Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Side 23
DV. LAUGARDAGUR 25. JON! 1983.
Ilún safnar korktöppum
MÓTOKROSSKEPPNI
V./.K
verður ha/din við
Kef/avíkurveg fca 1200 m
sunnan við Grindavíkur-
af/eggjara) sunnudaginn
26.júník/. 14.
Veitt verða verð/aun
fyrir 1. sætið hjá
125 c.c.
250c.c.
500c.c.
Þeir sem hafa áhuga á
að taka þátt mæti kl. 11
þann 26. júni á móts-
svæðið.
Þeir taka upp á ýmsu í Ameríkunni.
Kona ein að nafni Phyllis Diller er
haldin ákafri söfnunaráráttu. Hún
safnar þó ekki hverju sem er heldur
einbeitir sér að korktöppum! Það eru
mörg ár síðan Diller byrjaði að safna
töppunum. Þannig kom það til að ein-
hverju sinni keypti hún sér kampavíns-
flösku, sem vart er í frásögu færandi,
nema hvað á flöskunni var ekki kork-
tappi heldur plasttappi. Diller datt þá
si svona í hug hvort korktappar væru
orðnir sjaldséðir og byrjaði að safna.
Nú á hún mörg þúsund tappa, sem hún
sýnir stolt gestum og gangandi.
mm
ffltMi/ðr.
jmmim
NYTT OG VANDAÐ
FERÐOTLBOÐ
SÆLUVIKUR í
Við efnum til óvenju glæsilegra pakkaferða til
Sviss dagana 14. og 21. ágúst. Nú færðu vandaða
ferð með heilmiklu meðlæti og kynnist um leið heill-
andi landi og vingjarnlegri þjóð.
Flogið er í áætlunarflugi Arnarflugs til Zurich
og þaðan haldið til hins einstaklega fallega
ADELBODEN-svæðis, gróðursæls og hrífandi dals
sem liggur við fjallsrætur svissnesku Alpanna í allri
sinni tign og fegurð.
i þessari ferð gengurðu á vit svissneskrar náttúru
eins og hún gerist fegurst og kyrrlátust í senn
Gönguferðir um nálæga staði, útsýnisferðir með
fjallakláfum upp á fjallstinda, bátsferðir á nálægum
vötnum, skógarferðir og ótal margt annað er
á meðal ómissandi verkefna og þegar kvöldar taka
annálaðir veitingastaðir og eldfjörugir skemmtistað-
ð.
I Adelboden er gist á Hótel Bristol, vingjarnlegu
og dæmigerðu svissnesku fjallahóteli. Öll herbergi
eru búin baði og/eða steypibaði, síma, sjónvarpi,
útvarpi og „mini-bar". Hálft fæði er innifalið í verði
ferðarinnar.
Unnt er að velja á milli eins eða 2ja vikna dvalar
og sé ferðin 2ja vikna löng er t. d. upplagt að not-
færa sér hina hagstæðu bílaleigusamninga Arnar-
flugs og skipta Sviss-heimsókninni á milli Adelbo-
den og ökuferðar vítt og breitt um nálæg eða fjar-
lægari héruð.
Brottfaradagar: 14. eða 21. ágúst.
Verð 1 vika í Adelboden kr. 18.966.
2 vikur í Adelboden kr. 24.197.
miðað við gistingu í 2ja manna herbergi
Innifalid: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis,
gisting með 1/2 fæði, gönguferðir í fylgd innlendra
og þaulkunnugra fararstjóra, aðgangur að Adelþo-
den-sundlauginni, ókeypis og ótakmarkaður að-
gangur að Alpine-járnbrautarkerfin'u og öll aðstoð fs-
lenskra starfsmanna Arnarflugs í Zurich og Adel-
boden.
Barnaafsláttur 2ja — 11 ára kr. 5.996.
Bílaleigubíll fyrir tvo í eina viku, A-flokkur, kr. 3.314,
trygging og skattur innifalinn.
Leitið til söluskriistoíu Arnarílugs s
eða lerðaskriistofanna |
*
Flugfólag með ferskan blæ
ARNARFLUG
Lágmúla 7, slmi 84477