Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Page 8
DV. LAUGARDAGUR 2. JULI1983. Einar Már Guðmundsson. Greinileg áhrif frá rokkinu. Greiðslan pönkuð, bolur og svartur jakki. Teinóttu jakkafötin eru tákn hægri mannsins. Köflótta vinnuskyrtan er merki vinstri mannsins. Inn á milli eru menn sem eyðileggja þessar reglur. Svavar Gestsson er til dæmis nú orðið yfirleitt uppstrílaður og Friðrik Sophusson hef ur átt það til að breyta frá hefðinni. Hvort tveggja sýnir nokkra dirfsku. Jarðeplagulu sokkarnir I íþróttunum virðist í fljótu bragði ekki margt geta breyst. Þegar örlítið er staldrað við og hugleitt er þó hægt að kalla fram í hugann mynd af knattspymusnillingum í stutt- buxum niður að hnjám. Hver man ekki eftir Þórólfi Beck með sokkana Guðlaugur Arason. Ungt skáld með þvertopp og kringlótt gleraugu. Jakkinn er kragalaus og með utaná- stungnum vösum. Bertold Brecht var til dæmis með þvertopp og kringlótt gleraugu. niðri? Ásgeir Sigurvinsson er með sokkana andstætt hinni miklu legg- hlífanotkun sem er í Þýskalandi. Listamenn eru margir hverjir með mjög sterka ímynd. Rúllukragapeys- an, skeggið, kringlóttu gleraugun, pípan hafa löngum verið einkenni listamannanna. Einnig eru vönduð gömul föt vinsæl. Þar virðist lög- máliö, að vera persónulegur eirþó innan hefðarinnar, vera í fullu gildi. Halldór Laxness er frægur smekk- maður á föt. Um það vitnar ekki síst frásögn í Persónum og leikendtfln eftir Pétur Gunnarsson. Andri er að fara til útlanda með Gullfossi og Skáidið er um borð: „Einhver sagði að Nóbelsskáldið hefði mætt til borðs í vitlausum sokkum og farið aftur inn Halldór Laxness er með betur klæddum mönnum: „Oft lagði ég nótt vlð dag, sitjandi við skrifborðið með ekki spjör á kroppnum utan eingiyrnl, og lét pennann skeiða,” segir hann í eftirmála sem hann skrifaði við aðra útgáfu Vefarans mikla frá Kasmir um það er hann var að skrifa bókina á Taormínu á Sikiley sumarlð 1925. Guðrún Helgadóttir, alþinglsmaður og rithöfundur. Fráflakandi skyrta. Trefill þar sem öðrum endanum er kæruleysislega kastað aftur fyrir öxlina. Stórt háls- men. Sem frjálslegast. Thor Vilhjálmsson og Margrét Indriðadóttir. Skáldið er með hrímgrátt skegg, úfið hár i rúllukragapeysu og hæfi- lega snjáðum leðurfrakka. Pottþétt. 1 bæ að sækja jarðeplagulu sokk- ana”. Listamannskragi Halldór minnist í Ungur eg var á fatnað sinn þegar hann var að hefja skáldferil sinn: ,,En í mörg ár, líka eftir aö ég vtir kominn til útlanda, hafði ég listamannskraga með breiðri þverslaufu bundinni eins og er á málverkinu af Sigurði heitnum Guðmundssyni, fyrsta málara Islands og dó úr hungri.” (Bls. 9) Þaö kemur einnig fram í Dngur eg var að Halldór gekk með gleraugu með rúðuglerjum og hann lét korn- ungur sauma á sig sjakket sem hann variaþoröiaðnota. Þórbergur Þórðarson minnist á annaö tákn listamennsku og íhygli í Islenskum aðli. „Ég glápti eins og barn, sem sér ho-ho í fyrsta sinn. Þetta var þá reykjarpípa, er hékk í fagurlega dregnum boga út úr munni mannsins og alla leið niður undir pallinn, sem hann gekk á. Þessi sálarunaöur var skreyttur með glóandi hólkum og flaksandi skúfum.” „Svona pípa hlyti aö gera mig alsæian. Svona pípa hlyti að gera mig að reglulegum spekingi, umbreyta mér í stórkostlegan hugsuð eins og Stuart Mill og Herbert Spencer.” (Bls 132) Þaðfer ekki á milli mála þama aö falleg pípa er mikilvæg varða á Ieiðinni til mannvits og þroska. Greitt hárið aftur um eyrun I Eg um mig frá mér til mín eftir Pétur Gunnarsson er Andri að máta fermingarfötin: „Meðan þau nældu upp skálmar og ermar, stóð Andri andspænis sér í speglinum og fannst hann ekki vanta nema Colt 67 í handarkrikann til aö breytast úr 0 í 007.” (Bls. 59) Þarna kemur skýrt í ljós gildi fatanna fyrir þann sem ber þau. I Njálu er lýsing á Skarphéðni sem sýnir glögglega hug- mynd höfundar um hörkukall: „Skarphéðinn glotti við og var svo búinn, að hann var í blám kyrtli og í blárenndum brókum og uppháa svarta skúa. Hann hafði silfurbelti um sig og öxi þá í hendi, er hann hafði drepið Þráin með og hann kallaði Rimmugýgi, og törgubuklara og silkihlað um höfuð og greitt hárið aftur um eyrun. Hann var allra manna hermannlegastur, og kenndu hann alliróséðan.” (Bls 273) -SGV., Opið ALLAN o HREVFILL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^ oc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.