Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 17
Iþróttir íþróttir Iþróttir (þróttir íþróttir íþróttir (þróttir DV. FÖSTUDAGUR 22. JÚLl 1983. Sjöberg ekkiíliði Norðurlanda Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamanni DVíSvíþjóð: Hinn stórefnilegi hástökkvari Svía Patrik Sjöberg, aðeins átján ára gamall, meiddist illa í keppni í Luxemburg. Sjöberg var að stökkva hæðina 2,24 sem hann fór léttilega yfir, en svo illa vildi til að hann lenti utan dýnunnar og slasaðist á handlegg. Melðslin eru það mikil að vist þykir að hann taki ekki þátt i keppni Norðurlandanna við Banda- rikin þann 26. júní nk. og hæpið að hann geti keppt á heimsleikunum i Helsinki í ágúst. Patrik Sjöberg á best 2,33, aðeins 4 senti- metrum frá heimsmetinu, og Sviar hafa bundið mlklar vonir við hann i framtíðinni. Því má geta þess að þjálfari Rússa hefur látið hafa eftir sér að hann telji Sjöberg hafa burði til að bæta heimsmetið og stökkva allt að 2,45 m, þannig að það er engum blöðum um það að fletta að þarna er geysimikið efnl á ferðinni. Það eru fleiri en Sjöberg sem eiga við meiðsli að stríða þessa dagana. Hlaupa- drottning Svía og Norðurlandanna, Linda Haglund, gaf þá yfirlýsingu fyrir stuttu að hún gæti ekki tekið þátt i heimsleikunum sökum meiðsla. Linda losnaði í vetur úr 18 mánaða keppnisbanni. Hún hafði verið fundin sek um að taka inn óleyfileg lyf og hefur reyndar ekki borið sitt barr síðan. Finnsta stúlkan Marjamaa bætti Norður- landamet Lindu í 100 metra hlaupi fyrir stuttu. Hljóp hún á 11,13, en gamla met Lindu var 11,16 sett á ólympíuleikunum í Moskvu 1980. -GAJ/-AA. Wilander í keppnisbann? Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamanni DVíSvíþjóð. t hinu virta, bandaríska tennisblaði World Tennis er skýrt frá því í vikunni að sænski tennisleikarinn Mats Wilander hafi tekið á mótl stórri peningaupphæð er hann tók þátt í Grand-Prix keppninni í vetur. Reynist svo vera á hann árs keppnisbann yfir höfði sér eins og argentínski tennisleikarinn Vilas, sem dæmdur var i árs bann fyrir að taka á móti 50.000 dollurum í Rotterdam á sínum tíma. I sænska kvöldblaðinu Kvall Posten segir aö Wilander harðneiti þessu. „Slíkar trygg- ingargreiðslur eru ólöglegar og ég myndi aldrei taka á móti slíkum peningum,” voru orð Wilander. Svíar eiga að mæta Argentínumönnum í næstu umferð Davis-Cup keppninnar og það væri afar slæmt fýrir þá ef þeir þyrftu að leika án síns besta manns, Mats Wilander. Wilander er nú í öðru sæti í Grand-Prix keppninni með 1431 stig á eftir Frakkanum Yannick Noah sem hefur 1528 stig. Þeir sem á eftir fylgja eru Lendl, Tékkóslóvakíu, 1241 stig, McEnroe, USA, 1220 stig, Jose Higueras, Spáni, 1192 stig og Jimmy Connors, USA, er í sjötta sæti með 1145 stig. -GAJ/-AA. Unglingalands- liðið gegn Færeyjum Ungliugalandsliðið, skipað Ieikmönnum undir 18 ára aldri, leikur tvo landslciki gegn Færeyingum hér á landi 24. og 25. júli nk. Fyrri leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli sunnudaginn 24. júlí kl. 20 og seinni leikurinn á Seif ossvelli mánudaginn 25. júlí kl. 20. Þessir leikir verða fyrsti undirbúningur unglingalandsliðsins vegna væntanlegrar þátttöku liðsins í Evrópukeppni en þar mætir liðið Englendingum og verður leikið heima og heiman, væntanlega í haust. Haukur Hafsteinsson unglingalandsliðs- þjálfari hefur valið eftirtalda pilta til að leika gegn Færeyingum: Hauk Bragason, Fram, Björgvin Pálsson, Þrótti, Jón Sveinsson, Fram, Eirík Björgvinsson, Fram, Olaf Þóröarson, 1A, iBirgi Sigurðsson, Þrótti, Magnús Magnús- son, Val, Sigurð Jónsson, IA, öm Valdimarsson, Fylki, Kristján Hilmarsson, FH, Kristján Gíslason, FH, Gunnar Skúla- son, KR, Andra Marteinsson, Víkingi, Júlíus Þorfinnsson, KR, Bergsvein Samphsted, Val, Guðmund Magnússon, IBI. (Aðalsteinn Jóhannsson, markvörður Vestmannaeyinga, grípur knöttinn öruggum höndum í bikarleiknum i gærkvöld með Sæbjorn Guðmundsson, KR, sér við hlið. Til hægri sýnir Ágúst Már Jónsson, KR, skemmtileg tilþrif. DV-myndir S. Hrun Reykjavíkuiiiðanna „Þetta var sætur sigur og sanngjara að mínum dómi. Við erum staðráðnir i að vinna bikarinn, þurfum bara að fá útileik næst, því þá gengur okkur best,” sagði Ómar Jóhannsson, miðju- lelkmaðurinn snjalli frá Vestmanna- eyjum, eftir að Eyjamenn höfðu sleglð KR-inga út úr bikarkeppninni 1—0 á Fögruvöllum í gærkvöldi. Þetta var hressilegur bikarleikur í gærkvöldi og mikið af marktæki- færum, sérstaklega þó í seinni hálf- leiknum. Mikið jafnræði var meö liðun- um í fyrri hálfleik. KR-ingar byrjuðu af krafti og strax á 3. mín. komst Ágúst Jónsson í ákjósanlegasta færi við markteigsfiómið en Aðalsteinn í marki Eyjamanna varði í horn. Nokkru síðar var Ágúst aftur á ferðinni en skaut þá hátt yfir markið af 12 metra færi eftir að Aðalsteinn hafði slegið boltann út til hans í stað þess að grípa boltann, sem hann haföi full tök á aö gera. Á 21. mín. kom svo markið, sem reyndist vera sigurmark Eyjamanna. Það var mjög vel að þvi marki staðið hjá Eyjaliðinu. Þeir stöðvuðu sókn KR-inga á vinstri vallarhelmingnum, léku þeim megin upp. Boltinn var síðan sendur inn á miðjuna til Kára, hann dró til sin varnarmann og gaf til hægri á Jóhann Georgsson sem komst einn og óáreitt- ur að KR-markinu og átti frekar auð- velt með að skora framhjá úthlaupandi markverði KR, Stefáni Jóhannssyni. Tveim mínútum síðar lá knötturinn í marki Eyjamanna en dæmd var rang- stæða á Sæbjöm sem skaut af mark- teig. KR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og sóttu látlaust, staðráðnir í að jafna metin. Við það opnuðu þeir oft vömina og gáfu Eyja- mönnum möguleika á skyndisóknum. Þetta varð til þess að leikurinn varð hinn skemmtilegasti á köflum og mikið af marktækifærum á báöa bóga. A 49. mín. fékk Erling KR-ingur boltann óvænt á markteig en laust skot hans var vel varið af Aðalsteini. Bjöm Rafnsson komst svo einn inn fyrir Eyjavörnina en lét Aðalstein verja frá sér. Heppnin var KR-ingum ekki hlið- holl i þessum leik og nú var komið aö skyndisóknum Eyjamanna. Tómas Pálsson var einna hættulegastur í þeim og gerði oft usla. Komst t.d. einn inn fyrir á 58. mín. en Stefán varði meistaralega með fætinum. Nokkru áður fékk hann boltann óvaldaður á Erfitt keppnistímabil f ramundan hiá Laval „Eg reikna með að keppnistimabilið verði mjög erfitt fyrir okkur hjá Laval í 1. deildinni frönsku. Fjórir af þekkt- ustu leikmönnum liðsins hafa verið seldir til annarra liða, markvörðurinn Jean-Pierre fór til Lens, Þjóðverjinn Uwe Krause, sem verið hefur aðal- markaskorarinn undanfarin ár, var seldur tll Monakó. Þá era þeir Victor Zvunka og Phillippe Redon einnig farnir,” sagði Karl Þórðarson, þegar DV ræddi við hann í gær. Keppnistímabilið í Frakklandi hófst í fyrrakvöld og hefst miklu fyrr en venjulega. Það er gert vegna úrslit- anna í Evrópukeppni landsliöa, sem verða íFrakklandi næsta sumar. Laval lék við St. Etienne á heima- velli og varð jafntefli 1—1. Karl lék í liði Laval og hefur alveg náð sér af meiðslunum sem háðu honum svo mjög á síðasta leiktímabili. Hann byrj- aði þó að æfa seinna en aðrir leikmenn liðsins og er því ekki í mikilli úthalds- æfingu. Var honum skipt út af þegar tíu mín. voru eftir af leiknum. ,Þetta var ansi skemmtilegur leikur, vel leikinn og hraði mikill. Laval náði forustu um miðjan síöari hálfleikinn með marki svertingjans Omar Sene frá Senegal. Þegar fjórar mínútur vom til leiksloka tókst St. Etienne að jafna,” sagði Karl um leikinn. Urslit í leikjunum í 1. deild í 1. umferðinni urðu þessi. Nantes—Monaco 0—0 Bordeaux—Rennes 4—1 Toulouse—Paris S. G. 1—1 Lens—Metz 3—2 Toulon—Brest 0—0 Nancy—Lille 1—2 Sochaux—Nimes 4—1 Strasbourg—Bastia 0—0 Rouen—Auxerre 2—0 Meistarar Nantes gerðu jafntefli á heimavelli. Bordeaux vann nýliða Rennes stórt en Rennes og Nimes komu upp úr 2. deild í vor. Tóku sæti Ásgeir í 4. skipti — íliði vikunnar Ásgeir Elíasson, þjálfari og leik- maður Þróttar, er nú í fjórða skipti í liði vikunnar hjá DV en hins vegar er félagi hans í Þróttarliðinu nú i fyrsta skipti í liðinu. Báðir léku mjög vel í sigurleiknum gegn Isfirðingum á Laugardalsvelli. Lið vikunnar er nú skipað þessum leikmönnum: Lyon og Mulhouse í þeirri fyrstu. ,,Þó við höfum misst marga góða leikmenn til annarra félaga hefur litið komið af nýjum leikmönnum í staðinn. Laval fékk markvörð úr 2. deild í stað Tempet og Þjóöverjinn Claus Jank frá Stuttgart Kickers kom. Hann er enn ekki í þeirri æfingu sem þarf til að komast í aðalliðið. Þá eru ungir strákar komnir í aðalhópinn og meðal- aldur leikmanna liðsins er mjög lágur,” sagðiKarl. Þess má geta að Frakkar leggja mikla áherslu á úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða næsta sumar. Strax og keppnistímabilinu lýkur fer franska landsliðið í æfingabúðir í 3 vikur. Frakkar komast sem gestgjafar beint í úrslitakeppnina. -hsím. Bjarni Sigurðsson (2) Akranesi Jónas Róbertsson (2) Þór vítapunkti og missti hann klaufalega frá sér. Nú, KR-ingar fengu enn eitt gulliö tækifæri á að jafna þegar Jósteinn skallaði í stöng eftir horn- spymu, þaðan datt knötturinn á mark- línuna og Snorri Rútsson var ekki lengi að sparka honum frá og bjarga. Á 68. mín. skoruöu svo Eyjamenn en Tómas var dæmdur rangstæður eftir að hann hafði þrumað knettinum upp í þaknetið af markteig. Síðustu mínúturnar sóttu KR-ingar með miklum hamagangi en ekkert gekk. Kári fékk svo gullið tæki- færi til að gera út um leikinn rétt fyrir leikslok, er hann komst einn upp að KR-markinu, en á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum aö detta um sjálfan sig og ekkert varð úr. Þórður Hallgríms og Snorri Rútsson voru bestir Eyjamanna ásamt Ómari sem átti góða spretti. Hjá KR-ingum vom það Stefán markvörður og Ottó Guðmundsson sem stóðu upp úr. Leikinn dæmdi Oli Olsen og gerði það þokkalega. Hann sýndi Sveini Sveins- syni, KR, gula spjaldið. Áhorfendur voru638. Eftir helgi verður dregið um hvaða Uð leika saman í undanúrslitum bikar- keppninnar. -AA. Karl Þórftaraon. „Lið vikunnar” Ámi Sveinsson (3) Akranesi Jón Gunnar Bergs (2) Breiðabliki Ásgeir Elíasson (4) Þrótti Sigurður Jónsson (3) Akranesi Páll Clafsson Þrótti Ómar Torfason (2) Víkingi Sigurður Grétarsson (2) Breiðabliki Óli Þór Magnússon (3) Keflavík Helgi Bentsson (3) Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.