið vinstra megin við hana og aftan við stóð þar sem hús Samvinnubankans i Bankastræti stendur nú. nærri Arnarhólströðum, því að gaura- gangurinn í henni myndi fæla alla hesta sem þar f æru um! Knudtzon var hins vegar ákveðinn í því aö reisa vindmylluna og varö þaö þá aö samkomulagi aö láta hann fá lóö fyrir ofan Þingholt þar sem hún yröi afskekkt og síöur væri hætta á aö hún yröi umferðinni hættuleg! Reyndar kom á daginn að myllan átti eftir að standa við alfaraveg og ekki bar á aö hestar fældust vængjasvif og gnauö hennar. Þarna reisti nú Knudtzon nýja myllu, stóra og myndarlega, sem setti mikinn svip á Þingholtin. Hollenska myllan var hún kölluö í daglegu tali og stóð rétt hjá bökunarhúsinu, sem Knudtzon seldiBernhöft. Adam var þó ekki lengi í paradís, eins árs rekstur á myllunni gafst Knudtzon upp á henni og seldi hana Ohlsen malara. Ekki gat sá rekið liana árið og seldi hana öörum og þannig gekk myllan kaupum og sölum. Síðast átti Jón Þóröarson kaup- maður vindmylluna. En nú var svo komiö aö það borgaði sig ekki lengur að mala korn, því nú fluttu allar versl- anir inn rúgmjöl. Arið 1892 lét Jón taka vængina af myllunni og notaði hana sem geymslu næstu tíu árin. Hún var svo rifináriðl902. Níu áram eftir að myllan í Banka- stræti hvarf var reist þriðja vind- myllan í Reykjavík. Var sú hinum eldri miklu minni. Það var Stefán B. Jónsson, kaupmaður, sem reisti myllu þessa sunnan við nýreist íbúðarhús sitt á Laugavegi 124. Stefán þessi var mikill hugsjónamaöur og vildi koma hér á ýmsum umbótum og var myllan þáttur í því. Hann varð meðal annars fyrstur manna til þess að flytja mjólk til Reykjavíkur og selja í búð, og hann gerilsneyddi mjólk fyrstur manna hér álandi. En myllan hans starfaöi hins vegar ekki lengi, aðeins tvö, þrjú ár. Þá má og geta þess að hugvitsmað- urinn og listamaöurinn Ásmundur Sveinsson bjó til litla vindmyllu til þess að láta hana hjálpa sér þegar hann var að reisa hús sitt í Laugardal. Hann notaði vindaflið til þess aö lyfta steypu- efninu upp í veggina. Þessar vindmyllur voru þó ólíkar gömlu vindmyllunum og bar lítið á þeim. Eflaust hafa þó vindmyllumar, stór- ar eöa smáar, sett lifandi svip á bæinn þegar þær þöndu út seglvængi sína og þeir snerust meö ofsahraöa í vindin- um. Byggt á Áma Óla -KÞ tók saman. Hólavallatún og myllan. Útsýn yfir miðbæinn frá Arnarhóli um 1860. Myllan i baksýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.