Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1983, Side 32
&<þ.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK.
SÍMI82166 OG 83830.
Fjárlagafrumvarpið
1984:
Allt er komið
á ákvörð-
unarstig
Ríkisstjórnarfundur var boöaður í
morgun klukkan 9 til umræðna um
fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár
og þjóðhagsáætlun. Að sögn
ráðherra er undirbúningur nú
kominn það vel á veg að allt er komið
á ákvörðunarstig og er búist við að
hægt verði að ganga frá útgjaldalið
frumvarpsins'í megindráttum i dag.
Fjármálaráðherra hefur að undan-
Fórnu átt viðræöur við einstaka
ráðherra um spamað í útgjöldum
ráðuneytanna og þær tillögur hafa
siðan verið ræddar i ráðherranefnd-
inni, en í henni sitja auk Alberts
Guömundssonar þeir Matthías
Bjamason, Halldór Ásgrímsson og
Alexander Stefánsson. Albert var
ekki viöstaddur ríkisstjórnarfundinn
í morgun en Magnús Pétursson, fjár-
laga- og hagsýsiustjóri, og Láras
Jónsson alþingismaöur voru
viðstaddir til að veita upplýsingar en
þeir hafa unnið að fjárlagagerðinni
með ráðherranefndinni og embættis-
mönnum.
Tillögur ráðherranefndarinnar
hafa enn ekki veriö kynntar þing-
flokkum stjómarflokkanna en búist
er við að svo verði í næstu viku. Fjár-
lagafrumvarpið verður lagt fram i
byrjun þings en samkomudagur þess
hefur verið boöaður 10. október.
________________________ÚEF
Hægviðri
á morgun
Svalt er í veðri um land allt í dag.
Næstu nótt er víða spáö næturfrosti.
Hægviðri er spáð í dag og á
morgun, björtu veðri suövestanlands
í dag en meira skýjuðu á morgun.
Norðanlands var kalt í morgun, víða,
ekki nema 1 stig. Á morgun ætti þar
aö hlýna og létta til.
A sunnudag gerir Veðurstofan ráð
fyrir stífri austanátt á landinu öllu
meö rigningu víðast hvar. Aftur ætti
svo að stytta upp á mánudag með
norðaustanátt. -KMU.
Gullskipið i IJós
umhelgina?
Á Skeiðarársandi er nú unnið að
þvi að styrkja stálþilið sem reist
hefur verið umhverfis flakið sem
talið er að sé gullskipið. Búist er við
að verkinu ljúki um hlegina.
Því næst verður tekið til við dæl-
ingu á ný. Vonast er til að skips-
skrokkurinn komi í ljós um eða upp
úr helginni. -KMU.
LOKI
Loks fannst rótt hilla fyrir
FH-inginn i ríkisstjórn-
inni.
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
Frjálst, óháð dagbiað
FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
„Sjórínn var alveg
hrikalega kaldur”
— giftusamleg björgun þriggja manna á skútu sem hvofldi út af
Straumsvík í gærkvöldi
..Sjórinn var alveg hrikalega
kaldur og við voram búnir aö vera að
velkjast á skútunni í næstum tvo
tíma áður en okkur var bjargað,”
sagði Erling Olafsson, bakaranemi í
Álfheimabakaríi, í morgun. Honum
var bjargað ásamt vinum sínum
tveim, þeim Davíð Sverrissyni og
Olafi Jónssyni, við höfnina í
Straumsvík um áttaleytið í gær-
kvöldi eftir að skútu þeirra hvolfdi.
„Viö förum oft þrír saman út. Við
ákváðum um klukkan hálffimm,
þegar við vorum út af Straumsvík,
að kík ja inn í höfnina þar og snúa við.
En það var mikill straumur í inn-
siglingunni og þegar við ætluðum að
venda hvolfdi skútunni. Þetta gerðist
rosalega snöggt og fyrr en varði
vorum við allir í sjónum. Við gátum
þó haldiö okkur í bátinn. Síðan
gerðum við tilraun til að snúa honum
á réttan kjöl og tókst það en vindur-
inn stóð þannig aö seglið datt niður
og skútunni hvolfdi aftur. Við vorum
árekiíumtvotíma,” sagöiErling.
Þaö var vaktmaður i Straumsvík
sem kom auga á þá félaga og kom á
báti til þeirra og bjargaði þeim.
I morgun sögðu þeir að þeim hefði
ekki oröið meint af volkinu en
hálfgerður hrollur væri í þeim.
Erling var tl dæmis kominn til vinnu
klukkan f jögur í nótt í Álfheimabaka-
ríið en hann kom ekki heim til sín
fyrr en um hálfellefuleytið í gær-
kvöldi.
-JGH
Sfðustu feifarnar af flugftota Air Vikings, sem átti blómaskeið sitt i
sólarlandafluglnu i árunum 1973 t>1 75, var ekið i bræðsluofna i nótt sem .
leið. Var þama um að rmða Boeing 720 vil sem á sínum tíma flutti þúsundir
íslendinga i sólina i Spini og víðar. Vólinni var lagt utan brautar á Kefla-
víkurflugvelli fyrir nokkrum árum vegna tæringar sem fram kom í henni.
bar hefur hún siðan verið sem einskonar minnisvarði um Air Viking fíug
flotann fræga er síðan fæddi af sir Amarfíug. En nú er þessi mlnnisvarði
kominn inn i Sindraport þar sem bræðsluofnamir munu endanlega sjá um
hann.
-klp/DV-mynd S.
Chicago:
íslendingar í öðru sæti
— unnu Svisslendinga í gær á heimsmeistaramótinu í skák fyrir 26 ára og yngri
Viðureign Islendinga og Svisslend-
inga á heimsmeistaramótinu í skák i
Chicago í gær endaði með því að Jón
L. Ámason vann Trepp, Elvar
sigraði Krahenbuhl, Jóhann og
Zuger gerðu jafntefli og skák Mar- „
geirs Péturssonar og Gobet fór í bið
en Margeir er liklegur til sigurs.
Islendingarnir eru því með 2 1/2
vinning á móti 1/2 vinningi Sviss-
lendinga.
Af öðrum úrslitum í gær má nefna
að Þjóðverjar sigruðu Kínverja,
Rússar unnu Austurríkismenn og
Bandaríkjamenn og Englendingar
geröu jafntefli og ein skák fór í biö.
Staðan á heimsmeistaramótinu er
því þannig: Rússar era með 30 vinn-
inga og eina biðskák, Islendíngar 24
1/2 vinning og biðskák, Þjóðverjar 24
1/2 vinning, Kína, Finnland og
Skotland hafa hlotið 23 vinninga og
þá Bandaríkin og England með 221/2
vinning og eina biðskák.
• Siöasta umferö verður tefld á
morgun, laugardag.
-eir.