Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
Patreksfjörður:
Undarlegur glampi
á ferð í firðinum
Nokkrir menn, sem eru að vinna
við að setja upp 30 metra hátt mjöl-
síló við bræðsluna á Patreksfirði, sáu
í gærmorgun undarlegan glampa úti
á firðinum. Ekki gátu þeir séð hvaö
þetta var en einn þeirra, Reynir
Sigurðsson, sagði í samtali að þeim
hefði virst eins og einhver stór hlut-
ur, sem glampaði á, væri á ferð í yfir-
borðisjávarins.
Að undanfömu hefur verið töluvert
um sel í firðinum, en Reynir kvað
það útilokað aö þama hafi veriö um
sel að ræða því að glampinn af sel sé
miklu minni og sé þar að auki sífellt
að koma og fara, eftir því sem selur-
inn kafar á milli þess sem hann kem-
ur upp á yfirborðið. sbs
Launamálaráðstefna alþýðuflokkskvenna:
Fordæmir
launamisrétti
„Ráðstefna Sambands alþýðu-
flokkskvenna fordæmir harðlega það
launamisrétti sem ríkir á vinnu-
markaðnum,” segir í fréttatilkynn-
ingu frá Sambandi alþýöuflokks-
kvenna.
Um síðustu helgi gengust alþýðu-
flokkskonur fyrir ofannefndri ráð-
stefnu með þátttöku manna úr öllum
stjómmálaflokkum og fulltrúum
launþegasamtaka. 170 manns sóttu
ráðstefnuna.
Einnig var samþykkt að efna til
þverpóUtísks samstarfs um launa-
mál kvenna á vinnumarkaðnum og
boða til fundar kvenna úr öllum
stjómmálaflokkum. Á þeim fundi á
að leita samstöðu kvenna í launþega-
hreyfingunni og víðar. Að því búnu á
að skipuleggja aðgeröir sem leiði tU
úrbóta og uppræti launamisréttið, að
því er segir í fréttatilkynningunni.
-óm
Sjúkrastðð SÁÁ:
FRAMKVÆMDUM
SENN AÐ UÚKA
DV hefur borist fréttatilkynning
frá SÁÁ í sambandi við byggmgu
hinnar nýju sjúkrastöövar. Bygging-
arframkvæmdir eru nú að komast á
lokastig. Múrhúöun er nú lokið og
málaravinnan komin langt á veg.
Fljótlega verður hafist handa um að
koma fyrir hurðum, þUjum, skápum
og öðrum sérsmiðuðum innrétting-r
um. Hurðir eru smíöaðar hjá Tré-
smiðju Þorvalds Olafssonar í Kefla-
vík og önnur sérsmiöi hjá Trésmiðj-
unni Akri á Akranesi, en þessir aöil-
ar uröu hlutskarpastir, þegar inn-
réttingasmíöi var boðin út á sínum
tíma.
Tréverkiö í bygginguna mun
kosta um 3 mUljónir. Gert er ráð fyr-
ir að sjúkrastööin verði tilbúin til
notkunar fyrir miðjan nóvember.
Verktaki byggingarinnar er
VörðufeU hf. -APH
„ERFITT AÐ SEUA
ÍSLAND Á ÍRLANDI”
— segir írski f erðaskrif stof umaðurinn Tom Moran
„Það eru um átta ár síðan ég tók á
móti fyrsta hópnum frá lslandi. Það
var stór og skemmtilegur hópur eins
og aUir sem síöan hafa komið að heim-
sækja okkur.” Þetta sagði Irinn Tom
Moran, sem hér var staddur á dögun-
um en hann er forstjóri fyrir ferða-
skrifstofunni DubUn Holiday Travel
sem séð hefur um aUa íslenska ferða-
hópa sem tU Dublin hafa farið á undan-
fömum árum á vegum Samvinnu-
ferða.
„Stærstu hópamir hafa komið um
páskana og hafa þá verið aUt upp í 300
Islendingar samankomnir í DubUn.
Hafa þeir nú síöari ár gist á sama
hótelinu, BurUngton, sem er með bestu
hótelum í DubUn og hefur þá jafnan
gengið mUcið á þar. Starfsfólk hótels-
ins hefur líka oft sagt við mig, að Is-
lendingarnir séu besta fólkið sem það.
fái í heimsókn. Þeir séu að vísu stund-
um allfyrirferðarmikUr, en aftur á
móti sanngjarnir og aldrei til vand-
ræða.”
Tom Moran er eini aðiUnn á Irlandi,
sem selur Island sem ferðamanna-
land, og eitthvað orðið ágengt í því.
„Það er erfitt að selja Island á Ir-
landi,” sagði hann. „Það halda aUir að
hér sé aUt á kafi í is og snjó og þangaö
hafi þeir því ekkert að sækja. Þetta
hefur þó breyst á síðari árum. Fólk
sem farið hefur hingað kemur með
góðar sögur heima af fallegu landi og
ljúfu fólki. Þá hefur Island verið mikið
í fréttum á Irlandi, oft sýndar héðan
góðar myndir í sjónvarpi. Þá var Is-
land lfca mikið í sviðsljósinu í sam-
bandi við landsleiki þjóöanna í knátt-
VIÐTALIÐ:
spyrnu. Þetta aUt hefur haft sitt að
segja tU að gera Island forvitnUegt fyr-
ir Ira.
Samvinnuferðir hafa auglýst Irland
vel hér á Islandi, eins og best sést á
þeim fjölda sem þangaö hefur farið
héðan á hverju ári. Því miður hafa
þessir hópar staðið stutt við en margir
hafa þó náð að sjá ýmislegt af landinu
og Dublin, en það er borg sem hefur
margt upp á að bjóða.
Eg held að margir Islendingar séu
hræddir við að heimsækja Irland
vegna frétta frá Norður-Irlandi. Það
eru margir sem halda að Irland sé allt
eitt og sama og þar séu aUs staðar
sprengjur og skothrið. Þetta hefur far-
ið iUa með ferðaiönaðinn hjá okkur á
Suður-Irlandi í gegnum árin. I okkar
augum er Norður-Irland annað land.
Það er breskt yfirráðasvæði og þaö
sem þar er að gerast er fjarri okkur í
þeirri merkingu og gerist ekki í Dublin
eða á Suður-Irlandi.”
Tom Moran sagði að lokum aö mikl-
ar lflcur væru á að hópur frá Irlandi
kæmi hingað um næstu páska og yrði
þá um leið hópferð héöan tU Dublin.
„Draumur minn er þó að koma á leigu-
flugi á mUU Islands og Irlands yfir
sumartímann og það yrðu svona 5 til 6
ferðir á 10 til 15 daga fresti. Eg vona að
þessi draumur rætist einhverntímann
enda hafa þessar þjóðir báðar upp á
mikiðaðbjóða.
Landslag og veðurfar er ólíkt en fólk-
iö sjálft mjög Ukt og kemur alltaf vel
saman þegar það hittist. ”
-klp
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Engilsaxnesk endurreisn á Wagner
Ekki virðlst ætla að takast björgu-
lega með kynningu á Richard Wagn-
er, en breskir þættir um hann hafa
nú hafið göngu sína í sjónvarpi.
ímynd hans lifir í samtimanum í
verkum hans, og er þar nokkuð fast-
mótuð. öðrum sögum fer af lífi
Wagners sjálfs, og má vera að ein-
hver fótur hafi verið fyrir því að
sósíaUsminn hafi grasserað í hugum
manna í Saxlandi á þeim tima, sem
hann var uppi. Maður dregur þó í efa
að hann hafi heltekið Wagner með
þeim ærslum, að hann hafi orðið að
flýja iand undan Prússum. Hitt mun
sönnu nær að Wagner varð að fara úr
landi af margvislegum ástæðum,
m.a. vegna skuida og áreitni við
menn, en hann var einn af þeim stóru
listamönnum, sem hiaut viðurkenn-
ingu löngu eftir að hann sjáifur hugs-
aði sig í hlugverki meistara.
Almenna viðurkenningu hlaut hann
þó meðan hann lifði.
Þaö sem sýnilega á að ráða túlk-
uninni í þessum þáttum Englendinga
á lífi Wagners er yfirbót. Þeir vilja
færa hann í bandi sósíaUsma og lýð-
réttinda tU samtimans, eftir að hafa
beitt hann þögn og fyrirUtningu ein-
ungis af því nasistar og þó sérstak-
lega Adolf Hitler hafði dálsti á tón-
Ust hans. EngUsaxnesk endurreisn á
Wagner verður því ekki annað en
skrípaleikur, og er engu likara en
þeir þurfi að gera úr honum hálf-
gerðan kjána tU að koma honum í
sátt við tónUstarunnendur, sem
kennt var að hata hann i gegnum
Adolf Hitler.
Þótt engUsaxar séu meira i ætt við
germani en góðu hófi gegnir, og
tengdir tetónskum ættkvíslum við
blöndun á víkingatíma og vegna yfir-
ráða Dana, bafa þeir aldrei tUeinkað
sér mýtur bundnar forngermönskum
goðsögnum. Þeir hafa aðeins haft
spurnir af Sigurði fáfinsbana í bók-
um og þekkja ekki Graal nema af af-
spum. Þeirra saga hefst ekki fyrr en
árið 1066 við Hastings, þegar
VUhjálmur bastarður lét þá snýta
rauðu, og músik þeirra og sagnaUst
er bundin viðhorfum WUliams
Shakespeare, kóngahistoríum um af-
komendur VUhjálms bastarðs og
trúarvUlum út af kvennaíari kon-
unga. Á meðan andinn flaug með
himlnskautum í mynd goðsagna hjá
germönum, stóðu Bretar i því aö
rækta konungaættir, sem tókust á í
sinum rósastriðum og öðrum fá-
fengUegheitum. Af þessu spratt að
visu viðamikUl skáldskapur, en
músik áttu engUsaxar enga, nema þá
söngva seglagnýjara á heimshöfun-
um. Þeir fluttu inn sin tónskáld og
gerðu þau að lendum mönnum.
Richard Wagner geldur þessa
aUs, nú þegar engUsaxar taka upp á
því að gera af honum myndaflokk
fyrir sjónvarp. Germönum er Wagn-
er engu miimi maður en Shake-
speare Bretum, og væri gaman að
sjá samanburð á þáttum um þessa
menn gerða af sömu aðilum. Þá
kæmi í ljós hvað þeir ættu miklu
betra með að skUja Shakespeare en
Wagner. Það er líka eðUlegt að engU-
söxum þyki broslegt bröltið i
Wagner, en hann var maður sem
heimtaði samstæða germanska þjóð,
hlutdeUd hennar i sólinni og vlrðlngu
hennar. Nú er þessi þjóð klofin eftir
endUöngu, og þó ekki sá hægt að
þegja um Wagner, kunna gamUr
sigurvegarar gcrmana að gera
boðberanum þau skU, að meira likist
lif hans trúðleik en alvöru.
Þótt íslendinga varði ekki um
heraaðarbrölt elnstakra vitleyslnga i
sögunni, frekar en þeir telja VU-
hjálmi bastarði, föður Englands, það
tll Iasts að hann spara fæti við konu
sinni þegar hann hélt tU Englands og
drap hana, varðar þá um þá arleifð,
sem Wagner skUdi eftir handa nor-
rænum mönnum. íslensk forarit eru
helstu heimUdir um sum viðfangs-
efni þessa tónjöfurs, og það er næsta
óviðkunnanlegt að láta engUsaxa
sýna okkur í myndþáttum útgáfu af
honum, sem eingönu hæfir þjóð,
sem hefur af heimsveldislegu stolti
litið niður á germani í tvær eða þrjár
aldlr, og Wagner sérstaklega, vegna
þess að hann reisti rorrænni menn-
ingu minnisvarða í tónum, sem
gleymast seint.
Svarthöfði