Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983. 3 SKRIÐJÖKLARNIR HÆTTIR AD HOPA Jöklar landsins eru hættir aö hopa, eins og þeir hafa gert í hálfa öld. Þeir viröast ætla að vaxa á ný. Sigurjón Rist vatnamælingamaöur sagöi í DV á miðvikudag aö minni jökl- arnir, sem tækju fyrr viö sér, væru þegar famir að skríða fram. Stærri jöklamir hefðu þó enn hopaö. I Jökli, riti Jöklarannsóknafélags Is- lands og Jarðfræðifélags íslands, er yfirlit yfir þær athuganir sem gerðar hafa verið á breytingum jökla síðast- liðið ár. Alls voru 43 jökultungur mældar haustiö 1982. Jökuljaöar sýndi fram- skrið á 22 stöðum, hélst óbreyttur á þremur stöðum en hafði hopaö á 18 stöðum. Framskriðið mældist saman- lagt 594 metrar en hopið 451 metri. „Mæliniðurstöðurnar sýna greini- lega að framskriðið eykst. Stórar og flatar jökultungur hopa aö vísu ennþá en ár frá ári dregur úr hopi þeirra,” segir Sigurjón Rist í Jökli. ,,Ef gengur sem horfir er stutt í það að mæliniðurstööur staðfesti vöxt jökla hér á landi. I lok ágústmánaðar 1982 huldi snæhetta síðasta vetrar jöklana óvenju langt niður eftir; sýnir það hvert stefnir. Einkum var snjór síð- asta vetrar mikill á vestanverðu land- inu, til dæmis var Drangajökull hulinn drifhvítum vetrarsnjó, sömu sögu er að segja af Snæfellsjökli. Mælingaáriö, þ.e.a.s. frá hausti 1981 til jafnlengdar 1982, var fremur kalt. Urkoma í meðallagi eða vel það. Kald- ir haustmánuðir eru eins konar sér- kenni hinna síðari ára,” segir Sigur- jón. Og ennfremur: „I júli (1982) var ör leysing á jöklum og jökulár vatnsmiklar en það stóð skamma stund. I annarri viku ágúst- mánaðar má telja að leysingu á hájökl- um hafi verið lokið, þá frysti og tók að snjóa. September 1982 var kaldur; aö septembermánuður sé kaldur telst nú- oröið engin nýlunda.” Ef breytingar á einstökum jöklum á einu ári frá hausti 1981 til sama tíma 1982, eru skoðaðar sést að Hagafells- jökull í Langjökli hopaði um rúma 30 metra. I Hofsjökli hopaði suðurjaðar Múla jökuls um 42 metra en aörar tung- ur úr Hofsjökli stóðu því sem næst í stað. Gígjökull i Eyjafjallajökli skreið fram um 85 metra. Frá Mýrdalsjökli skreið Sólheimajökull fram um 47 metra til vesturs og til austurs um 24 metra. öldufellsjökull hopaði um 155 metra. Gígjökull í norðanverðum Eyjafjallajökli. Hann skreið fram um 85 metra á siðasta ári. Skriðjöklar Vatna jökuls létu sitt ekki eftir liggja. Tungnaárjökull hopaði um 28 metra, vesturjaðar Skeiðarárjökuls hopaði um 10 metra eaeystri jaðarinn um tvo metra. Morsárjökull skreið fram um 28 metra. Skaftafellsjökull skreið úr öræfajökli til vesturs um 37 metra, Svínafellsjökull um 45 metra, Virkisjökull um 30 metra og Falljökull um 15 metra. Breiðamerkurjökull var mældur á fimm stöðum. A tveimur stööum i vesturjaðri, við Breiðamerkurfjall, hopaði hann; um 14 metra og 49 metra. Austasti ■ hluti Breiðamerkurjökuls hopaði einnig. Við Fellsfjall mældist hopið 44 metrar. f átt að Jökulsá mæld- ist hins vegar um 50 metra framskrið. Fláajökull skreið fram um 20 metra, Eyjabakkajökull um 10 metra og Kverkjökull skreið fram um 22 metra. -KMU. hverri viku Míss Young International 1983: KOLBRÚN HAFNAÐI í ELLEFTA SÆTI — en sú norska varð sigurvegari „Þetta hefur verið eitt stórævin- týri, annað get ég ekki sagt,” sagði Kolbrún Anna Jónsdóttir, 19 ára Reykjavíkurmær, í samtali við blað- ið. I fýrradag tók hún þátt í fegurðar- keppninni „Young International” sem fram fór í Seoul í Suöur-Kóreu. « Kolbrún Anna Jónsdóttir varð í 11. scti í fegurðarsamkeppninni i Seoul í Suður-Kóreu. Tíu stúlkur komust í aðalúrslitin en dómararnir tilkynntu um nokkur næstu sæti, óopinberlega, og hafnaði Kolbrún í 11. sæti keppninnar. Þátt- takendur voru 53 frá jafnmörgum þjóðlöndum. „Eg get ekki annaö sagt en að ég sé ánægð með þessi úrslit. Fulltrúi Noregs sigraði í keppninni og var vel að þeim sigri kominn. Annars er ég ánægðust með að þessu skuli nú lok- ið. Þessu fylgir mikil streita og ótrú- legt púl. Nú er það bara heimferðin sem í sjálfu sér er ekki lítið fyrir- tæki. Annars höfum við ekki séð til sólar hér í þessu mikla sólarlandi allan tímann. Það er eins og rigningin fylgi okkur Reykvíkingun- um í ár,” sagði Kolbrún. -klp- GÓÐ MATAR KAUP Unghænur, 5 stk., 73,50 pr. kg Kjúklingar, 5 stk., 92,00 pr. kg Lambaframpartar, 77,40 pr. kg HELGARRÉTTURINN - TILBOÐSVERÐ LAMBA SIRLOINSTEIK A AÐEINS 99 KR. KG Appelsínur, Florida, 31,50 pr. kg Epli - gul frönsk, 38,50 pr. kg MATVÆLAKYNNING Kaaber kaffi, Ríó, 24 kr. pk. Sanitassultur og efnagerðarvörur, 15% afsláttur Emmess skafís á tilboðsverði 2 I kr. 100,80. OPIÐ TIL KL. 10 ( KVÖLD OG TIL KL. 4 Á MORGUN, LAUGARDAG. & Vörumarkaðurinn hf ÁRMÚLAIa EIÐISTORG111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.