Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Qupperneq 26
34
DV. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER1983.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Sýningar
Afmæli
Ásgrímur Gunnar Þorgrimsson bóndi,
Borg Miklaholtshreppi, veröur
jarösunginn frá Fáskrúöarbakka-
kirkju, laugardaginn 3. september kl.
14. Ferö veröur frá Umferöarmlö-
stöðinni kL 9.30.
Bræðnuium Ormsson önnur tíu ár.
Réðst hann þá í stofnun verksmiðj-
unnar Fagplasts. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Margrét Eyþórsdóttir,
eignuðust þau fjóra syni. Utför Eiríks
var gerö frá Dómkirkjunni í morgun
kl. 10.30.
Samsýning á Stýrimannastíg
8,
3.-11. september
Á morgun, laugardaginn 3. september kl.
14.00, opna Elísa Jónsdóttir og Hallgrimur
Helgason samsýningu í húsinu við Stýri-
mannastíg númer 8.
A efri hæðinni sýnir Hallgrímur 88 ágætar
teikningar unnar á A-4-blöð og í kjallara og
garði sýnir Elísa keramik og postulínsmuni.
Sýningin, sem verður opin frá kl. 14.00—
22.00 um helgar og kl. 16.00—22.00 alla virka
daga, stendur til ellefta þessa mánaðar.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Félag einstæðra
foreldra — flóamarkaður
Félag einstæðra foreldra heldur sinn árlega
flóamarkað í Skeljanesi 6 helgina 24.-25.
september. Oskum eftir öllum mögulegum
munum sem fólk þarf að losa sig við. Upplýs-
ingar i síma 11822 milli kl. 9 og 17 og i síma
32601 eftir kl. 19.00. Sækjum heiní ef óskað er.
Flóamarkaðsnefndin.
IMorræn lyfjatækna-
ráðstefna í Reykjavík
Dagana 3.-6. september nk. verður haldin að
Hótel Holti Reykjavík norræn ráðstefna
Lyfjatækna.
Ráðstefna þessi, sem er liður í samvinnu
lyfjatækna á Norðurlöndunum, er haldin
annað hvert ár og er þetta í fyrsta sinn sem
húner haldin hér á landi.
Á ráðstefnunni verður rætt um brýnustu
hagsmunamál lyfjatækna á Norðurlöndun-
um, en þau eru meðal annars menntun lyfja-
tækna, kjaramál og tölvuvæðing apóteka.
Auk fundarhalda munu ráðstefnufulltrúar
ferðast um landið og meðal annars fara til
Vestmannaeyja og um Suðurlandsundirlend-
ið.
Formaður undirbúningsnefndar ráðstefn-
unnar er Herdís Á. Sæmundardóttir.
Lyfjatæknafélag Islands er stofnað árið
1976 og gerðist aðili að samstarfi norrænna
lyfjatækna árið .979. Formaður félagsins er
Arndís Jónsdóttir.
Áætlun Akraborgar
Frá Akranesi
kl. 8.30
kl. 11.30
kl. 14.30
kl. 17.30
Frá Reykjavík
kl. 10.00
kl. 13.00
kl. 16.00
kl. 19.00
Kvöldferðir
20.30 22.00
Október, sunnudagar.
Nóvember — april, engar kvöldferðir.
Blómamerkjasöludagar
Hjálpræðishersins
„Má bjóða yður blómamerki?” Það eru ekki
fáir Islendingar sem hafa heyrt þessa setn-
ingu framborna af konu eða karli í einkennis-
fötum Hjálpræðishersins. Það eru líka margir
sem hafa svarað spurningunni játandi, greitt
fyrir blómið og fest þetta litla gerviblóm með
íslenska fánaborðanum í barm sér.
Það er orðin hefð að Hjálpræðisherinn selji
þessi blómamerki í byrjun septembermánað-
ar, þaö hefur verið gert síðastliðna áratugi.
Hvers vegna erum við að þessu? Þetta er
fjáröflunarherferð til styrktar vetrarstarf-
semi Hjálpræðishersins, einkum starfs meðal
barna og unglinga. Hjálpræðisherinn fær
enga opinbera styrki frá riki eða bæ. Því get-
ur oft verið erfitt að reka starfið f járhagslega.
En Islendingar hafa alltaf sýnt starfi Hjálp-
ræðishersins mikinn skilning og hafa verið
fúsir að láta fé af hendi rakna þegar leitað
hefur verið til þeirra.
Eg treysti því að salan muni einnig ganga
vel í ár. Söludagar eru frá og með miðviku-
deginum 31. ágúst fram að helgi.
Jón Þ. Hlnrtksson lést 26. ágúst sl.
Hann fæddist á Fáskrúösfiröi 17. mars
1918, sonur hjónanna Snjófríðar
Guönadóttur og Hinriks B. Jónssonar.
Jón fór ungur á vertíðir til Vestmanna-
eyja þar sem hann síðan bjó í meira en
35 ár. Eftirlifandi eiginkona hans er
Sigurlína Olafsdóttir. Eignuöust þau
þrjú börn og ólu einnig upp dóttur
Sigurlínu. Við Vestmannaeyjagosiö
fluttist Jón upp á land og settist aö í
Hafnarfirði þar sem hann bjó til
dauðadags, starfaöi hann þar hjá
Bæjarútgerö Hafnarfjarðar. Utför
Jóns veröur gerö frá Fossvogskapellu í
dag kl. 15.
Kristín Káradóttir, Bergstaöastræti
30, er látin. Jaröarförin hefur fariö
fram.
Gunnar E. Guömundsson málari lést á
heimili sínu Bræðraborgarstíg 53
aöfaranótt 1. september.
Ari Guðmundsson deildarstjóri, Gilja-
landi 35, lést 31. ágúst.
Sverrir Georgsson frá Akureyri varö
bráðkvaddur aö heimili sínu, Hátúni
12, Reykjavík, 31. ágúst.
Hjördís Þorbjörg Sigurðardóttir
andaöist31. ágúst.
Jónas Sólmundsson húsagagnasmiöa-
meistari lést 23. ágúst sl. Hann fæddist
20. ágúst 1905 í Reykjavík, sonur hjón-
anna Sólmundar Kristjánssonar og
Guörúnar Teitsdóttur. Jónas nam hús-
gagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni og
co. og lauk prófi frá Iðnskólanum árið
1925 og sveinsprófi ári síöar. Hann
stundaði framhaldsnám í Þýskalandi í
húsgagnasmíði og innanhússarkitekt-
úr og stofnsetti áriö 1930 smíöastofuna
Reyni ásamt fleirum. Áriö 1937 setti
harn á stofn eigin smíöastofu. Eftirlif-
andi kona Jónasar er Elín Guömunds-
dóttir. Þau eignuöust fjögur börn.
Utför Jónasar veröur gerö frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Þuríður Gísladóttir frá Bjarmalandi í
Sandgeröi veröur jarðsungin frá
Hvalsneskirkju laugardaginn 3.
septemberkl. 14.
Guðrún Ándrésdóttir, Beigalda, sem
lést 29. ágúst, veröur jarösungin laug-
ardaginn 3. september kl. 13.30 frá
Borgarneskirkju. Jarösett verður aö
Borg.
Halldóra Guðbjörg Pálsdóttir, Grænu-
mörk 1 Selfossi, veröur jarösungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 3. sept. kl.
15.
Sjötug er í dag, 2. september, frú
Nanna Guðmundsdóttir frá Patreks-
firði, Álfaskeiði 102 í Hafnarfirði. Hún
ætlar aö taka á móti gestum sínum á
heimili dóttur sinnar og tengdasonar í
Noröurtúni 6 í Bessastaðahreppi í dag
millikl. 17 og 19.
Áttræður er í dag, 2. september, Þor-
geir Guðmundsson, húsasmíðameist-
ari, Háaleitisbraut 43, Reykjavík. Af-
mælisbamiö ætlar aö taka á móti gest-
um sínum í veitingastaðnum Gafl-Inn
viö Reykjanesbraut í Hafnarfiröi eftir
kl.20íkvöld.
Árinbjörn Guðmundur Guðnason vél-
stjóri lést 28. ágúst sl. Hann fæddist að
Seljalandi i Álftafirði 25. desember
árið 1906. Hann gerðist snemma vél-
gæslumaöur í hraðfrystihúsinu
Norðurtanga hf. á Isafirði þar sem
hann stundaði vinnu allt til ársins 1974.
Arinbjörn lætur eftir sig eiginkonu og
fjögur uppkomin börn. Utför hans
verður gerö frá Hafnarf jaröarkirkju í
dagkl. 13.30.
Þorkell Steinsson fv. lögregluvarð-
stjóri lést 21. ágúst sl. Hann fæddist 27.
nóvember 1897 í Miklaholti í Biskups-
tungum, sonur hjónanna Steins Jóns-
sonar og Ingunnar Þorkelsdóttur. Þor-
kell hóf störf í lögregluliði borgarinnar
áriö 1932 og gegndi því starfi til ársins
1964. Eftir þaö réö hann sig til danska
sendiráðsins hér í borg og starfaði þar
sem húsvöröur og viö ýmis
þjónustustörf. Þorkell var kvæntur
Margaret Jane Duthie Ritchie en hún
lést áriö 1976. Þau eignuðust þrjá syni.
Utför Þorkels verður gerö frá
Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Eiríkur Garðar Gíslason lést 28. ágúst’
sl. Hann fæddist í Reykjavík 10. apríl
1932, sonur hjónanna Guöríðar
Guðmundsdóttur og Gísla Eiríkssonar.
Ungur lauk Eiríkur námi í rafvirkjun
og starfaöi lengi viö þá iön, fyrst í Vél-
Húshjálp —
aur pair USA
Stúlka óskast til fjölskyldu í Georgíu í Bandaríkj-
unum. Fjölskyldustærð 4. Lágmarkstími eitt ár.
Lágmarksaldur 18 ár og þarf að hafa bílpróf.
Upplýsingar í síma 44033 í dag, föstudag, kl. 16—
18 og á morgun, laugardag, í síma 73392 kl. 11—13.
HH
AUGLÝSING
Með tilvísun til 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964 auglýsist hér með
breyting á staðfestu Aöalskipulagi Reykjavíkur að því er
varðar staðgreinireit 1.133.1, sem afmarkast af Seljavegi,
Holtsgötu, Ánanaustum og Vesturgötu.
Um er að ræða breytingu á landnotkun og nýtingarhlutfalli
aðalskipulags á þann veg, að í stað svæðis fyrir iðnað og vöru-
geymslur, komi svæði fyrir íbúöarbyggð, opinberar stofnanir
og útivist.
Jafnframt auglýsist, skv. sömu grein laga, deiliskipulag reits-
ins á staðfestu aðalskipulagi.
Auglýsingin tekur til marka einstakra lóða á reitnum, nýt-
ingarhlutfalls einstakra lóða og húsahæðar.
Breyting þessi var samþykkt af skipulagsnefnd Reykjavíkur
þ. 18. júlí sl. og í borgarráði 2. ágúst sl.
Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi almenningi til
sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, næstu 6
vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdir, ef
einhverjar eru, skulu hafa borist Borgarskipulagi innan 8
vikna frá birtingu auglýsingarinnar, eða fyrir kl. 16.15 þann
31. október 1983. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir breytingunni.
Reykjavík, 2. september 1983.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
Þverholti 15,
105 Reykjavík.
Mjúkar öldur Ijósvakans
Eftir aö hafa hlustaö á uggvænleg-
ar kvöldfréttir útvarps læddist ég inn
í barnahópinn sem Vilborg Dag-
bjartsdóttir var að segja sögur fyrir
svefninn í þættinum Við stokkinn.
Frásögn hennar var ákaflega góð.
Smásaga í háum gæðaflokki.
Þá tók viö Bé einn Auðar Haralds
og Valdísar Oskarsdóttur. Þátturinn
fjallaði aö þessu sinni um skóla-
göngu. I honum var meöal annars
gert grín aö foreldrum sem kaupa
nýja rándýra skólatösku handa
kiðinu sínu til þess aö því veröi ekki
strítt, bami í sex ára bekk, sem er
allan veturinn aö læra bókstafinn A
og nýbökuöum félagsfræöinema viö
Hl sem leitar eins og grenjandi ljón
aö gömlum fötum til þess að koma nú
ekki klæddur eins og asni í skólann.
Eg kannaðist viö þetta allt. Sumt aö
vísu í aðeins mildari útgáfu.
Þessi þáttur var góöur. Eini gall-
inn sem ég sá var aö stundum veröa
hlutverkin sem þær stöllur skrifa
fyrir sig of erfið. Best væri ef þær
gætu fengiö atvinnuleikara í
aðalhlutverkin og komiö sjálfar
fram í aukahlutverkum. En þaö er
líklega of dýrt. Heldur fannst mér
endurflutt leikrit Jökuls Jakobs-
sonar: Því miöur frú, slappt. Þaö
virkaöi fremur á mig sem þokkalega
heppnuð samtalsæfing höfundar en
heilt leikrit. Ljós punktur var þó
leikur Þorsteins Ö. Stephensens.
Eftir þessa útvarpshlustun var ég
oröinn nokkuð mettur. Eg tók því
kápu mína, kastaði henni á
heröamar og gekk út í haustnóttina.
Þaö er ekkert leyndarmál aö ég er
Hafnfiröingur og þetta kvöld var
fjöröurinn spegilsléttur og hnígandi
sólin roöaöi himin og haf. Ef ég heföi
komiö upp oröi í allri þessari fegurö
heföi ég talað í sonnettum.
Siguröur G. Valgeirsson.
NÝKOMIÐ,
SKÓLASKÓR Í ÚRVALI
Skóverslun Þórðar Péturssonar
Laugavegi 95, simi 13570.
Tilkynningar
Andlát