Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. Mazda 929. Vohfo245DL station. Blár, árg. '82, ekinn 58 þús. km. VerO 440.000, skiptiá ódýrarí. Maxda 323station. Hv/tur, árg. '80, ekinn 53 þús. km. Veró 170.000. Verö 150.000. Biár, árg. '82, okinn 38 þús. km. Verö 360.000, ýmis skipti mögu- leg. Citroen GSA. DrappUtur, árg. '82, ekinn 34 þús. km. Verð285.000, skipti á ódýrari. Mitsubishi yflrbyggður. Hvitur, árg. '82, ekinn 36 þús. km. Verð 450.000, skiptiá ódýrari. Bronco. Grænn, árg. 78, ekinn 78 þús. km. 8 cyl. sjáttsk. vökvast., einn m/öllu. Skipti á ódýrari. EconoHne sendibíll. Drapplitur, árg. 80, ekinn 26 þús. km, 6 cyi., vökvastýri, bein sala. Verð 400.000. Einn sá fallegasti, allur klœddur að innan, skipti á ódýrari. BÍLASALAN GRENSÁSVEGI 11 - 108 REYKJAVlK - SlMI 83150 íslandsrallið: „Bflunum aldrei ekið utan vegar” — segir Jón Ragnarsson rallkappi - Jarðýtuförin á Kili. Þar sem gamli og nýi vegurinn liggja samsíða hafði jarðýtu verið ekið á milli veganna og landið taett upp. DV-mynd Olafur Guðmundsson. „Sjaldan eða aldrei hefur reglum verið fylgt jafnvendilega og i Islandsrallinu og væri nœr að fylgjast betur með hlnum almenna ferðamanni á hálendinu en að vera að ofsækja rallkeppni,” segir Jón Ragnarsson rallkappi, en hér sést bif reið hans og Omars bróður hans á leið í mark í íslandsrallinu. DV-mynd Ö.G. I allri þeirri umræðu um Islands- rallið, sem átt hefur sér stað að undanförnu, hafa sjónarmið rallara sjálfra og frásagnir þeirra af atburð- um, ekki átt jafngreiðan aðgang að fjölmiölum eins og yfirlýsingar náttúruvemdarmanna og annarrai andstæðinga rallsins. Með tilliti til þessa talaöi Jón Ragnarsson rallkappi við okkur og skýrði frá því, sem hann haföi orðið vísari, sem þátttakandi í margum- töluöu ralli. Hann segir að rallarar séu mjög sárir yfir þeirri umf jöllun sem máliö hefur fengið opinberlega að undan- förnu. Staðreyndin sé nefnilega sú að sjaldan eða aldrei hafi reglum verið fylgt jafnvendilega og í þessu ralli. Ekki í eitt einasta skipti hafi bifreiö sem þátt tók í rallinu ekið utan veg- ar. Meira aö segja hafi hinn franski skipuleggjandi rallsins krafist þess að menn legöu bílum sínum á vegin- um þar sem stöövað var. Þar að auki hélt hann tölu yfir keppendum fyrir hverja sérieið sem ekin var og brýndi fyrir þeim að aka hvergi utan vegar. „Náttúruverndarmönnum hefði verið nær að þiggja boð um að senda mann til eftirlits með keppninni, í stað þess aö sitja í Reykjavík og skrifa níðgreinar um keppnina,” segir Jón. „Þá hefði sá maður getaö gripið inn í keppnina hvenær sem honum hefði fundist þörf á,” bætir hann við. Jón segir ennfremur að þaö sé ósköp auðvelt aö segjast hafa haft spumir af hinu og þessu framferði rallmanna. Það geti hver sem er sagst hafa spumir af hinu og þessu. En það sé hins vegar ábyrgðarhluti að æða með einhverjar yfirlýsingar um þetta í f jölmiðla án þess aö hafa nokkur sönnunargögn í höndunum. „Náttúruvemdarráðsmenn sýndu fádæma þvermóðsku í þessu máli. Þeir neituðu að tala við fram- kvæmdaaöila rallsins, bæði þá is- lensku og eins Frakkann Jean Claude Bertrand,” segir Jón. Hann bætir því við að enginn möguleiki sé á að leysa nokkur mál, geti menn ekki ræðst við. Til þess að gera lesendum örlitla grein fyrir því að Náttúruvemdar- ráð er að ráðast á ranga aðila, þegar það er að agnúast út í rallkeppni, vill Jón benda á nokkur atriði sem hon- um eru minnisstæð úr keppninni. Viö Landmannalaugar færöi Bertrand tímavörslustöðina niður á aurana viö Jökuldali til aö foröa frá skemmdum á landi. Meðan beöið var eftir síðasta bíl urðu keppendur varir við ferðamenn á bílum, sem komu akandi út úr hinu og þessu gilinu, al- gjörlega án tillits til þess hvort þar var slóöi eða ekki. Fannst hinum erlendu keppendum þetta mjög undarlegt þar sem þeir máttu vart stíga fæti sínum út fyrir slóðir. Innan friðlandsins í Landmanna- laugum sáu keppendur ennfremur hvar unnið haföi verið að einhver jum framkvæmdum. Allt í kring vora djúp för eftir jarðýtur sem ekki hafði verið hirt um að aka eftir slóðum. Á Kjalvegi mættu keppendur mörgum ferðabílum, sem ekiö var utan vegar, á meðan keppendur óku eftir tilskildum leiðum í einu og öilu. Og þegar komiö var noröur undir Blönduvirkjun, þar sem gamli og nýi vegurinn liggja samsíða, sást hvar jarðýtu hafði verið ekið á milli veg- anna og tætt upp landið. „Er von að menn spyrji, hvar náttúruverndarráðsmenn séu þegar þeir verða varir við svonalagað?” spyr Jón. „Það er þetta sem verður að stöðva en ekki þrautskipulögð rallkeppni sem þar aö auki getur laö- að ferðamenn hingað til lands í stór- um stíl,” heldur hann áfram. Hann segist gera sér fulla grein fyrir því að rallmenn þurfi aðhald eins og aðrir, annars geti allt fariö úr böndum. Það sé hins vegar lág- markskrafa aö við þá sé talað eins og menn en ekki skepnur. „Við höfum alla tíð verið og erum enn tilbúnir til að ræða málin því að við erum þeirrar skoöunar aö ekki sé hægt að leysa þau á annan hátt. Og ég fullvissa fólk um það að í nýyfir- stöðnu Islandsralli var ekki einum einasta keppnisbíl ekið utan slóða,” segir Jón Ragnarsson rallkappi. SþS F.kkl tókst öllum þátttakendum í Islandsrallinu að komast bjálparlaust úr landi í gær. Hér er verið að ýta bifreið Italanna Sorgbini og Bardini sem urðu í öðru sætinu í rallinu. DV-mynd Loftur. Tveir bátar á rækjuveiðum Hornafjörður: — og spumingin er hvernig til tekst því að þetta eru tilraunaveiðar Frá Júiíu Imsland, fréttaritara DV á Hornafirði: Tveir bátar hér á Homafirði, Barðey SF 22 og Æskan SF 125, stunda nú rækjuveiðar í tilraunaskyni. Hafa rækjuveiöar frá Hornafirði aldrei verið stundaðar áður. Veiöa bátamir út af Berufirði og er rækjan blönduö. Barðey landaði nýlega fimm tonnum af rækju. Var hún fryst og flutt í aðrar vinnslustöövar því að ekki er aöstaöa til að vinna hana hér á Homafirði. A að sjá til hvemig veiöamar takast áður en rækjuvinnsluvélar verða keyptar. Annars hefur verið rólegt hér í fisk- vinnslunni frá því humarvertíöinni lauk, nema í saltfiskinum, þar er nóg af ormumaðtína. Nokkrir bátanna hér hafa siglt með aflann og aðrir hafa verið í slipp. Að- komubátar hafa þó stundum komið við og lönduðu Sjávarborg og Þuríður Halldórsdóttir, báðir GK-bátar, samtals um 110 tonnum af þorski nýlega. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.