Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 47
DV. L AU GARD AGUR 25. JUNl 1983.
47
Útvarp
Sjónvarp
Veðrið
Listapopp
í útvarpi
kl. 15.10 og
afturá
miðnætti:
Vinsælustu
lög vikunnar
Listapopp, þáttur Gunnars Salvars-
sonar, er á dagskrá útvarps í dag
klukkan 15.10 og síöan er þátturinn
endurtekinn á miðnætti.
Aö sögn Gunnars er þættinum ætlaö
aö kynna vinsælustu lögin í hverri viku
samkvæmt þeirri mælistiku sem brúk-
uð er: vinsældalistunum. Gunnar
kvaðst hafa sett sér þá reglu að kynna i
hverjum þætti þrjú vinsælustu lögin í
Bandaríkjunum og Bretlandi en einnig
væri lögð áhersla á aö kynna lög sem
væru á hraðf erð upp listana.
„Hér heima er því miður enginn op-
inber vinsældalisti yfir vinsældir laga
en ég styðst við Reykjavíkurlistann,
sem birtist vikulega í DV og valinn er í
æskulýðsmiðstöðinni Þróttheimum,”
sagðiGunnar.
Þessa vikuna eru einkum þrjú lög
sem hæst ber á vinsældalistunum að
sögn Gunnars, „Flashdance. . What A
Feeling” með Irene Cara, „Every
Breath You Take” meö Police og
„China Girl” með David Bowie. Þau
lög ásamt öðrum vinsælum lögum
verða leikin í Listapoppi síðdegis og
s vo aftur um miðnættið.
-EA.
Gunnar Salvarsson,
maður Listapopps.
umsjonar-
Söngvaseiður í útvarpi á sunndag kl. 15.15:
FREYMÓÐUR JÓHANNSSON
Freymóður Jóhannsson.
Söngvaseiður verður í útvarpi á
sunnudag kl. 15.15. Umsjónarmenn eru
Asgeir Sigurgestsson, Hallgrímur
Magnússon og Trausti Jónsson.
I þessum áttunda þætti þeirra um ís-
lenska sönglagahöfunda verður fjall-
að um Freymóð Jóhannsson. Hann er
e.t.v. betur þekktur sem 12. septem-
ber, en undir því dulnefni samdi hann
fjölda vinsælla dægurlaga á árunum
1950—60. Hver kannast t.d. ekki við lög
eins og Draumur fangans og Halló,
halló?
„Við fjöllum um Freymóö til að
leggja áherslu á samhengið í íslenskri
alþýðutónlist,” sagði Trausti Jónsson,
einn umsjónarmanna þáttarins.
„Freymóður er fæddur skömmu fyr-
ir síðustu aldamót en byrjaði ekki að
semja lög fyrr en á sextugsaldri. Lög
hans urðu vinsæl hjá öllum aldurshóp-
um, þannig að segja má að hann hafi
brúað bilið milli eldri sönglaga og nú-
tímalegri dægurlaga.
Freymóður var listmálari og mennt-
aður sem slíkur. Hann þótti heldur
íhaldssamur í list sinni og átti hún ekki
upp á pallborðið hjá nútímalistamönn-
um. Það er svolítið skrítiö að hugsa til
þess aö hans verður lengur minnst
fyrir dægurlögin en myndlistina, sé
það haft í huga að tilviljun réð því að
Freymóöur fór að semja þessi lög.
Freymóður var nefnilega í skemmti-
nefnd Góðtemplarareglunnar á sínum
tíma. Nefndin gekkst árlega fyrir dæg-
urlagasamkeppni og tók Freymóður
þátt í henni, en undir dulnefni. Þetta
varð verðlaunasamkeppni og var hún
íslenskri dægurlagasmíö mikil lyfti-
stöng.
Við fjöllum lítið um þessa keppni í
þættinum á sunnudag; henni hafa þeg-
ar veriö gerð góð skil annars staðar.
Þess í stað einbeitum við okkur að lífi
og starfi Freymóös, leikum lög hans og
ræðum um þau þess á milli,” sagöi
Trausti Jónsson. -EA.
Utvarp
Laugardagur
25. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.25 Leikfimi.
7.30 Tónieikar. Þulur velur og kynn-
ir.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð
— Gunnar Gunnarsson talar.
8.20 Morguntónlcikar. a. Fíladelfíu-
hljómsveitin leikur „Spænska
rapsódíu” eftir Maurice Ravel;
Riccardo Muti stjórnar. b. „Slæp-
ingjabarinn”, ballettmúsik eftir
Darius Milhaud. Franska Rikis-
hljómsveitin leikur; Leonard
Bernstein stjórnar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.45Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 öskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir.
11.20 Sumarsnældan. Helgarþáttur
fyrir krakka. Umsjón: Vemharö-
ur Linnet.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Iþróttaþáttur.
Hermanns Gunnarssonar.
14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um mál-
efirú líðandi stundar í umsjá Ragn-
heiðar Davíösdóttur og Tryggva
Jakobssonar.
15.00 Um nónbil í garðinum með Haf-
steini Hafliðasyni.
15.10 Listapopp. — Gunnar Salvars-
son (Þátturinn endurtekinn kl.
24.00).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Lúterska heimssambandið.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
flytur synóduserindi.
16.55 Þorpskvæði úr fyrstu bókum
Jóns úr Vör. Höfundurinn les.
17.15 Síðdegistónleikar. a. Karnival-
forleikur op. 92 eftir Antonín
Dvorák. Fílharmóníusveitin í
Lundúnum leikur; Wolfgang
Sawallisch stj. b. Píanókonsert nr.
1 í C-dúr, op. 15 eftir Ludwig van
Beethoven, Vladimir Ashkenazy
leikur með Sinfóníuhljómsveitinni
í Chicago; Sir Georg Solti stj. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 „Allt er ömurlegt í útvarpinu”.
Umsjón: Loftur Bylgjan Jónsson.
19.50 Tónleikar.
20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón:
Bjami Marteinsson.
20.30 Jónsmessuvaka bænda. Um-
sjón: Agnar Guðnason.
21.30 Á sveitalínunni. Þáttur Hildu
Torfadóttur, Laugum í Reykjadal
(RUVAK).
• 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Sögur frá Skaftáreldi” eftir
Jón Trausta. Helgi Þorláksson
fyrrv. skólastjóri les (10).
23.00 Danslög.
24.00 Listapopp. Endurtekmn þáttur
Gunnars Salvarssonar.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sunnudagur
26. júní
8.00 Morgunandakt. Séra Sigmar
Torfason prófastur á Skeggja-
stöðum flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15. Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit
Wal-Bergs leikur.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar. a. Prelúdía
og fúga í h-moll og Tokkata og
fúga í F-dúr eftir Johann
Sebastian Bach. Karl Richter leik-
ur á orgel. b. „Allt hvað sem þér
gjörið í orði eða verki”, kantata
eftir Dietrich Buxtehude.
Johannes Kunzel og Dómkórinn í
Greifswald syngja með Baoh-
hljómsveitinni í Berlín; Hans
Pflugbeil stj. c. Forleikur og svíta
í fís-moll eftir Georg Philipp Tele-
mann. Kamersveitin í Amsterdam
leikur; AndréRieustj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks
Páls Jónssonar.
11.00 Messa í Dómkirkjunni. Séra
Eric Sigmar prédikar. Séra Hjalti
Guðmundsson og séra Harald
Sigmar þjóna fyrir altari. Dóm-
kórmn Vesturbræður frá Seattle
syngur ásamt Dómkómum.
Organleikari: Marteinn H. Frið-
riksson. Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Sporbrautin. Umsjónarmenn:
Olafur H. Torfason og örn Ingi
(RUVAK).
15.15 Söngvaseiður. Þættir um
íslenska sönglagahöfunda. Áttundi
þáttur: Freymóður Jóhannsson.
Umsjón: Asgeir Sigurgestsson,
Hallgrímur Magnússon og Trausti
Jónsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15. Veður-
fregnir. Heim á leið. Margrét
Sæmundsdóttir spjaliar við veg-
farendur.
16.25 Góðverkið mikla. Séra Guö-
mundur Oli Olafsson flytur
synoduserindi í tilefni þess aö 500
ár eru liðin frá fæðingu Marteins
Luthers.
16.45 Síðdegistónleikar. a.
„Beatrice et Bénédict”, forleikur
eftir Hector Berlioz. Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leikur;
Douglas Gamley stj. b. Obó-
konsert í D-dúr eftir Richard
Strauss. Heinz Holliger og Nýja fíl-
harmóníusveitin í Lundúnum
leika; Edo de Waart stj. c.
Sinfónía nr. 7 í d-moll op. 70 eftir
Antonín Dvorák. Fílharmóníusveit
Berlínar leikur; Rafael Kubelik
stj.
18.00 Það var og... Ut um hvippinn
og hvappinn með Þráni Bertels-
syni.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Samtal á sunnudegi. Umsjón:
Aslaug Ragnars.
19.50 „Vor í garði”, ljóö eftir
Jakobinu Sigurðardóttur. Maria
Sigurðardóttirles.
20.00 Utvarp unga fólksins.
Umsjón: Helgi Már Barðason
(RUVAK).
21.00 Eitt og annað um vináttuna.
Þáttur í umsjá Þórdísar Móses-
dóttur og Símonar Jóns Jóhanns-
sonar.
21.40 Anton Webem — 13. þáttur.
Atli Heimir Sveinsson ræðir um
tónskáldið og verk þess (síðasti
þáttur).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins. Orð kvölds-
ins.
22.35 „Sögur frá Skaftáreldi” cftir
Jón Trausta. Helgi Þorláksson
fyrrv. skólast jóri les (11).
23.00 Djass: Blús — 1. þáttur. — Jón
Múli Arnason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
Laugardagur
25. júní
17.00 tþróttir. Umsjónarmaður
Bjami Felixson.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 í blíöu og stríðu. Bandarískur
gamanmyndaflokkur um mið-
aldra hjón í Chicago og heimilislíf
þeirra. Aðalhlutverk: Richard
Crenna, Patty Duke Astin og Billie
Bird. Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.00 Loretta Lynn. Bandarískur
tónlistarþáttur. Loretta Lynn ólst
upp við kröpp kjör í Kentucky.
Hún byrjaði snemma að syngja,
semja lög og yrkja og er nú í hópi
þekktustu þjóðlaga- og sveitatón-
listarmanna vestanhafs. Kvik-
mynd um ævi hennar, Dóttir kola-
námumannsins, hefur víða farið. I
þessum þætti syngur Loretta Lynn
mörg sinna þekktustu laga á sviði
á Harrahshoteli í Reno í Nevada-
ríki. Þýöandi Guðrún Jörundsdótt-
ir.
21.55
(The Rake’s Progress). Bresk
bíómynd frá 1945. Leikstjóri
Sidney Gilliat. Aðalhlutverk Rex
Harrison og Lilli Palmer. Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
23.55 Dagskrárlok.
Sunnudagur
26. júní
18.00 Sunnudagshugvekja. Margrét
Hróbjartsdóttir flytur.
18.10 tda litla. Lokaþáttur. Dönsk
barnamynd í þremur þáttum.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Nordvision — Danska sjónvarp-
ið).
18.25 Daglegt líf í Dúfubæ. Breskur
brúðumyndaflokkur — Lokaþátt-
ur. Þýðandi Oskar Ingimarsson.
Sögumaður Sigrún Edda Björns-
dóttir.
18.40 Palli póstur. Breskur
brúöumyndaflokkur — Lokaþátt-
ur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
Sögumaður Siguröur Skúlason.
Söngvari Magnús Þór Sigmunds-
son.
18.55 Sú kemur tíð. Franskur teikni-
myndaflokkur — Lokaþáttur. Þýö-
andi Guðni Kolbeinsson, sögu-
maður ásamt honum Lilja Berg-
steinsdóttir.
19.25 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Kóramót i Namur. (Europa
cantat) Svipmyndir frá heimsmóti
26 kóra, sem skipaðir eru ungu
fólki, í Namur í Belgíu sumarið
1982. Meðal kóranna er Hamra-
hlíðarkórinn, sem Þorgeröur Ing-
ólfsdóttir stjórnar, og eru kórum
Islands og Israels gerð sérstök skil
í þættinum. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
21.30 Þróunin. Lokaþáttur. Regnið.
Danskur myndaflokkur í þremur
þáttum um líf og starf danskra
ráðunauta í Afríkuríki. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision
— Danska sjónvarpið).
22.50 Dagskrárlok.
Veðrið:
Veðurstofan gerir ráð fyrir vest-
anátt í dag á landinu, smáskúrum á
vestan- og sunnanverðu landinu en
þurru veðri fyrir norðan og austan.
Á morgun, sunnudag, er spáð norð-
vestanátt, golu eða kalda, léttskýj-
uðu á suðaustanverðu landinu en
skýjuðu og smáskúrum í öðrum
landshlutum.
Veðrið
hér og þar
Veðrið klukkau 18 í gær: Reykja-
vík úrkoma í grennd 7, Akureyri
skýjaö 16, Bergen léttskýjaö 11,
Osló, skýjað 16, Þórshöfn skýjað 10,
Stokkhólmur rigning 16, Kaup-
mannahöfn skýjað 22, Helsinki létt-
skýjað 19, Berlín heiðríkt 28, Chi-
cago hálfskýjað 30, Feneyjar þoku-
móða 26, Frankfurt skýjaö 23,
Nuuk léttskýjaö 8, London alskýjað
23, Majorka heiðríkt 15, Montreal
léttskýjað 20, New York léttskýjað
31, París þrumuveður 21, Róm létt-
skýjað 24,, Malaga heiðríkt 23,
Winnipeg skýjað 26.
Tungan
Sagt var: Hann sagði að
horfur séu góðar.
Betur færi: Hann sagði
að horfur væru góðar.
Hins vegar: Hann segii
að horfur séu góðar.
Gengið 3
GENGISSKRÁNING NR. 114 - 24. JÚNi 1983 KL. 09.15 Ferða- gjald- eyrir
£in ing kl. 12.00 • Kaup Sala j Sala
1 Bandaríkjadollar 27,360 27,440 30.184
1 Sterlingspund 42,199 42,322 46,554
1 Kanadadollar 22,225 22,290 24,519
1 Dönsk króna 3,0190 3,0278 3,3305
1 Norsk króna 3,7431 3,7540 4,1297
1 Sænsk króna 3,5931 3,6037 3,9640
1 Finnskt mark 4,9565 4,9710 5,4681
1 Franskur franki 3,6024 3,6129 3,9741
1 Belgískur franki j 0,5416 0,5432 0,5975
1 Svissn. franki 13,1160 13,1544 14,4698
1 Hollensk florina 9,6901 9,7184 10,6902
'l V-Þýsktmark , 10,8363 10,8680 11,9548
1 ítölsk líra 0,01827 0,01833 0,02016
1 Austurr. Sch. 1,5375 1,5420 1,6962
1 Portug. Escudó 0,2364 0,2371 0,2608
1 Spánskur peseti 0,1908 0,1914 0,2105
1 Japansktyen 0,11501 0,11534 0,126871
1 írskt pund 34,095 34,194 37,613 1
Belgískur franki 29,3150 29,4007 I
SDRisérstök I
dráttarréttindi) 0,5381 0,5396 0,5935 I
Simsvari vegna gengisskráningar 22190. |
Tollgengi
fyrir júní 1983.
Bandaríkjadollar USD 27,100
i Sterlingspund GBP 43,526
Kanadadollar CAD 22,073
Dönsk króna DKK 3,0066
Norsk króna NOK 3,7987
Sænsk króna SEK 3,6038
Finnskt mark FIM 4,9516
Franskur franki FRF 3,5930
Belgiskur franki BEC 0,5393
Svissneskur franki CHF 12,9960
Holl. gyllini NLG 9,5779
Vestur-þýzkt mark DEM 10,7732
itölsk líra ITL 0,01818
Austurr. sch ATS 1,5303
Portúg. escudo PTE 0,2702
Spánskur peseti ESP 0,1944
Japanskt yen JPY 0,11364
írsk pund IEP 34,202
SDR. (Sérstök
dráttarróttindi)