Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR 22. JÚLI1983. 5 Fasteignamisferlið: Saklaust fólk tapar þar hundruðum þúsunda króna Ibúöakaup þessi fóru ekki fram í gegnum fasteignasölu þá sem hann starfaði við. Ibúðimar em keyptar í gegnum aðrar fasteignasölur. Vekur furðu margra að fasteignasölumar skuli selja fyrir hann íbúðir sem hann er ekki þinglesinn eigandi að eða meö leyfi til sölu á frá réttum eiganda. Virðist þama hafa verið meira hugsað um sölulaunin en ör- yggiviðskiptanna. -klp Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur nú af krafti að gagnaöflun og rannsókn á máli sölumanns hjá fast- eignasölu sem handtekinn var um borð í ms. Eddu fyrir nokkm og flutt- ur var með henni heim til Islands, eins og sagt var frá í DV. Var maöurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. ágúst. Málið komst upp þegar bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta hjá borgarfógeta- embættinu í Reykjavík fyrir nokkru. Þótti starfsmönnum þess ýmislegt athugavert við það mál og óskuðu eftir því að Rannsóknarlögregla ríkisins tæki það til nánari athugun- ar. Fjöldi manns hafði orðið fyrir barðinu á þessum sölumanni og kær- ur á hann höfðu þá þegar borist. Hafði hann leikiö það aö kaupa íbúöir i gegnum ýmsar fasteignasölur og ekki staöið í skilum með greiðslur né önnur skilyrði samninga. Rannsóknarlögreglan verst allra frétta af rannsókn málsins en eftir því sem DV hefur komist næst mun þama vera um tvær eða þijár „keðj- ur” að ræða. Skiptir upphæðin í einni keðjunni hundruðum þúsurtda króna og samt er enn ekki allt komið fram í dagsljósiö. Ein keðjan sem verið er að rann- saka varðar kaup mannsins á tveim íbúðum í Kópavogi og á Seltjamar- nesi. tbúðina á Seltjamarnesi keypti hann á eina milljón króna í mars 1982. Við undirritun samnings greiddi hann 100 þúsund krónur og fékk um leið veðleyfi fýrir þeirri upp-' hæð. Eftirstöðvamar átti hann aö greiða á árinu — 550 þúsund krónur í peningum og verðtryggt skuldabréf fyrir afganginum. Sölumaðurinn greiddi aðeins þess- ar 100 þúsund krónur — og ekkert meira. Mánuði síöar var hann nefni- lega kominn aftur af stað en þá skipti hann á íbúðinni á Seltjarnamesinu og íbúð í fjölbýlishúsi i Kópavogi. Var þá íbúðin á Nesinu metin á 1300 þúsund krónur. Fréttaljós Kjartan L Pálsson Við undirritun þess samnings fékk hann 300 þúsund krónur i peningum. Varla var blekið á undirskriftunum þornað þegar hann selur íbúöina i Kópavoginum og fékk þá um leið á milli 500 og 600 þúsund krónur í pen- ingum. Var hann því þama búinn að fá um 900 þúsund krónur í peningum fy rir 100 þúsund krónurnar sem hann lagði út í byrjun. Sjálfur hefur maðurinn ekkert borgað né staðið í skilum með greiðslur af íbúðunum í Kópavogi eða á Seltjamarnesinu. Hann er gjaldþrota og á ekki neitt. Er því tal- ið að þær tvær fjölskyldur sem þama lentu í klónum á honum tapi sínu fé. Það sem gerir máliö erfiðara er að sá sem keypti íbúöina í Kópavogi hefur þegar selt hana. TJsteipIasallhándteKinB l tadunnl R,no«6ta.rl6gr«ílumc»»lrnlr tvetr og .Urfabri^r Þob™- tók i m6U þ«tm, guf> «r* i m.,. Bddn v» k»num» « Roykl.vtarlfyrr^W^^ hefur fjoldi fóllu oróló fyrlr baróln lonum. J FJórhæöln, semumer aör*o«, m ira nálægt elnni miUÍónfa-óna. vm viöamíkiö og nókiö, aö sog .m.aólmarlögregfunur « 1ugt ft þar ýmlalegtathugavert komln tU grafl Anuvlk er Kom Fróttín um fasteignamisferlið sem birtíst i DV á föstudaginn í siðustu viku. Enn eitt Hagkaupsverðið! Nýi,hreini appelsínusafinn kostaraöeins 29.95 kr. pr. lítra! Methelgi í leiguflugi Samvinnuferðir-Landsýn settí sölumet um síðustu helgi er skrifstofan fluttí 750 farþega í sjálfstæðu leiguflugi sínu. Ferðaskrifstofan telur heldur vera að rætast úr bókunum og mun nú að mestu leytí vera uppselt í sumar- húsin sem boðið er upp ó. -EA Uppselt Farþegaferjan ms. Edda hélt í sína áttundu ferð til Newcastle og Bremerhaven siðastliðið miðviku- dagskvöld. Uppselt var i feröina og vel er bókað í þær átta ferðir sem eft- ir eru, að því er segir í frétt frá Far- skipum. Ferjan fer í sina síðustu ferð í byr jun september næstkomandi. Að þessu sinni fóm Stuðmenn í hringferð með skipinu til að skemmta farþegum og kynna nýja plötu, Gráa fiðringinn. I næstu ferð- um verður boðið upp á úrval þekktra skemmtikrafta, þeirra á meðal Jónas Þóri Þórisson, Bubba Morth- í Edduna ens og Garðar Cortes svo að dæmi séu nefnd. Þá má geta þess að ýmsir þjóökunnir menn fara með sem far- arstjórar, eins og t.d. Guðni Guðmundsson rektor, Bryndís Schram ritstjóri og Róbert Arnfinns- son leikari. Boðið er upp á ýmsar sérferðir á næstunni, eins og t.a.m. rokkferð til Englands með Bubba Morthens, golfferð til Englands, verslunarferð til Newcastle og „Hringsól”, en það er hringferð til Bremerhaven og til baka og er þá matur innifalinn i verðinu. EA Blanda er framleidd af Mjólkursamlagi S.A.H.á Blönduósi, úr C-vítamínríku appelsinuþykkni frá Brasilíu blönduöu meö íslensku lindarvatni. Engum sykri eöa aukaefnum er bætt í safann. Þeir sem fylgjast með verðlagi vita hvarer hagkvæmast aðversla! Jk, opiö i Skeéf unni til kl.22 í kvöld HAGKAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.