Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1983, Síða 32
xzÆ-öééeút st. ÁRMÚLA 38 REYKJAVÍK, SÍMI82166 OG 83830. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1983. Þórshöfn: STAKFELUÐ FISKAR VEL — hásetahluturer 265 þúsund frá áramótum Frá Aðalblrni Arngrímssyni, frétta- ritara DV á Þórshöfn: Þórshafnartogarinn Stakfell kom inn úr veiðiferð á þriðjudaginn eftir 10 daga útivist. Að þessu sinni reynd- ist afli togarans rúm 150 tonn, nær eingöngu þorskur. Hefur hann þá fiskað tæp 2000 tonn það sem af er ár- inu, þrátt fyrir úrtak vegna smálag- færinga. Alls fór togarinn 17 veiði- ferðir á þessu timabiii og er skipta- verð 14.178 milljónir og hásetahlutur 265 þúsund krónur. Skipstjóri á Stak- fellinu er aflamaðurinn Olafur Aðal- björnsson. Um sama leyti og togarinn kom komu hingað þrir Bandaríkjamenn frá samtökum fiskseljenda i Banda- ríkjunum. Kvikmynduðu þeir löndun aflans og flutning að fiskiðjuveri svo og alla meðferð fiskins í vinnsiusal þar til hann var kominn i endanlegar umbúðir. Til stóð að Bandarikja- mennirnir færu eina ferð meö togar- anum en óvíst er hvort af því getur orðið. Undanfarið hefur afli glæðst veru- lega hjá smærri bátum sem hér róa. Milli 20 og 30 stunda þann útveg. -JBH. Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Sjómenn fá launídag „Við gerum ráð fyrir að geta greitt sjómönnunum helrning þeirra launa sem þeir eiga inni hjá fynrtækinu í dag,” sagði Jón Kristinsson, for- stjóri Hraöfrystihúss Patrekáfjarö- ar, er DV ræddi við hann í morgun. Sigurey SI71, togari frystihússins, liggur enn bundin við bryggju vegna launa- og oliuskulda. Jón sagði að þótt tækist að greiða sjó- mönnum hluta af launum í dag leysti það engan veginn vandann varðandi skipið, þannig að það kæmist til veiða aftur. Til þess þyrfti meira að koma tU. Fyrst og fremst þyrfti að auka eigiö fé fyrirtækisins og afla lánsfjár. „Það liggur ljóst fyrir, að óbreytt staða til lengri tíma verður til þess að menn missa móðinn,” sagði Jón. „Við getum haldið uppi vinnu í frystihúsinu fram undir verslunar- mannahelgi, en eftir þann tíma vitumviðekkerthvaögerist.” -JSS. Bruninn hjá Álafossi í mars: GRUNUR UM ÍKVEIKJU Grunur leikur á að stórbruninn hjá Alafossi í mars síðastliðnum hafi verið af mannavöldum. Sérfræðingar Brunamálastofnunar könnuðu að- stæður í Alafossi eftir brunann og þykir niðurstaða 4 mánaða rannsóknar benda til aö kveikt hafi verið í ullar- bala og rusli með bensíni. Rannsókn sérfræðinga Brunamála- stofnunar var mjög ítarleg, m.a. voru sýni af brunastað efnagreind. Skýrsla sérfræðinganna er komin til rannsókn- arlögreglunnar sem mun halda rann- sókn málsins áfram. I eldsvoðanum á Alafossi í mars varð eitt mesta tjón sem orðið hefur í bruna hérlendis. Tjónið er metiö á um 400 milljónir króna. 450 metra vöru- geymsla brann, 110 tonn af ull, tæki og efni. Brunabótafélag Islands og Sjóvá greiddu 40 milljónir króna í trygginga- fé og munu tryggingafélögin hafa endurkröfurétt á hendur hugsanlegum brennuvargi. DV hafði samband við forsvarsmenn Brunamálastofnunar og rannsóknar- lögreglunnar en þeir neituðu alfarið að ræðamálið. -és. Fólksbfllinn velti jeppanum Harður árekstur varð á gatnamótum Njarðargötu og Bergstaðastrætis klukkan 21 í gærkvöldi. Land Rover jeppi kom akandi norður Bergstaðastræti, sinnti ekki biðskyldu sem þar er og ók yfir gatnamótin. Þar kom þá fólksbíll upp Njarðargötuna og ók beint inn í jeppann og velti honum. Báðir bilamir skemmdust mikið en slys urðu ekki á mönnum, DV-mynd: S. /-ELA. Gírkass- innog grillið horfið þegar eigandinn ætlaði að aka á brott Undanf arnar nætur hefur verið stolið úr bíl sem staðið hefur við Höfðatún í Reykjavík. Kom eig- andinn að honum einn morguninn og vantaði þá i hann blöndunginn og daginn eftir var búið að hirða enn meira úr bílnum. Lögreglan setti vakt á bílinn sL nótt. Þegar aðeins tók að skyggja mættu þrír ungir piltar á staðinn, vel vopnaðir verkfærum. Hand- tók lögreglan þá en þá voru þeir að dunda sér við að ná í kveikj- unaúrbilnum. Annar bíleigandi kom að sínum bQ í gærmorgun og vantaði þá á hann grillið. Þegar hann settist inn í bílinn kom i ljós að enn þýð- ingarmeiri hlutur var horfinn, en það var gírkassinn með öllu til- heyrandi. Bíllinn hafði staðið við hús í Skeifunni í smátíma. Notuðu þjófarnir þann tima til að hirða þessa hluti úr honum. Þá voru tveir piltar teknir við Flúðasel í nótt, þar sem þeir voru að ná sér í bensín af bil sem þar stóð. Er orðið mjög algengt að menn komi að bilum sínum hálf- bensinlausum á morgnana, eftir að hafa fyllt þá daginn áður, enda bensíndropinn orðinn dýr hér á landi -klp- Álviðræður í óvissu — mikið berá milli um orkuverðshækkun Viðræður fulltrúa Alusuisse og ríkisins, sem hófust í gær, eru í al- gerri óvissu. Sjónarmið fulltrúa ríkisins er að „veruleg orituverðs- hækkun” til Isals nú þegar sé for- senda frekari viðræðna, samkvæmt öruggum heimildum DV. Er álitið að það þýði varla minna en 50% hækkun. Alusuisse-menn eru á hinn bóginn taldir ófúsir til að fallast á meira en 13—20% hækkun fyrsta kastið. 1 gær voru engar tölur um orku- verðshækkun nefndar af aðilum og aðallega rætt almennt um málin og ýmis minni háttar atriðL A það reynir í dag, á fundi sem hófst klukkan 11 í morgun, hvort grund- völlur sé fyrir samkomulagi um fyrstu skref að viötækari samningi um framtíðarmálefni álversins í Straumsvík. Heimildir DV lúta að því að alls- endis óvist sé að nokkur niöurstaða fáist á f undinum í dag. -HERB. Steinullarverksmiöjan á Sauðárkróki: Reiknað með Stjóm Sambandsins hefur ákveðið að taka þátt í dreifingu á framleiðslu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðár- króki. Viöræður standa nú yfir milli stjórnar Steinullarfélagsins og Sam- bandsins um endanlega samninga. Aö sögn Arna Guömundssonar, stjómarformanns Steinullarfélags- ins á Sauðárkróki, hafði verið reiknað meö því frá upphafi að Sam- bandið yrði meö í myndinni. „Það hefur verið talið nauðsynlegt að bæði r&ið og Sambandið yrði með, aöal- lega til að tryggja að ekki yrði byggð nema ein verksmiðja því við erum sammála um að það eru ekki verk- efni nema fyrir eina. Það yrði lítil verksmiðja sem aðeins framleiddi fyrir innanlandsmarkað því við teljum útflutning vonlausan.” Arni var inntur álits á ummælum Alberts Guðmundssonar fjármála- ráðherra þess efnis að hann væri andvigur forréttindum Sambandsins á sölu á framleiðslunni. „Það er út af fyrir sig skiljanleg afstaða því æski- legast væri að allir hefðu sömu að- stöðu. Við höfum hugsað þetta með til- liti til reksturs verksmiðjunnar að heppilegast væri að kcmast inn í dreifirigarkerfi sem fyrir hendi er hjá Sambandinu og öðrum dreifend- um.” -PA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.