Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Síða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 2. JtJLl 1963. Bækur og bókasöfnun XXV: Prentun hefst í Revkiavík Sobðrit tíl tib l;Iv)ba cí opútbevttirffrlKhvflu tt ct) k j ci o t k u r k ó t n þann 18. 3únt 1847. 3ðlenjlír máló’&attir fafnabír, útöalbír og í flafroféreb foerbir Dr. Sþ. ®cbcbi»rt. Rctjkjrt tiík. # fPmttab á fofhtab 3tet>fia»>ifttr ©fóla, 1 8 4 7. Fram hefur komiö áöur (XXIII. grein), aö í framhaldi af konungsúr- skurði h. 28. september 1831 hafi Magnús Stephensen afhent stiftsyfir- völdum Viöeyjarprentverk ásamt ööru frá Landsuppfræðingarfélag- inu, er því fylgdi. M. St. var hinsveg- ar leigö prentsmiðjan til 5 ára, og stóðu málin þannig, er hann lézt í marz 1833. Á þeim tímamótum flutt- ist sonur hans, Olafur Stephensen, búferlum frá Brautarholti á Kjalar- nesi til Viöeyjar, og þar bjó hann síöan til æviíoka 1872. Haföi 0. St. áhuga á að halda prentsmiðju- rekstrinum áfram, enda vafalítiö starfseminni vel kunnugur, þar sem hann hafði áður átt heimili I Viðey á árunum 1825—32. Urðu úrslit þess máls þau, aö stiftsyfirvöld seldu honum prentsmiöjuna á leigu til 10 ára frá fardögum 1834 til jafnlengdar 1844. Hefur einnig verið nokkuð skýrt frá prentun á því tímabili, sem jókst verulega frá því sem verið hafði áður. Þegar styttast tók, þar til leigutími Olafs Stephensen rynni út, leitaöi hann eftir endumýjun fyrra samnings og segir um það í „Prentlistarsögu” Klemensar Jóns- sonar (bls. 118) að hann hafi farið fram á að halda rekstrinum áfram meðan honum entist aldur, en að öðrum kosti eigi skemur en 5 ár frá fardögum 1844. Stofnun Alþingis breytir viðhorfum Um þessar mundir höfðu hinsveg- ar komið fram ný viðhorf, sem ein- dregiö mæltu með, að prentsmiðjan yrði flutt til Reykjavíkur og var veigamesta ástæðan endurreisn Alþingis, sem ákveðin var með „Tilskipun um stiftun sérlegrar ráðgefandi samkomu fyrir Island, er á að nefnast Alþing.” Var hún gefin út í Kaupmannahöfn 8. marz 1843. Af þessum sökum þótti augljóst, að prentun myndi aukast verulega, og það svo mjög, að nauðsynlegt yrði að auka og bæta þann prentbúnað, sem til þessa hafði verið notaður í Viðey. Verður nú farið fljótt yflr sögu. Stiftsyfírvöid tvístígandi Stiftsyfirvöld, sem ekki höfðu talið sér fært að taka endanlega afstöðu til framhalds prentunar í Viðey, leituðu ýmissa ráða til að tryggja órofiia starfsemi, og var þannig Reykja- víkurdeild Hins íslenzka Bókmennta- félags boðin prentsmiðjan til umráða með bréfl dags. 5. september 1843, en því tilboði hafnað. Þegar hinsvegar skammur tími var til stefnu var prentverkið að lokum auglýst til leigu, væntanlega til skamms tima, og var í því sambandi haldið opin- bert uppboð h. 29. febrúar 1844. Bárust tvö tilboð, annað frá Olafi Stephensen, en bæði þóttu óaögengi- leg. Var því endanlega ákveðið að flytja prentverkið til Reykjavíkur og var þaö gert þá um sumarið. Landsprent- smiðjan Tæplega verður sagt, að við þessi tímamót hafi verið stofnuð ný prent- smiðja, þar sem eigendur voru áfram hinir sömu svo og allur búnaður, enda þótt hann hafl verið aukinn og endurbættur mjög að þessu tilefni.Prentsmiðjanvar hins- vegar frá þessum tíma nefnd Prent- smiðja landsins eða Landsprent- smiðjan, einnig á titilblöðum sumra rita nefnd Prentsmiðja Islands. Ekki er þó óeölilegt að telja, að nýr þáttur hefjist nú í prentsmiðjusögu lands- manna með opinberri umsjón stifts- yfirvalda með starfseminni, sem hélzt óslitið á fjórða áratug, enda þótt mjög hafi úr henni dregið, er frá leið, með breyttum starfsháttum. Var þannig frá málum gengið strax í upphafi að prentsmiðjan skyldi starfrækt sem sérstakt fyrirtæki með sjálfstæðu reikningshaldi undir fyrrgreindri umsjón stiftsyfirvalda, er jafnframt tilnefndu fastan ráðs- mann til daglegs eftirlits og stjóm- starfa. Dýr rekstur yfirvalda Reyndist þessi skipan viðamikil og dýr litlu fyrirtæki, enda niðurstöður í samræmi við það. Kemur fram í Prentsmiðjusögu K.J., að upphafleg- ur höfuðstóll frá 1844 hafi smám saman gengiö til þurrðar næstu árin og þannig verið að mestu eyddur á árinu 1850, er fjárhagurinn tók að lagast með auknum verkefnum og afköstum. Verða þau mál ekki gerð frekar að umtalseflii, en í stað þess greint lauslega frá þeim mönnum, er starfsemin byggðist fýrst og fremst á, þeim Helga Helgasyni og Einari Þórðarsyni. Komu nöfn þeirra jafnan fram á bókum þeim, er þeir hvor um sig stóðu að prentun á, en svo hafði einnig veriö varöandi fyrir- rennara þeirra. Við fráfail þeirra lagðist sú venja hinsvegar niður, þótt á því kunni að hafa orðið einhverjar undantekningar fyrst í stað. Böðvar Kvaran skrifarum bækurog bökasöfnun Helgi Helgason prentari Enn er stuðst við sömu heimild og kemur þar fram að H.H. hafi komið til prentnáms í Viðey haustið 1823, og þar fengið sveinsbréf hjá Guðmundi Schagfjörð, sem áður hefur verið getið (sbr. XX. grein), fjórum árum síðar. Var hann síðan ytra til frekari þjálfunar á árunum 1829—31, en sneri þá heim og tók við yfir- prentarastörfum í Viðey af fyrrum kennara sínum, er þá dró sig í hlé fyrir aldurs sakir. Var H.H. siðan samfelit yfirprentari í Viöey þar til prentun lauk á þeim stað er hann fylgdi prentsmiðjunni til Reykja- víkur og gegndi sömu stöðu þar til' ársins 1849. Er ákveöin hafði verið stofnun prentsmiðju á Akureyri árið 1852 var samiö við HH., að hann tæki að sér yfirprentarastörfin. Fluttist hann noröur um haustið og gegndi þeim siðan samfellt til dauðadags 1862. Einar Þórflarson Um Einar Þórðarson er svipaða sögu að segja. Hann er talinn hafa komið til Viðeyjar sem lærlingur í prentiðn 1836 og fengið þar sveins- próf 1839. Fór hann síðan utan, þar sem hann dvaldi næstu tvö ár, og fékk aö nýju sveinsbréf hjá S.L. Möller í Kaupmannahöfn árið 1841. Kemur sá prentari mjög við sögu ís- lenzkra bóka, er gefnar voru út í Kh. á þessu tímabili. Við heimkomuna ræðst E.Þ. enn til starfa í Viðey, en hélt þar kyrru fýrir, er prentsmiðjan var flutt til Reykjavíkur. Mun þó hafa starfað þar í ígripum á árunum 1845 og 1847. Frá árinu 1849 gerist hann hinsvegar meðprentari Helga Helgasonar og honum jafnfætis, en er útnefndur ráðsmaður prentsmiðj- unnar 1852. Að lokum gerðu stifts- yfirvöld í ágúst 1855 samning við E.Þ. um stjóm prentsmiðjunnar, þó undir þeirra yflrums jón varöandi hin útgefnu rit, og stóðu málin með þeim hætti þar til hann keypti prentsmiðj- una í lok árs 1876. Lauk þar með yflr- ráðum landsfeðranna yfir bókaút- gáfu Islendinga, sem þá höföu þegar verið nokkuö skert með framtaki Norðlendinga. Jafnframt varþess nú skammt að bíða, að önnur prent- smiðja, Isafoldarprentsmiðja, tæki til starfa í Reykjavík, en dvalizt verður nú fyrst um sinn við tímabil Prentsmiðju landsins 1844—76. Prentun Tíðinda frá Alþingi Aður hefur verið drepið á, að veigamikiil þáttur í ákvörðun um flutning prentsmiðjunnar frá Viðey til Reykjavíkur hafl verið fyrirhuguð endurreisn Alþingis, er kom saman í fyrsta sinn h. 1. júlí 1845. Haföi það síðast komiö saman í júli árið 1800, en stuttu áður hafði þiað verið lagt niður með konungsúrskurði dags. 6. júni. Þetta voru hin svonefndu ráðgefandi þing, er komu saman annaðhvort ár á tímabilinu 1845—73, 14 þing alls, og nefndust frásagnir af þeim og niöurstöður „Tíðindi frá Alþingi Islendinga”. Voru þetta aö sjálfsögðu veigamestu verkefni prentsmiðjunnar meðan að þeim var unnið, enda hin mestu er islenzk prentsmiöja hafði fengið til vinnslu til þess tíma. Framhald fyrmefndra „Tíðinda” urðu síðan „Alþingistíð- indi” um löggjafarþingin frá 1875, sem enn í dag eru slík að vöxtum að við fátt verður jafnaö, enda alkunn mælska höfundanna. Skýrslur Lærða skólans Annar ritflokkur hóf einnig göngu sína um sama leyti, „Skýrslur um Hinn lærða skóla í Reykjavík”, er tók til starfa 1846 í framhaldi af Bessastaðaskóla, (sbr. XXII. grein). Kom fyrsta skýrslan út fyrir skólaáriö 1846—47 og síðan samfellt, með einni undantekningu, fram yfir aldamót, 1903—04. Með reglugerð dags. h. 9. september 1904 gekk hins- vegar í gildi nokkur breyting á skóla- haldi, og var þá nafni skólans breytt í „Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík”, og hafa skýrslur um skólahaldið verið gefnar út reglulega allatíð. Fágæt smárit En hverfum nú að nýju til þess tímabils, sem hér er til umræðu, er skýrslumar voru jafnan prentaðar í „Prentsmiðju Islands hjá Einari Þórðarsyni”. Eru þær nú sem vænta mátti orðnar mjög fágætar, sérstak- lega hinar fýrstu, sem eru á fárra höndum og jafnvel ekki í sumum helztu söfnum s.s. Háskólabókasafiii þar sem vantar þrjár og í Fiskesafni sex, sbr. skrá I., bls 339. Skýrslan yflr skólaárið 1849—50 kom hins- vegar ekki út, þar sem þaö var úr- skurðað ógilt sem námsár i kjölfar mikilla deilna og óspekta. Upphófust þær að frekar litlu tilefni, en breytt- ust í afhrópun skólapilta á rektor, Sveinbirni Egilssyni, „pereat”, við hús hans h. 17. janúar 1850, en síðan við hvert hús í bænum, og að lokum viö skólahúsið sjálft. Frásagnir um „pereatið" Verður sú saga ekki rakin hér, en vísa má á Sögu Reykjavíkur skóla n, eftir Heimi Þorleifsson, bls 25, og „öldin sem leið, Minnisverð tíðindi 1801-1860”, bls. 181-2. I bókaskrá Gunnars Hall fer hann nokkmm orðum um fyrstu skýrslurnar og segir: „en ég á skýrsluna 1850—51 eftir „pereatið”, sem fróðir menn segja mér, að ekki muni vera sam- tals fleiri en 5 eintök til af, eftir því sem vitað er um”. Aðrar upplýsing- ar um skýrslur skólaáranna 1847/48—1849/50, sem þarna koma fram eru hinsvegar byggðar á mis- skilningi. Fylgirit Lærfla skólans Skólaskýrslumar voru þó aðeins hluti af útgáfustarfsemi þessari, þar sem þeim fylgdu um langa hríð svo- nefnd boðsrit og fylgirit. Voru hin fyrmefndu framhald af samnefnd- um ritum Bessastaðaskóla, og hið fyrsta, fyrir árið 1846—47, ,,Islenzkir málshættir, safnaðir, útvaldir og í stafrofsröð færðir af Hallgrími Scheving”. Var þetta raunar fram- hald af boðsriti Bessastaðaskóla 1843 um sama efni. Næstu þrjú fylgirit, 1847/48—1850/51, era öll samantekin af Sveinbirni Egilssyni, rektor. Vora hin fyrstu tvö „Edda Snorra Sturlusonar eða Gylfagynning, skáldskaparmál og háttatal”, og „Ritgjörðir tilheyrandi Snorra- Eddu”. Síðasta fylgirit Sv. E. var „Tvö brot af Haustlaung og Þórs- drápu færð til rétts máls og útskýrð með glósum í stafrófsröð”, árið 1850/51. Rit Jóns Þorkelssonar Nú verður nokkurt hlé á útgáfu fylgirita þar til skólaárið 1862/63, en segja má að þau hafi komið eftir það samfellt til skólaársins 1895/96, er út kom „Minningarrit fimmtíu ára afmælis hins læröa skóla í Reykja- vík”. Þar áður hafði Jón Þorkelsson, rektor staðiö að öllum útgáfunum, að einni undantekinni, og vom sumar þeirra hinar merkustu. Verður aöeins nefnt hér hið mikla verk hans „Supplement til islandske Ordbög- er”, sem alls kom út í fjórum hlutum, (I,—IV. Samling), hinir tveir fyrstu þeirra sem fylgirit skóla- áranna 1874/75-1884/85. Var hið fyrra prentað hjá Einari Þórðarsyni, en hið síðara í Prentsmiðju Isa- foldar. Hér verður látið staðar numiö um sinn yfir hásumarið við frásögn af prentun og bókaútgáfu í Reykjavík á siðustu öld, en segja má raunar að hún sé stutt á veg komin. Er því að vænta, að þar verði fram haldið er rökkva tekur í byr jun september. Böðvar Kvaran.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.