Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983.
5
Hugmyndir forsætisráðherra
um sölu ríkisfyrirtækja
— margar ríkisstof nanir og ríkisfyrirtæki á sölulista
en skilyrði fyrir sölu f lestra
Steingrímur Hermannsson forsetisráðherra hefur nú kynnt fjármálaráð-
herra hugmyndir sinar um sölu ríkisstofnana og -fyrirtækja. Þar kemur fram
að hann vill meðal annars endurskoða starfsemi Húsameistara ríkisins og
Húsnæðisstof nunar rikisins.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráöherra hefur sent fjármála-
ráðherra athugasemdir við þær hug-
myndir sem fram hafa komiö um
sölu á eignarhlut ríkissjóðs í ýmsum
fyrirtæk jum og sölu ríkisstofnana.
I bréfi sínu segir Steingrímur að
markmiöiö með þessum aðgerðum
hljóti að vera aö draga úr útgjöldum
ríkissjóðs en þess veröi þó aö gæta að
landsmönnum veröi áfram tryggö
eðlileg þjónusta og komið veröi í veg
fyrir óeðlilega byggðaröskun.
Nauðsynlegt kunni að vera að ríkis-
valdið taki beinan þátt í uppbygg-
ingu mikiivægra fyrirtækja og gangi
inn í þýðingarmikil fyrirtæki sem
ella þyrftu að hætta og valda þar
með atvinnuleysi og byggðaröskun.
Segir í bréfinu að ástæðulaust sé þó
að ríkið eigi almenn fyrirtæki áfram
þegar þau séu komin á traustan
grundvöll. Þá sé eölilegt að fyrirtæk-
in verði seld þeim sem geta keypt
þau. Hins vegar verði að fást eðlilegt
verð fyrir fyrirtækin og sé nauðsyn-
legt að skapa aðstæður til að svo geti
orðið hér á landi.
Steingrímur bendir á aö ástæða sé
til að kanna hvort ekki sé hagkvæmt
að koma á fót hlutabréfamarkaði eða
verðskráningu hlutabréfa. Jafn-
framt því yrði lögum um hlutafélög
og skattalögum breytt þannig aö sala
hlutabréfa verði auðveldari og
upplýsingar um „almennings”
hlutafélög veröi tiltækar almenningi.
Þetta hefði meöal annars þann
tilgang að auðvelda ríkinu að selja
fyrirtæki þegar markaðurinn getur
tekiðvið þeim.
„Hagkvæm leiö er aö stofna
eignarhaldsfyrirtæki (holding
company) ríkisins sem yröi formleg-
ur eigandi ríkisfyrirtækja og hluta-
bréfa er ríkiö á nú,” segir í bréfi
Steingríms til fjármálaráðherra. „I
lögum eignarhaldsfyrirtækisins yrðu
ákvæði sem skylduðu það til að bjóöa
hlutabréf til sölu en þó með tilliti til
aöstæðna á markaði hverju sinni.
Þeim ríkisfyrirtækjum sem ekki eru
í hlutafélagsformi yrði breytt í hluta-
félög. Söluandvirði hlutabréfa mætti
hins vegar nota til að leggja fé í ný
fyrirtæki eða til að stuðla að endur-
skipulagningu fyrirtækja. Eignar-
haldsfyrirtækið fengi þannig það
hlutverk sem stundum hefur verið
nefnt fumkvöðulshlutverk ríkisins í
atvinnumálum.”
Með bréfinu fylgir skrá um
stofnanir og fyrirtæki með eignarað-
ild ríkissjóðs ásamt athugasemdum
forsætisráðherra. Þar mælir hann
með óbreyttu eignarhaldi ríkissjóðs
að nokkrum stofnunum og fyrirtækj-
um. I þeim hópi eru Námsgagna-
stofnun, Menningarsjóður, Sala
vamarliðseigna, Fríhöfnin á
Keflavíkurflugvelli, Islenskir aðal-
verktakar, Sementsverksmiðja
ríkisins, Ríkisprentsmiðjan Guten-
berg og Gufubor ríkisins og Reykja-
víkurborgar.
Hins vegar er ákveöið lagt til aö
aörar stofnanir og fyrirtæki verði
annaöhvort seld eða starfsemi þeirra
boðin út á almennum markaði.
Þeú-ra á meðal eru Þvottahús ríkis-
spítalanna, Islensk endurtrygging,
Samábyrgö Islands á fiskiskipum,
Umferðarmiðstöðin, Alafoss hf.,
Hraöbraut hf., Norðurstjarnan hf.,
Slippstöðin hf., Eimskip, Flugleiðir,
Rafha, Skólavörubúðin, Iönaðar-
bankrnn og Steinullarverksmiðjan.
Forsætisráðherra leggur til að
ríkissjóður selji hlut sinn í öðrum
ríkisfyrirtækjum og stofnunum en
setur fyrir því ákveðin skilyrði.
Þannig segir að selja megi Lyfja-
verslun ríkisins ef það hafi ekki áhrif
til hækkunar á lyfjaverði. Hann telur
athugandi að stofna sameignar- eða
hlutafélag um strandferðaþjónustu
með þátttöku ríkisins, sveitarfélaga
og skipafélaganna í stað Skipaút-
geröar ríkisins og yröi þá miðað við
að ríkiss jóður ætti um helming hluta-
fjár.
Steingrímur bendir á aö í tíð sinni
sem samgönguráöherra í síöustu
ríkisstjórn hafi hann kannað sölu á
Ferðaskrifstofu ríkisins en ferða-
skrifstofurnar hefðu þá ekki haft
áhuga á kaupum. Hann telur athug-
andi hvort hlutaðeigandi sveitar-
félög hafi áhuga á að auka hluti sína í
rekstri bátanna Drangs, Baldurs,
Herjólfs og Akraborgar. Hann
leggur til að kannað verði gaumgæfi-
lega hvort hlutverki Húsameistara
ríkisins verði ekki betur gegnt meö
öðrum hætti svo og starfsemi
framkvæmdadeildar Innkaupastofn-
unar ríkisins og Húsnæðisstofnunar
ríkisins.
Um önnur fyrirtæki segir að
athuga megi sölu þeirra ef fyrirtækin
lendi í höndum starfsmanna eöa
heimamanna. Þaö gildir meðal
annars um Síldarverksmiðjur ríkis-
ins, Þormóö ramma og Siglósíld á
Siglufirði, Landssmiðjuna og Flug-
leiðir, en við síöasttalda fyrirtækið
er tekið fram að þótt starfsmönnum
verði seldur hlutur ríkisins er
æskilegt að ríkið eigi aðild að stjórn
fyrirtækisins.
Um Kisiliðjuna og Islenska
jámblendifélagið segir ráðherrann
að athugandi sé aö selja hluta ríkis-
ins, en eðlilegt sé að yfir 50% hluta-
f jár verði í eigu innlendra aöila.
OEF
Eftirlitið er hart i skoðunarmálunum í borginni þessa dagana. Við sjáum hér
hvar „klippt” er af einum bQ sem löngu á að vera skoðaður. Alllr bílar með
númerin 53200 og þar fyrir neðan eiga nú að vera skoðaðir.
DV-mynd: S.
Lögreglan „klippir” grimmt þessa dagana:
Mörg þúsund bflar
óskoðaðir í borginni
— margir segjast hreinlega ekki hafa
efni á að greiða tryggingagjöldin
„ Jú, eftirlitið er hart þessa dagana
og þaö eru mörg þúsund bílar
óskoðaðir í höfuðborginni sem eiga
að vera komnir í skoöun,” sagði Osk-
ar Olason yfirlögregluþjónn í sam-
taU við DV, en mikiö hefur borið á
því að lögreglan sé með „klippum-
ar” á lofti gagnvart trössunum sem
ekki hafa hirt um að fara með bílana
í skoðun á réttum tíma.
„Við höfum einnig fengið beiðnir
frá lögregluembættum úti á landi
þar sem skoöun er lokið, um aö
stöðva óskoöaöa bíla úr þessum
umdæmum.”
Hvað ástand bUanna snertir sagði
Oskar að þaö væri þokkalegt en
margir bæm því við aö þeir hefðu
hreinlega ekki efni á að greiða
tryggingagjöldin og hefðu því ekki
farið með bílana í skoðun.
Þessa dagana eiga alUr bílar með
númer undir 53200 að vera skoðaðir.
„Okkur í lögreglunni finnst það allt
annað en skemmtilegt að stööva bíla
og taka af þeim númerin því að þetta
getur komið sér afar iUa fyrir
viðkomandi bíleigendur ef þeir eru
allt í einu bUlausir á óheppUegum
stöðum,” sagði Oskar. -JGH
Magasín og eig-
endur þess gjaldþrota
Vöruhúsið Magasín sf. og bú eigend-
anna, feðganna Ástþórs Magnússonar
og Magnúsar K. Jónssonar, hafa veriö
tekm tU gjaldþrotaskipta. I Lögbirt-
ingablaöinu í gær var auglýst eftir
kröfum í þrotabúin.
Magasín var þann 17. maí í vor veitt
heimild til greiöslustöðvunar í tvo
mánuði. Sú heimild var siðan fram-
lengd um einn mánuð. Þegar hún rann
út, þann 17. ágúst síöastliöinn, báðu
eigendurnir ekki um frekari f mmleng-
ingu. Þess í stað óskuðu þeir sjálfir eft-
ir því að bú þeirra og vöruhússins yrði
úrskurðað gjaldþrota. Orskurður var
svo kveðinn upp daginn eftir.
Að sögn Ragnars HaU, dómara í
skiptarétti, má ætla að kröfur í þrota-
bú Magasín séu á biUnu 6—8 mUljónir
króna. Taldi hann að eignir væru til
fyrir verulegum hluta skuldanna, þó
ekki öUum.
Eignir Ástþórs og Magnúsar, meðal
annars einbýlishús, munu verða tekn-
ar upp í skuldir Magasín sf. þar sem
þeir, sem eigendur, eru persónulega
ábyrgir fyrir skuldum fyrirtækisins.
Skiptaráðandi, Ragnar HaU, hefur
þegar selt fyrirtækið Glöggmynd sem
Magnús K. Jónsson átti. Glöggmynd er
því ekki lengur að neinu leyti á vegum
þeirra feöga heldur hefur nýr eigandi
tekið við rekstrinum. Erlend vöruUsta-
umboð, sem Magasín hafði, hafa einn-
ig verið seld. Þá vinnur skiptaráðandi
aö því að selja aðrar eignir vöruhúss-
rns.
Feðgarnir Astþór og Magnús hafa
áður komið við sögu gjaldþrotamála.
Áriö 1979 fór Myndiðjan Ástþór á haus-
inn. Því máli er ekki lokið en kröfuhaf-
ar hafa engu náð upp í skuldir. Um-
deild sala á eignum átti sér stað í
tengslum við gjaldþrot Myndiðjunnar.
Það var sala á tölvuframköllunarvél
tU Gírómynda, fyrirtækis sem Magnús
átti.
-KMU.
HM M
M A Jg VIÐGERÐAR- LJrAUJrA þjónusta. • Vatnskassa- og bensíntankaviðgerðir. • Erum einnig sérhæfðir í Fíat- viðgerðum. BÍLAVERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 4 KÓPAVOGI, SÍMI 46940.