Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Side 35
DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983.
35
bowie
MEÐ
o;íf:idur eolutur”
MJSl *«“SiíSES
hann var ellefu ára (þá het hann Da a dagana,
Bowie þegar hann Annars er sama hvaöa blaði er n v
. z“ - «*« «*»»»“ !«is as™
■ *»^‘‘'szí “sss ísssss
annars «•
rSÍtB««tó»““SSSS Trevor B»fh,s«S* »»
En ekki eru ^f.j^Xstiiskólanum.gáfaðurenþo aðallegalat ^
hannhafiverlðsáfnkaöasu ^ Bowieha£i eitt sinn skr að ntgero^^ ^ ^
Tre;or £Svar Uífstíöarfangavist. Kennaranum þott r tg^ kyn(£ugt þvi
I f^Sesín yfir bekkinn. Bekkjarsystkmum^s þ helst, að sögn
I^ÆK^SrSéSSSÍsUviðtaU
1 H5=tísS--£
The
bnposter
ELVIS COSTELLO er að
margra áliti einhver merkileg-
asti rokktónlistarmaður sem
nú er uppi. Síðustu plötur hans hafa
þótt með afbrigðum góöar og platan
frá því í fyrra, Imperial Bedroom,
kjörin „plata ársins” af gagnrýnend-
um breska poppritsins Record Mirror.
Ný breiðskífa var væntanleg frá
CosteUo í sumar, en nú er ljóst að ein-
hver bið verður á plötunni þar eö upp-
stokkun fer nú fram á hljómplötufyrir-
tækihans,F-Beat.
Vilji er aUt sem þarf, sagði Einar
Ben. og Elvis CosteUo lét því ekki lög-
fræðinga aftra sér frá því að fá vilja sin-
um framgengt; hann hafði samið lag
og vUdi fá þaö útgefið í snatri. Lög-
fræðingarnir voru aö yfirfara smáa
letrið í samningum fyrirtækisins og af-
tóku með öllu að platan yrði gefin út.
Costello brá því fyrir sig dulnefni, The
Imposter, og gaf út 2ja laga piötu!
Lagið „PiUs And Soap” kom út nokkr-
um dögum fyrir kosningamar í Bret-
landi og þar sem Costello er yfirlýstur
andstæðingur rikisstjómar Thatchers
yrkir hann ekki á sérlega íhaldssaman
hátt „there are ashtrays of emotion,
with the fag-ends of the aristocracy”
— og annaö í þessum dúr.
Costello hefur áður samiö beittan
ádeilutexta í garð Járnfrúarinnar þar
sem er „Shipbuilding” í flutningi Ro-
berts Wyatt. Þetta lag vakti mikla at-
hygli í fyrra, en textinn var ortur í
miðju Falklandseyjastríðinu og geng-
ur efnislega út á það að smiöi herskip-
anna þýddi minna atvinnuleysi heima
fyrir, þau væm sprengd í loft upp með
manni og mús viðFalklandseyjar, sem
aftur þýddiaukna skipasmiði.. .Kald-
hæðið, ekki satt?
Irmtoas
AHÆLIMJM
Svartfuglamir eða bara Þeir
borðalögðu em mættir í slaginn á
nýjan leik: Police hélt upp á sautj-
ándann með því að senda frá sér
nýja breiðskífu, Syncronicity, sem
er þeirra fimmta skifa og að sögn
þeirra sem á hafa hlýtt hverfur
hljómsveitin aftur til einfaldleik-
ans sem einkenndi fyrstu plötura-
ar. Sem sagt: engin aukahljóðfæri,
bara trommur, bassi og gitar auk
tilfallandi hljóða úr svuntuþeysi.
Síðustu misserin hefur verið
hljótt um þessa viðkunnanlegu ljós-
hærðu drengi og rétt um það bil tvö
ár frá því síðasta platan kom út:
Ghost In the Mashine. Þeir hafa
auðvitað verið að sýsla í ýmsu eins
og gerist og gengur, hamast viö að
slappa af, sinnt kvikmyndum
(Sting leikur í hverri myndinni á
fætur annarri) að ógleymdum
langdvölum á eyjunni Montserrat í
Karabíska hafinu, þar sem þeir
hafa sinnt hljóðritunum. Afrakstur
þeirrar vinnu má finna á nýju plöt-
unni en forsmekkurinn gefur góð
fyrirheit: 2ja laga platan með lag-
inu Every Breath You Take, sem
hefur verið á toppi breska vin-
sældalistans.
Lagið er fimmta topplagið frá
Police á breska listanum og þar
með er Police sannanlega komin í
hóp með þeim stóru í poppsögunni:
Rolling Stones áttu til að mynda
átta topplög, Abba níu, Cliff
Richard tíu, EIvis Presley sautján
og Bítlamir sautján.
Sting samdi öll topplög Police og
hann sagði á blaðamannafundi í
Lundúnum um daginn að hann væri
fjarska hreykinn af nýju plötunni.
„Hún tók langan tíma,” sagði
hann, „bæði í vinnslu og samningu
og er erfiöasta plata sem við höfum
gert.” Hann sagði að platan væri í
einfaldari búningi en „Ghost. ..”,
engir saxófónar né hljómborð og
Andy Summers sagði að hún væri
persónulegri en fyrri plötur þeirra,
engar pólitískar meiningar, og lík-
ari fyrstu plötunum. „Það hafa
orðið miklar breytingar í einkalífi
okkar, sársaukafullar,” sagði
Summers en vildi þó ekki ræða það
nánar.
StÍEg.
Sá liðsmaður Police sem varð
fyrir hvað mestu áfalli er sennileg-
ast Stewart Copeland. Um það leyti
sem hljómsveitin var að leggja síð-
ustu hönd á piötuna í febrúar bár-
ust daglega fréttir um sprengiárás-
ir á Beirút í Líbanon, en þar óist
Copeland upp. (Faðir hans var
starfsmaður CIA í Beirút). „Það
var verið að sprengja heimabæ
minn í loft upp. Eg komst að því að
barnfóstran mín, sem ól mig upp,
hafði verið myrt með skotum
fengnum frá Bandaríkjunum. Eg
gat ekki skrifað um neitt nema
stríö og hatur. Eg var í drápshug,”
sagði Copeland.
Eitthvað af sársauka síðustu
mánaða kemur fram á plötunni
nýju, en mestan part var tónlist
Copelands tengd þessum hörmung-
um, tekin upp og brúkuð við kvik-
mynd Francis Ford Coppola,
Rumble Fish.
Copeland hefur raunar unnið
meira við kvikmyndir. I félagi við
bróður sinn hefur hann stjómað og
kvikmyndað sjálfur fjölmarga
hljómleika með bresku pönkhljóm-
sveitunum Anti-Nowhere League,
Defects, Chron-Gen og Chelsea.
Andy Summers hefur einnig haft
ýmislegt á sinni könnu fyrir utan
hljómsveitina. Hann hefur sinnt
áhugamáli sínu, ljósmyndun, og í
haust er væntanleg bók með rúm-
lega eitt hundrað svarthvítum
myndum sem hann hefur tekið á
síðustu þremur árum. Bókin heitir
Trob. Tónlistin er þó aðaláhugamál
Summers og það er ekki loku fyrir
það skotiö að hann gefi út aðra sóló-
plötu; fyrri platan hét I Advance
Masked.
Hljómsveitin Police var stofnuð
1977 af trommuleikaranum Stew-
art Copeland, en hann lék um skeið
meö hinni merku hljómsveit
Curved Air. Hann „uppgötvaði”
Sting (Gordon Sumner) þar sem
Sting lék á bassa í djasshljómsveit-
inni No Exit og hafði sítt dökkt hár
og alskegg! Gítarleikarinn Andy
Summers og hafði á hinn bóginn
komið víða við, leikið með The Ani-
mals, Kven Coyne og The Soft
Machine, — og hann kom inn í
Police þegar upprunalegi gítarleik-
arinn, Henrey Padovani, yfirgaf
hljómsveitina og gekk til liðs við
Electric Chairs.
Margir halda að Police strákam-
ir þrír séu allir í raun og veru ljós-
hærðir. En svo er ekki. Þeir eru all-
ir dökkhærðir. Einhverju sinni þeg-
ar þeir voru algerlega blankir
bauðst þeim hlutverk í sjónvarps-
auglýsingu fyrir tyggigúmmí og
þeir léku ljóshærða pönkþríbura!
Þetta var árið 1978.
Síðan hefur ýmislegt á daga
þeirra drifið og náttúrlega það
helst að hljómsveitin er í dag ein sú
vinsælasta í heiminum. Tónlist
hennar er blanda af reagge, rokki
og poppi — kokteill sem virðist
falla æði mörgum vel í geð.
-Gsal.