Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Hvers á óg að gjalda? “ ER FISKUR EKKI MATUR EINS OG KJÖT? Aukatekjur Vinnið ykkur inn allt að dkr. 2.000,- á viku með auðveldri heimavinnu. Upplýsingabæklingur með 100 tillögum kostar ísl. kr. 200,- með átta daga skilafresti. Ekkert póstburðargjald ef peningar eru sendir strax, annars sent á eftirkröfu og þá bætist burðargjald við. DAUGAARDTRADING Claus Cortsensgade 1, DK 8700 Horsens. Danmark. MARK II + ECONO MIX hækkar oktangildi bensíns og eykur vélnrnrkuna E EURQCARD V —< et-Lb^ méSm HABERGhE Skeifunni 5A, sími 84788. Þóra Þórisdóttir hringdi: Eg hef tekiö eftir því aö í öllum fisk- búðum sem ég kem í er fiskurinn af- greiddur með höndum einum saman og pakkaður óvarinn i pappír. Pappír sem oft blotnar og vill loða við fiskinn er heim er komið. Ég spyr fisksala: er fiskur ekki mat- ur eins og kjöt? Einnig hef ég veitt því athygli að fæstir fisksalar merkja fiskinn i kæli- borðinu heiti og verði sem ég hélt þó að væri skylda samkvæmt lögum. Eina undantekningu hef ég þó séð, hvað varðar merkingar, það var í Fiskmið- stöðinni í Gnoðarvogi. Áróðurínn hefur ekki áhrif Jóhann Hólm hringdi: Undanfarið hafa glumið i eyrum fólks umferðarþættir þar sem fólk er beðið um að virða umferðarréttinn. Maður gæti haldiö aö þorri öku- manna hefði að einhverju leyti skert heilabú þar sem áðurnefndir þættir virðast ekki hafa teljandi áhrif. Sem dæmi um þetta vil ég nefna að ég og konan mín ókum morgun einn vestur Hringbraut. Við ókum á vinstri akrein og stöðvuðum á rauðu Ijósi á mótum Hringbrautar og Hofs- vallagötu. Á hægri akrein kom steypubíll, sýnilega fullur af steypu, á fuúri ferð og ók yfir á rauðu ljósi án þess að stöðva. Mig langar að spyrja ökumann steypubilsins hvað hann haldi að hefði orðið úr litlum fólksbíl sem hugsanlega hefði verið ekið yfir götuna. Ég vil beina því til allrá sem verða vitni að umferðarbrotum að skrifa niður númer þessara bíla og tilkynna það síðan til umferðardeildar lög- reglunnar. Ekki rétt biðskýli — segirnemandi viðVogaskóla Olafur Þröstur, nemandi í Vogaskóla, hafðisamband: Ég vil koma á framfæri athugasemd við lesendabréf er birtist í DV þann 21. sept. sl. undir fyrirsögninni „Of mikið rusl”. Þar er verið að býsnast yfir rusli við biöskýlið við Vogaskóla. Ég er hræddur um að þarna sé um einhvem misskilning að ræða. Húsvörður og annað starfsfólk skólans sér um aö allt hugsanlegt rusl við biðskýlið sé fjar- lægt og er því þetta biðskýli mjög þrifalegt. Líklegra þykir mér að bréfritari sé að skrifa um biöskýli sem stendur við Menntaskólann við Sund, en þar vill bera við að ekki sé tekið til. Húsbyggjendur - íbúðakaupendur Umsóknarfrestur um skuldbreytingarlán vegna skulda, sem stofnað hefur verið til vegna byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn undanfarin 2 - 3 ár, rennur út föstudaginn 30. september næstkomandi. Samband íslenskra viðskiptabanka Samband íslenskra sparisjóða SMÁAUGLÝSINGADEILD sem sinnir smáauglýsingum, myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum er i ÞVERHOLT111 Tekiö er á móti venjulegum smáauglýsingum þar og i sima 27022: Virka daga kl. 9 — 22, Smáauglýsingaþjónustan er opin frá kl. 12—22 virka daga og laugar daga kl. 9—14. ATHUGIÐ! laugardaga kl. 9 — 14, sunnudaga kl. 18 — 22. Tekiö er á móti myndasmáauglýsingum og þfum- stuaúylýsingum virka daga kl. 9— 17. Ef smáauglýsing á að birtast i helgarblaöi þarf hún aö hafa horist fyrir kl. 17 föstudaga. SMAAUGLYSINGADEILD Þverholti 11, simi 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.