Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Síða 2
2 DV. LAUGAKDAGUR 2. JULI1983. Ottó við borðið í stofunni. Hann hefur komið víða við, selt flöskur, unnið í kaupavinnu og á eyrinni. „Ég var helvíti..." framhald ,JEr ekki best að byrja á hvar ég er fæddur. Jú. Það held ég. Eg fæddist á Arnarstapa vestur undir Jökii. Ég er fæddur 1904. Ég heiti Ottó Wathne Bjömsson og var skírður það vegna þess að það var vitjað nafns svo heiftarlega hjá móður minni. Hún hafði ekki svefnfrið i hálfan mánuð eða meira. Við fluttum frá Arnarstapa að Knerri i Breiðuvík og þaðan vestur í Olafsvík. Pabbi var lærður söðla- smiður og múrari lika. Hann lánaði allt í söðiasmíðinni og þeir borguðu ekkert,” segir Ottó. ,,Á þessum tíma fékk mamma blóöeitrun í höndina og það var haldið að hún myndi deyja. Þá var mér komiö að Litla-Kambi í Breiðuvík. Þar var ég í níu ár. Ég var borinn þangað i strigapoka um há- vetur. Það var kall sem hét Sveinn sem bar mig. Snjórinn náöi upp í brjóst. Það var sjö tíma ferð. En þetta lifði barniö og er tórandi enn,” segir Ottó dáh'tið drýgindalega. Átti bágt með að tala Svo vildu þau fá mig, pabbi og mamma, frá Litla-Kambi þar sem ég ólst upp. Ég mátti ekki heyra minnst á það því ég þekkti þau ekki neitt. Upp- eldissystkin mín voru að striða mér með þessu: .JHeyrðu, veistu að það á að láta þig fara frá okkur? Viljið þið það, krakkar,” segi ég og fer að gráta. Þá kom nú kippur í þau. „Nei,” sögðu þau og fóru líka aö gráta. „Ég fer ekkert,” segi ég. Þau hafa orð á því, uppeldisforeldrar mínir, aö pabbi og mamma vilji fá mig: „Æ nei, ég fer ekkert. Eg þekki þau ekkert,” segi ég. „Það er annað að eiga en fá að láni,” segir fóstri minn. Svo fara þau bæði með mig. Hann reiddi mig á hnakk- kúlunni. Svo koma þau meö mig í þetta Siggusel sem þau bjuggu í pabbi og mamma. Þau komu með mig aö kvöldi til og heftu hestana yfir nóttina. Svo um morguninn segir fóstri minn: „Ég þarf nú að gá að hestunum og s já hvort þeir eru týndir.” Ég var ekki sofandi og passaði mig aö segja ekki neitt. Þegar þau koma inn segir f óstri minn: „Segðu honum þegar hann vaknar, elsku drengurinn okkar, að við tímum ekki að kveðja hann. Hann bara þýtur á mig og heldur mér og hann sleppir ekki. Segöu honum að við séum að leita aö hestunum.” Þau kveðja. Ég þóttist vakna og segi: „Þau eru farin.” Mamma segir við pabba: „Heyrðu, Björn minn. Farðu með honum upp að vatni og lofaöu honum að taka silung úr netinu.” Svo fer hann með mig. Þetta var svona tíu minútna leið en við vorum klukkutima á leiöinni. A annarri hverri þúfu stoppaöi ég og vildi ekki fara lengra. Pabbi var góður við mig og reyndi að lokka mig. Við fengum tólf silunga-bleikjur. Eg vildi ekki hjálpa honum neitt. Þegar við komum heim sagði mamma: „Hvernig hefur gengið?” „Það hefur nú gengið stirðlega,” segir pabbi. „Þið hafið veitt vel, ” segir mamma. Það var í meira en viku sem ég át ekki mat,” klykkir Ottó út. „Þú getur ímyndað þér hvernig líðanin var. Ég vildi aidrei skipta og það situr alltaf í mér. Að taka barn svona með valdi. Það á aldrei að gera slfkt. Með nám. Ég átti svo bágt með að tala og stamaöi svo mikið aö það hélt að ég yrði aumingi alla ævi. Mér var komið fyrir hjá Pálínu á Tröð í Kolbeins- staðahreppi. Hún var snillingur í að kenna krökkum sem vantaði vit — og það fólk allt. Þar lagaöist talið, bara eftir fýrsta veturinn. Hjá henni lærði ég það sem ég lærði.” Vann á eyrinni „Um fermingu fluttum við til Reykjavíkur. Þar vorum við í tvö ár. Síðan flutti ég með móður minni til Hafnarfjarðar. Upp úr þessu fór ég að vera í kaupavinnu. Eg var á Höfn í Melasveit í níu sumur. Það var mikið að gera á Höfn. Mikil vinnuharka. Þar fékk ég voðalega góðan hest. Hann var jarpur að Iit, tveggja vetra tryppi. Það var heimsfrægur snillingur,” segir Ottó og færist allur í aukana og sýnir Með húsið sitt og skúrinn i baksýn. í skúrnum eru spýtur úr kössum sem hann hefur rifið og naglhreinsað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.