Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 37
píjfir frjciTi/'n'rr.cio op anrtf rprivrrm'/
37
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
KONA SKÓLASTJÓRANS
I sumar kom upp mikið hneykslis-
mál í Bretlandi sem leiddi til þess að
skólastjóri nokkur, Lyn Blackshaw að
nafni, varð aö segja af sér í starfi sínu
við einkaskóla þar í landi. Þannig er
mál meö vexti að fyrir nokkrum árum
dunduðu þau hjónin sér við þaö að taka
myndir hvort af ööru í dónalegum
stellingum og senda þær til vafasamra
tímarita. Skólinn þar sem Lyn starfaði
er mjög dýr einkaskóli og þegar farið
var að birta myndir þeirra hjóna i
blöðum vítt og breitt um landið þá
krafðist skólastjómin afsagnar hans í
skyndi. Þessar myndir fóru fyrir
brjóstið á fleirum en skólastjóminni
því um tíma voru bresku blöðin full af
frásögnum af þeim hjónum og siðgæð-
ispostular hömuðust á þeim sem mest
þeir máttu. Svo mikill varð mótbyrinn
að þau hjón neyddust til að flýja heim-
ili sitt í nágrenni skólans og fara í felur
í London. Gamninu er hins vegar ekki
enn lokið því kona skólastjórans lét
einmitt taka þessa mynd af sér til þess
aö storka postulunum enn frekar.
I kjölfar þessarar myndbirtingar
hefur hún lofað frásögn af ástarlífi
þeirra hjóna og munu Bretar bíöa
spenntir þessa dagana eftir henni. Hún
Beth sagði í viðtali: ,,Sú frásögn mun
að öllum líkindum hneyksla foreldra
bama við skólann, sérstaklega þegar
þeir lesa um það þegar ég og maðurinn
minn elskuðumst á þaki skólans.” Það
er greinilega nóg að ske í Englandi.
Þetta er ein af þeim myndum sem leiddu tH þess að skóiastjórinn varð
að segja af sór.
Hór er aftur á móti nýrri mynd sem kona skóiastjórans Ut taka afsór, tfl að storka siðgæöispostuium
enn frekar.
Stuðmenn og Hallbjöm á Borginni
Hallbjðrn HJartarson „bukkar"
sig er áhorféndur Uta fögnuð
sinn i ijós.
Það var troðfullt á Borginni þegar Stuðmenn tróðu þar upp í1 næstsíðasta
skipti á þessu ári fyrir nokkru. Ljósmyndari DV átti í mestu erfiðleikum með
að athafna sig vegna mannmergðar og varö á endanum að skrúfa aðdráttar-
linsuna á. Á þessum tónleikum kom Hallbjörn Hjartarson kántrísöngvari
einnig fram við mikinn fögnuð viðstaddra og að sögn ljósmyndarans tókst;
honum firnavel upp. Best er að láta staðar numið og leyfa mönnum að sjá það
sem ljósmyndarinn sá með aðdráttarlinsunni sinni.
SLS
DV-myndir Helgi.
Valgeir, Þórður og Egiii á fullu.